Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 14. nóvember 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINKU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrlfstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Slmi: 686300. Auglýsingasimi: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Eitt varðskip á sjó Barátta íslensku þjóðarinnar fyrir 200 mílna fískveiði- lögsögu er einn merkasti þáttur þjóðarsögunnar á þessari öld, og var í rauninni hluti af sjálfstæðisbarátt- unni. Þessi átök voru hörð og öllum, sem komnir eru á miðjan aldur, eru í fersku minni þær ógnanir sem í frammi voru hafðar af Bretum í íslenskri fiskveiðilög- sögu. Þessum deilum lyktaði farsællega með samning- um, og samskipti íslensku þjóðarinnar og þeirrar bresku eru farsæl og viðskipti mikil, þrátt fyrir þessa árekstra. Landhelgisgæsla íslands bar hitann og þungann af baráttunni á miðunum, og starfsmenn hennar voru þjóðhetjur á þeirri tíð. Hins vegar bregður nú svo við, þegar sigur er unninn og nokkur tími er liðinn, að ráð- leysi virðist ríkja hjá stjórnvöldum í málefnum stofn- unarinnar. Spurningin um að líta eftir því stóra haf- svæði, sem við fengum umráð yfir og lífsafkoma okkar byggist á, virðist ekki ýkja brennandi. Fjárframlög til Landhelgisgæslunnar eru skorin niður ár eftir ár, og nú er svo komið að ef stofnunin á að lifa við fjárveit- ingar þær, sem fjárlagafrumvarpið fyrir 1993 gerir ráð fyrir, verður að leggja einu skipi. Þetta þýðir að aðeins tveimur skipum er haldið úti, sem hefur óhjákvæmi- lega í för með sér að það verður aðeins eitt skip á mið- unum langtímum saman, og jafnvel ekkert ef eitthvað ber út af. Það, sem er enn einkennilegra við þetta mál, er það að nú stendur fyrir dyrum að gera samning um sjávarút- vegsmál við EB um gagnkvæmar veiðiheimildir, sem hefur í för með sér veiðar erlendra skipa í íslenskri fiskveiðilögsögu, ef mál fara á þann veg sem útlit er fyrir. Það eru nógu þung spor fyrir íslendinga að gera þennan samning, þó að um leið væri gerð einhver til- raun til þess að búa svo um hnútana að hægt sé að líta eftir framkvæmd hans. Það er reyndar vandræðagang- urinn í málefnum Landhelgisgæslunnar sem er óskilj- anlegur á sama tíma og unnið er að þessum umdeilda samningi. Öryggismálaþátturinn er auðvitað ekki síður mikil- vægur en sjálf varsla fiskveiðilögsögunnar. Þótt mest- ur þrýstingur sé á kaup á stórri björgunarþyrlu, verð- ur auðvitað ekki litið fram hjá þeim öryggisþætti í starfi Landhelgisgæslunnar sem skipaútgerðin skapar. Það er auðvitað alveg óviðunandi að þessi mikilvægu öryggis- og eftirlitsmál, sem varða gæsluna, séu al- gjörlega háð því hvað mönnum í fjársvelti dettur í hug að skera niður hverju sinni. Það þarf að skilgreina vel þörfina og marka Landhelgisgæslunni framtíðar- stefnu. Þrátt fyrir að margar nefndir hafi verið að störfum í þessum málum, miðar ekkert í þessum efnum. Okkur ber skylda til að líta eftir því stóra hafsvæði, sem við ráðum og okkur er trúað fyrir. Þar kemur margt til. Eftirlit varðandi mengun hafsins er ekki síð- ur áríðandi en eftirlit með fiskveiðum. Þessi mikil- vægu sjálfstæðismál má ekki vanrækja, þótt ári illa nú um stundir. Atli Magnússon Þegar óskir rætast Einhver vitur maður eða þá vit- ur saga segir á þá leið að eitt hið afleitasta sem fyrir menn geti komið sé að fá óskir sínar upp- fylltar. Þetta er ein af þessum ágaetu vitleysum sem hafa það við sig að stundum má benda á dæmi sem láta þær líta út fyrir að vera sannleika. Eitt slíkra dæma er að ekki hefur lífið gerst neitt sérlega miklu léttara mörg- um manninum sem áður bað þess svo heitt og lengi að komm- únistastjómir í Garðaríki og grennd sneru tánum upp í loft sem allra fyrst. Þess bað sannar- lega margur en sýnist þó ekki sælli nú er hann hefur verið bænheyrður. Þannig höfum vér fylgst með háværarum æðrun- um og harmrænum dmkknun- um ullarfabrikka vorra, sem um hríð höfðu ekki undan að slá og kemba dýrindis vefi og voðir í hempur, tefla og kufli handa „nó- menklatúrinni" í Moskvu, svo ekki slægi að henni á leiðinni í Bolshoiballettinn. Eitthvað svip- að mega þeir segja sem söltuðu síld í erg og gríð er þeir síðan sporðrenndu með vodkanum sem betur vegnaði í ríki hallanna með laukspímnum á rjáfrinu. En hvaða mikil áform og áætl- anir hafa annars æxlast eins og til stóð í þessari breysku veröld? Kannske komst Stalín næst því þegar hann var að drífa fram fimm ára áætlanirnar og þá lík- lega vegna þess að hann hafði til- tæka hersveit, sem stóð yfir mannskepnunum á meðan. Nú er engum kommúnisma eða al- mennilega stjórnsömum herra lengur til að dreifa með Rússum og þeir bera sig líka illa margir undan öllu frelsinu og finnst þeir hafa verið reknir út í fjanda þennan. Engir peningar em til fyrir bút í trefil frá Álafossi eða prjónastofunni Lillu sem þar með hafa veslast upp og dáið úr saknaðarþrá eftir missi sinn eins og mærin Ekkó. Færri og færri geta bætt sér í munni með síld- arsterti og var slíkt löngum sjaldhafnarréttur þó. Risinn rúmfasti Þetta kemur mönnum allt vitnalega fremur á óvart, því það lá einhvern veginn í loftinu að mannkynið mundi taka að stika á sjömílnastígvélum í áttina til fullkomnunar að rauðu hætt- unni framliðinni. En þá verður bara allt enn bandvitlausara en það var. Markaðirnir sem einu sinni létu sig dreyma um hags- stæð og blómstrandi viðskipti við risann í austrinu er hann hefði hrist af sér fjötrana hitta fyrir svo að segja rúmfastan aumingja er þarf á slíkri líkn og aðstoð að halda að ekki má miklu muna að hann ríði allri heimsins mannúð á slig. Enn verra er að hann er með slíkum krampaflog- um og brýst um svo fast að hann verður tæpast haminn undir sænginni. Og allir virðast sam- mála um að ekki muni af honum brá á næstunni — fremur að honum versni. Þegar efnin gerast vönd hafa þeir sem eiga yfir þjóðum að bjóða á öllum öldum lwatt spek- inga á fund sinn — Faraó kvaddi til Jósef, Borgía Machiavelli og ævintýrakóngurinn Rauð ráð- gjafa. Nú er líka alls staðar mikið rætt og ráðslagað en verr gengur að finna úrræðin er duga og það kemur ekki síst af því að menn eiga fullt í fangi með vandann í eigin húsum. Sums staðar eru uppþot og eggjakast, eins og í Þýskalandi. Þar láta þeir ærileg- ast sem mest munaði yfir múr- inn úr ófrelsinu áður og virðast lítið þakka það sem fyrir þá hefur verið gert. Stjórnmálmennirnir þar hljóta að spyrja eins og magnþrota tíubarnamóðir: „Eins og nokkur geri svona bömum til geðs?“ Spáðu í mig Á íslandi eru ár hinna eilífu sprengidaga á enda. Hér sem víð- ar eiga menn ekki mikla krafta aflögu öðrum til bjargar fyrir eigin heimilisböli. Einhverslags Jósef, Machiavelli og Rauður sitja á eilífum málþingum án þess að koma sér saman um neitt, hvernig sem þeir spá í spil og rýna í stjörnur. Belsazaer konungur, sá sem heimtaði að fá ráðið úr skriftinni á veggnum, hlaut litla úrlausn hjá sínum þrætandi særingamönnum og spekingum. En ekki reyndist hann betur kominn þegar ráðn- ingin fékkst því hann var drep- inn næstu nótt. Sennilega ber aðeins að lofa guð meðan spek- ingar vorir þræta óáreittir. Menn eru annars að gerast þreyttir á að bíða eftir spám spekinga og em farnir að spá í sjálfa sig. Það má fara í litgrein- ingu og porra sig ögn upp með því móti. Svo huga margir að annars konar frelsun en pólit- ískri frelsun í kreppunni. Hvað stoðar manninn auðlegð ef hann glatar sálu sinni? í Krossinum finna ýmsir lausn, stökkva um syngjandi og skella hælum við rass meðan þeir tala tungum eins og postularnir. Þá eru sál- fræðingar og ráðgjafar á hverju strái sem leysa úr vandamálum fólks sem er sorgmætt eða eitt- hvað leitt og heldur þess vegna að það sé veikt. Það er ein mestu uppgötvana samtímans að allt nema kæti og bjartsýni ásamt meðfylgjandi léttri og skemmti- legri frekju séu veikindi. Því eru margir á stjái að fá einhverja sem „þekkingu hafa á málnum" til þess að rísla í gullasafni innri ónáttúrulegs óróa síns og vanda- kvæða. Jólin koma En allt verður þetta samt til að fylla upp í visst tóm og hefur svo hver nokkuð að iðja. Bráðum fer að glitta í jólin með stússi sínu og þá tekst mörgum að gleyma hugarvíli og sturlun um sinn — eða sturlast þá alveg, sem nú- tíma ráðgjafar segja að sé í mörg- um tilfellum eiginlega langbest. Þeir eiga góða von í að koma út af „anstöltunum" sem nýtt og betra fólk á nýju ári, albúnir að takast á við „lífið." Þar með geta þeir að nýju farið að hlýða á þrætusuðið í Jósef, Machiavelli og Rauði ef þeir nenna, enn ann- ars fylgt betrumbótunum á sér eftir með því að láta litgreina sig eða tekið undir sig stökk á sam- komnunum með þeim hólpnu á samkomum Krossins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.