Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 18

Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 14. nóvember 1992 Jöfur býöur nú eigendum Peugeot bíla upp á aö skipta gömlu bllunum sínum upp I nýjan Peugeot 405 á sérstöku afsláttan/eröi. 405 blllinn er stór og vandaöur bíll eins og myndirnar bera meö sér. Jöfur hf. Kópavogi selur Skoda, Chrysler og Peugeot: Bílar fyrir efna- hag hvers og eins Jöfur hf í Kópavogi hefur umboð fyrir þrjár tegundir bila; Skoda frá Tékkó- slóvakíu, Peugeot frá Frakklandi og Chrysler frá Bandaríkjunum. Það ligg- ur því i hlutarins eðli að fyrirtækið getur boðið gríðarlega fjölbreytt úrval bða sem hæfa efnahag velflestra. Skoda er vel þekkt tegund á íslandi en hefur á síðustu árum gjörbreyst. Hætt er að flytja inn Skoda sem iengi var með vélinni aftur í og er nú aðeins fluttur inn bfll af gerðinni Favorit og skutbflsútgáfa af honum sem nefnist Forman, eða verkstjóri. Favorit og Forman eru mjög „vest- rænir" bflar þ.e.a.s. bera mjög svip vestur evrópskra bfla. Bfllinn sjálfur er teiknaður og hannaður á teikniborð- um ítalska hönnuðarins Bertone en vélin hins vegar hjá Porsche í Þýska- landi og hvort tveggja skilar sér með prýði. Bfllinn er þægilegur og góður í akstri og fjöðrun hans með því besta sem gerist í bflum af þessari stærð. Þótt hann sé alls ekki kraftlaus væri óneit- anlega gaman að geta vaiið um fleiri vélarstærðir en það mun reyndar vera í burðarliðnum enda á Volkswagen nú orðið meirihluta í Skoda. Sölumenn Jöfurs segja að tilkoma Þjóðverja sem eignaraðila Skoda hafi þegar skilað sér í bættu gæðaeftirliti og frágangi þannig að bflamir komi nú allir jafngóðir út af færibandinu og að „mánudagsbflar" þekkist ekki leng- ur. Skoda Favorit kostar lltiö og alveg víst er aö kaupendur fá þarna mjög góöan akstursbll fyrir lltiö verö. Takiö eftir því aö Skodamerkiö sem áður var til hliöar er nú komiö á miöjuna — alveg eins og Volkswagenbllunum, en nú orðið á einmitt VW samsteypan meirihluta I Skoda. Nýr Ford Ranger kominn til íslands og frumsýndur hjá Globus hf. nú um helgina: Andlitslyfting á þekktu hörkutóli Globus hf. flytur inn bíla frá hvorki meira né minna en þremur framleið- endum beggja vegna Atlantsála. Þetta eru Ford bæði frá Evrópu og Amer- íku, Saab frá Svíþjóð og Citroén frá Frakklandi. Fyrirtækið fékk nú í vikunni nýja bíla frá Ford í Bandaríkjunum af gerð- inni Ford Ranger sem eru pallbflar sem geta rúmað fjóra. Ford Ranger er af svipaðri stærð og algengustu gerðir bfla af þessu tagi. Hann er hins vegar búinn mjög öfl- ugri V-6 vél sem þrátt fyrir 160 hest- öfl er ótrúlega sparneytin. Þá er inn- rétting bflsins mjög smekkieg og vönduð og sem dæmi er hægt að stilla framsætin og bókstaflega laga þau gersamiega að líkamsbyggingu ökumanns með því að blása lofti í bak, setu og hliðar sætanna með raf- magnsrofum og svo auðvitað að hleypa loftinu úr aftur. Bfllinn er auk þess búinn fimm gíra skiptikassa, hann er með framdrifs- lokum, vökva- og veltistýri, 31 tommu dekkjum, smekklegum álf- elgum, skriðstilli og góðu útvarpi. Ford Ranger er allmikið breyttur frá fyrri árgerð og segja seljendur hans að hann sé bæði þýður og hafi betri akstsurseiginleika en fýrir- rennarinn. Aksturseiginleikar fyrir- rennarans voru þó ágætir að mati Tímamanna sem reynsluóku þeim bfl. Verð þessa nýja Ford Ranger er hagstætt, ekki hvað síst vegna nú- verandi gengis á Bandaríkjadal. Hann kostar ríflega 1,7 millj. kr. Fáanlegur er margvíslegur auka- búnaður fyrir Ford Ranger og hægt er að breyta honum á ýmsa vegu, ekki síður en t.d. hinum landsþekkta Econoline, og gera úr bflnum hrika- legt torfærutröll, þ.e.a.s. ef menn eru á þeim buxunum í bæði vits- munalegu og efnalegu tilliti. Óbreyttur er bfllinn hins vegar full- fær í allt það sem venjulegum öku- mönnum dettur almennt í hug að bjóða bflum sínum og þannig séð klár í hálendisferð eins og hann stendur inni í bflabúðinni hjá Glob- usi. Hannes Strange, sölustjóri I blladeild Globus hf., stend- ur hér viö hliöina á glænýj- um Ford Ranger pallbíl sem frumsýndur er I dag og á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.