Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 22
22 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Efnahagur landsmanna er illa laskaður af völdum banka- hrunsins. Skaðinn hefur kallað á tímabundin gjaldeyrishöft til að aftra frekara gengisfalli krón- unnar, en þessi höft standa land- inu að öðru leyti fyrir þrifum. Þau hneppa landsmenn í átthaga- fjötra með því að meina þeim að selja eignir sínar og flytjast til útlanda. Sömu fjötrar fæla Íslendinga í útlöndum frá að flytjast heim. Erlent fé er læst inni í landinu, svo að nýtt fé fæst ekki til landsins utan úr heimi. Ísland hefur nú tvö haldreipi, annað í hendi, hitt innan seil- ingar. Bæði reipin myndu binda Ísland traustari böndum við umheiminn, væri vel á þeim haldið, og styrkja stöðu landsins á alþjóðavettvangi. Þjóðin þarf á báðum reipunum að halda til að endurheimta tapað traust. Sjóðsreipið Fyrra haldreipið er Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn. Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns fram- boðs segist að sönnu vilja halda í reipið. Samstarfið við sjóðinn felst í vinnu hans að efnahags- áætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans og vandlegu eftir- liti sjóðsins með framfylgd áætl- unarinnar auk gjaldeyrisláns frá sjóðnum og nokkrum einstökum löndum fyrir tilstilli sjóðsins. Bæði tækniaðstoðin og lánið eru nauðsynleg eins og sakir standa. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Samfylkingarinnar tafði aðkomu sjóðsins að Íslandi von úr viti, þótt þörfin fyrir aðstoð hans væri löngu ljós og margir menn innan lands og utan mæltu með henni við stjórnvöld snemma árs 2008. Seðlabankinn og stjórnar- andstaðan skynjuðu ekki heldur í tæka tíð þörfina fyrir aðkomu sjóðsins. Ábyrgð Seðlabankans má ráða af ummælum formanns bankastjórnarinnar í sjónvarpi hálfu ári eftir að forsætisráð- herra Bretlands réð forsætisráð- herra Íslands að leita til sjóðsins: „Hvað eru menn að tala um varð- andi Alþjóðagjaldeyrissjóðinn? Menn eru að tala um að þá yrði ríkisstjórnin að óska eftir því að fara í svokallað prógramm, sem gæti staðið í sex mánuði eða tólf mánuði þar sem Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn kemur hingað, tekur ráðin af ríkisstjórninni varðandi fjárlög ríkisins meira og minna … en þetta er notað yfir ríki sem hafa orðið gjaldþrota. Íslenska ríkið er ekki gjaldþrota. Það eru bankarnir sem eru í vandræðum, ekki íslenska ríkið í rauninni.“ Þessi orð bankastjór- ans lýsa ekki næmum skilningi á hlutverki sjóðsins og ekki heldur á eðli og umfangi vandans, enda leitaði ríkisstjórnin til sjóðsins, þegar aðrar síðri leiðir reyndust lokaðar. Hvers vegna síðri? Rík- isstjórnin reyndi fyrst að fá lán, sem var ekki bundið skilyrðum um skynsamlega hagstjórn. Slík lán voru hvergi í boði, jafnvel ekki í Rússlandi. Seðlabankinn hefur haldið áfram leynt og ljóst að grafa undan efnahagsáætlun stjórnvalda, meðal annars með því að flíka í tvígang ágreiningi við sjóðinn um vexti. Sjálfstæðis- flokkurinn reynir að tefja löngu tímabæra endurnýjun á banka- stjórn Seðlabankans, þótt hún sé rúin öllu trausti innan lands og utan. Sjálfstæðisflokkurinn hegðar sér eins og hann sé að reyna að sarga haldreipi Íslands í sundur. Evrópureipið Hitt haldreipið er Evrópusam- bandið. Samfylkingin og Fram- sóknarflokkurinn eru nú sam- mála um þörfina fyrir að sækja án frekari tafar um inngöngu í ESB. Umsókn um aðild nú myndi senda umheiminum skilaboð um einbeittan ásetning stjórnvalda um að koma efnahag landsins á réttan kjöl eins fljótt og hægt er. Umsókn nú myndi opna leið til að festa gengi krónunnar við evr- una með Evrópska seðlabankann að bakhjarli og girða með því móti fyrir gengisóvissuna, sem er orsök gjaldeyrishaftanna, átt- hagafjötranna og fjárskortsins. Sjálfstæðisflokkurinn held- ur þó fast við andstöðu sína við inngöngu Íslands í ESB og fúlsar við því haldreipi, sem skjót inn- ganga myndi færa Íslandi í hend- ur, væri kostur veittur á henni af hálfu ESB. Vinstri hreyfingin – grænt framboð gengur á lagið og biðlar til Noregs um liðsinni til að halda Íslandi utan ESB, en Norðmenn færast undan. Norð- menn eiga olíulindir og hafa því efni á að standa utan ESB, við ekki. Umsókn um aðild Íslands að ESB hefði getað skilað sér í höfn nú í febrúar, hefði ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar haldið velli og hefði Sjálfstæðisflokkurinn séð sig um hönd í tæka tíð, en það varð ekki. Nú mun ekkert gerast í Evrópumálinu fyrr en eftir kosningar í vor. Dýrmæt- ur tími heldur áfram að fara til spillis. Tvö haldreipi Að endurheimta glatað traust Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Matthías Hemstock skrifar um lýð- ræði Sigurður Líndal lagaprófessor ritaði ágæta grein um þróun hins þrískipta valds á Íslandi sem birtist í Fréttablaðinu þann 7. febrúar síðastliðinn. Flest það er þar kemur fram er kunnuglegt, enda margt verið sagt og skrifað um þau mál, ekki síst af honum sjálfum. Öll sú umfjöllun virðist þó litlu hafa breytt um valdahlutföll stjórn- kerfisins enn sem komið er og vafalaust mörgum umhugsunarefni hvað þarf til að breyting verði á. En undir lok greinarinnar kemur Sigurður fram með kenningu sem kallar á að staldrað sé við en hún fjallar um eina helstu hindrun lýðræðisins að hans mati. Kenningin virðist í hnotskurn vera þessi: Ofurvald afþreyingariðnaðarins hefur orðið til þess að fólk lifir í firringu og úr tengslum við umhverfi sitt, hefur misst vald á gagnrýnni hugsun og rökræðu og glamrar pottlokum undir stjórn „rokkara og rapp- ara“ sem síðan getur hæglega leitt til ofbeldisverka. Í þessari kenningu felast nokkrar fullyrðingar sem fróðlegt væri að fá betur skilgreindar frá Sigurði eins og t.d. um hið mikla vald afþreyingariðnaðarins og hvort hætta stafi af fleiri liststefnum en rokki og rappi, mynd- list þar meðtalinni. Hvernig virkar samspil gagnrýnnar hugsunar og afþreyingar? Eru rokkarar og rapparar slakari í að beita fyrir sig rökræðu en aðrir? Hvernig leiðist fólk frá því að glamra á pottlok yfir í að beita ofbeldi? Sjálfur stóð ég ásamt fjölskyldu minni fyrir framan Alþingishúsið þegar pottlokaglamrið stóð sem hæst. Mín upplifun var sú að loksins væri fólk búið að finna sér góðan farveg til að mótmæla án ofbeldis. Í þrjá mánuði þar á undan fóru fram meiri rökræður um íslensk stjórn- mál en ég hef áður upplifað. En það virtist hins vegar breyta litlu og ekki var að sjá að aðilar í stjórnkerf- inu hygðust axla ábyrgð á því ástandi sem komið var upp í þjóðarbúinu. Ef ég skil Sigurð rétt hefði fólk átt að hætta að njóta afurða afþreyingariðnaðarins, bíða eftir næstu kosn- ingum og rökræða hlutina í rólegheitum þangað til. Greinarritari hefur stundað pottlokaglamur um 30 ára skeið. Lýðræðið á heljarþröm? MATTHÍAS HEMSTOCK Skoðaðu MÍN BORG ferðablað Icelandair á www.visir.is Heill Össuri Stundum er alþingismönnum legið á hálsi fyrir að tala illa um þingmenn annarra flokka. Það á þó ekki við um Grétar Mar Jónsson, þingmann Frjálslynda flokksins, sem hvatti Össur Skarphéðinsson til dáða í sambandi við álver á Bakka. „Ég hef þá von,“ sagði Grétar á Alþingi í gær, „að hæstvirtur iðnaðarráðherra, hans viska og skörungsháttur á alla kanta, hans gæði á öllum sviðum, komi í ljós þegar fram líða stundir og hann muni standa vörð um það að framkvæmdir verði að alvöru þarna fyrir norðan, sem og annars stað- ar á landinu. Hann hefur sýnt það að hann er góðviljaður maður og hugrakkur í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég hvet hann til dáða og hef mikla trú á honum fyrir norðan og annars staðar. […] Vonandi á hann eftir að verða fyrsti olíumálaráðherra þjóðarinnar.“ Össuri hlýtur að þykja vænt um þessi hlýju orð. 20 ár milli trúarleiðtoga Boðað hefur verið að Dalai Lama, hinn heimsfrægi andans maður og trúarleiðtogi Tíbeta, muni gefa Íslend- ingum færi á að hlýða milliliðalaust á mál hans í Laugardalshöllinni hinn 2. júní næstkomandi. Sú dagsetning er athyglisverð þegar rifjað er upp að Jóhannes Páll II páfi, eini páfinn sem heimsótt hefur Ísland í þau 1.000 ár sem kristni hefur verið ríkjandi trúarbrögð hér á landi, hélt útimessu í snemmsumars- kalda á Landakotstúni 2. júní 1989, það er upp á dag 20 árum fyrr en nú stendur til að kunnasti trúarleið- togi búddatrúarmanna feti í fótspor hans. Aðstandendur heimsóknar Dalai Lama hyggjast standa straum af kostnaðinum af henni með því að selja inn á stefnumót hans við Íslend- inga. Ekki var selt inn á messu páfa á sínum tíma. En þrátt fyrir það mættu aðeins fáein hundruð manna á Landakotstúnið þennan svala júnímorgun fyrir 20 árum. Skyldi boðskapur brosmilda búddistans hafa meira aðdrátt- arafl á Íslendinga „á þessum síðustu og verstu tímum“? bergsteinn@frettabladid.is audunn@frettabladid.isV ændi á Íslandi er ekki nýtt af nálinni. Ýmislegt bendir þó til að það hafi heldur færst í vöxt á seinni árum og hitt er víst er að umgjörð þessarar starfsemi hefur breyst umtalsvert. Mansal er nú stöðugt oftar nefnt í tengslum við vændi og þótt ekki hafi enn fallið hér dómur í mansalsmáli þá ber þeim sem til þekkja saman um að það þrífist hér. Margvísleg sjónarmið eru á lofti um elstu atvinnugrein heimsins, eins og vændi er iðulega nefnt. Sagt er að vændi hafi alltaf þrifist og muni alltaf þrífast. Goðsögnin um hamingjusömu hóruna sem stolt falbýður líkama sinn og framfleytir fjölskyldu með góðum tekjum sínum er lífseig og einnig heyrist það viðhorf að hver og ein kona eigi að hafa frelsi til að nýta líkama sinn með þeim hætti sem hún kýs. Víst er að minnsta kosti að eftirspurnin eftir vændi er fyrir hendi og meðan svo er verður áreiðanlega reynt að mæta henni. Hér á landi er ólöglegt að þriðji aðili hafi tekjur af vændi. Hins vegar er hvorki refsivert að stunda vændi né kaupa það. Svíar, og seinna Norðmenn, hafa farið þá leið að gera kaup á vændi refsi- verð. Nokkur reynsla er komin á þessa lagasetningu í Svíþjóð og hafa rannsóknir sýnt að bæði hefur dregið úr sýnilegu vændi og, sem ekki er minna um vert, mansali. Hins vegar er umfang dulins vændis ekki ljóst. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, benti í gær á það í sjón- varpsþættinum Íslandi í dag að reynsla Stígamótakvenna væri sú að konur sem hafa stundað vændi beri sömu einkenni og konur sem hafa verið beittar annars konar kynferðisofbeldi. „Þannig lærðum við að skilgreina vændi sem ofbeldi gagnvart konunum sem eru í því,“ sagði Guðrún og lýsti þeirri skoðun sinni að á sama hátt og gildir um annað kynferðislegt ofbeldi þá beri að refsa þeim sem beri ábyrgðina, ofbeldismanninum. Guðrún benti einnig á að í hinum stóra heimi væri hægt að finna dæmi um alla hluti, einnig konuna sem stolt selur kynlífsþjónustu. Hún sagðist þó alls ekki geta réttlætt frelsi þessara kvenna á kostn- að allra hinna sem ekki hafa raunverulegt val um annað hlutskipti en að ástunda vændi. Rannsóknir sýna einmitt fram á að í langflestum tilvikum eru félagslegar og fjárhagslegar aðstæður þeirra sem stunda vændi afar bágar. Kaupandinn, eða ofbeldismaðurinn, er þannig að færa sér í nyt aðstæður þess sem stundar vændið og beita hann kynferð- islegu ofbeldi sem hann greiðir fyrir, annaðhvort fórnarlambinu sjálfu eða þriðja aðila. Ítrekað hefur verið lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að gera kaup á vændi refsiverð en það hefur ekki náð fram að ganga. Full ástæða er til að fara að dæmi Svía og leiða slíkt í lög. Kaup á vændi er kynferðislegt ofbeldi og á því að vera refsivert eins og samkomulag ríkir um að annað kynferðislegt ofbeldi sé. Vera kann að vændi verði aldrei útrýmt. Það þýðir þó ekki að samfélag, sem hefur mannréttindasjónarmið í heiðri, jafnræði kynja og almenna mannvirðingu, eigi að samþykkja vændið í laga- setningu. Vændi er ein af mörgum birtingarmyndum kynbundins ofbeldis. Elsta atvinnu- greinin STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.