Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 12
12 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Tæplega tvítugur maður hefur verið dæmdur fyrir grófa líkamsárás á Selfossi. Hann sló náfrænda sinn með kreppt- um hnefa í andlitið. Fórnarlambið missti meðvitund við höggið. Gólf augntóftar öðrum megin brotnaði og hann hlaut fleiri andlitsáverka. Árásarmaðurinn var sautján ára þegar atvikið átti sér stað. Hann reyndi að koma fórnar- lambinu til hjálpar eftir árásina. Hann játaði verknað sinn greið- lega fyrir dómi. Með tilliti til ungs aldurs, og þess að mannin- um hafði ekki verið gerð refsing áður, auk þess sem hann leitaði sér hjálpar eftir árásina ákvað dómurinn að fresta ákvörðun um refsingu. - jss Dæmdur fyrir hnefahögg: Sló náfrænda sinn í andlitið LÖGREGLUMENN Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði kanna- bisræktun í húsi í Aðalstræti á föstudag. Við húsleit fundust rúmlega 200 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Karl á þrítugsaldri var hand- tekinn. Hann sætti yfirheyrslum í gær. Í framhaldinu var farið í húsleit á tveimur öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Á öðrum þeirra fundust fíkniefni í neyslu- umbúðum og talsverðir fjármun- ir sem grunur leikur á að séu til- komnir vegna fíkniefnasölu. - jss Höfuðborgarsvæðið: Kannabis rækt- að í Aðalstræti HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisstofn- unin á Ísafirði þarf að spara 30 milljónir í rekstri sínum á þessu ári. Þröstur Óskarsson fram- kvæmdastjóri segir að sjúkra- húsið og heilsugæslan hafi verið rekin með mikilli aðhaldssemi síðustu ár og því sé erfitt um vik. Stærsti útgjaldaliðurinn segir Þröstur að sé launakostnaður, eða 75 prósent af heildarútgjöld- um, og því sé gert ráð fyrir að stjórnendur og hærra launað- ir starfsmenn þurfi að taka á sig launalækkun. „Við reynum að hagræða eins og hægt er og höld- um öllu opnu eins og hægt er,“ segir Þröstur. - ghs Sjúkrahúsið á Ísafirði: Gert ráð fyrir launalækkun PAKISTAN, AP Richard Holbrooke, nýskipaður erindreki Baracks Obama í Austurlöndum fjær, er kominn til Pakistans þar sem hann segist ætla að hlusta vand- lega á heimamenn og fræðast af þeim. Shah Mehmoud Qureshi, utan- ríkisráðherra Pakistans, sagð- ist líta á heimsóknina sem nýtt upphaf í samskiptum ríkjanna. Yousuf Raza Gilani forsætisráð- herra notaði tækifærið og ítrek- aði andstöðu Pakistanstjórn- ar við árásir Bandaríkjahers á uppreisnarmenn á landamærum Afganistans og Pakistans. - gb Holbrooke í Pakistan: Segist vilja læra af heimafólki HOLBROOKE OG GILANI Erindreki Banda- ríkjanna ræddi við forsætisráðherra Pakistans í Islamabad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNARSKRÁRMÁL Leiðrétta ber lýðræðishalla íslenska stjórnskipu- lagsins, sem ný ríkisstjórn hyggst fela sérskipuðu stjórnlagaþingi að gera með allsherjarendurskoð- un stjórnarskrár lýðveldisins. Þá fyrst verður „tímabært að íslenska þjóðin taki afstöðu til þess hvort framselja beri ríkisvald til yfir- þjóðlegrar stofnunar eins og Evr- ópusambandsins“. Þetta sagði Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, en ríkisstjórnin hefur falið henni að stýra undirbúningi væntanlegs stjórnlagaþings, í erindi á opnum málfundi í Háskólanum í gær. Spurð hvort hún væri með þessu að segja að sú ríkisstjórn sem hér verður mynduð eftir komandi kosn- ingar eigi að bíða með að taka ákvörðun um hvort stefna beri á aðildarviðræður við Evrópusam- bandið uns vinnunni við endurskoð- un stjórnarskrárinnar er lokið, var Björg hins vegar ekki eins afdrátt- arlaus í svari sínu. Sagði hún það ekki skipta öllu máli hvenær ákvörð- un yrði tekin um hvort stefnt skuli að aðildarviðræðum; það sem skipti mestu væri að áður en þjóðin fengi að kjósa um niðurstöðu slíkra við- ræðna lægi endurskoðuð stjórnar- skrá íslenska lýðveldisins fyrir. Auk Bjargar var Stefán Már Stef- ánsson lagaprófessor frummælandi á fundinum. Hann talaði um þá stjórnskipulegu mynd sem Evrópu- sambandið væri að taka á sig með svonefndum Lissabonsáttmála. - aa Björg Thorarensen lagaprófessor um stjórnskipulag Íslands og löggjafarvald ESB: Leiðrétta ber lýðræðishalla RÆDDI LÝÐRÆÐISHALLA Björg Thorar- ensen í pontu á fundinum. Sitjandi eru Eiríkur Tómasson prófessor, sem stýrði fundinum, og hinn frummælandinn, Stefán Már Stefánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 13:00 Setning Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna sf. og skipulagsráðs Reykjavíkur. 13:10 Saga skipulagsmála í Reykjavík Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt. 13:25 Staða skipulagsmála í og við Gömlu höfnina Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri. 13:40 Framtíðarsýn Faxaflóahafna sf. Gísli Gíslason hafnarstjóri. 13:50 Form og tilhögun samkeppninnar Ásdís Ingþórsdóttir arkitekt. 14:00 Austurhöfnin – umgjörð Tónlistar- og ráðstefnuhúss Sigurður Einarsson arkitekt. 14:40 Kaffihlé 15:00 Intergration of port and city in Hamburg Prófessor Jörn Walter skipulagsfræðingur flytur erindi um þróun hafnarinnar í Hamborg í ljósi hagfræði, skipulags og umhverfismála og kynnir jafnframt HafenCity-verkefnið stuttlega. Erindið flutt á ensku. 15:45 14 years experience in developing port and city Karl-Gustav Jensen, fyrrverandi þróunarstjóri hafnarinnar í Kaupmannahöfn, flytur erindi um þróun skipulagsmála í og við höfnina í Kaupmannahöfn. Erindið flutt á ensku. 16:30 Umræður og fyrirspurnir. 17:00 Samantekt og námstefnuslit. Léttar veitingar og enn léttari óformlegar umræður til kl. 18:00. Námstefnustjóri: Júlíus Vífill Ingvarsson. Námstefna í tilefni hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Gömlu hafnarinnar í Reykjavík HORFT T I L FRAMT ÍÐAR Verið velkomin í Loftkastalann á morgun, föstudaginn 13. febrúar; námstefnan er opin öllum! Júlíus Vífill Gísli Þorvaldur S. Ásdís Jörn Walter Karl-Gustav Ólöf Sigurður Nánari upplýsingar um samkeppnina er að finna á faxafloahafnir.is/is/hugmyndasamkeppni Hugmyndasamkeppnin verður líka kynnt á opnum fundi í Loftkastalanum á fimmtudaginn kemur, 19. febrúar, kl. 17:00. A T H Y G L I GRÚSKAÐ Í BEINUM Fornleifafræðingur kannar fjöldagröf sem fannst í rústum píramída í Tlatelocohverfi í Mexíkóborg. Talið er að þar séu komnar hinstu leifar Asteka sem börðust gegn hernámsliði Spánverja á sextándu öld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.