Tíminn - 07.11.1992, Qupperneq 22

Tíminn - 07.11.1992, Qupperneq 22
22 Tíminn Laugardagur 7. nóvember 1992 Til sölu SCANIA III árg. 1980,6 hjóla, góður pallur, HIAB 550 krani. Gott ástand. Verð kr. 1.600 þús. eða kr. 1.300 þús. stgr. Upplýsingar I síma 93-71629 eða 985-29319. Einnig til sölu VOLVO F10 árg. ‘82 10 hjóla búkkabíll, ek- inn 288 þús. km. Robson drif, Sindrapallur. Gott eintak. Verð kr. 2.40® þús. Skipti möguleg. Uppl. í símafrl-679945 eða 985-25057. A if&J HlÍSNÆÐISNEFND KÓPAVOGS FANNBORG 4 — 200 KÓPAVOGI Umsóknir Húsnæðisnefnd Kópavogs óskar eftir umsóknum um kaup á: Félagslegum eignaríbúðum Félagslegum kaupleiguíbúðum Almennum kaupleiguíbúðum Um er að ræða 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir i Kópavogi. Ibúðirnar verða afhentar á árunum 1993 og 1994. Umsóknirnar gilda einnig fyrir eldri ibúðir, sem koma til endursölu á árinu 1993. Umsóknareyðublöð verða afhent og einnig allar almennar upp- lýsingar, á skrifstofu húsnæðisnefndar Kópavogs, Fannborg 4, alla virka daga milli kl. 9-15 og verður móttaka umsóknanna á sama stað. Umsóknarfrestur er til 15. desember 1992. Athugið að allar eldri umsóknir falla úr gildi. Húsnæðisnefnd Kópavogs Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. tw\ TOLVU- NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu ■■ P R T N T S M I i) | A N ■« édddu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNlb ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BILA ERLENDIS interRent * • Sturtuvagnar 7 tonn 0g 3,5 tonn Þekkt fyrir þjónustu VÉLAR & ÞJÓNUSTA hf. Járnhálsi 2-110 Reykjavík Slmi 91-683266 - Fax 91-674274 LYFTARAR Úrval nýrra og notaðra rafmagns- og dísillyftara Viðgerðir og varahlutaþjónusta. Sérpöntum varahluti Leigjum og flytjum lyftara LYFTARAR HF. Simi 91-812655 og 91-812770 Fax 688028 Tiiraunir með lágspennurafmagnsörvun lambakjöts koma ekki að gagni við meyrnun kjötsins: Fóður og meðferð eftir slátrun ráða gæðum kjötsins „Ég kemst að þeirri niðurstööu að lágspennurafmagnsörvun komi ekki að gagni við meyraun lambakjötsins. Aftur á móti ef kjötið er látið hanga í einn sólarhring í 10 gráðu hita eftir slátrun, áður en það er fryst og það síðan þítt hægt upp á einum sólarhring aftur, gerir það að verkum að það er orðið við- unandi meyrt til neyslu," segir Rögnvaldur Ingólfsson, héraðsdýralæknir í Búðardal. Það er kunnara en frá þurfi að segja að það eru gæði lambakjötsins ásamt verðinu, sem ræður vaii neyt- andans hverju sinni. Sé lambið fóðr- að á sterku fóðri, t.d. kjarnfóðri, er viðbúið að svokallað ullarbragð verði af kjötinu. Aftur á móti ef það er fóðrað á úthagagróðri á fjalli auk- ast bragðgæði kjötsins. í síðasta hefti Búvísinda er greint frá tilraun sem Rögnvaldur og félagi hans gerðu í Englandi þar sem at- huguð voru áhrif lágspennuraf- magnsörvunar og frystingar á meyrnun, hvatastarfsemi og vökva- tap lambakjöts. Tólf skrokkar voru rafmagnsörvaðir í 60 sekúndur með lágspennu strax eftir aflífun. Skrokkarnir voru klofnir að endi- löngu og látnir hanga við 10 gráðu hita. Eftir 6 tíma var þriðjungur klofmna skrokkanna frystur við -20 gráður á C og við ákveðinn loft- hraða. Sólarhring eftir slátrun voru hryggimir fjarlægðir úr skrokkun- um sem eftir voru. Helmingur þeirra var frystur við -20 gráður á C en hinn helmingurinn var settur í kæli við 2 gráður á C. Frosna kjötið var geymt við -20 gráður í eina viku en síðan þítt í kæli við 7 gráður á C í sólarhring. Eftir þessa meðferð var allt kjötið geymt í kæli við 2 gráður á C í átta daga og rannsakað með til- liti til seigj'u, hvatamagns og vökva- taps. Tilraunir með rafmagnsörvun kjöts eru ekki nýjar af nálinni en þær hafa verið stundaðar á Nýja- Sjálandi og víðar. -grh Bitur Bitter Moon Handrit: Roman Polanski, Gérard Brach. Byggt á bókinni „Lunes de Fiel“ eftir Pascal Bruckner. Framleiðsla og leikstjóm: Roman Pol- anski. Aöalhlutverk: Emmanuelle Seigner, Pet- er Coyote, Hugh Grant og Krístin Scott Thomas. Stjömubió. Bönnuð innan 16 ára. Það vekur ávallt athygli þegar hinn pólskættaði Roman Polanski leik- stýrir mynd. Eftir hann liggja meistaraverk á borð við Chin- atown og Tess, og einnig hinar ágætu Rosemary’s Baby og Frantic. Það er því ekkert skrítið að verk hans hljóti athygli, en þar með er ekki öll sagan sögð, því líf hans hefur verið mjög viðburðaríkt og mikill fjöl- miðlamatur, þó lítið hafi farið fyrir honum nú upp á síðkastið. Móðir hans lést í útrýmingarbúðum nasista og árið 1968 var eiginkona hans, leikkonan Sharon Tate, myrt ásamt þremur vinum þeirra af Charl- es Manson og fylgismönnum hans. Árið 1979 var Polanski svo handtek- inn, ákærður fyrir að hafa haft kyn- ferðislegt samræði við 13 ára stúlku. Málið var aldrei tekið fyrir, því Pol- anski flúði frá Bandaríkjunum og hefur búið í Frakklandi síðan. Þetta útskýrir veru hans á síðum dagblaða á síðustu misserum. Söguþráðurinn í þessari mynd er á Emmanuel Seigner máni þá leið að Nigel og Fiona, ekkert allt- of hamingjusöm bresk hjón, eru á ferðalagi á skemmtiferðaskipi á leið til Austurlanda. Nigel kynnist manni í hjólastól að nafni Oscar, sem segir honum af ástarsambandi sínu við hina kynþokkafullu Mimi, en hún er einnig stödd á skipinu og vekur mikla þrá í brjósti Nigels. Við sjáum sam- band Oscars, misheppnaðs banda- rísks rithöfundar, og hinnar frönsku Mimi þróast úr fallegu rómantísku ástarsambandi í stjórnlaust hatur þeirra á milli, þar sem þau skiptast á að hafa yfirhöndina. Skrautlegt kynlíf þeirra skipar stóran sess í frásögninni og er í raun örlagavaldurinn í sam- bandinu. Á meðan Nigel hlustar á hinn hroka- fulla Oscar segja söguna, laðast hann meira og meira að Mimi, og að sama skapi fjarlægjast hann og kona hans enn meir hvort annað. Stefnan verð- ur óumflýjanlegt uppgjör milli þess- ara fjögurra persóna um borð í skip- inu. í myndinni birtast þekktar týpur eins og kynþokkafull frönsk stúlka, hrokafullur og ósvífinn Bandaríkja- maður og að sjálfsögðu kurteis og bældur Breti. Það er með ólíkindum hvað Bretar eru oft litlausar og keim- líkar persónur í kvikmyndum, þ.e. þeim sem gerðar eru utan Bretlands. Ekki ætla ég að leggja dóm á heilu þjóðimar, en kvikmyndagerðarmenn virðast hafa afgreitt málið fyrir löngu. Emmanuelle Seigner, sambýliskona Polanskis, leikur Mimi og þótt hún sé mikið augnakonfekt, þá vantar dálítið upp á að hún valdi hlutverkinu. Peter Coyote leikur Oscar, sem er að flestu leyti algert skftseiði, og gerir það vel. Senuþjófurinn er hins vegar Hugh Grant í hlutverki Nigels. Túlkun hans á þessum bælda Breta, sem roðnar af skömm við hvert kynlífstengt at- riði í frásögn Oscars, er hreint út sagt frábær. Myndir Romans Polanski em oftast dálítið öðmvísi og Bitur máni er engin undantekning. Það er talað frjálslega um kynlíf og kynlífsóra, og þeim gerð skil á bæði gamansömum og alvarlegum nótum. Það vantar að- eins upp á að spennan haldist allan tímann, því myndin er kannski helst til löng. Það hefði auðveldlega verið hægt að klippa burt sum atriði, sem vom í litlu samhengi við framvindu sögunnar. í því sambandi má nefna samskipti Fionu og Nigels við Ind- verja, sem er farþegi um borð í skip- inu. Kvikmyndatakan er góð og tón- list Vangelis er mjög í hæfi við efnið. Aðdáendur Polanskis verða ekki fyrir vonbrigðum með sinn mann, þótt hann sé ekki í sínu besta formi hér. I heildina er Bitur máni góð kvikmynd, sem má hafa talsvert gaman að. Öra Markússon

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.