Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 14. nóvember 1992 Vigtarmenn Námskeið til löggildingar vigtarmanna verða haldin á eftirtöldum stöðum, ef næg þátttaka fæst: í Reykjavík 25. og 26. nóv. n.k. Á Akureyri 3. og 4. des. n.k. Námskeiðunum lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar á Löggildingarstofunni, síma 91-681122. Ráðstefna um fiskeldi og fiskirækt verður haldin á Kirkjubæjarklaustri, dagana 21. og 22. nóvember, á vegum Fiskeldisbrautar FSu. Fjallað verður m.a. um lífsferil laxfiska, fiskirækt, áhrif umhverfis á fisk- eldi, stofnatilraunir, fisksjúkdóma, markaðsmál, slátrun og gæðamat, auk þess sem kynnt verða lög og reglugerðir varðandi fiskeldi og arðsemisútreikningar og fjallað sér- staklega um eldisfræði fyrir þá sem hyggjast hefja eldi. Ráöstefnan er öllum opin. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi 18. nóvembertil Flönnu Hjartardóttur skólastjóra, sem jafnframt gefur nánari upplýsingar í símum 98-74833 (sami faxsími) og 98-74633. FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 17. nóvem- ber kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál / Aðgerðin á Fáskrúðs firði. 2. Efnahags- og atvinnumál. 3. Önnur mál. Mætið stundvíslega. Stjórnin HEUU% Skemmuvegi M 20 - Símar 77551 og 78030 Varanleg lausn á vatnsbrettum, sterk, rakaþétt og viðhaldsfrí. Margir litir. Staðgreiðsluafsláttur. Einnig sólbekkir og boröplötur í mörgum litum. Ótrúlega lágt verð á legsteinum með rafbrenndum álplötum. Sterkt og fallegt. Marmaraiðjan, Höfðatúni 12. Sími 629955. Fax 629956. þessum skatti verður barist" Rætt viö Þráin Bert- elsson, formann Rit- höfundasambands íslands, sem kveðst sannfærður um að andófið gegn afnámi endurgreiðslu inn- hafi þegar skilað árangri „Rekstur Rithöfundasambandsins er í gömlum og farsælum skorð- um, sem er því að þakka að með mér í stjórn er fólk, sem fyrir var kunnugt stjórnarstörfunum og tók góðar hefðir, sem ríkt hafa, með sér inn í nýja stjórn. En ekki síst vil ég þakka það góða lag sem hér er á málum, því að við njótum sem áður krafta þess ágæta fram- kvæmdastjóra sem Rannveig Ág- ústsdóttir er. Það er Rithöfunda- sambandinu mikil gæfa að hafa slíka manneskju. Störfin hafa gengið vel fram að þessu. Þau mál, sem við höfum þurft að taka á framan af minni formannstíð, eru tengd því að það er víðar en í landsstjórninni sem þarf að draga saman seglin. Við höfum orðið að fara sparlega með fé við rekstur hér og er leitast við að koma þeim málum í jafnvægi. Þá vil ég geta um Launasjóð rit- höfunda, en málefni hans hafa einnig verið mjög til umræðu í stjórninni. Við síðustu úthlutun úr sjóðnum kom fram greinilegur vilji til þess að reglum um sjóðinn yrði breytt og þá á þann veg að fleiri mættu njóta framlags úr honum. í nýju lögunum um lista- skatts í bókagerð Áform um að hætta að end- urgreiða innskatt vegna bókagerðar hefur vakið hörð viðbrögð víða í þjóðfélaginu og þá ekki síst meðal rithöf- unda og margra listamanna. Þar hafa Rithöfundasam- band íslands og Bandalag íslenskra listamanna verið í fararbroddi og andóf þess- ara aðila varla farið fram hjá neinum. En hefur mönnum orðið eitthvað ágengt? Hef- ur rithöfundum með orðs- ins brandi sínum tekist að telja stjórnmálamönnunum hughvarf? Til þess að ræða stöðu mála fengum við for- mann Rithöfundasambands- ins, Þráin Bertelsson. Því fremur fannst okkur tíma- bært að ræða þetta efni sem „jólabókavertíðin,“ eins og það stundum er orðað, er nú að ganga í garð. Þess skal getið að fyrir fáeinum dögum kom út ný bók eftir Þráin Bertelsson, „Sigla himinfley“, og er það hans sjötta skáldsaga. Eftir að hafa óskað höfundi til ham- ingju og áður en við leiðum talið að meginumræðuefn- inu spyijum við hvort ekki sé tekið að gerast gróið í kringum hann eftir allharða kosningahríð á sl. vori og stöðu Rithöfundasambands- ins nú. Þráinn Bertelsson: „Meöan bókmenning mannalaun, sem þó eru að flestu leyti ágæt, var ekki gert sérstak- lega ráð fyrir úthlutunum til skemmri tíma en sex mánaða. Hef- ur orðið samkomulag um að opna leið til þess að úthluta ferða- og rannsóknastyrkjum til rithöfunda úr sjóðnum og vonumst við til að fleiri geti þar með notið einhverr- ar fyrirgreiðslu úr honum en áður. Auðvitað er það ómetanlegt að þessi sjóður skuli vera til staðar, því það sýnir að viljinn af hálfu stjórnvalda til þess að efla menn- ingarmálin er á borði og ekki að- eins í orði. Það er svo aftur ekki launungarmál að þörfin er meiri en sjóðurinn getur með góðu móti annað. Það mál treysti ég mér að vísu ekki til þess að leysa að bragði, en get bent á það og mun beita mér sem ég má fyrir að hann eflist." Nú ber alvarlegt áhyggjuefni fyrir rithöfunda og fleiri að höndum, þar sem boðuð er endurálagning virðisaukaskatts á bækur. „Það er rétt. Við vorum að undir- búa að setjast að samningaborði með forsvarsmönnum Ríkisút- varpsins, sem Iýst hafði sig reiðu- búið til viðræðna, þegar þessi skelfilegu tíðindi bárust um að menn væru að hugsa um að draga til baka endurgreiðslu á innskatti af bókagerð. Vitanlega varð uppi fótur og fit hér sem víðar vegna þessa, en þá voru rétt um tvö ár liðin frá því að bækur losnuðu við þennan skatt. Hafði þó síður en svo neitt það gerst á þeim tíma er svo mjög styrkti stöðu íslenskrar menningar og tungu að það gæfi tilefni til að koma honum á aftur. Af sjálfu leiðir að þetta mál hefur tekið upp tíma okkar að stórum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.