Tíminn - 07.11.1992, Qupperneq 5
Laugardagur 7. nóvember 1992
Ttminn 5
Sameining sveitarfélaga
Jón Kristjánsson skrifar
Áfangaskýrsla sveitarfélaganefndar fé-
lagsmálaráðuneytisins er nú til kynn-
ingar meðal sveitarstjómarmanna um
land allL Þar sem greinarhöfundur á
sæti í nefndinni, vil ég nota þennan vett-
vang að þessu sinni til þess að fjalla um
málefni þau, sem áfangaskýrslan inni-
heldur, og ekki síst skýra stöðu málsins
núna.
Stjómsýslustigin
Miklar umræður hafa orðið á síðustu
árum um stjómsýsluna í landinu og
hvemig á að þróa hana. Þessar umræður
hafa ekki síst snúist um það hvort
stjómsýslustigin eigi að vera tvö eins og
nú, eða hvort stofnað skuli til milli-
stjómsýslustigs, sem fengi til sín verk-
efrii firá ríkinu. Skiptar skoðanir hafa
verið um þetta.
Helstu gallamir við millistjómsýslustig
hafa þótt þeir að með því væri verið að
gera yfirbygginguna enn þá meiri og
stjórnsýsluna flóknari en efni standa til í
svo litlu þjóðfélagi sem ísland er. Það má
fullyrða að þeirri hugmynd vex fylgi að
efla sveitarstjómarstigið og meginþungi
tilflutnings verkefna verði til þess, en að
það komi þó ekki í veg fyrir að héraðs-
stjómir, sem ná t.d. yfir eitt kjördæmi,
tajki að sér stærri verkefni, t.d. úthlutun
vegafjár, svo eitthvað sé nefnt.
Til sveitarfélaga em gerðar miklar kröf-
ur og vaxandi. Þar má nefna aukna fé-
lagsþjónustu, sorphirðu, kröfur um um-
hverfismál og margt fleira. Til þess að
ráða við verkefnatilflutning frá ríkinu í
ofanálag þurfa þau að vera öflugri, ann-
að hvort með nánu samstarfi eða sam-
einingu.
25 sveitarfélaga leiðir
Það er nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir hver er bakgrunnur skýrslu sveit-
arfélaganefndar. Nefndinni var falið í er-
indisbréfi að vinna út frá þeirri forsendu
að sveitarfélögin sameinuðust í svo rík-
um mæli að 25 sveitarfélög yrðu í land-
inu eftir sameininguna. Þetta var ein af
þremur leiðum, sem bent var á í áfanga-
skýrslu nefndar sem starfaði í tíð fyrr-
verandi ríkisstjórnar. Hinar leiðirnar
vom þær að láta minni sameiningar
þróast, eða sú að styrkja héraðsnefndir í
sessi með löggjöf og fá þeim aukin verk-
efni. Félagsmálaráðherra valdi leið
hinna stóm sameininga eftir samþykkt
fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveit-
arfélaga þar um.
Starf nefndarinnar hefur því verið að
gera sér grein fyrir hvaða verkefni væri
hugsanlegt að fela sveitarfélögum af
þessari stærð og með hvaða hætti mætti
stofna til slíkrar sameiningar. Áfanga-
skýrslan inniheldur hugmyndir þar um,
bæði um hugsanleg verkefni og hvernig
að sameiningu verði staðið.
Hugmyndir, ekki tillögur
Það er auðvitað nauðsynlegt að það
komi skýrt fram að hér er um hug-
myndir að ræða, sem sveitarfélaganefnd
á eftir að fjalla um á ný, þegar þær hafa
fengið umræðu í þjóðfélaginu. Það er
auðvitað ekkert sjálfgefið að þjóðin eigi
að gleypa þennan sameiningarbita allan
í einu. Það er einnig mjög áríðandi að
þessi mál séu leyst í eins miklum friði
við fólkið í landinu eins og unnt er.
Valdbeiting í þessum efnum er ótæk, og
best er að frumkvæðið komi frá heima-
mönnum, ef þess er nokkur kostur.
Þessi mál eru mjög viðkvæm og það
verður að undirbúa jarðveginn með
umræðum um kosti og galla málsins.
Það er afar brýnt að gera sér grein fyrir
því að þessi þróun verður að hafa sinn
tíma og sameining sveitarfélaga er með
engu móti efnahagsaðgerð í þeim
þrengingum sem nú ganga yfir. Með
sameiningunni er verið að breyta
stjórnsýslunni í landinu, og það er lang-
tímaverkefni sem á ekki að blanda sam-
an við vanda dagsins í þjóðfélaginu.
Kostir — gallar
Þær spurningar, sem heyrast gjarnan
frá sveitarstjórnarmönnum þegar þessi
mál eru rædd, eru gjarnan þess efnis,
hvað sparist við sameiningu. Ótti er við
að smærri
sveitarfélög
hverfi inn í þau
stærri og verði
áhrifalaus.
Einnig er ótti
við að missa
þær stofnanir
sem eru í
minni sveitar-
félögum, t.d.
skóla. Þá er því
haldið fram að með hinni nýju skipan sé
verið að gera stóran hóp manna, sem nú
er virkur í sveitarstjómum, óvirkan.
Ég hef ekki trú á að mikið fé sparist við
sameiningu sveitarfélaga fyrst í stað.
Hins vegar hef ég trú á því að sveitar-
stjórnir nálægt vettvangi geti staðið að
verkefnum með meiri hagsýni en ríkið
getur gert, svo fjarlægt sem ríkisvaldið
er oft á tíðum. Eg hef ekki trú á að sá
sparnaður þurfi endilega að koma niður
á notendum. Hitt er annað mál að þeim
verkefnum, sem flutt em til sveitarfé-
laga, verða að fylgja tekjustofnar sam-
bærilegir þeim sem kostnaðurinn er nú.
Annað kemur ekki til greina.
Ein leið til þess að hafa fleiri virka í
starfi, ef stóra sameiningarleiðin verður
farin, er sú að stofna til nefnda um sér-
mál ákveðinna svæða í stórum byggðar-
lögum.
Mér finnst meginatriðið, eins og nú
standa sakir, að stefna þessum málum
ekki í hnút, og hvorugur aðilinn læsi sig
inni í ákveðnum leiðum. Bókun mín í
áfangaskýrslu sveitarstjórnamefndar
þýðir m.a. að skoðun mín er að nú eiga
nefndarmenn að hlusta grannt eftir því
hvaða leiðir eru vænlegastar til þess að
ná árangri og sem mestri samstöðu um
í þjóðfélaginu. Það er ekkert víst að það
sama gildi alls staðar. Ein leiðin, sem til
greina kæmi, er að heimild sé veitt til
þess að stofna svokölluð tilraunasveitar-
félög sem taki við ákveðnum verkefnum
og tekjustofnum umfram aðra og þau
verði rekin um ákveðið árabil. Með því
fengist reynsla af stómm sameiningum
sem gæti orðið
öðrum lær-
dómsrík að
hafa fyrir sér.
Smærri sam-
einingar hafa
einnig reynst
vel þar sem
þær hafa verið
gerðar, en
nokkur dæmi
eru þess á
seinni árum að tvö til fimm nágranna-
sveitarfélög hafa sameinast.
Mér finnst því ekkert sjálfgefið að sú
leið, sem nefndinni var falið að vinna
eftir um 25 sveitarfélög í landinu, sé
endilega sú rétta, og blandaðri leiðir
geti fullt eins komið til greina. Hitt er
svo háð stærð sveitarfélaganna hvaða
verkefni þau geta tekið til sín frá ríkinu.
Verkaskiptingin
Hugmyndir þær um verkefnatilfærslu,
sem settar eru fram í áfangaskýrslunni,
eru mjög róttækar. Þar er rætt um að
flytja stóra málaflokka til sveitarfélag-
anna, svo sem heilsugæslu, málefni
aldraðra, laun við grunnskóla, málefni
fatlaðra o.fl. Reynslan af flutningi verk-
efna árið 1989 er jákvæð, en svo mikil
verkefnatilfærsla, sem hér um ræðir,
ræðst algjörlega af stærð sveitarfélag-
anna eða nánu samstarfi þeirra.
Auðvitað eru skiptar skoðanir um það
hvort og í hve miklum mæli á að flytja
verkefnin til sveitarfélaganna. Ég er
þeirrar skoðunar að það eigi að stefna í
þessa átt, og meiri verkefni efli vald
heimamanna og kalli á það að verk séu
unnin á heimavelli sem eru í höndum
ríkisvaldsins núna. Annað mál er svo
hvort svo stórfelld verkefnatilfærsla,
sem kynnt er í skýrslunni t.d. í heil-
brigðismálum, er skynsamleg. Það verð-
ur að skoða vandlega og er ekki nógu vel
útfært að mínu mati.
Ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að
setja almennar reglur og hafa eftirlit
um það að jafnræði sé í þjónustunni, en
framkvæmdin eigi sem mest að vera í
höndum sveitarfélaganna.
í skýrslu sveitarstjómamefndar, og
einnig í þeim áfangaskýrslum sem fyrri
nefnd gaf út á síðasta ári, em mjög
miklar upplýsingar um sveitarstjómar-
stigið í landinu og þá málaflokka sem til
umfjöllunar hafa verið í tengslum við
verkaskiptinguna. Skýrslumar em
gagnlegt innlegg í umræðurnar um
sameiningar- og verkaskiptamálin. Hins
vegar á sveitarstjórnarnefndin eftir að
gera upp hug sinn í því efni hvað hún
leggur til að gert verði í ljósi þeirra um-
ræðna sem fram fara á næstu vikum.
Flokksleg afstaða
Stefna Framsóknarflokksins í þessum
málum er sú, eins og stendur í ályktun
síðasta flokksþings, að stefna að stækk-
un sveitarfélaga og flutningi verkefna til
þeirra. Hins vegar em skoðanir flokks-
manna á því hvernig á að standa að
framkvæmdinni á þessari stefnumörk-
un áreiðanlega fjölbreyttar. Þær hug-
myndir, sem settar eru fram í skýrsl-
unni, hafa verið kynntar í þingflokki
Framsóknarflokksins, en þar hefur ekki
verið tekin afstaða til málsins. Ég, sem
fulltrúi þingflokksins í nefndinni, mun
að sjálfsögðu taka lokaafstöðu í málinu í
samráði við þingflokkinn þegar þar að
kemur.