Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 14. nóvember 1992 Tíminn 7 Sjálfstæðisflokkurinn að fylgja skattiagningunni fram, en nú fæ ég ekki annað merkt af viðtölum mínum við menn en að Alþýðu- flokkurinn hafi heldur linast í af- stöðu sinni. Það þykir mér raunar ekki nema eðlilegt vegna þeirra raka, sem fram hafa komið af okk- ar hálfu og annarra. Vel má benda á að nú er bækur eru að koma á jólamarkaðinn, vek- ur það athygli að verð þeirra er nánast óbreytt frá því sem var á síðasta ári. Það skiptir ekki litlu máli þegar til þess er horft að hér eru bækur gefnar út fyrir tiltölu- lega lítinn markað. Þótt þessi þjóð sé svo bókhneigð að það telst eins- dæmi, verður fyrsta eintak hverrar bókar, sem gefin er út, eftir sem áður mjög dýrt. Er þá ekki augljóst hve staða bókarinnar versnar, ef verð hennar hækkar og möguleg- um kaupendum fækkar? Bókaút- gáfan hefur löngum tengst jólum hér og bækur verið keyptar til jóla- gjafa, þótt þær séu Iesnar allt árið. Þess vegna er bókin í samkeppni við annað það, sem í boði er á þess- ari kauphátíð í desember, og hætta á að hátt verð bóka yrði til þess að menn færu að huga að öðrum kostum.“ En hvað ef daufheyrst verður við þessum rökum? Hver yrðu við- brögðin? „Fari svo að endurálagningu skattsins verði fylgt fram — þrátt fyrir að ég hafi of mikið álit á leið- togum landsins til þess að trúa því — þá ber að líta á að hjá Alþingi liggur lokaákvörðunarvaldið. Við þingkosningar eru verk stjórn- málamannanna vegin og metin og þetta yrði þá geymt en ekki gleymt. Því get ég heitið að málið verður aldrei látið liggja í þagnar- gildi. Meðan bókmenning þjóðar- innar er skattlögð, mun ekki verða um neinn frið að ræða. Svo einfalt er það. Enginn skyldi halda að ís- lenskir rithöfundar og bókaunn- endur séu einhver hópur, sem læt- ur sér lynda að vera með eitthvert múður fyrst í stað en sætta sig svo við orðinn hlut. Það er mikill mis- skilningur. Gegn þessum skatti verður barist. Það tók tuttugu ár að fá hann afnuminn og engum verður það til blessunar né gleði, ef þá baráttu verður að taka upp að nýju. Um einhver sérstök viðbrögð eða aðgerðir Rithöfundasam- bandsins, ef til kemur, er sem bet- ur fer ekki tímabært að ræða núna. Við vinnum að þessu máli daglega og teljum það í góðum far- vegi og ekki síst vegna þess hve andófið er sterkt. Þúsundum bréfa hefur rignt yfir þingmenn. Skóla- nemar í öllum kjördæmum hafa látið frá sér heyra, að öllum þeim öðrum ógleymdum sem tekið hafa upp baráttu gegn þessari ófreskju. Við bíðum aðeins eftir merki um að hún sé að velli lögð, að þessu stríði sé farsællega lokið og að við þurfum ekki að standa í þessu lengur. Ég vil að endingu koma að því að rithöfundar eru engan veginn að skorast undan því að bera sinn skerf af byrðinni á samdráttartím- um, þegar niðurskurðar er þörf. Við borgum virðisaukaskatt af öll- um sköpuðum hlutum, rétt eins og aðrir. Því er ekki verið að tala um að hlífa persónum, heldur bók- menntunum sjálfum við álögum sem geta skaðað þær, svo að sá skaði verði ekki bættur. Ég vík að þessu vegna radda, sem spyrja hví bókum skuli hlíft en ekki greinum eins og húsgagnaiðnaði, búskap og fleiru. En menningin er sameign okkar allra, sjálft fjöreggið. Þegar hugað er að uppbyggingu framtíð- arþjóðfélagsins á Islandi, liggur í augum uppi að fjöreggi sínu ber mönnum ekki að velja stað neðst í grunninum þar sem mest mæðir á. Því hljóta menn að halda á með fingurgómunum." AM íöarinnar er skattlögð, veröur ekki um neinn friö aö ræöa. Svo einfalt er þaö." Tfmamynd: Ami Bjama Bandalag íslenskra sérskólanema og eru þá langt frá því allir taldir. Það er, eins og þú nefnir, vegna þess að hér er ekki um hagsmuna- mál rithöfunda einna að ræða, heldur er þetta hagsmunamál okk- ar allra. Þetta er menningarlegt hagsmunamál og peningalegt hagsmunamál einnig. Hér eru í húfi hagsmunir þeirra, sem kaupa bækur, og þó sérstakt hagsmuna- mál þeirra, sem þurfa að kaupa bækur, en þar á meðal eru skóla- nemar. Þetta er hagsmunamál fyr- ir prentiðnaðinn í landinu og þá, sem vinna við bóksölu og dreif- ingu, svo enn er hér um atvinnu- spursmál að ræða. Sennilega má þó segja að Rithöfundasambandið ásamt Bandalagi íslenskra lista- manna hafi verið miðstöðin fyrir þetta andóf. Hlutur Bandalags ís- lenskra listamanna hefur verið mjög þróttmikill og myndarlegur, enda varðar þetta öll svið menn- ingarinnar." Þú ert því þeirrar skoðunar að pólitíkusarnir muni digna. „Ég leyfi mér að vera bjartsýnn, eins og fram hefur komið í þessu spjalli. Enn hefur ekkert verið ákveðið og viðræður við bæði menntamálaráðherra og forsætis- ráðherra hafa farið fram, en við Hjálmar Ragnarsson gengum á fund þeirra. Þær viðræður held ég að gefi ástæðu til nokkurrar bjart- sýni, en báðir tóku okkur mjög vel og hlustuðu með skilningi á þau rök sem við höfðum fram að færa. Satt að segja efast ég ekki um góð- an vilja þeirra beggja og vænti að þetta hljóti farsælar málalyktir innan ríkisstjórnarinnar. í fýrst- unni var svo að skilja sem Alþýðu- flokkurinn væri harðari á því en hluta að undanförnu. Við höfum rætt það frá öllum hliðum í náinni samvinnu við Bandalag íslenskra listamanna og formann þess, Hjálmar Ragnarsson. Haldið hefur verið uppi öflugu andófi gegn skattinum og leitast við að sýna fram á þá annars augljósu stað- reynd að hann skiptir ríkisbúskap- inn svo afar litlu máli. Ég held að hann nemi 0.1%. En við erum ekki í vafa um að hvað menninguna í landinu snertir, skiptir hann höf- uðmáli. Sé ég enda ekki betur en að stjórnmálamennirnir séu smátt og smátt að sjá það og skilja eins og við. Stjórnmálamennina virðist hafa verið að dreyma einhverja drauma um undantekningarlaus lög um skatta og skattlagningu og þess háttar. En hvorki hér né ann-v ars staðar er hægt að setja slík undantekningarlaus iög og sér í lagi ekki hér, þar sem ísland er nokkuð sérstök rekstrareining í samfélagi þjóðanna." Kannske viltu skilgreina þessa sérstöðu nánar. „Það er auðvelt. Hana orsakar fyrst og fremst fámennið, sem veldur því að þær stoðir, sem standa undir íslenskri menningu, eru með allmjög öðrum hætti og viðkvæmari en hjá stórþjóðunum. Ég held að þetta skilji hver maður sem hlýtt hefur á ungling bölva, þótt ekki væri annað. Hann segir ekki „rækallinn", „hver skollinn" eða þá „hver andsk...“. Hann segir „shit“ og „fuck“! í heimi nútíma- fjölmiðlunar er það þannig aug- ljóst hve ísland dregst miklu nær miðri hringiðunni — lega landsins getur ekki verndað menninguna á sama hátt og var. En það, sem mér finnst annars vega hvað þyngst í þessu mikla máli og ég treysti á að muni fá stjórnmálamenn til að sjá að sér, er að við stefnum nú hraðbyri inn í Evrópska efnahagssvæðið og kannske inn í EB að því búnu. Enginn veit á þessari stundu hvað framtíðin ber í skauti sér. Menn eru enn í vafa um hvort íslending- ar eigi að taka þátt í þessu evr- ópska samfélagi eða á hvaða hátt. Allt fólk, sem metur menningu og tungu þjóðarinnar einhvers, hefur áhyggjur af því að þátttaka í svona risavöxnu samfélagi kunni að auka enn á erlendu áhrifin. Sum eru þessi áhrif vissulega ágæt. En önn- ur eru verri... í Ijósi þessara kringumstæðna væri það hreint furðulegt að fara að veikja menninguna með fjár- hagslegum byrðum, sem skipta ríkissjóð engu máli.“ Einhverjir segja sjálfsagt að bóka- þjóð eins og íslendingar muni þrykkja og kaupa bækur eftir sem áður. „Ég held því síður en svo fram að skatturinn yrði til þess að öll bóka- útgáfa í landinu legðist af. Áfram mundu koma út einhverjar bækur. En staða bókarinnar kæmi til með að versna og ef bókmenning ís- lendinga á einhvern þátt í að við- halda tungunni, þá liggur í augum uppi að staða tungunnar versnar um leið og bókarinnar og þar með menningarinnar. í raun og veru finnst mér allt þetta mál ákaflega skrýtið. Það er skrýtið að nokkur stjórnmálamað- ur skuli hafa verið svo skammsýnn að fara á flot með þetta mál og það þegar örskammt er um liðið frá því að haldnar voru hjartnæmar — og sannar — ræður um mikilvægi þess að vígstaða bókarinnar yrði styrkt. En við höldum í þá trú að þótt stjórnmálamenn kunni að vera þrjóskir og stundum skamm- sýnir, þá séu þeir eigi að síður vel meinandi. Þess vegna ber að óska að það skýrist fyrir æ fleirum þeirra hve fáránleg heimska það væri að halda þessu máli til streitu. Þeir, sem vilja inn í Evr- ópskt efnhagssvæði og ef til vill lengra, hljóta að gera sér ljóst að það andóf, sem er uppi gegn þátt- töku í svæðinu, byggist að veru- legu leyti á því að fólk hefur áhyggjur af menningunni. Sýni menn aftur á móti með athöfnum sínum að þeir vilji búa vel að menningu landsins, hlúa að henni og styrkja hana, þá mun tvímæla- laust skapast allt annað andrúms- loft þegar þátttaka landsins í sam- félagi þjóðanna er rædd. Það er af þessum sökum að ég leyfi mér að vera bjartsýnn á að þetta hafi nú bara verið svona hugdetta, sem farið hefur óþarflega langt." í andófinu gegn innskattinum hafa menn lagt áherslu á að hann snertir hagsmuni fleiri aðila en rithöfunda. „Við í Rithöfundasambandinu höfum vissulega gert margt til þess að vekja athygli á þessum málum, bæði sambandið sjálft og einstakir meðlimir. En margir aðr- ir góðir áhugamenn um íslenska menningu hafa einnig Iátið þetta mál til sín taka og haft uppi skoð- anir sínar og rökstuðning í blöð- um og öðrum fjölmiðlum, sem varla hefur farið fram hjá neinum. Þessu efni tengist slíkur fjöldi að- ila — nemendafélög í framhalds- skólum, Stúdentaráð Háskólans, samtök foreldra og kennara og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.