Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 12. febrúar 2009 3
Háir hælar komu fram
á sjónarsviðið í kring-
um 1500. Upphaflega
voru þeir hugsaðir fyrir
reiðfólk til að koma í
veg fyrir að fóturinn
rynni úr
ístaðinu.
wikipedia.org
Í þeirri gríðarlegu sam-keppni sem ríkir í dag í tískuheiminum er nauð-synlegt fyrir tískuhúsin
að skapa einhvern lykil-fylgi-
hlut. Það kann að vera taska,
klútur, belti eða eitthvað annað
sem tryggir sjáanleika tísku-
hússins. Þannig eru hugsanlegir
viðskiptavinir minntir á tilvist
viðkomandi hönnuðar í daglegu
lífi, ekki síst ef hver einasta
áhugamaður um tísku þekkir
gripinn langar leiðir. Þetta á til
dæmis við um hinn fræga Her-
mès-klút 90x90cm sem er rúm-
lega sjötugur en lætur engan
bilbug á sér finna. Töskurnar
tvær sömuleiðis frá Hermès,
Kelly (heitir eftir Grace) og
Birkin (eftir Jane) eru sömu-
leiðis órjúfanlegur þáttur af
glæsileika og fágun tískuhúss
Hermès og, í seinni tíð, gríðar-
leg og ótæmandi tekjulind. Hátt
í hundrað og áttatíu ár eru liðin
síðan fyrstu töskurnar komu á
markaðinn en tískuhúsið hefur
hins vegar alltaf haft vit á því
að fylgja tískunni hæfilega til
að skapa mýtuna í kringum
vörurnar án þess að festast í
fortíðinni. Það sanna áralang-
ir biðlistar eftir fyrrnefndum
töskum.
Chanel framleiðir hina frægu
tösku með keðjunni 2.55 sem
heitir einfaldlega eftir sköp-
unartímanum: febrúar (2) árið
1955 (55). Hátt á sextugsaldri
en selst sem aldrei fyrr.
Litla Gucci-taskan sem gjarn-
an er nefnd Jackie eftir hinni
einu og sönnu forsetafrú, Johns
F., en hún notaði hana í byrj-
un 1960 og átti fleiri gerðir.
Hún var tískugoð þessa tíma og
fleiri stjörnur fylgdu í kjölfar-
ið. Í gegnum tíðina hefur taskan
skipt um efni og ýmis smá atriði
en er alltaf hluti af tískusvið-
inu.
Sumar frægar töskur eru
sem betur fer aðeins yngri. Til
dæmis má nefna Bagettuna
frá Fendi (le Baguette) sem
Silvia Fendi hannaði árið 1997
og hefur í tíu ár verið kynnt
í nýjum lit eða efni á hverri
tískusýningu og sást oft í Sex &
the City undir handlegg Carrie
Bradshaw, einmitt eins og
bagetta.
Ein alfrægasta taska sem
fram hefur komið á síðustu
árum er líklega Lady Dior sem
Díana prinsessa af Wales gerði
fræga. Hún var upphaflega
hönnuð í anda stóla Napoleons
III sem meistari Dior bauð við-
skiptavinum sínum að sitja á í
sölum tískuhússins. Bernadette
Chirac gaf Díönu töskuna árið
1995 þegar hún kom til París-
ar til að opna sýningu á verkum
Cézanne en LVMH sem auðvit-
að styrkir sýninguna er eigandi
Dior. Milli Díönu og töskunnar
var þetta ást við fyrstu sýn og
seinna var hún mynduð á barna-
spítala í Birmingham með barn
í höndunum og töskuna góðu.
Myndin fór um heim allan og á
nokkrum mánuðum höfðu selst
200.000 töskur. Svo er bara að
líta í fornsölurnar og sjá hvort
þessar eðaltöskur séu ekki til
fyrir skít á priki. bergb75@free.fr
Hver er sinnar tösku smiður
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR
Bergþór Bjarnason skrifar frá París
Nýkomnir glæsilegir dömuskór
úr leðri með skinnfóðri. Margir litir
Stærðir: 37 - 41
Verð: 14.450
Laugaveg 54,
sími: 552 5201
Laugaveg 54,
sími: 552 5201