Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 50
34 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR
bio@frettabladid.is
Leikarinn Mickey Rourke
er loksins kominn aftur í
sviðsljósið eftir fimmtán
ára eyðimerkurgöngu. „Ég
hef farið til helvítis og ætla
ekki þangað aftur,“ segir
Rourke, sem kennir sjálfum
sér um fallið.
Mickey Rourke sýnir snilldartakta
sem útbrunninn fjölbragðaglímu-
kappi í The Wrestler enda hefur
hann sópað til sín verðlaunum að
undanförnu. Bæði Bafta og Golden
Globe hafa fallið honum í skaut auk
þess sem hann er talinn líklegast-
ur til að hreppa Óskarinn í fyrsta
sinn á ferlinum síðar í mánuðin-
um. Lífið virðist því loksins leika
við Rourke, sem sjálfur var talinn
löngu útbrunninn í kvikmynda-
bransanum.
Um fimmtán ár eru liðin síðan
hinn 56 ára fyrrverandi hjarta-
knúsari fór síðast með aðalhlut-
verk í bíómynd og má því segja
að hann hafi valið endurkomuna
einkar vel. Fjölbragðaglímukapp-
inn Randy „The Ram“ má muna
sinn fífil fegri í The Wrestler, líkt
og Rourke áður en hann fékk hlut-
verkið. „Niðurlægingin sem ég hef
gengið í gegnum í fimm, sex, sjö,
átta, níu, fimmtán ár. Hún var mér
að kenna. Ég tapaði öllu, eiginkon-
unni, húsinu, vinunum og mann-
orði mínu í kvikmyndaheimin-
um,“ sagði Rourke í viðtali við The
Guardian. „Ég var orðinn úrkula
vonar og aleinn og þannig gekk
þetta ár eftir ár.“
Rourke var á sínum yngri árum
nefndur sem arftaki Marlons
Brando á hvíta tjaldinu og oft
nefndur í sömu andrá og Tom
Cruise sem næsta stórstjarnan í
Hollywood. Munurinn á Rourke og
Cruise var hins vegar sá að Rourke
var ekki bara myndarlegur heldur
gat líka leikið. Hann kom sterkur
inn á níunda áratugnum í myndum
á borð við Diner, Rumble Fish, Nine
½ Weeks, Angel Heart og Barfly
og allt virtist leika í lyndi. Eftir
að hann lék í hinum misheppnuðu
Wild Orchid og Harley Davidson
and the Marlboro Man fór aftur
á móti að halla undan fæti. Vand-
ræði í einkalífinu og undarlegt val
Útbrunnin hetja snýr aftur
MICKEY ROURKE
Leikarinn er loksins kominn aftur í
sviðsljósið eftir fimmtán ára eyði-
merkurgöngu. Rourke þykir fara á
kostum í hlutverki útbrunnins fjöl-
bragðaglímukappa í The Wrestler
sem frumsýnd verður hérlendis á
morgun.
Fjórar kvikmyndir af fjölbreytt-
um toga verða frumsýndar um
helgina. Fyrst ber að nefna Frost/
Nixon sem er tilnefnd til fimm
Óskarsverðlauna, þar á meðal sem
besta myndin.
Richard Nixon veitti engin við-
töl í þrjú ár eftir að hann lét af
embætti Bandaríkjaforseta vegna
Watergate-hneykslisins. Þá ákvað
hann að útskýra mál sitt í viðtali
við einn fjölmiðlamann, breska
spjallþáttastjórnandann David
Frost með ófyrirséðum afleiðing-
um. Með aðalhlutverk fara Frank
Langella, sem er tilnefndur til Ósk-
arsins sem Nixon, Michael Sheen,
Sam Rockwell og Kevin Bacon.
Leikstjóri er Ron Howard sem á að
baki myndir á borð við Apollo 13,
A Beautiful Mind og The Da Vinci
Code. Frost/Nixon fær mjög góða
dóma, eða 8,1 af 10 á Imdb.com og
91% á Rottentomatoes.com.
Gamanmyndin Fanboys fjallar
um mikla Star Wars-aðdáendur
sem árið 1998 leggja á sig mikið
ferðalag þvert yfir Bandaríkin til
að stela fyrsta eintakinu af Star
Wars: Episode I. Myndin fær 8 af
10 á Imdb.com en aðeins 27% á
Rottentomatoes.
Hundamyndin Beverly Hills
Chihuahua fjallar um ofdekraða
chihuahua-tík sem týnist í fjöl-
skyldufríi í Mexíkó. Þar kynnist
hún fjárhundinum Delgado. Drew
Barrymore og Andy Garcia tala
fyrir hundana tvo. Myndin fær
2,4 af 10 á Imdb og 40% á Rottent-
omatoes.
Friday the 13th er síðan enn
ein myndin um fjöldamorðingj-
ann Jason Voorhees sem herjar á
bandarísk ungmenni. Engir dómar
hafa birst um hana.
Þjarmað að Richard Nixon
Hinni árlegu kvikmynda hátíð
í Berlín lýkur á sunnudaginn
þegar Gullni björninn verð-
ur afhentur. Opnunar-
mynd hátíðarinnar var
The International með
Clive Owen og Naomi
Watts í aðalhlutverkum.
Fjallar hún um lögfræð-
ing á Manhattan og full-
trúa Interpol sem rann-
saka valdamikinn banka
sem er flæktur í ólöglegt
athæfi. Söguþráðurinn
á einkar vel við núna í
fjármálakreppunni sem
hefur gengið yfir heim-
inn að undanförnu. Fleiri
myndir í Berlín fjalla um
vandkvæði kapítalism-
ans, þar á meðal Rage eftir
hina bresku Sally Potter.
Heimildar mynd Michaels
Winterbottom, The Shock
Doctrine, er af svipuð-
um toga. Segir hún frá því
hvernig ríkisstjórnir og við-
skiptajöfrar notfæra sér
fátækar þjóðir sem eiga um
sárt að binda. Á blaðamanna-
fundi í Berlín gagnrýndi
Winterbottom breska banka
fyrir slæma hegðun og sagði
að almenningur í landinu
væri mjög reiður. „Fólk mun
breyta sjónarhorni sínu og
krefjast þess að fleiri regl-
ur verði settar og að meiri
stjórn verði á kerfinu,“ sagði
hann. - fb
Fjármálakreppan í forgrunni
THE INTERNATIONAL Clive Owen og Naomi Watts leika í fjármálatryllinum
The International.
FROST/NIXON Spjallþáttastjórnandinn
David Frost þjarmar að Richard Nixon í
Frost/Nixon.
Kvikmyndin Valkyrie er byggð á
sönnum atburðum þar sem áhorf-
endur fylgjast með hópi nasista-
foringja sem reynir að ráða Hitler
af dögum í seinni heimsstyrjöld-
inni.
Bryan Singer leikstýrir Valkyrj-
unni og Christopher McQuarrie
skrifar handritið, en þeir gerðu
hina frábæru The Usual Suspects
fyrir rúmum fimmtán árum. Ólíkt
myndum sem byggðar eru á sönn-
um atburðum, um til dæmis ævi
söngvara, getur reynst erfitt að
byggja upp spennu í kringum jafn
þekkta útkomu líkt og í Valkyr-
ie. Þrátt fyrir að vita að tilræðið
misheppnast, tekst McQuarrie og
Singer að skapa dúndurspennandi
atriði og þá sérstaklega í kring-
um undirbúninginn að tilræðinu.
Samtölin eru ekki alltaf þau bestu,
en McQuarrie á góða spretti.
Singer hefur gott auga fyrir
flottum og spennandi senum og
útfærir þær vel. Það hefur farið
fyrir brjóstið á mörgum að aðal-
leikarar myndarinnar tali ekki
með þýskum hreim heldur þeirra
eigin. Aldrei fór þetta neitt í mig.
Í byrjun myndarinnar talar Tom
Cruise á þýsku sem breytist hægt
og bítandi í ensku og er umgjörð-
in í kringum atriðið góð. Þrátt
fyrir slæmt umtal í fjölmiðlum
má ekki rugla saman persónulegu
lífi leikara og þeirra frama og fer
Cruise vel með hlutverk Claus von
Stauffenberg sem er hugmynda-
smiðurinn á bak við Valkyrie-til-
ræðið. Þá eru einnig Bill Nighy og
Tom Wilkinson góðir í sínum hlut-
verkum. Það er ekkert launungar-
mál að Valkyrie er engin Saving
Private Ryan, enda hugsuð sem
skemmtun og stendur sig prýði-
lega í þeirri deild.
Vignir Jón Vignisson - Topp5.is
Spennandi tilræði
við Adolf Hitler
KVIKMYNDIR
Valkyrie
Leikstjóri: Bryan Singer
★★★★
Mörg dúndurspennandi atriði, sér-
staklega í kringum undirbúninginn að
tilræðinu.
á hlutverkum áttu sinn þátt í því.
Til merkis um það er talið að hann
hafi á ferli sínum hafnað aðalhlut-
verkunum í hinum gríðarvinsælu
The Untouch ables, Beverly Hills
Cop, Rain Man, 48 Hours og High-
lander, auk safaríkra hlutverka í
Platoon, The Silence of the Lambs
og síðar meir Pulp Fiction.
Öllum að óvörum ákvað Rourke
að endurvekja hnefaleikaferil sinn
sem hafði legið í dvala í fjölmörg
ár. Hann fór ósigraður í gegnum
átta bardaga á fjögurra ára tíma-
bili og ákvað þá að segja þetta gott,
orðinn margbrotinn og afskræmdur
í andlitinu.
Leiklistin tók aftur yfirhöndina
árið 1995 og Rourke fékk auka-
hlutverk í The Rainmaker, Animal
Factory, The Pledge og Get Carter.
Einnig lék hann í stríðsmyndinni
The Thin Red Line en hlutverk hans
lenti á klippiborðinu og sást hvorki
tangur né tetur af honum í mynd-
inni. Árið 2005 vakti hann loksins
verulega eftirtekt sem Marv í Sin
City en aðalhlut verkin létu á sér
standa fram að The Wrestler.
Rourke segist núna vera kominn
til að vera og ætlar ekki að klúðra
málunum á nýjan leik. „Ég hef
farið til heljar og ég ætla ekki aftur
þangað. Það er yndisleg tilfinning
að finna aftur til stolts og að þurfa
ekki lengur að lifa við skömm og
niðurlægingu,“ sagði hann.
The Wrestler, sem verður frum-
sýnd hérlendis á morgun, hefur
fengið frábæra dóma, eða 8,6 af 10
á Imdb.com og 98% á Rottentomat-
oes.com. freyr@frettabladid.is
> FRÆGIR GESTGJAFAR
Demi Moore, Madonna og við-
skiptajöfurinn Guy Oseary verða
gestgjafar í veislu á heim-
ili hins síðastnefnda að eftir
afhendingu Óskarsverðlaun-
anna 22. febrúar. Veislan var
haldin á sama stað í fyrra
og þá mættu Tom Cruise,
Katie Holmes, Cameron
Diaz, Orlando Bloom og Sir
Elton John. Má búast við enn
frekara stjörnuskini í ár.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY