Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 26
Inga R. Bachmann opnaði skart-
gripaverslunina Hringa rétt fyrir
jól en þar er að finna hvers kyns
sérsmíði og hönnun.
Segja má að skartgripahönnun
Ingu einkennist af þrenns konar
mótívum: sjónum, borginni og
sveitinni. Í sjávarflokknum má
finna fiska, kuðunga, þara og
annað sjávarfang sem Inga mótar
í gull og silfur. Í borgarflokknum
bregður fyrir múrsteinamunstri,
fólki og bílum og í sveitarflokkn-
um eru alls kyns dýr, könguló-
arvefir, hnetur og maurar. Þá er
boðið upp á sérsmíði eins og nafna-
hálsmen, ermahnappa, giftingar-
hringi og fleira.
„Ef fólk fær hugmyndir og á sér
til að mynda uppáhaldsdýr þá sér-
smíða ég þau líka eftir pöntun,“
segir Inga. Hún útskrifaðist sem
gullsmiður frá Spáni árið 2005 og
starfaði hjá Aurum í Bankastræti
þar til hún opnaði Hringa.
Inga á ekki langt að sækja gull-
smíðaáhugann en afi hennar var
járnsmiður og bróðir stálsmiður.
„Ég var mikið á verkstæðinu hans
afa sem barn og var fljótt ákveð-
in í því að fara út í einhvers konar
málmsmíði.“
Í Hringa, sem er til húsa á
Laugavegi 20b, er einn veggur
tileinkaður nýjum listamanni í
hverjum mánuði. „Ég fæ hingað
hina ýmsu listamenn og nú er það
Hildur Yeoman fatahönnuður sem
hefur lagt vegginn undir sig. Verk
eftir Söru Riel eru svo væntanleg.“
vera@frettabladid.is
Fisktorfur, fólk og maurar
Gullsmiðurinn Inga R. Bachmann hannar skartgripi sem skipta má í þrjá flokka. Hún sækir innblástur til
sjávar, borgar og sveita og í verslun hennar, Hringa, má finn múrsteina-, maura- og fjöruskart.
Fisktorfa til skrauts.Hálsmen og eyrnalokkar úr borgarflokknum.
Hringur og hálsmen með múrsteina-
munstri úr borgarflokknum.
Inga mótar kuðunga, bíla og köngulóarvefi í gull og silfur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
NÝJAR VÖRUR streyma nú inn í tískuvöruverslanir þegar útsölunum
er að ljúka. Víða er margt fallegt að finna og enn má gera góð kaup ef
vandlega er að gáð.
Klossaðir skór og
hvítar doppur
SKÓR VORU LANGT FRÁ ÞVÍ AÐ
VERA Í AUKAHLUTVERKI Á TÍSKU-
SÝNINGU DAVID JONES.
Á tískusýningu ástralska vöruhúss-
ins David Jones í gær kenndi ýmissa
grasa. Þar mátti meðal annars sjá skó
í úrvali en eins og meðfylgjandi myndir
bera með sér geta þeir gert gæfumuninn.
Smáatriði eins og hvítar doppur á svört-
um ökklaskóm umbreyta svörtu dressi
á augabragði. Þá eru svartir sjó-
ræningjaklossar ómótstæðilegir og
seiðandi við gammosíur og frjálslega
slá. - ve
Kannt þú
skyndihjálp?
Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeið í
almennri skyndihjálp þriðjudaginn 7. október kl. 18-22
í Hamraborg 11, 2 hæð.
Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í
skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur
verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.
Námskeiðsgjald: 4.500 kr. á mann.
Leiðbeinandi er Laufey Gissurardóttir.
Innifalin eru námskeiðsgögn og þátttökuskírteini.
Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 www.redcross.is/kopavogur opið virka daga kl. 10-16
Frekari upplýsingar má fá með því að hringja í síma 554 6626
eða senda tölvupóst á kopavogur@redcross.is.
Skráning er til 3. okt.
Frekari upplýsingar má fá með því að hringja í síma 554 6626
eða senda tölvupóst á kopavogur@redcross.is.
Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeið í
almennri skyndihjálp þriðjudaginn 7. október kl. 18-22
í Hamraborg 11, 2 hæð.
Á ná i inu læra þátttakendur grundvallar triði í
skyndi l og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur
verði fir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.
il a krossins heldur námskeið í
i j l riðjudaginn 7. október kl. 18- 2
, ð.
i l r átt akendur g undvallaratriði í
rlífgun. ark iðið er að þá takendur
il veita fyrstu hjálp á sly stað.
Frekari upplýsingar fást í síma 554 6626 eða
með tölvupósti á kopavogur@redcross.is.
Skráning er til 3. október
m vikudagi n 18. fe rúar kl. 18- 2
kr i il 17. febrúar