Tíminn - 19.04.1986, Qupperneq 23
Laugardagur 19. apríl 1986
Tíminn 23
ÚTVARP/SJÓNVARP
Sjónvarp laugardag kl. 20.35:
FLOSIÓLAFSSON
- glettist viö
áhorfendur
Glettur verða í sjónvarpinu í
kvöld kl. 20.35 og nú er það Flosi
Ólafsson sem glettist við áhorfend-
ur.
Flosa er óþarft að kynna, svo
lengi hefur hann skemmt lands-
mönnum bæði með leik sínum og
ritstörfum. Hann er sem sagt fjöl-
hæfur mjög og ekki er gott að segja
fyrir um hvaða tökum hann tekur
gletturnar. Tímamynd: Róbert)
Sjónvarp sunnudag kl. 22.20:
og manudag kl. 21.45:
BREF MED BLAU BLEKI
- gerist í Vín 1936
Austurrísk/ítalska sjónvarps-
myndin Bréf með bláu bleki (Die
Blassblaue Frauenhandschrift)
verður sýnd í tveim hlutum í sjón-
varpinu á sunnudagskvöld kl. 22.20
og mánudagskvöld kL21.45. Mynd-
in er gerð eftir samnefndri sögu
Franz Werfel.
Myndin hefst í Vínarborg á því
herrans ári 1936. Hitler er kominn
til valda í Þýskalandi og fer ekki
leynt með að hann vilji hafa áhrif
í nágrannaríkinu Austurríki, föður-
landi sínu, enda lét hann þar til
skarar skríða og marséraði í farar-
broddi hersveita sinna inn í Vín 12.
mars 1938. Austurríki var þar með
innlimað í Þýska ríkið.
Leonidas Tachezy, deildarstjóri
í austurríska menntamálaráðu-
neytinu, einn af æðstu embætt-
ismönnum ríkisins, á48 ára afmæli.
Hann er giftur vellauðugri konu af
voldugum ættum og líf hans er í
föstum og góðum skorðum. Þau
hjón borða morgunverð í garðhús-
inu við stórhýsið sitt í fína bæjar-
hlutanum. Þrátt fyrir að hjóna-
REYKJAVIK
í BÓKMENNTUM
Á morgun kl. 13.30 verður flutt-
ur fyrri hluti dagskrár sem Eiríkur
Hreinn Finnbogason hefur tekið
' saman um Reykjavík í bókmennt-
um síðustu tvö hundruð ára. Síðari
hlutinn verður fluttur að hálfum
mánuði liðnum.
Eiríkur Hreinn flytur inngang
um efnið en síðan lesa þau Helga
Bachmann og Erlingur Gíslason
' sýnishorn úr ýmsum bókmenntarit-
ium, bæði í bundnu máli og
óbundnu, þar sem Reykjavík kem-
ur við sögu. í þessum þætti verður
byrjað með lýsingum Jóns Espólín
frá um árið 1800 og endað á
Tómasi Guðmundssyni skáldi.
Afmælisdagur Leonidasar rennur upp bjartur og fagur og þau hjón eiga
friðsæla stund við morgunverðarborðið þangað til pósturinn berst. Krystyna
Jandal sem leikur Amelie er pólsk og búsett í Póllandi, en hún er eftirsótt
leikkona víða um heim.
bandið hafi nú staðið í heil 15 ár er
Amelie enn jafn hrifin af manni
sínum og honum undirgefin og í
upphafi. En þá berst pósturinn og
þar er að finna bréf sem ógnar
, tilveru Leonidasar. Gömul ástmær
hans af gyðingaættum, sem hann
hafði átt vingott við 12 árum fyrr,
leitar ásjár hans um að koma 11 ára
gömlum dreng í skóla, en vegna
kynstofns hans er honum meinuð
skólavist í Þýskalandi. Grunur Le-
onidasar er sá að hann sé faðir
drengsins, eigi sem sagt barn sem
er að hálfu gyðingur og það á
tímum ríkjandi Hitlers-skoðana.
Með aðalhlutverk fara Friedrich
von Thun, Krystyna Janda, Gabri-
el Barylli og Friederike Kammer.
Leikstjóri er Axel Corti.
MYNDLIST
Laugardagur
19. apríl
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Tónieikar, þulur velur og kynnir.
7.20 Morgunteygjur.
7.30 (slenskir einsöngvarar og kórar
syngja.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir. Tónleikar.
8.30 Lesið úr forustugreinum dagblað-
anna. Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Step-
hensen kynnir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá
kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur.
10.10 Veöurfregnir. Óskalög sjúklinga,
framhald.
11.00 Á tólfta tímanum Blandaður þáttur
úr menningarlífinu í umsjá Þorgeirs
Ólafssonar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
13.50 Hér og nú Fréttaþáttur í vikulokin.
15.00 „Sígaunabaróninn" eftir Johann
Strauss Einsöngvarar og kór Tónlistar-
félagsins í Vínarborg flytja atriði úr
óperettunni með Filharmoníusveitinni í
Vínarborg; Heinrich Hollreiser stjórnar.
15.20 Listagrip Þáttur um listir og menn-
ingarmál. Umsjón: Sigrún Bjömsdóttir.
15.50 íslenskt mál Jón Aðalsteinn Jónsson
flytur þáttinn.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Evrópumót landsliða í körfuknatt-
leik, C-riðill Ingólfur Hannesson og
Samúel örn Erlingsson lýsa síðari hálf-
leik Islendinga og Norðmanna í Laugar-
dalshöll.
17.00 Framhaldsleikrit barna og ungl-
inga: „Árni i Hraunkoti" eftir Ármann
Kr. Einarsson. Leikstjóri: Klemenz,
Jónsson. Sögumaður: Gísli Alfreðsson.
Leikendur: Hjalti Rögnvaldsson, Anna
Kristín Arngrímsdóttir, Valgerður Dan,
Ámi Tryggvason, Bryndís Pétursdóttir,
Jón Júlíusson, Þórhallur Sigurðsson,
Sigurður Karlsson og Guðbjörg Þorbjam-
ardóttir. Áttundi og síðasti þáttur:
„Leyndarmálið í litíu öskjunni". (Aður
útvarpað 1976)
17.35 Siðdegistónleikar.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.35,jSama og þegið“ Umsjón: Karl
Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og
Örn Árnason.
20.00 Harmonikuþáttur. Umsjón: Högni
Jónsson.
20.30 Þátturinn okkar. Handrit og umsjón:
Pétur Eggerz og Erla B. Skúladóttir.
Umsjónarmaður tónlistar: Edvard Fred-
riksen. Flytjendur auk þeirra: Sigríður
Pétursdóttir, Ellert A. Ingimundarson,
Kristján Hjartarson og Birgir Karlsson.
21.00 „Ertu þreyttur og slæptur?11, smá-
saga eftlr Babette Rosmond og
Leonard M. Lake. Jónina Leósdóttir
þýddi. Edda V. Guðmundsdóttir les.
21.20 Vísnakvöld. Gísli Helgason sér um
þáttinn.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins.
22.20 í hnotskurn - Svarta perlan og
hjartaknúsarinn. Sagt frá skemmti-
staðnum Folies Gergere, Josephine
Baker og Maurice Chevalier og leikin lög
með þeim. Umsjón: Valgarður Stefáns-
son. Lesari með honum: Signý Pálsdóttir.
(Frá Akureyri)
23.00 Danslög.
24.00 Fréttir.
! 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón örn
Marinósson.
01.00 Dagskrárlok.
Næturútvarp á RÁS 2 til kl. 03.00.
dægurlög frá árunum 1920-1940.
22.00 Bárujárn Þáttur um þungarokk í
umsjá Sigurðar Sverrissonar.
23.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur-
jónsson.
24.00 Á næturvakt með Pétri Steini Guð-
mundssyni.
03.00 Dagskrárlok.
10.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Sigurður
Blöndal.
12.00 Hlé.
14.00 Laugardagur til lukku Stjórnandi:
Svavar Gests.
16.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salv-
arsson.
, 17.00 Hringborðið. Erna Árnadóttir
stjórnar umræðuþætti um tónlist.
18.00 Hlé.
20.00 Línur. Stjórnandi: Heiðbjört Jóhann-
esdóttir.
21.00 Milll stríða. Jón Gröndal kynnir
Laugardagur
19. apríl
16.00 fþróttir og Enska knattspyrnan Um-
sjónarmaður: Bjarni Felixson.
19.20 Búrabyggð (Fraggle Rock) Fjórt-
ándi þáttur Brúðumyndaflokkur eftir Jim
Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Glettur - Flosa Ólafssonar. Þjóð-
kunnur spaugari og höfundur Viku-
skammta slettir úr klaufunum. Stjórn
upptöku: Björn Emilsson
21.00 Dagbókin hans Dadda (The Secret
Diary of Adrian Mole Aged 13 3A) Fjórði
þáttur Breskur myndaflokkur f sjö
þáttum, gerður eftir bók Sue Townsends.
Leikstjóri Peter Sasdy. Aðalhlutverk:
Gian Sanmarco, Julie Walters, Stephen
Moore og Beryl Reid. Þýðandi Kristmann
Eiðsson.
21.30 Monsjör Kíkóti. (MonsignorQuixote)
Ný bresk sjónvarpmynd gerð eftir sam-
nefndri skáldsögu eftir Graham Greene
sem komið hefur út á íslensku. Leikstjóri
Rodney Bennett. Aðalhlutverk: Alec Gu-
inness og Leo McKern. Monsjör Kíkóti er
makalaus saga um tvo heiðursmenn frá
þorpinu Tóbósó á Spáni, prestinn og
Sancho bæjarstjóra. Þeir lenda í ferða-
lögum á fíatinum Rósinante, ekki ólíkt
forfeðrum sínum Don Quixote og Sancho
Panza. Með þeim félögum tekst mikil
vinátta þótt þeir séu ekki á einu máli um
kristindóm og kommúnisma. Þýðandi
Ragna Ragnars.
23.25 Eric Clapton Bresk-bandariskur
sjónvarpsþáttur frá tónleikum Eric Clapt-
ons og félaga I Bandarikjunum á siðasta
ári. I þættinum leikur Clapton og syngur
mörg sfn þekktustu lög.
00.35 Dagskrárlok.
Ljósmyndarar við uppsetningu myndanna.
Ljósmyndasamkeppni
- Ljósmyndasýning
I tilefni af 60 ára afmæli Ljósmyndarafé-
lags íslands fór fram Ijósmyndasam-
keppni meðal félagsmanna og nema
þeirra.
Sýning á myndunum fer fram í Lista-
safni A.S.Í. við Grensásveg frrá laugard.
19. apríl til og með 4. maí.
Sýningin verður opnuð kl. 15.00 í dag,
laugard. 19. aprfl og er opin virka daga
kl. 16.00-22.00.
ÖLL ALMENN PRENTUN
LITPRENTUN
TÖLVUEYÐUBLÖÐ
• Hönnun
• Setning
• Filmu- og plötugerð
• Prentun
• Bókband
PRENTSMIDJAN
Ci HF.
|SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR
L SÍML45000
BILALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVÍK:.91-31815/686915
AKUREYRI:.. 96-21715/23515
BORGARNES:.........93-7618
BLÖNDUÓS:.....95-4350/4568
SAUÐÁBKRÓKUR:.95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.....96-71489
HÚSAVÍK:....96-41940/41594
EGILSSTAÐIR: ..... 97-1550
VOPNAFJÖRÐUR: .97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ..97-8303
irrterRent
ÍSLENSKA
ÖPERAN
3Qrovatore
í kvöld
föstud. 25. apríl
laugard.26. apríl
miðvikud.30. apríl
föstud.2. maí
Áætlaðar sýningar verða sem hér
segir:
laugard.3.maí sunnud.11.maí
sunnud.4. maí föstud. 16.maí
miðvikud.7.maí mánud.19.maí
föstud. 9. maí föstud. 23. maí
laugard.10.mai laugard.24.maí
„Meiriháttar listrænn sigur fyrir ísl. óperuna."
(Tíminn 1%)
maður tekur andann á lofti og fær tár í augun. “
(ÞjÓðv. 15/4)
„Hér er á ferðinni enn eitt meistarastykki Þórhildar
Þorleifs." (HP 1%)
„Þessi hljómsveitarstjóri hlýtur að vera meiriháttar
galdramaður (HP 1%)
Miðasala er opin daglega frá kl. 15.00-19.00 og
sýningardaga til kl. 20.00.
Símar 11475 og 621077. - Pantið tímanlega -
Ath. hópafslætti. Euro - Visa. Geymið auglýs-
inguna.