Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 2
2 Tfminn Laugardagur 14. nóvember 1992 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður stóran hluta skulda loðdýrabænda: Niðurgreiðslur á loðdýrafóðri afnumdar 1994 Ríkisstjómin hefur samþykkt tillögur til Iausnar á vanda loðdýrabænda. Tillögumar gera ráð fyrir að Ríkisábyrgðarsjóður afskrifí lán upp á 300 mil(jónir og Stofnlánadeild landbúnaðarins verði heimilt að afskrifa allt að helming skulda loðdýraræktarinnar í stofnuninni. Jafnframt verður niður- greiðslum á loðdýrafóðri hætt frá og með 1. janúar 1994. Arvid Kro, framkvæmdastjóri Sam- taka loðdýrabænda, sagðist telja að loðdýrabændur væru almennt nokkuð sáttir við þessar tillögur stjórnvalda. Menn séu búnir að bíða lengi eftir aðgerðum og þessar að- gerðir séu í aðalatriðum í samræmi við það sem vonast var eftir. Hann sagðist telja óraunhæft að krefjast meiri stuðnings af hálfu ríkisvalds- ins. leiðslu um 25-40%. Arvid sagði að á síðasta ári hafi skinnaverð lækkað miðað við árið á undan. Skinnaverð hafi lítið þokast upp á við. í dag eru starfandi 95 loðdýrabændur. Arvid sagði að um 10 bændur fyrirhugi að hætta búskap í haust. óvíst sé hvaða áhrif tillögur stjómvalda hafi á ákvarðanir bænda um áframhald- andi loðdýrabúskap. -EÓ Gunnar A. H. Jensson viöskiptafræöingur, sem hefur veriö atvinnulaus í 9 mánuði, og Karl Norödahl rafvirki, atvinnulaus í rúmt ár, voru aö útdeila dreifiriti atvinnulausra fyrír framan Miklagarð í gær. Tlmamynd Áml Bjama Samtök atvinnulausra skora á landsmenn að kaupa íslenskt: 24.000 NY STORF GÆTU ORÐIÐ TIL Samtök fiskvinnslustöðva skilyrða stuðning sinn við hugmyndir at- vinnumálanefndarinnar: Nafn- og raunvextir lækki um minnst 3% Araar Sigurmundsson, formaður Samtaka fískvinnslustöðva, segir að þær hugmyndir og tillögur sem ræddar hafa veriö í atvinnumálanefnd ríkis og aöila vinnumarkaðarins um kostnaðarlækkun fyrirtækja séu ekki fullnægjandi fyrir sjávarútveginn, einar og sér. „Það er algjört skil- yrði fyrír stuðningi samtakanna að nafn- og raunvextir verði Iækkaðir um minnst 3%.“ Arvid sagði erfitt að fullyrða um hvort bændur þoli að niðurgreiðslur á fóðri verði felldar niður. Best hefði verið ef ríkisvaldið sæi sér fært að byrja á að draga úr þeim árið 1994, en halda þeim áfram að einhverju leyti það ár. í dag er loðdýrafóður niðurgreitt um samtals 90 milljónir. Þetta þýðir að hvert kíló af fóðri er niðurgreitt um 9 krónur. Tillögurnar stjórnvalda gera ráð fyrir að Stofnlánadeild landbúnaðar- ins verði heimilt að fella niður allt að helmingi af heildarskuldbinding- um sem til hefur verið stofnað vegna loðdýraræktar, en skuldir greinarinnar í stofnuninni eru um tveir milljarðar. Ríkisábyrgðarsjóð- ur mun taka á sig 300 milljónir í töpuðum lánum vegna loðdýrarækt- ar, en sjóðurinn lánaði á sínum tíma til skuldbreytinga lána. Þeim til- mælum er beint til sveitarfélaga að þau gefi eftir eða lækki kröfur sínar vegna fasteignaskatta og aðstöðu- gjalda loðdýrabúa sem eru í vanskil- um. Þá er gert ráð fyrir að jöfnunar- gjald á loðdýrafóður verði fellt niður frá og meö 1. janúar 1994. Arvid sagði erfitt að spá um þróun skinnaverðs næstu misseri. Vonir standi þó til að verðið hækki síðari hluta árs 1993 og á árinu 1994. Þetta byggist á því að Danir fýrir- huga að draga úr sinni skinnafram- Af skuldum sjávarútvegsins eni um 40 milljarðar í innlendum lánum og því telja hagsmunaaðilar í sjávarútr- vegi það afar mikilvægt fyrir at- vinnugreinina að samstaða takist um lækkun vaxta, því vanskil hafa aukist í því árferði sem verið hefur í rekstri fyrirtækjanna. Um lækkun annarra kostnaöarliða en aðstöðugjalds, trygginga-, hafna- og aflagjaldagjöldum vilja samtökin að orkuverð til fiskvinnslunnar verði lækkað og lán verði lengd verulega eða úr 7 árum að meðaltali í 12-15 ár til þeirra sjávarútvegsfyr- irtækja sem lífvænleg þykja. Jafn- framt telja Samtök fiskvinnslu- stöðva að ef framkomnar tillögur at- vinnumálanefndar ganga ekki fram nema að hluta, þá komast stjómvöld ekki hjá því að leiðrétta gengi ís- lensku krónunnar þó ekki væri nema til þess að taka á öllum þeim hræringum sem átt hafa sér stað á gjaldeyrismörkuðum að undan- fömu. Þessar hræringar hafa haft þær af- leiðingar að skuldir sjávarútvegsins hafa hækkað um fjóra milljarða króna á rúmum tveimur mánuðum, frá byrjun september til 12. nóvem- ber, að mati stjórnar Samtaka fisk- vinnslustöðva. Að sama skapi hafa þessar gengishræringar haft áhrif til tekjulækkunar í atvinnugreinninni, eða sem nemur 600-700 milljónum króna á ársgrundvelli. Það er þó misjafht eftir afurðum en aðallega í rækju, mjöli og útflutningi á ísfiski til Bretlands. Formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva segir að eftir undirritun kjarasamninga í vor hefðu vextir á spariskírteinum, nafn- og raunvextir vissulega lækkað en síðan þá hefði sigið á ógæfuhliðina og ávinningar af fyrri vaxtalækkunum gengið til baka. Hann segir að lausafjárstaða bankanna sé góð og þegar veröbólg- an sé lítil sem engin, þurfi að nást víðtæk samstaða um það meðal banka, seðlabanka, ríkisvalds og að- ila vinnumarkaðarins að lækka vext- ina. -grh Samtök atvinnulausra telja að í dag séu atvinnulausir um það bil 5.000. Á hverju ári flylja ís- lendingar inn iðnvarning sem nemur um það bil 5800 árs- verkum en hvert starf í iðnaði er svo talið gefa af sér allt að fjög- ur störf í þjónustugreinum. Þar gæti því verið um að ræða allt að 24.000 störf. Þar kemur fram að flutt er inn mikið af sambærilegri vöru og framleidd er innanlands. Talað er um að þar geti verið um allt að 20 milljarða króna að ræða. Sagt er að með heildslöluálagningu hækki talan upp í 30 milljarða kr. Samtökin gefa sér þá forsendu að laun og launatengd gjöld geti ver- ið um 26% og því geti upphæð launaliðarins verið um 7,8 millj- arðar kr sem gefi um 5.800 ársverk þar sem 1,4 millj. standi á bak við hvert um sig. Þá segir: „Hvert starf sem tapast í iðnaði verður til þess að enn fleiri störf tapast í þjónustugreinum. Allt fer á verri veg. Með samstilltu og framsæknu viðhorfi íslenskra neytenda og framleiðenda til okk- ar eigin framleiðslu er hægt að losna við atvinnuleysið. Það verð- ur gert með því að kaupa frekar ís- lenskt.“ ...ERLENDAR FRÉTTIR... SARAJEVO Bardagar í N-Bosníu Frést hefur af bardögum í noröurhluta Bosniu en striösaöilar hafa þó enn sem komiö er virt vopnahléiö i höfuöborginni Sarajevo. PARlS Viðskiptabannið brotið Evrópskar eftirlitsflugvélar munu i siö- asta mánuöi hafa oröiö þess varar aö grlskt skip var aö skipa upp miklu magni af oliu i Júgóslaviu í trássi viö viöskiptabann Sameinuöu þjóöanna. Ekki var skýrt frá þessu til þess aö koma í veg fyrir millirikjadeilur. LUANDA Savimbi færir sig upp á skaftið Liösmenn UNITA, undir forystu Jonas Savimbi, hafa nú meira en helming An- gólu á slnu valdi og munu vera aö búa sig undir aö ná undir sig ýmsum lykil- borgum i landinu. YEREVAN Skortur á gasi Mikill orkuskortur hefur nú neytt Ar- mena til aö taka fyrir alla gasneyslu á heimilum i höfuöborginni Yerevan, aö sögn orku- og ollumálaráöhema rikis- ins. JÓHANNESARBORG Tengsi milli Mandela og IRA? Yfirherforingi Suöur-Afriku, George Meiring, hefur viöurkennt aö herinn hafi kannaö hvort hugsanlegt sé aö tengsl séu milli Afriska þjóöarráösins og Irska lýöveldishersins, IRA. DUBAI Smyglarar hálshöggnir Tveir Pakistanar hafa veriö hálshöggnir i Sádi-Arabiu fyrir aö smygla heróini inn i landiö. BRATISLAVA, TÉKKÓSLÓVAKÍU Dubcek kvaddur Hundruö syrgjenda, margir hverjir meö tárin i augunum, kvöddu Alexander Dubcek, hetju .Vorsins i Prag" sem sovéskir skriödrekar brutu á bak aftur áriö 1968. NAIROBI Bardagi um hjálpargögn Allt að 40 sómalískir hermenn og mála- liöar kunna aö hafa látiö lifiö i bardaga um matarbirgöir i noröurhluta Sómaliu, aö sögn hjálparsveita. MANAMA Rússar selja írönum kafbát Kafbátur sem Iranar keyptu af Rússum er kominn til hafnar i Bandar Abbas við botn Persaflóa, aö sögn bandariska hersins. Sala þessi vakti mikla reiði vesturveldanna. Báturinn mun hafa komiö til hafnar fyrir nokkrum dögum eftir að hafa siglt i gegnum Miöjaröar- hafiö og Rauöahafiö. KAÍRÓ Múslimar fordæma skot- árás Valdamikill hópur heittrúaöra múslima i Egyptalandi hefur fordæmt skotárásina sem gerð var i gær á rútu meö feröa- mönnum þar sem fimm Þjóöverjar og tveir Egyptar særöust. MOSKVA Jeltsín enn sakaður um gerræði Rússneskur þingmaöur hefur sakað Boris Jeltsin um aö hafa i hyggju aö leggja niöur þingiö og koma á algeru forsetaveldi i landinu. Þingiö felldi til- lögu um aö helstu ráöamenn mættu i þingiö og stæöu fyrir máli sinu i þess- um efnum. DENNI DÆMALAUSI „Ég kom með nokkra ostbita, sem mig langar til að biðja þig að gefa aumingja, fátæku kirkjurott- unni. “

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.