Tíminn - 07.11.1992, Síða 8

Tíminn - 07.11.1992, Síða 8
8 Tíminn Laugardagur 7. september 1992 ANGÓLA Árekstrar þjóða og menningar- heilda í Angólu ógna nýfengn- um friði og einingu landsins: „Kosningamar voru svindll“ Sá var dómur Svarta hanans, út- varpsstöðvar angólska stjómarandstöðuflokksins UNITA, eftir að tilkynntur hafði verið sigur stjómarflokksins MPLA (sem fékk tæplega 54 af hundraði atkvæða) í fyrstu almennu og frjálsu kosningum Angólusögu, er fram fóm í lok september. Enda hafði Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA (er fékk rúmlega 34%), lýst yfir á þessa leið fyrir kosningar: Ef við vinnum ekki, sannar það að MPLA hefur svindlað. „Við höfum ekkert á móti því að skjóta okkur braut til Lu- anda,“ sagði eftir kosningamar Arlindo Chena Pena (kallaður Ben Ben hershöfðingi), frændi Savimbis og einn hans hand- gengnustu manna. Hershöfðingjanum virðist hafa verið nokk- ur alvara með þetta, því að um síðustu helgi stóðu harðir bar- dagar með miklu mannfalli í höfuðborg iandsins milli MPLA, sem til skamms tíma bar fýrir sér rauðan fána marxismans, og UNITA sem hefur svartan hana fýrir skjaldarmerki. Meðal þeirra, sem sagðir em fallnir eftir slaginn, em nýnefndur Ben Ben og Jeremias Chit- unda, sem lengi hefur veríð næstráðandi Savimbis í UN- ITA Vonir um að um 30 ára sam- felldum hemaði þaríendis værí lokið em þar með á hverfanda hveli. Dos Santos og frú: sovésk skólun, amerlsk kosningabarátta. Úrelt“ stríö n Nærri jafnskjótt og næstum hálfs annars áratugs stríði sjálfstæðishreyf- inga þar gegn Portúgal var lokið og Angóla (stærð: tæplega 1.250.000 fer- kílómetrar, íbúar um 12 milljónir) orðin sjálfstætt ríki (1975), hófst í staðinn stríð á milli sjálfstæðishreyf- inganna, þriggja að tölu. MPLA bar fljótlega sigurorð af annarri hinna, FNLA, en UNITA hélt velli með drjúgri hjálp frá Bandaríkjunum og Suður-Afríku, sem m.a. fólst í her- hlaupum síðarnefnda ríkisins inn í Angólu. MPLA hjálpuðu á móti Sovét- ríkin, Austur-Þýskaland og Kúba, síð- asttalda ríkið með um 50.000 manna her. Borgarastríð þetta varð sem sé auk annars þáttur í kalda stríðinu, en er síðamefnda stríðinu var lokið urðu helstu aðilar þess sammála um að An- gólustríð væri orðið „úrelt" og stilltu til friðar með aðstoð Portúgala, sem haft höfðu minni eða meiri fótfestu og yfirráð á landflæmi þessu frá síð- ustu áratugum 15. aldar til ósigurs síns fyrir áðurnefndum sjálfstæðis- hreyfingum. Eftir þá löngu tíð er landið í mörgu nátengt Portúgal og portúgölsk tunga og menning nánast það eina sem tengir saman lands- menn, sem eins og í öðrum Afríku- ríkjum em af fjölmörgum þjóðum, þjóðflokkum og ættbálkum, er erfitt eiga með að láta sér lynda saman. Um 300.000 manneskjur vom drepnar í stríði MPLA og UNITA, laus- lega áætlað, og ótalinn fjöldi særður. Þár af em um 80.000 manns illa lemstraðir eftir jarðsprengjur. Hafa þeir flestir misst annan fótinn eða báða. Hamskipti flokka Það var í maí s.l. ár, sem tókst eftir mikinn baming að koma saman friðar- Dagur Þorleifsson skrifar Heyrist gal Sfössrv'f- . yJ . t>:* . -■ • hanans svarta ^ UNITA-liðar á vígaslóö: blettir hlébarðans ótaldir enn. samningi er bæði MPLA og UNITA fengust til að skrifa undir. En ótryggur hefur sá fríður reynst og oft orðið vopnaðar skæmr með fyrrverandi (?) stríðsaðilum. Um mánaðamótin ág- úst-september réðust þannig ævareið- ir UNITA-menn á MPLA- liða í borg að nafríi Kuito, eftir að þeir síðamefndu höfðu slátrað hanakjúklingi og látið talsvert á því bera. Túlkuðu UNITA- menn það sem vísvitandi móðgun við skjaldarmerki sitt Alþýðuhreyfingin til frelsunar Angólu (heiti MPLA á íslensku) stjómaði þar til fríður tókst eftir fyrirmyndum frá sovétblökkinni og Kúbu, með eins- flokkskerfi, miðstýringu atvinnulífs o.s.frv. En með hmni sovétkommún- ismans féllu fyrirmyndir þaðan mjög í áliti í Afríku sem annars staðar. í sam- ræmi við það segist MPLA nú vilja markaðskerfi, lýðræði og annað eftir vestrænum fyrirmyndum, enda slíkt vænlegast til öflunar vina og stuðn- ingsmanna á Vesturlöndum. í stað þess að boða uppbyggingu sósíalisma með fræðilegum tilþrifum lofaði Jose Eduardo dos Santos, leiðtogi stjómar- flokksins og Angóluforseti, í kosninga- baráttunni að gera landið að „aldin- garði ástar", svo fremi hann ynni. UNITA (Þjóðarsamtök til algers sjálf- stæðis Angólu) hefur verið enn ótrauðari við að skipta um pólitískar stefnuskrár. Upphaflega sögðust menn flokks þessa vera maóistar og í róttæk- ara lagi sem slíkir, síðan (eftir að þeir fóm að gera sér vonir um hjálp frá Vesturlöndum) jafríaðarmenn og loks borgaralegir. Vera kynni að þessi pólitísku ham- skipti angólsku flokkanna, sérstaklega UNITA, séu nokkur vísbending um hve djúpt hugmyndafræðilegar fyrirmynd- ir frá framandi heimshlutum rista í hugarfari þeirra og Afríkumanna yfir- leitt Hvað Angólu varðar er ljóst að álitshnekkir sá, er marxisminn hefúr orðið fyrir þar, hefúr leitt til þess að stjómmálaflokkamir og landsmenn skeyta enn minna um hugmyndafræði yfirhöfúð en áður var. Stríðsþreyttir Luandabúar fara fram á friö: stórauöugt land þeirra er í kaldakoli. Ovimbundu, Mbundu í angólska borgarastríðinu skipuðu menn sér í fylkingar einkum eftir þjóðum/þjóðflokkum, eins og verða vill þar í álfu, og með þverrandi hug- myndafræði ber enn meira á því en fyrr. Þorrinn af liði UNITA er af Ov- imbunduþjóðinni, sem býr í miðju landi vestanvert. Ovimbundu eru fjölmennastir allra þjóða, þjóðflokka og ættbálka landsins, að sögn um þriðjungur íbúa þess. MPLA hefur drýgsta hluta liðstyrks síns frá Mbundu, þjóð sem um fjórðungur landsmanna tilheyrir. (Tungur bæði Ovimbundu og Mbundu em af bantústofni, sem og flestra annarra Angólumanna.) Sá flokkur er þó vart eins þjóðtengdur og UNITA, hefur meira fylgi en hann meðal borgabúa, sem sumir em farnir að losna úr ættbálkatengslum, og í for- ustu hans kváðu ráða mestu menntamenn höfuðborgarinnar Lu- anda, portúgalskir að máli og menn- ingu og sumir að nokkm af portú- gölskum ættum. Því má með nokkmm rökum halda fram að UNITA sé „afrískari“ eða meira „innfæddur" en keppinautur- inn. Fylgi hans er mest inni í landi, þar sem portúgölsku áhrifin rista grunnt, miðað við það sem er í strandhémðunum, þ.á m. í Luanda og nágrenni, þar sem portúgölsk menning hefur verið ríkjandi í um fimm aldir. f strandhémðunum líta menn á sig sem hluta „portúgölsku menningarheildarinnar" báðum megin Atlantshafs. í því óformlega samfélagi er nú Brasilía áhrifamesti aðilinn, hvað marka má m.a. af sápuópemm þaðan (gerðum eftir Dallasfyrirmyndum, að sögn kunn- ugra), sem kváðu orðnar ein helsta skemmtun alþýðunnar í Portúgal og Angólu. Brasilískt almannatengsla- fyrirtæki stjórnaði kosningabarátt-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.