Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 14. nóvember 1992 VW Passat er stór og mikill skutbíii og um árabil söiuhæsti skutblll í Evrópu þótt hann sé ekki algengur hérlendis. Þessi bíll hefur komið sérstaklega vel út úr könnunum á öryggi bíla og endingu bæöi í Evrópulöndum og I Bandarlkjunum og raunar veriö I þeim efnum I sérflokki meö aidýrustu gæöabilum. Volkswagen Golf og Vento, sem hér sést, eru þýskir gæðabílar sem byggja á þýskum heföum verkkunnáttu og tækniþekkingar. Fyrir aftan grillir I nýja „rúgbrauöiö“ sem fæst bæöi sem sendiferðablll, lítill vörubíll og glæsilegur feröabíll fyrir átta manns. Samdráttur í sölu nýrra bíla. Finnbogi Eyjólfsson, Heklu hf: Aldur bíla hækkar en varahluta- sala óbreytt „Sala á bílum hefur dregist saman en sjálft sölumynstrið hins vegar ekki. Hlutfall milli einstakra tegunda og gerða þeirra bíla sem við seljum hefur ekkert breyst. Það hefur bara dregið úr heildarsölunni," segir Finnbogi í Heklu. Hekla er gamalgróið bílafyrirtæki og hefur flutt inn Volkswagen og Land Rover frá því upp úr miðri öld- inni. Land Rover er nú kominn á annarra hendur en Hekla selur enn Range Rover frá sama framleiðanda og Land Rover. Auk þess hefur Mitsubishi bæst viö og er nú annað mest. selda bílamerki á íslandi með 13% markaðarins á tímabilinu janú- ar- september á þessu ári, eða alls 754 bíla. „Þrátt fyrir að meðalaldur bíla hækki um leið og sala nýrra bíla dregst saman þá stendur varahluta- sala nokkurn veginn í stað yfir nokkurra ára tímabil. Það má rekja til þess að mikill vöxtur hefur orðið í sölu notaðra varahluta úr bílum sem skemmst hafa eða verið lagt af öðrum ástæðum. Tryggingafélögin eiga þarna hlut að máli með því að selja skemmda og jafnvel afskráða bíla. Um þessi mál var fjallað á nýaf- stöðnum aðalfundi Bílgreinasam- bandsins og fram kom mikil óánægja með þessa þróun og við töldum að þegar bifreið hefúr orðið fyrir svo miklu tjóni að hún sé ekki talin hæf til að vera í umferðinni og ekki borgi sig að gera við hana, þá eigi að henda henni alfarið og eyði- leggja hana. Þetta er bæði efnahags- legt og öryggislegt atriði. Bæði er að mjög mikil svört atvinnustarfsemi viðgengst í tengslum við viðgerðir á tjónabílum og síðan er það stað- reynd að bílar komast á ný út í um- ferðina sem ekki eru til þess hæfir og eru varasamir. Hins vegar er afar erfitt að hafa stjórn á þessum mál- um vegna þess að aldrei hefur feng- ist í gegn að bifreiðaverkstæði yrðu löggilt." Finnbogi Eyjólfsson, fulltrúi hjá Heklu hf., sem selur Mitsubishi, Volks- wagen bíla og Range Rover. ■ "Alvöru" símsvari og minnísbók fylgir ► ► ► ► ► ■ Handfrjálst tal ■ Nýtt og einstaklega einfalt notendavibmót ■ 18 klst. rafhlaba í bibstöbu ■ Fullkominn hljóbflutningur eins og í vöndubum almennum síma DAMCALLÍ^ Dancall Logic farsíminn: 41ALGJÖRIR YFIRBURÐIR Dancall hefur enn einu sinni glatt vibskiptavini sfna meb frábærri hönnun á nýjum farsíma sem á engan sinn Ifka. Útlitib, tæknin, einfaldleikinn f notkun, hljómgæbin —allt hefur hlotib fádæma lof notenda. Komdu og prófabu eba fábu lánaban síma. radiomidun. Grandagarði 9,101 Reykjavik, sími 62 26 40 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.