Fréttablaðið - 21.02.2009, Side 40

Fréttablaðið - 21.02.2009, Side 40
fljúga einungis á þrjá áfangastaði; til Nepals, Indlands og Bangla- dess/Taílands. Það er ekkert inn- anlandsflug og engar einkaflug- vélar til í landinu. Fyrst fljúgum við til Dakka, höfuðborgar Bangla- dess, og þar sem ég virði fyrir mér flugfreyjurnar sem eru jafn fal- legar og nánast eins karlmannleg- ar og stöðvarstjórinn byrja ég að velta fyrir mér tölfræði Íslands og Bútan. Til hve margra áfangastaða í Evrópu og Ameríku er flogið frá Íslandi? Hversu margar flugvélar eigum við og hversu margar einka- flugvélar var að finna á Reykjavík- urflugvelli fram að flótta útrásar- víkinganna? Við erum 300 þúsund og Bútanar 600 þúsund. Alla ferð- ina á ég eftir að bera Ísland og Bútan saman í huganum. Það er ekki annað hægt. Svo margt keim- líkt. Svo margt sameiginlegt en annað gerólíkt. Gestgjafi minn, Tshering Tashi, var ekki síður áhugasamur og ákafur í saman- burðarleiknum. Hann hafði kynnt sér Ísland vel áður en ég kom og hafði stuttu áður en ég lagði í ferð- ina tilkynnt mér að á síðasta ári (2007) hefðu sjö Íslendingar komið til Bútan. Að hans sögn voru það fyrstu Íslendingarnir sem stigu þar niður fæti. Fyrr á þessu ári var þjóðin hálfneydd af konunginum til að ganga til fyrstu lýðræðislegu kosn- inganna því konungurinn hafði ekki bara sagt af sér og sett elsta son sinn yfir ríkið heldur hafði hann líka krafist þess að þjóðin tæki sín mál í eigin hendur. Hvar gerist það í heiminum að einvald- ur kýs að deila völdum með þjóð sinni? Bara í Bútan. Einvaldur án einkaflugvélar. Ekki nóg með það heldur kaus konungurinn að sinna öllum mál- efnum ríkisins frá sínum valda- stóli. Eftir þrjár opinberar heim- sóknir til útlanda, meðal annars á þing Sameinuðu þjóðanna sá hann að kokkteilboð, uppstilltar mynda- tökur og hátíðarræður gerðu ekk- ert fyrir Bútan og þar með hætti konungur að ferðast utan Bútans. Hann taldi farareyri sínum betur varið í uppbyggingu heima fyrir. Innanlands ferðast konungur sem aðrir eftir torfærum fjallavegum þar sem meðalhraðinn er 25 km/ klst. Já það er ekkert innanlands- flug í Bútan. Það er ekki bara að erfitt sé að byggja flugvelli í brött- um dölunum og ekki á færi allra flugstjóra að ráða við uppstreymi Himalajafjalla, ástæðan er líka sú að Bútanar vilja ekki auðvelda aðgengið. Engin jarðgöng, engir uppsprengdir hnífbeinir vegir sem hafa brotið náttúruna undir sig eða himinháar brýr. Bútanar virða sín fjöll og dýrka. Ég hafði velt því fyrir mér af hverju kon- ungurinn ætti ekki þyrlu. Vinur minn á Íslandi á þrjár og hann er pípari og grósser. En ég veit af hverju konungurinn á ekki þyrlu. Ef hann ætti þyrlu myndi hann missa virðingu fyrir fjöllunum, öðlast rangt sjónarhorn á sveitirn- ar og dalbúana og komast alltof hratt yfir. Eftir að hringvegurinn um Ísland varð svo fullkominn að ferðamenn gátu „klárað“ Ísland á viku hættu þeir að beygja út af leiðinni. Enginn nennti lengur að fara á Vestfirði og túrinn út á Snæfellsnes varð óþarfa útúrdúr. Karlmenn í pilsum Þegar við lentum í bænum Paró andaði ég glaður að mér fersku og þunnu háfjallaloftinu. Þvílík viðbrigði frá þungu og röku lofti Bangkok. Ekki spillti það gleði minni að hver einasti karlmað- ur á vellinum var klæddur pilsi. Ég hef alltaf verið veikur fyrir að ganga í pilsi og gat vart beðið þess að kaupa mér gú-pils, draga upp hnésokkana og láta fjallaloft- ið leika um ber lærin. Mér flaug Tinni í hug. Tinni var í Tíbet og það er næsti bær. Tinni gekk í hné- buxum og ég ímyndaði mér alltaf að hann væri í gljáfægðum skóm eins og Bútanar. Heima á Fróni og víðast hvar í heiminum er þjóðbúningur eitt- hvað hallærislegt fyrirbrigði sem fólk neyðist til að klæðast af til- gerð á viðhafnarstundum. En þess er vænst að allir Bútanar klæð- ist þjóðbúningi sínum við vinnu, á mannamótum og við hátíðlega atburði. Mér verður hugsað til Balí. Þar þykir enn sjálfsagt að klæðast hefðbundnum búningum. Þar get ég líka klæðast pilsi án þess að fólk stríði mér. Það er margt sem mér finnst tengja Balí og Bútan. Fólkið er svipað. Hávaxið og myndarlegt, dökkt og svipmikið. Stolt af uppruna sínum og hefðum án hroka og áráttu til yfirgangs og útrásar. En það sem sterkast teng- ir þessar tvær þjóðir er trúrækni. Hversu djúpstæð trúin er í þeirra daglega lífi. Hvorki má merkja hjá Balíbúum eða Bútönum nokk- urt trúarofstæki. Að trúa á guð og stunda bænir hvern dag er ein- faldlega sjálfsagt. Það spyr eng- inn hvort þú sért trúaður í Bútan – ekki frekar en á Balí. Það væri eins og að spyrja Íslending hvort hann borði. Þetta er Bútan. Allir í þjóðbún- ingum og allir heittrúaðir en allir í stuði. Skopskyn þeirra er kalt og stríðið. Í Taílandi, þar sem ég bý, þykja prumpubrandarar og trúða- grín mesta skemmtun og því tók mig ákveðinn tíma að kveikja á kaldhæðninni og stríðninni. Fimm- aurabrandarar Taílendinga höfðu náð tökum á mér. Kynóður spámaður Drukpa Kinley er frægasta sögu- persóna Bútans. Skáld, heimspek- ingur, trúboði og leiðtogi. Bútan speglast vel í þessum karakter. Búddamunkar Fólk í Bútan er hávaxið, myndarlegt og svipmikið. EINANGRUNIN ROFIN Árið 1974 opnaðist Bútan umheiminum þegar fjórði konungur ríkjandi konungsættar var krýndur. Af því tilefni var tignum erlend- um gestum boðið auk fjölda blaðamanna. Hótel voru byggð af því tilefni sem enn eru helstu hótel landsins og upphaf ferðaþjónustu varð til. Sama ár kemur fyrsti hópur ferðamanna til Bútans en fram að því höfðu einungis opinberir gestir og vísindamenn fengið vegabréfsáritun til landsins. Strax var tekin upp sérstök stefna í ferðamálum. Í fyrsta lagi þarf að gefa út vegabréfsáritun fyrirfram samkvæmt ákveðnum skilyrðum. Í öðru lagi var ákveðið fast lág- marksgjald sem hver ferðamaður verður að greiða fyrir hvern dag í landinu. Í þriðja lagi var einungis takmörkuðum fjölda ferðamanna hleypt inn hvert ár. Árið 2007 komu 21.094 ferðamenn til Bútan en fram til ársins 2000 höfðu aldrei komið fleiri en um sjö þúsund á ári. Þessar takmarkanir og gjaldskylda byggjast á þremur meginástæð- um: 1. Til að vernda náttúru, menningu og lífsstíl fólks og forðast að gera vægi ferðaþjónustu of mikið. 2. Til að auka ekki álag á viðkvæmt samgöngukerfi og náttúru landsins. 3. Til að tryggja viðunandi tekjur af hverjum ferðamanni. 4 FERÐALÖG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.