Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2009, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 12.02.2009, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 12. febrúar 2009 3 Háir hælar komu fram á sjónarsviðið í kring- um 1500. Upphaflega voru þeir hugsaðir fyrir reiðfólk til að koma í veg fyrir að fóturinn rynni úr ístaðinu. wikipedia.org Í þeirri gríðarlegu sam-keppni sem ríkir í dag í tískuheiminum er nauð-synlegt fyrir tískuhúsin að skapa einhvern lykil-fylgi- hlut. Það kann að vera taska, klútur, belti eða eitthvað annað sem tryggir sjáanleika tísku- hússins. Þannig eru hugsanlegir viðskiptavinir minntir á tilvist viðkomandi hönnuðar í daglegu lífi, ekki síst ef hver einasta áhugamaður um tísku þekkir gripinn langar leiðir. Þetta á til dæmis við um hinn fræga Her- mès-klút 90x90cm sem er rúm- lega sjötugur en lætur engan bilbug á sér finna. Töskurnar tvær sömuleiðis frá Hermès, Kelly (heitir eftir Grace) og Birkin (eftir Jane) eru sömu- leiðis órjúfanlegur þáttur af glæsileika og fágun tískuhúss Hermès og, í seinni tíð, gríðar- leg og ótæmandi tekjulind. Hátt í hundrað og áttatíu ár eru liðin síðan fyrstu töskurnar komu á markaðinn en tískuhúsið hefur hins vegar alltaf haft vit á því að fylgja tískunni hæfilega til að skapa mýtuna í kringum vörurnar án þess að festast í fortíðinni. Það sanna áralang- ir biðlistar eftir fyrrnefndum töskum. Chanel framleiðir hina frægu tösku með keðjunni 2.55 sem heitir einfaldlega eftir sköp- unartímanum: febrúar (2) árið 1955 (55). Hátt á sextugsaldri en selst sem aldrei fyrr. Litla Gucci-taskan sem gjarn- an er nefnd Jackie eftir hinni einu og sönnu forsetafrú, Johns F., en hún notaði hana í byrj- un 1960 og átti fleiri gerðir. Hún var tískugoð þessa tíma og fleiri stjörnur fylgdu í kjölfar- ið. Í gegnum tíðina hefur taskan skipt um efni og ýmis smá atriði en er alltaf hluti af tískusvið- inu. Sumar frægar töskur eru sem betur fer aðeins yngri. Til dæmis má nefna Bagettuna frá Fendi (le Baguette) sem Silvia Fendi hannaði árið 1997 og hefur í tíu ár verið kynnt í nýjum lit eða efni á hverri tískusýningu og sást oft í Sex & the City undir handlegg Carrie Bradshaw, einmitt eins og bagetta. Ein alfrægasta taska sem fram hefur komið á síðustu árum er líklega Lady Dior sem Díana prinsessa af Wales gerði fræga. Hún var upphaflega hönnuð í anda stóla Napoleons III sem meistari Dior bauð við- skiptavinum sínum að sitja á í sölum tískuhússins. Bernadette Chirac gaf Díönu töskuna árið 1995 þegar hún kom til París- ar til að opna sýningu á verkum Cézanne en LVMH sem auðvit- að styrkir sýninguna er eigandi Dior. Milli Díönu og töskunnar var þetta ást við fyrstu sýn og seinna var hún mynduð á barna- spítala í Birmingham með barn í höndunum og töskuna góðu. Myndin fór um heim allan og á nokkrum mánuðum höfðu selst 200.000 töskur. Svo er bara að líta í fornsölurnar og sjá hvort þessar eðaltöskur séu ekki til fyrir skít á priki. bergb75@free.fr Hver er sinnar tösku smiður ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Nýkomnir glæsilegir dömuskór úr leðri með skinnfóðri. Margir litir Stærðir: 37 - 41 Verð: 14.450 Laugaveg 54, sími: 552 5201 Laugaveg 54, sími: 552 5201
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.