Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 58
42 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Chelsea staðfesti í gær að hinn 62 ára hollenski þjálfari Guus Hiddink mun stýra liðinu til loka þessarar leiktíðar. Hann mun samhliða starfinu stýra rúss- neska landsliðinu en Hiddink er með samning við Rússana fram yfir HM 2010. Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er því loksins búinn að fá draumamanninn sinn í starf- ið en hann hefur lengi reynt að fá Hiddink til að stýra liðinu. Þeir eru miklir vinir og það er út af vinskapnum, en ekki peningun- um, sem Hiddink tekur starfið að sér. „Ég er að gera vini mínum greiða. Abramovich gerir svo mikið fyrir rússneskan fótbolta að mér fannst í lagi að gefa aðeins til baka. Hann hringdi í mig per- sónulega og bað mig um þetta,“ sagði Hiddink sem hefur þjálfað landslið Hollands, Suður-Kóreu og Ástralíu. Hiddink er með rússneska landsliðinu í æfingabúðum þessa dagana og hefur því ekki störf fyrr en eftir helgi. Hann mun fylgjast með úr stúkunni þegar Chelsea mætir Watford í bikarn- um um helgina. Aðspurður hvort hann muni halda áfram með liðið sagði Hiddink: „Það eru tveir möguleikar. Allt fer illa og ég verð beðinn um að hunskast aftur til Rússlands en svo gæti gengið vel. Ég er samt ekki að hugsa svo langt fram í tímann,“ sagði Hiddink. - hbg Hollendingurinn Guus Hiddink mun stýra Chelsea til loka þessarar leiktíðar: Er að gera félaga Roman greiða GUUS HIDDINK Hér á æfingu með rússneska landsliðinu í Tyrklandi í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Valsmenn eiga einir félaga möguleika á bæði Íslands- og bikarmeistaratitli karla í hand- bolta árið 2009. Þeir eru í 2. sæti í deildinni, stigi á eftir Haukum, og komnir í bikarúrslitaleikinn á móti 1. deildarliði Gróttu. Þessu hafa Hlíðarendapiltar áorkað þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af sjö útileikjum í N1-deildinni í vetur. Ástæðan: þeir hafa unnið alla níu heimaleiki sína í Vodafone-deild- inni á tímabilinu. Nú síðast tryggði liðið sér sæti í bikarúrslitaleikn- um í Höllinni með fjögurra marka sigri á FH, 29-25. Það er ótrúlegur munur á milli tölfræði Valsliðsins heima og á útivöllum. Í deildinni hefur Vals- liðið unnið alla 7 leiki sína með 8,3 marka mun að meðaltali. Sex þessara leikja hafa unnist með sex mörkum eða meira. „Ég er mjög ánægður að heimavöllurinn okkar er orðinn mikil gryfja. Við unnum alla heimaleikina okkar í Höllinni þegar við urðum meistarar 2007 en svo töpuðum við fjórum heima- leikjum í fyrra, þar á meðal tveim- ur fyrstu. Ég er mjög ánægður með að menn séu komnir í ákveð- inn gír í Vodafone-höllinni sem er mjög gott,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsliðsins. „Bikarleikurinn á móti HK er eini heimaleikurinn sem við unnum með einu marki en þar vorum við komnir sjö mörkum yfir en misstum þetta niður í lokin. Við skorum mun meira á heimavelli og mun fleiri mörk úr hraðaupphlaup- um. Það er meiri kraftur í okkur á heimavelli,“ segir Óskar Bjarni og hann segir góða umgjörð hjálpa til. „Stjórnin hefur staðið sig mjög vel í vetur. Það hefur verið ljósa- sjóv á mörgum leikjum. Í síðasta leik vorum við með trommusýn- ingu og mjög flott ljósasjóv auk þess að sýna leikinn beint á Valur. is. Þetta var glæsileg umgjörð. Það hefur verið mikið lagt í umgjörð- ina á heimaleikjunum og það hefur skilað sér til okkar,“ segir Óskar. Þá má sjá mikinn mun á Valslið- inu í bæði sókn og vörn. Í heima- leikjunum er Valur að skora 30,3 mörk að meðaltali í leik eða 4,9 fleiri mörk en liðið skorar að með- altali í útileikjunum. Valsliðið er síðan aðeins búið að fá á sig 22,0 mörk að meðaltali í sjö heima- leikjum sínum í N1-deildinni eða 3,7 mörkum færra en liðið hefur fengið á sig í útileikjunum. „Þetta er alls ekki viðunandi árangur á útivelli, það verður að segjast alveg eins og er. Við þurf- um klárlega að laga útivöllinn ef við ætlum að verða deildar- og Íslandsmeistarar,“ segir Óskar Bjarni. Eini útisigur Vals í N1-deildinni í vetur kom í fyrsta leik tímabils- ins þegar liðið vann 29-34 sigur á Víkingum í Víkinni 18. september. Síðan þá hefur Valsliðið spilað sex útileiki í röð í deildinni án þess að vinna. „Þetta er bæði jákvætt og nei- kvætt. Mér finnst að það eigi ekki að vera mikill munur á því að spila á heima- og útivelli í þessari deild en það hefur verið þannig hjá okkur. Við höfum rætt þetta. Við þurfum að bæta okkur á úti- völlum en halda áfram að spila vel í heimaleikjunum,“ segir Óskar Bjarni. Ætli Valsmenn sér deildarmeist- aratitilinn og heimavallarrétt út úrslitakeppnina þá þurfa þeir nauðsynlega að vinna næsta úti- leik sinn sem er gegn Haukum á Ásvöllum um þarnæstu helgi. „Það er lífnauðsynlegt fyrir okkur að vinna Haukana í þessum leik. Haukarnir hafa verið mjög sannfærandi í annarri umferð og töpuðu ekki leik. Þeir eiga eitt stig á okkur og þessi leikur verður að klárast,“ segir Óskar og kannski grípur hann til einhverra nýrra ráða til þess að vinna bug á slæmu útivallargengi liðsins. „Ætli við þurfum ekki að færa dótið úr klefanum yfir á Ásvelli, taka með okkur Valsfána og kaupa Baldur bongó. Við þurfum líka að vera með mynd af Markúsi, Helga Sig og Margréti Láru þarna ein- hvers staðar á skilti í kringum völlinn,“ segir Óskar Bjarni í létt- um tón. Valsmenn fá Stjörnuna í heim- sókn í kvöld þegar þriðji og síð- asti hluti N1-deildar karla hefst. Á sama tíma mætast Fram og HK í Safamýri og FH tekur á móti Akureyri í Kaplakrika. Allir leik- irnir hefjast klukkan 19.30. ooj@frettabladid.is Vodafone-höllin er orðin mikil gryfja Valsmenn eru aðeins stigi frá toppi N1-deildar karla þrátt fyrir að hafa aðeins unnið 1 af 7 útileikjum sínum, þökk sé stanslausri sigur- göngu á heimavelli. „Við þurfum að laga útivöllinn ef við ætlum að verða deildar- og Íslandsmeistarar,“ segir þjálfari Vals. HAFA RÆTT ÞETTA Óskar Bjarni Óskars- son, þjálfari Vals veit vel af muninum á sínu liði milli leikja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÍUNDI SIGURINN Valsmenn fagna hér heimasigri á FH í undanúrslitum bikarkeppn- innar um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VALSMENN Á HEIMAVELLI Tölur úr N1 deild karla Stig Á heimavelli 14 (100%) Á útivelli 5 (36%) Mismunur +9 (+64%) Mörk í leik Á heimavelli 30,3 Á útivelli 25,4 Mismunur +4,9 Mörk fengin á sig í leik Á heimavelli 22,0 Á útivelli 25,7 Mismunur +3,7 Árangur liðanna á heimavelli: 1. Valur 100% 2. Haukar 86% 3.-4. FH og HK 64% 5. Fram 57% 6. Akureyri 50% 7. Stjarnan 43% 8. Víkingur 21% Árangur liðanna á útivelli 1. Fram 64% 2. Haukar 57% 3. FH 50% 4. Akureyri 43% 5. Valur 36% 6. HK 29% 7. Stjarnan 21% 8. Víkingur 14% Golfveisla MasterCard Mundu ferðaávísunina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.