Tíminn - 07.11.1992, Page 10
10 Tíminn
Laugardagur 7. nóvember 1992
Norræn ráðstefna um
alifugla á íslandi
Dagana 12.-14. nóvember næstkomandi fer fram á Hótel Loftleiðum sam-
norræn ráðstefna um alifuglarækt. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefnan er
hér á landi en hún er haldin árlega á vegum Samtaka norrænna alifugla-
ræktenda. íslenskir alifuglabændur gerðust aðilar að samtökunum 1989.
Ráðstefnuna sitja m.a. dýralæknar, ráðunautar, fóðurframleiðendur og
dreifíngaraðilar alifuglaafurða.
Það er Stofnungi sf., sameignarfé-
lag Félags eggjaframleiðenda og Fé-
lags kjúklingabænda, sem sér um
framkvæmd ráðstefnunnar hér á
landi.
Á ráðstefnunni flytja ávörp m.a.
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra og Níels Ámi lund, stjómar-
formaður Stofnunga sf.
Búist er við að um 80 erlendir og
um 20 íslenskir þátttakendur verði á
ráðstefnunni, auk gesta.
Meðal þess sem rætt verður um á
fundinum er áhrif fóðurs á fitu-
myndun hjá kjúklingum, fituvanda-
mál hjá kjúklingum, beinmyndun-
arvandamál í kjúklingum, fóðmn
stofnfugla og hreysti daggamalla
unga, reynsla af rekstri genabanka
fyrir hænur, bólusetning alifugla,
barátta gegn salmonellu o.fl. -EÓ
Heimilistæki f rá
eru vönduö og stílhrein
3Z.oL^A-a
h/f
ZANUSSI uppþvottavélar
eru til I tveimur geröum, ZW
107 m/4 valk. og ID-5020 til
innb. m/7 valkerfum. Báðar
f. boröb. fyrir 12. Hljóölátar,
einfaldar I notkun.
Verð frá kr. 58.831,*
Gufugleypar frá ZANUSSI,
CASTOR, FUTURUM og
KUPPERSBUSCH eru bæöi
fyrir útblástur eöa gegnum
kolsfu.
Verð frá kr. 10.122,*
RAFHA, BEHA og KUP-
PERSBUSCH eldavélar eru
bæöi meö eöa án blásturs.
Með glerboröi og blæstri. 4
hellur og góöur ofn. 2ja ára
ábyrgö á RAFHA-vélinni. —
Frl uppsetning.
Verð frá kr. 39.442,*
Um er að ræöa mjög marg-
ar geröir af helluboröum:
Glerhelluborö m/halogen,
helluborö 2 gas/2 rafm. eða
4 rafm. hellur meö eöa án
rofa.
Verð frá kr. 23.075,*
ZANUSSI og KUPPERS-
BUSCH steikar/bökunarofn-
ar I fjölbreyttu úrvali og lit-
um. Meö eöa án blásturs —
m/grillmótor m/kjöthitamæli
— m/katal(skum hreinsib
aöi o.fl.
Verð frá kr. 37.117,*
KUPPERSBUSCH örbylgju-
ofnar I stærðum 14 og 20 I.
Ljós I ofni, bylgjudreifir, gef-
ur frá sér hljóömerki.
Tnm
lL=
Bjóöum upp á 5 gerðir
þvottavéla. 800-1000-1100
sn./mfn. Meö/án valrofa á
hitaspamaöarrofi. Hraðvél,
sem sparar orku, sápu og
tfma. Þvottavél með þurrk-
ara og rakaþéttingu. 3ja ára
ábyrgö — uppsetning.
Verð frá kr. 54.541,-
Þurrkarar, 3 gerðir, hefö-
bundnir, meö rakaskynjara
eöa rakaþéttingu (barki
óþarfur). Hentar ofan á
þvottavélina.
Verð frá kr. 35.000,-
7 geröir kæliskápa: 85, 106,
124,185 cm hæö. Með eöa
án frystihólfs. Sjálfv. afhrfm-
ing. Hægt er að snúa hurö-
um. Eyöslugrannir — hljóð-
látir.
Verð frá kr. 31.363,-
Bjóöum uppá 9 gerðir
kæli/frystiskápa. Ýmsir
möguleikar f stæröum: Hæö
122,142,175 og 185 cm.
Frystir alltaf 4 stjömu. Sjón
er sögu rfkari. Fjariægjum
gamla skápinn.
Verð frá kr. 43.935,-
Verö er miðað við staðgreiðslu.
Frystiskápar. 50,125, 200
og 2501. Lokaöir meö plast-
lokum — eyöslugrannir — 4
stjömur.
Verð frá kr. 32.603,-
ZANUSSI frystikistur, 213,
296 og 396 I. Dönsk gæöa-
vara. Mikil frystigeta. Ljós I
loki. Læsing. 4 stjömur.
Verð frá kr. 41.298,-
Okkar frábæru greiðslukjör!
Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar á allt að 12 mánuðum.
Opió sem hór segir: Virka daga tii kl. 18.
Laugardaga f rá kl. 10—16.
VERSLUNIN RAFHA, HAFNARFIRÐI. SÍMI 50022 - LÆKJARGÖTU 22
VERSLUN RAFHA, REYKJAVÍK, SÍMI 620100 - BORGARTÚNI 26
Peter Lewis, þjónustustjóri Case !H, í heimsókn á Rangárvöllum.
Þjónustustjóri Case IH dráttarvélafram-
leiðslufyrirtækisins. Peter Lewis:
Kynni við Case
eru engin
skyndikynni
Umboðsaðilar véla og tækja fyrír landbúnaðinn fá alloft í heimsókn til
sín sérfræðinga og fræðimenn frá framleiðendum. Þannig var nýlega á
ferð á íslandi Peter Lewis, þjónustustjóri Case IH dráttarvéla.
I samtali við Tímann sagðist
hann hafa ákveðið íslandsheim-
sókn eftir að hafa hitt að máli hóp
íslenskra bænda, sem sl. vor skoð-
uðu verksmiðjur Case IH í Neuss í
Þýskalandi þar sem framleiddar
eru Maxxum-dráttarvélar.
Case-dráttarvélar eru auk Þýska-
lands framleiddar í Doncaster í
Bretlandi og í Wisconsin í Banda-
ríkjunum og fást í mörgum stærð-
um og með margvíslegum búnaði.
Maxxum-vélarnar eru afar full-
komnar og tilheyra nýjustu kyn-
slóð dráttarvéla. íslenskir bændur
voru að sögn Lewis fljótir að til-
einka sér þær og voru meðal
fyrstu manna sem eignuðust
Maxxum-vélar. Nú hafa verið
framleiddar um 24 þúsund slíkar
vélar. Nýjasta „súpervélin" frá
Case er um þessar mundir að
koma til Islands, að sögn Lewis.
Hún nefnist Magnum 7120 og er
182 hestafla. Slík vél vann nýlega
heimsmeistaramót í hraðplæg-
ingu.
Lewis ferðaðist um landið með
Bergi Ketilssyni, þjónustustjóra
Véla og þjónustu hf., umboðsaðila
Case-dráttarvéla, og skoðaði fjölda
búa, tilraunabúa og landgræðslu-
verkefni þar sem Case- vélar koma
við sögu. Þá heimsóttu þeir einnig
þjónustuaðila svo sem verkstæðis-
og viðgerðamenn víða um iand og
leiðbeindu þeim.
Lewis lætur vel af viðskiptum við
starfsmenn Véla og þjónustu og
telur þá mjög hæfa, þekkja mark-
að sinn og viðskiptavini vel og
bjóða þeim upp á trausta og góða
þjónustu, en ekki nein „skyndi-
kynni“.
Case Maxxum staddur i Stykkishólmi á leiö til Vestfjaröa. Vélin er
búin aflúrtaki og vökvaþrítengi að framan auk hins hefðbundna aö
aftan.