Fréttablaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 12
12 12. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR
DÓMSMÁL Tæplega tvítugur
maður hefur verið dæmdur fyrir
grófa líkamsárás á Selfossi. Hann
sló náfrænda sinn með kreppt-
um hnefa í andlitið. Fórnarlambið
missti meðvitund við höggið. Gólf
augntóftar öðrum megin brotnaði
og hann hlaut fleiri andlitsáverka.
Árásarmaðurinn var sautján
ára þegar atvikið átti sér stað.
Hann reyndi að koma fórnar-
lambinu til hjálpar eftir árásina.
Hann játaði verknað sinn greið-
lega fyrir dómi. Með tilliti til
ungs aldurs, og þess að mannin-
um hafði ekki verið gerð refsing
áður, auk þess sem hann leitaði
sér hjálpar eftir árásina ákvað
dómurinn að fresta ákvörðun um
refsingu. - jss
Dæmdur fyrir hnefahögg:
Sló náfrænda
sinn í andlitið
LÖGREGLUMENN Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu stöðvaði kanna-
bisræktun í húsi í Aðalstræti á
föstudag. Við húsleit fundust
rúmlega 200 kannabisplöntur á
ýmsum stigum ræktunar.
Karl á þrítugsaldri var hand-
tekinn. Hann sætti yfirheyrslum
í gær. Í framhaldinu var farið í
húsleit á tveimur öðrum stöðum
á höfuðborgarsvæðinu. Á öðrum
þeirra fundust fíkniefni í neyslu-
umbúðum og talsverðir fjármun-
ir sem grunur leikur á að séu til-
komnir vegna fíkniefnasölu. - jss
Höfuðborgarsvæðið:
Kannabis rækt-
að í Aðalstræti
HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisstofn-
unin á Ísafirði þarf að spara 30
milljónir í rekstri sínum á þessu
ári. Þröstur Óskarsson fram-
kvæmdastjóri segir að sjúkra-
húsið og heilsugæslan hafi verið
rekin með mikilli aðhaldssemi
síðustu ár og því sé erfitt um vik.
Stærsti útgjaldaliðurinn segir
Þröstur að sé launakostnaður,
eða 75 prósent af heildarútgjöld-
um, og því sé gert ráð fyrir að
stjórnendur og hærra launað-
ir starfsmenn þurfi að taka á sig
launalækkun. „Við reynum að
hagræða eins og hægt er og höld-
um öllu opnu eins og hægt er,“
segir Þröstur. - ghs
Sjúkrahúsið á Ísafirði:
Gert ráð fyrir
launalækkun
PAKISTAN, AP Richard Holbrooke,
nýskipaður erindreki Baracks
Obama í Austurlöndum fjær, er
kominn til Pakistans þar sem
hann segist ætla að hlusta vand-
lega á heimamenn og fræðast af
þeim.
Shah Mehmoud Qureshi, utan-
ríkisráðherra Pakistans, sagð-
ist líta á heimsóknina sem nýtt
upphaf í samskiptum ríkjanna.
Yousuf Raza Gilani forsætisráð-
herra notaði tækifærið og ítrek-
aði andstöðu Pakistanstjórn-
ar við árásir Bandaríkjahers á
uppreisnarmenn á landamærum
Afganistans og Pakistans. - gb
Holbrooke í Pakistan:
Segist vilja læra
af heimafólki
HOLBROOKE OG GILANI Erindreki Banda-
ríkjanna ræddi við forsætisráðherra
Pakistans í Islamabad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNARSKRÁRMÁL Leiðrétta ber
lýðræðishalla íslenska stjórnskipu-
lagsins, sem ný ríkisstjórn hyggst
fela sérskipuðu stjórnlagaþingi
að gera með allsherjarendurskoð-
un stjórnarskrár lýðveldisins. Þá
fyrst verður „tímabært að íslenska
þjóðin taki afstöðu til þess hvort
framselja beri ríkisvald til yfir-
þjóðlegrar stofnunar eins og Evr-
ópusambandsins“.
Þetta sagði Björg Thorarensen,
forseti lagadeildar Háskóla Íslands,
en ríkisstjórnin hefur falið henni
að stýra undirbúningi væntanlegs
stjórnlagaþings, í erindi á opnum
málfundi í Háskólanum í gær.
Spurð hvort hún væri með þessu
að segja að sú ríkisstjórn sem hér
verður mynduð eftir komandi kosn-
ingar eigi að bíða með að taka
ákvörðun um hvort stefna beri á
aðildarviðræður við Evrópusam-
bandið uns vinnunni við endurskoð-
un stjórnarskrárinnar er lokið, var
Björg hins vegar ekki eins afdrátt-
arlaus í svari sínu. Sagði hún það
ekki skipta öllu máli hvenær ákvörð-
un yrði tekin um hvort stefnt skuli
að aðildarviðræðum; það sem skipti
mestu væri að áður en þjóðin fengi
að kjósa um niðurstöðu slíkra við-
ræðna lægi endurskoðuð stjórnar-
skrá íslenska lýðveldisins fyrir.
Auk Bjargar var Stefán Már Stef-
ánsson lagaprófessor frummælandi
á fundinum. Hann talaði um þá
stjórnskipulegu mynd sem Evrópu-
sambandið væri að taka á sig með
svonefndum Lissabonsáttmála. - aa
Björg Thorarensen lagaprófessor um stjórnskipulag Íslands og löggjafarvald ESB:
Leiðrétta ber lýðræðishalla
RÆDDI LÝÐRÆÐISHALLA Björg Thorar-
ensen í pontu á fundinum. Sitjandi eru
Eiríkur Tómasson prófessor, sem stýrði
fundinum, og hinn frummælandinn,
Stefán Már Stefánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
13:00 Setning
Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður stjórnar
Faxaflóahafna sf. og skipulagsráðs Reykjavíkur.
13:10 Saga skipulagsmála í Reykjavík
Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt.
13:25 Staða skipulagsmála í og við Gömlu
höfnina
Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri.
13:40 Framtíðarsýn Faxaflóahafna sf.
Gísli Gíslason hafnarstjóri.
13:50 Form og tilhögun samkeppninnar
Ásdís Ingþórsdóttir arkitekt.
14:00 Austurhöfnin – umgjörð Tónlistar-
og ráðstefnuhúss
Sigurður Einarsson arkitekt.
14:40 Kaffihlé
15:00 Intergration of port and city in Hamburg
Prófessor Jörn Walter skipulagsfræðingur flytur
erindi um þróun hafnarinnar í Hamborg í ljósi
hagfræði, skipulags og umhverfismála og kynnir
jafnframt HafenCity-verkefnið stuttlega.
Erindið flutt á ensku.
15:45 14 years experience in developing port
and city
Karl-Gustav Jensen, fyrrverandi þróunarstjóri
hafnarinnar í Kaupmannahöfn, flytur erindi
um þróun skipulagsmála í og við höfnina í
Kaupmannahöfn. Erindið flutt á ensku.
16:30 Umræður og fyrirspurnir.
17:00 Samantekt og námstefnuslit.
Léttar veitingar og enn léttari óformlegar
umræður til kl. 18:00.
Námstefnustjóri: Júlíus Vífill Ingvarsson.
Námstefna í tilefni hugmyndasamkeppni um
framtíðarskipulag Gömlu hafnarinnar í Reykjavík
HORFT T I L FRAMT ÍÐAR
Verið velkomin í Loftkastalann á morgun, föstudaginn 13. febrúar; námstefnan er opin öllum!
Júlíus Vífill
Gísli
Þorvaldur S.
Ásdís
Jörn Walter Karl-Gustav
Ólöf
Sigurður
Nánari upplýsingar um samkeppnina er að finna
á faxafloahafnir.is/is/hugmyndasamkeppni
Hugmyndasamkeppnin verður líka kynnt
á opnum fundi í Loftkastalanum
á fimmtudaginn kemur, 19. febrúar, kl. 17:00.
A
T
H
Y
G
L
I
GRÚSKAÐ Í BEINUM Fornleifafræðingur
kannar fjöldagröf sem fannst í rústum
píramída í Tlatelocohverfi í Mexíkóborg.
Talið er að þar séu komnar hinstu leifar
Asteka sem börðust gegn hernámsliði
Spánverja á sextándu öld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP