Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 14. nóvember 1992 Tíminn 13 1984 fékk GM Ross Perot til aö setjast í stjórn fyrirtækisins. Eftir tveggja ára stormasama sambúö sá Roger Smith, þá- verandi aöalforstjóri, þann kost vænstan að kaupa fyrirtæki Perots, EDS, fyrir 700 milljónir dollara gegn þvl að Perot færi úr stjórninni og héldi sér saman! andi flugfélög og stórverslanakeðjur. Fyrirtækið hefur verið í örvænting- arfullri leit að reiðufé til að standa við skuldbindingar sínar. GM hefur selt hlutabréf og mergsogið lánamarkaði til að skrapa saman 5 milljörðum dollara, bara á síðasta ári, að mestum hluta til að greiða kostnað við starf- semina. Ef fjárhagsþrengingarnar kreppa um of að, kynni GM jafnvel að sækja um greiðslustöðvun til að neyða fram eftirgjöf í launa-, eftir- launa- og hlunnindakjarasamning- um. „Þetta er ekki sama fyrirtæki og það var í eina tíð,“ segir einn for- stjóra GM. „Næstu þrjú árin verður stjómin að hafa sérstakt eftirlit. í húfi er lánshæfni okkar á lánamörk- uðurn." Þegar kviksögur og áhyggjur tröllr- iðu fyrirtækinu eftir afsögn Stem- pels, var fyrirtækið líkast þjóð í leit að leiðtoga. „Fólkið bíður eftir að einhver gefi sig fram og segist hafa töglin og hagldirnar," segir stórvið- skiptavinur. Alit flestra var að Smale og Smith myndu deila með sér starfi Stempels, þar sem Smale yrði aðal- forstjóri og Smith tæki að sér emb- ætti aðalframkvæmdastjóra. Smith hefur í reynd rekið fyrirtækið síðan í apríl sl., þegar forstjórarnir gerðu hann að forstjóra og gáfu honum þá fyrirskipun að hraða endurskipu- lagningu fyrirtækisins. Það má búast við að Smith hrindi strax af stað nýjum uppsögnum, þeg- ar hann hefur tekið við nýja starfinu þar sem hann verður áreiðanlega undir jafnmiklum þrýstingi og Stem- pel að láta öxina faila. Stjórnarmenn fengu smjörþefinn af hörkuhug- myndum um til hvaða ráða verði að grípa í viðræðum í október sl. við að- alforstjóra Generai Electric, Jack Welch, en hann hefur fengið viður- nefnið „Nifteinda-Jack“ fyrir hörku- legan niðurskurð á starfsmönnum GE á síðasta áratug. Sagt er að Welch, Smale og ýmsir aðrir forstjór- ar GM hafi stungið saman nefjum á tveggja daga ráðstefnu toppforstjóra í Hot Springs í Virginíu. Enn eitt dæmiö um valdatilfærslu til fyrirtækjasam- steypuforstjóra Brottrekstur Stempels markar þáttaskil í síaukinni valdatilfærslu frá bandarískum framkvæmda- stjórum til fyrirtækjasamsteypu- forstjóra, en áður var fremur litið svo á að hlutverk þeirra væri að leggja blessun sína yfir áður teknar ákvarðanir en að þeir ættu að taka þær sjálfír. Það er ekki lengra síðan en á miðjum síðasta áratug að jafn- vel bardagafúsum Ross Perot í stjórn GM tókst ekki að sannfæra stjórnendurna um að skipta um gír eða breyta stefnunni. „Ég gerði allt sem ég gat til að fá General Motors til að takast á við vandamálin," sagði Perot í forsetakosningabar- áttunni fyrir skömmu. „Þeir voru ófáanlegir til þess.“ Hann bætti því reyndar við að stjórnendurnir þá hefðu verið „brain-dead“ (heila- dauðir). Frekar en að fara að áeggj- an Perots um að skera niður fríð- indi forstjóranna og fækka í skrif- stofuliðinu, eyddi GM 750 milljón- um dollara í að kaupa hlutabréfin hans og þagga niður í honum. Stórfelld og dýr- keypt mistök á síöasta áratug GM tók ýmsar djarfar ákvarðanir á áratugnum 1980-1990, þegar Ro- ger B. Smith var stjórnarformaður, en oft stefndu þær í ranga átt. Yfir- lýst markmið Smiths var að undir- búa fyrirtækið fyrir 21. öldina. í þeim tilgangi eyddi GM 70 millj- örðum dollara í allt frá iðnaðarvél- mennum og til þess að kaupa Hug- hes Aircraft og fyrirtæki Perots, Electronic Data Systems. En þrátt fyrir eyðslufárið minnkaði mark- aðshlutdeild GM úr 46% í 35% á þessum áratug, þar sem kaupendur sneru baki við óaðlaðandi fram- leiðslu. Ekki tókst GM heldur vel að færa rafeindasniild Hughes yfir á færiböndin í bílaframleiðslunni eða í að nota EDS til að staðla tölvukerfin sín. En kannski var mesti klaufaskapurinn þó sá að endurskipuleggja starfsemina í Norður-Ameríku og skipta henni í tvær risastórar deildir. „Allt, sem Roger Smith reyndi, mistókst," segir höfundur virtrar bókar um bflaiðnaðinn. En hann bætir því líka við að Smith hafi ekki viljað hlusta á aðrar fréttir en góðar. Mistök Smiths settu Stempel í óþægilega aðstöðu, þegar sá síðar- nefndi tók við stjórnarformanns- stöðunni hjá GM í byrjun þessa áratugar. Smith hafði sjálfur valið hann sem arftaka sinn og Stempel hafði af hollustu við yfirboðara sinn greitt atkvæði með áætlunum hans, „jafnvel þó að hann vissi að þær væru rangar og hann þeim ósammála," hefur heimildarmaður innan GM eftir Stempel. Stempel lærði af þessari reynslu að allar grundvallarbreytingar hefðu hættu í för með sér og var þess vegna tregur í taumi, þegar hann tók sjálfur við stjórnarfor- mannsstöðunni og aðrir í stjórn- inni fóru fram á stórfellt endur- skipulag til að bæta hag fyrirtækis- ins. „Við gátum aldrei fengið frá honum afdráttarlaust svar um nokkurn skapaðan hlut,“ segir óánægður stjórnarmaður og segir Stempel ekki hafa ráðið við starfið. „En,“ bætir hann við, „góðu frétt- irnar eru þær að Bob gerði loks það eina rétta," og á þá við þegar Stem- pel sagði af sér. r FJOÐRIN í fararbroddi Lækkum verð á boddíhlufum í eldri gerðir bifreiða! Dæmi úr vöruskrá: 1 Tegund: Árgerö: Hlutir: Verö: DAIHATSU CHARADE '83 - '87 Hurðabyrgði 3.950 kr. DATSUN CHERRY '74 - '82 Bretti 3.950 kr. DATSUN CHERRY '79 - '82 Húdd 11.250 kr. DATSUN CHERRY '83 - '86 Stuðari 9.945 kr. DATSUN SUNNY '82 - '85 Síls 1.705 kr. DATSUN SUNNY LO CO C\l OD Svunta 1.304 kr. DATSUN SUNNY '82 - '85 Lugtar festing 990 kr. DATSUN SUNNY '82 - '83 Gafl 2.985 kr. DATSUN SUNNY '84 - '85 Gafl 2.985 kr. DATSUN SUNNY '82 - '85 Svunta aftan ■ 987 kr. DATSUN SUNNY '82 - '85 Stuðari fr. og aft. 2.500 kr. FIAT REGATA '83 - '88 Hurðabyrgði 2.500 kr. FIAT REGATA CO co co co Framstykki 5.824 kr. FIAT REGATA '83 - '88 Gafl 3.906 kr. FIAT REGATA '83 - '88 Stuðari fr. og aft. 9.995 kr. FIAT REGATA '83 - '88 Bretti 3.870 kr. FIAT REGATA '83 - '88 Húdd 11.795 kr. FIAT RITMO '80 - '82 Húdd 13.480 kr. FORDESCORT '81 - '85 Sílsar 1.150 kr. FORDESCORT '81 - '85 Hurðabyrgði 3.480 kr. FORD SIERRA '82 - '86 Sílsar 1.450 kr. BílavörubúSin UÖDRIN, SKEIFUNNI 2 REYKJAVÍK SÍMI 91-812944 V Mitsubishi Colt '9 16 ventla, dökkgrásanseraður. Ekinn 45 þús. Rafmagn í speglum og rúðum. Hiti í sætum. Álfelgur. Fallegur og velútlít- andi bíll. Verð 930 þús. Möguleiki á að taka ódýrari bíl upp í. Upplýsingar í síma 91-45120 í kvöld og næstu kvöld. jlméld« # NORSKA FISKILÍNAN # LoJtíJLá Skútuvogi 13 • 104 Reykjavík • Sími 91-689030 • Jón Eggertsson • Símar 985-23885 & 92-12775 MAGNÚS ÓSKARSSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.