Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 42
26 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is CHRISTINA RICCI LEIKKONA ER 29 ÁRA. „Draumahlutverkið mitt væri lík- lega geðsjúkur morðingi þar sem tilgangurinn með að leika í kvik- myndum er að þú færð að gera hluti sem þú myndir að öllu jöfnu ekki gera.“ Margir muna eftir Christinu Ricci barnungri í kvikmyndunum um Add- ams Family. Síðan þá hefur hún leik- ið í fjölmörgum kvikmyndum hjá þekktum leikstjórum á borð við Tim Burton og Woody Allen. TILBOÐSDAGAR 30-50% afsláttur af völdum legsteinum á meðan birgðir endast Mattel fyrirtækið tilkynnti á þessum degi fyrir fimm árum að Barbie og Ken væru hætt saman eftir að hafa verið par í 43 ár. Þar sem þau eru dúkkur, og auk þess heimsfræg, þá gáfu þau ekkert uppi um sam- bandsslitin á Alþjóðlegu leikfangahátíðinni, þar sem tíðindin voru kunngerð. Talsmaður og almanna- tengill brúðanna, Ken Sun shine, sagði við þetta tækifæri að starfsmenn Mattel hefðu aldrei búist við að þurfa að tilkynna um sambandsslitin en hann yrði þó að staðfesta að orð rómurinn væri sannur, leiðir Barbie og Ken myndi skilja. Barbie-brúðan kom fyrst á markað árið 1959 en hún er framleidd af Mattel. Banda- ríska kaupsýslukonan Ruth Handler á heiðurinn að til- urð hennar og fékk hún hug- myndina frá þýsku dúkk- unni Bild Lilli. Barbie hefur verið mikilvægur hluti af tískudúkkumarkaðnum í um fimmtíu ár og hefur oft stað- ið styr um hana. Hefur það þá tengst ádeilum á lífsstíl dúkkunnar. Síðustu ár hafa helstu keppinautar Barbie verið Bratz-dúkkurnar. ÞETTA GERÐIST: 12. FEBRÚAR 2004 Barbie og Ken hætta saman MERKISATBURÐIR 1832 Ekvador innlimar Galapagoseyjar. 1924 Calvin Coolidge verð- ur fyrsti forseti Bandaríkj- anna sem flytur ræðu í útvarpi. 1940 Eldey er friðuð með lögum. 1950 Íslenska íþróttafélagið Breiðablik UBK er stofnað. 1965 Hótel Holt er opnað í Reykjavík. 1989 Selta sest á einangrara í spennistöð á Geithálsi við Reykjavík í illviðri og veldur rafmagnsleysi á öllu Íslandi. 1994 Vetrarólympíuleikarn- ir hefjast í Lillehammer í Noregi. Í dag eru 200 ár liðin frá fæðingardegi Charles Darwin og í ár eru einnig 150 ár frá útgáfu tímamótarits hans Upp- runi tegundanna. Af því tilefni verður í dag haldið málþing í Öskju, Háskóla Íslands, stofu 132 klukkan 16.30. Mál- þingið er öllum opið. Í upphafi málþingsins verða veitt verðlaun í ritgerðasamkeppni sem efnt var til meðal framhaldsskólanema um Darwin og áhrif þróunarkenningarinn- ar á vísindi og samfélagið. Í fyrsta sæti varð Kári Gautason, tvítugur nemi við Menntaskólann á Akureyri. „Ég hafði ekki lesið mikið um þró- unarkenninguna en vissi hver Darwin var. Þegar ég fór að lesa mér til um hann fannst mér hann nokkuð áhuga- verður,“ segir Kári sem gaf sér góðan tíma til að afla heimilda og skrifa rit- gerðina sem að lokum varð um tuttugu síður að lengd. Kári lærði mikið á rit- gerðasmíðinni. „Til dæmis var hann ekki fyrstur til að koma með þessa kenningu en var fyrstur til að koma með hana almennilega rökstudda,“ segir Kári og bætir við að bók hans, Uppruni tegundanna, hafi verið svo stútfull af gögnum til stuðnings kenn- ingunni að hún náði að sannfæra ansi marga. En var eitthvað sem kom honum á óvart við heimildaöflunina? „Kannski það að hann var næstum búinn að missa af höfundaréttinum af því hann var með svo mikla fullkomnunar- áráttu. Hann beið svo lengi eftir því að gefa bókina út til að vera viss um að vera með nógu mikið af gögnum,“ segir Kári sem ætlar að skella sér í bæinn í dag til að taka við verðlaununum. Á málþinginu verða flutt nokkur er- indi. Þar á meðal mun Ari K. Jónsson, forseti tölvunarfræðideildar Háskól- ans í Reykjavík, ræða um hvort maður- inn hafi einkaleyfi á greind. Eyja Mar- grét Brynjarsdóttir lektor í heimspeki við HÍ flytur erindið; Að hálfu leyti api enn. Jón Thoroddsen heimspek- ingur ræðir spurninguna; Er sköpunar- gáfan hluti af eðli mannsins? Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur ræðir um Darwin, Marx og spurn- inguna um mannlegt eðli og að lokum ræðir Skúli Skúlason rektor Háskól- ans á Hólum um Manninn sem nátt- úruveru. solveig@frettabladid.is CHARLES DARWIN: MÁLÞING Í TILEFNI AF 200 ÁRA FÆÐINGARAFMÆLI Hlýtur verðlaun fyrir bestu ritgerðina um Darwin VERÐLAUNAHAFI Kári Gautason tvítugur nemi í Menntaskólanum á Akureyri varð í fyrsta sæti í riðtgerðasamkeppni um Darwin og áhrif þróun- arkenningarinnar á vísindi og samfélög. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS Hafrannsóknastofnun stend- ur fyrir málstofu um rann- sóknir á hafsbotni á morg- un klukkan 12.30. Guðrún Helgadóttir, sviðsstjóri jarð- fræðisviðs Hafrannsókna- stofnunar, flytur fyrirlest- urinn Horft yfir hafsbotn- inn, en erindið verður flutt í fundarsal á fyrstu hæð að Skúlagötu 4. Í útdrætti fyrirlesturs- ins segir meðal annars: „Risastórar holur á hafs- botni Drekasvæðisins norð- an Íslands fundust í leið- angri Hafrannsóknastofn- unarinnar sumarið 2008 þegar svæðið var kannað og kortlagt með fjölgeisla- dýptarmælingum. Holurn- ar þykja afar áhugaverðar og eru meðal vísbendinga sem haldið er til haga þegar horft er til könnunar á hvort olíu og gas sé þar að finna.“ Enn fremur segir: „Fjöl- geislamælingar Hafrann- sóknastofnunarinnar í hartnær áratug hafa aukið verulega við þekkingu Ís- lendinga á landgrunni sínu. Nákvæm botnkort og upp- lýsingar um botngerð geta þannig varpað ljósi á hugs- anlegar auðlindir á hafs- botni (Drekasvæðið), styrkt stöðu Íslands í alþjóðlegum samskiptum (Hatton-Rock- all) og nýst í ýmsum verk- efnum Hafrannsóknastofn- unarinnar sjálfrar.“ Olía á hafsbotni BORAÐ EFTIR OLÍU Stórar holur fundust á hafsbotni í leiðangri Hafrannsóknastofnunnarinnar. Ráðstefnan Íslenski þekk- ingardagurinn verður haldin föstudaginn 13. febrúar í Salnum, Kópa- vogi. Það er félag við- skipta- og hagfræðinga (FVH) sem efnir til ráð- stefnunnar og er þemað að þessu sinni: Tækifæri á nýjum tímum - Nýsköpun. Á meðal fyrirlesara verða Kristín Ingólfsdótt- ir, rektor Háskóla Íslands, og Hörður Arnarson, for- stjóri Marel Food System. Össur Skarphéðinsson iðn- aðar - og ferðamálaráð- herra mun ávarpa sam- komuna og forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Gríms- son, mun afhenda þekking- arverðlaun FVH og kynna val á viðskiptafræðingi/ hagfræðingi ársins 2008. Tækifæri á nýjum tímum SALURINN Íslenski þekkingardagurinn verður haldinn á föstudaginn. Vefurinn www.24x24.is var valinn besti einstaklingsvefurinn á Íslensku vefverð- laununum 2008 í Listasafni Reykjavíkur á dögunum. Samtök vefiðnaðarins ásamt ÍMARK standa árlega fyrir Íslensku vef- verðlaununum. En verðlaunin eru upp- skeruhátíð vefiðnaðarins þar sem þeir vefir sem taldir eru skara fram úr á sínu sviði eru verðlaunaðir sérstaklega. Verðlaunin voru veitt að lokinni vel heppnaðri vefráðstefnu SVEF. Hátt á annað hundrað vefir var tilnefndur til þátttöku og veitt voru verðlaun og við- urkenningar í alls átta flokkum. Siminn.is var valinn besti íslenski vef- urinn 2008 ásamt því að fá verðlaun fyrir besta útlit og viðmót. Aðrir vefir til að vinna verðlaun voru: Icelandair.is fyrir að vera besti sölu- og þjónustuvefurinn; Póstur.is var valinn besti fyrirtækjavef- urinn; kvikmyndir.is fékk verðlaun sem besti afþreyingarvefurinn; akranes.is var valinn besti vefurinn í almannaþjón- ustu; 24x24.is var valinn besti einstakl- ingsvefurinn og að lokum var isafoldtra- vel.is valinn besti vefurinn í flokknum bjartasta vonin. Vefurinn 24x24.is, sem er fjallgöngu- félag á Akureyri, þótti glæsilegt samfé- lag um gönguferðir og útivist. Þar hefur hópur fólks komið saman og skipst á fréttum og öðru efni varðandi göngu- leiðir, útbúnað og fleira varðandi svæð- ið sem fjallað er um. 24x24.is besti einstaklingsvefurinn WWW24X24.IS Valinn besti einstaklingsvefur- inn á Íslensku vefverðlaununum 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.