Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 14. nóvember 1992 200. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF, telur að margir reyni að verða ríkir á saltfiski eftir áramót, en vill ekki spá um hvort þeim tekst það: Ríkisstjórnin hefur afnumið sérleyfi SIF Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráöherra um að sérleyfi Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda (SÍF) á útflutningi á saltfisk verði afnumið frá og með næstu áramótum. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF, sagði að SÍF muni þegar í stað hefja undirbúning undir nýja tíma og hella sér út í samkeppni. Magnús sagði þegar hann var spurður hvort hann byggist við að útflytjendum á saltfisk muni fjölga.“Ég á von á því að það verði fjölmargir sem ætli sér að verða ríkir á salt- fiskútflutningi. Það verður bara að koma í Ijós hvernig það mun ganga.“ Með reglugerðinni sem utanríkis- ráðherra gaf út í gær verður sú breyting að útflutningur verður gefinn frjáls, en hingað til hefur þurft leyfi til að flytja út. í fram- kvæmd hefur ekki þurft að sækja um leyfi til að flytja út fisk eða aðra vöru nema á afmörkuðum sviðum. Áfram mun þurfa leyfi til útflutn- ings á grásleppuhrognum. Er það gert í samræmi við óskir sjávarút- vegsráðuneytisins. Ráðuneytið lagðist hins vegar ekki gegn því að sérleyfi SÍF verði afnumið. Utanríkisráðherra sagði að SÍF hafi fyrir alllöngu verið tilkynnt að til stæði að afnema sérleyfið og þeim bæri að undirbúa sig undir það. Ráðherra sagði að verið væri að staðfesta það sem væri orðið í reynd. Hann sagði að ekki væri lengur hægt að halda uppi verði með leyfum. Það væri úrelt fyrir- komulag. Hann vitnaði til reynslu Norðmanna, en þeir afnámu sér- leyfi á saltfiskútflutningi fyrir nokkru. Ráðherra sagði það mat Norðmanna að saltfiskframleiðend- ur hafi tapað á gamla sérleyfiskerf- inu. „Það hefur ekki farið leynt sá ágreiningur sem er milli utanríkis- ráðherra og okkar um þessi mál. Við höfum þó verið þeirrar skoðun- ar að ef það ætti að gefa þetta frjálst á annað borð þá væri rétt að gefa þetta alfrjálst, en ekki vera að út- hluta leyfum til einhverra einstakra útvaldra aðila, en það er það sem hefur verið gert upp á síðkastið. Núna hefur verið tekið af skarið og stefnt er að því að þetta verði frjálst 1. janúar. Við tökum því og munum hella okkur út í að aðlaga SÍF þeim breyttu aðstæðum sem það hefur í för með sér,“ sagði Magnús. Magnús sagði að stjórn SÍF hefði rætt þessa nýju stöðu á Iöngum fundi í vikunni. Ákveðið hafi verið að draga úr ýmiss konar þjónustu sem SIF hefur verið með, eins og t.d. að taka fisk af framleiðendum og geyma hann, reka kæligeymslur o.fl. „Menn gleyma því gjarnan þeg- ar um þetta er rætt að með þessu einkaleyfi hafa hvflt á SÍF ýmsar skyldur. Ailir sem það hafa viljað hafa haft rétt til að ganga inn í SÍF og við höfum selt fyrír þá fisk. Við höfum þurft að hafa sama verð og jafna öllum kostnaði út um allt land. Þetta mun allt breytast," sagði Magnús. Á síðasta ári fluttu íslendingar út 48.584 tonn af þurrkuðum og blautum saltfiski og saltfiskflökum fyrir rúma 13,4 milljarða. Þetta er um 15% af útflutningsverðmæti landsmanna. Ljóst er að þessi út- flutningur verður minni á þessu ári. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs fluttum við út um 14.000 tonn af saltfiski. Þar af fluttu aðrir en SÍF út 2.900 tonn. -EÓ Langt sjúkra- flug í gær Tvær þyrlur og Herkúlesvél Varnarliðsins sóttu í gær hjartasjúkling um borð í norskan togara um 230 sjómílna vegalengd norðvestur af Dormbanka sem er vestur af Látrabjargi utan við 200 mflur. Beiðni um sjúkraflug barst Land- helgisgæslunni síðdegis í gær frá Stavanger í Noregi. Ekki var hægt að verða við þeirri ósk bæði vegna fjarlægðar togarans og þess að þyrl- an var óvirk vegna vélarbilunar. Þá var óskað eftir liðveislu Varnaliðs- ins. Hófu tvær þyrlur sig til flugs og ein eldsneytisvél af gerðinni Herkúl- us. Reiknað var með komu vélanna til Reykjavíkur um kl 8 í gærkvöldi. Að sögn talsmanna Landhelgis- gæslunnar var þyrla hennar ekki al- varlega biluð og var hún komin í lag í gærkvöldi. Þess má geta að þyrla Gæslunnar getur ekki ráðið við lengra flug en 150 sjómílur. LAXVEIÐI er stunduð víðar en í gjöfulum veiðiám. Veiði- gleðin skín úr andliti þessara veiðimanna sem beita nýstárlegri veiðiaðferð við Ráöhús Reykvíkinga. Tímamynd Ami Bjama Vaxandi óánægju gætir innan verkalýðshreyfingarinnar um einstakar hugmyndir og vinnubrögð atvinnumálanefndar ríkis og aðila vinnumarkaðarins: Dagsbrún segir nei Svo virðist sem vaxandi óánægju og taugatitríngs sé farið að gæta innan verkalýðshreyfingarinnar með einstakar hugmyndir og vinnubrögð atvinnumálanefndar rflds og aðila vinnumarkað- aríns. Menn óttast að veríð sé að gera samkomulag á bak við tjöldin sem miðar að því að létta skattabyrði íyrirtækja upp á níu milljarða króna sem síðan verði velt með einum eða öðrum hætti yfír á Iaunafólk og heimilin sem ekki eru aflögufær. „Okkur hefur áður verið stillt upp við vegg með þeim skilaboðum að annaðhvort samþykkjum við orð- inn hlut eða köllum yfir okkur stórfellt atvinnuleysi upp á tugi prósenta," sagði einn forystumað- ur innan verkalýðshreyfingarinn- ar. í fyrrakvöld sátu m.a. forseti ASí og framkvæmdastjóri VSÍ á fundi með fjórum ráðherrum ríkis- stjórnarinnar þar sem ræddar voru hugmyndir og tillögur atvinnu- málanefndarinnar um aðgerðir í atvinnu- og efnahagsmálum. En eins og kunnugt er þá er fastlega reiknað með því að nefndin muni skila tillögum sínum til ríkis- stjórnarinnar um þessa helgi. Meðal annars hefur trúnaðar- mannaráð Dagsbrúnar samþykkt harðorð mótmæli gegn öllum áformum um að hækka álögur á launafólk og skorar á forystu verkalýðsfélaga að berjast gegn þeim hugmyndum af öllum þunga. Svipuð ályktun var samþykkt ný- verið á trúnaðarmannaráðsfundi Trésmiðafélags Reykjavíkur. Jafn- framt mótmælir trúnaðarmanna- ráð Dagsbrúnar harðlega vinnnu- brögðum af hálfu forystu ASí í at- vinnumálanefndinni og minnir einnig á að kjarasamningar séu í gildi til 1. mars á næsta ári. „Því verður ekki breytt með sam- tölum umboðslausra aðila," segir í samþykkt fundarins sem ekki er hægt að skilja á annan hátt en sem eitraða pillu til Ásmundar Stefáns- sonar, forseta ASí, sem lætur af störfum eftir hálfan mánuð. í ályktunum Dagsbrúnar er þess krafist að ríkisstjórnin standi við þau fyrirheit sem hún gaf í tengsl- um við gerð kjarasamninga og samþykkt miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara frá því í vor. En þar lofaði ríkisstjórnin að hafa frum- kvæði að lækkun vaxta, úrbætur í atvinnumálum og öflugt skattaeft- irlit. Við þessi fyrirheit hefur ríkis- stjórnin ekki staðið því vextir hafa hækkað og atvinnuleysi hefur auk- ist og virðist ekkert benda til þess að úr fari að rætast á næstunni. Að mati Dagsbrúnar blandast engum hugur um að þörf sé á að- gerðum í atvinnu- og efnahags- málum en til að samkomulag tak- ist í þeim efnum verður það að vera á forsendum sem launafólk getur sætt sig við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.