Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 28

Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 28
t NU EINNIG MEÐ 2.7 DISEL TURBO • Ein aflmesta díselvél sem fáanleg er. • Hlaöinn aukahlutum, rafdrifnum rúðum, samlæsingum sóllúgu ofl. • Fjögurra dyra og mikið rými. • 75% læsing á afturdrifi. • Slaglöng fjöðrun að aftan og framan. • Einn vinsælasti jeppinn í Ameríku og Evrópu • Eigum einnig nokkra IMissan Terrano Dísel Turbo, árgerð 1992, á sérstöku verði • Komið og leyfið sölumönnum okkar að koma ykkur á óvart Stonkostleg opnunarhelgi að Skeiði 5, ísafirði laugardag og sunnudag kl. 14 - 18.00 • Kvöldsýningar alla næstu viku til kl. 22.00 • Mikið úrval Nissan og Subaru 4WD bíla. • Minnum sérstaklega á örfáa bíla af '92 árgerð á tilboðsverði. • Gerið frábær kaup í notuðum bílum sem verða á opnunarafslætti. Tímimi LAUGARDAGUR 14. NÓV. 1992 Þokkalegt atvinnuástand á Seyðisfirði: Sfld, loðna og bolfiskur Þokkalegt atvinnuástand er á Seyð- isfírði og hefur atvinnulausum fækkað til muna í síðasta mánuði frá mánuöinum þar á undan. Hjá Fiskiðjunni Dvergasteini hf. er síldin heilfryst, fíökuð og söltuð auk vinnslu á bolfiski. Þá er bræðsla Síldarverksmiðja ríkisins tekin til starfa fyrir nokkru og stutt í að Hafsíld farí af stað, en mikið er af loðnu út af Langanesi. Svanbjörn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Dvergasteins hf., seg- ir að þótt skortur sé á hráefrii til vinnslunnar, hafi það bætt úr miklu með tilkomu Birtings hf. En Dvergasteinn á helming í sam- nefndu skipi á móti Norðfirðingum, eða um 900 þorskígildistonn, og fær fyrirtækið helminginn af afla skips- ins hverju sinni. Þá landar Gullver hjá fyrirtækinu, auk smábáta. Á síð- asta ári komu til vinnslu hjá fyrir- tækinu alls 2500 tonn af bolfiski, en búist er við að í ár verði unnin þar allt að 3 þúsund tonn. Hjá Dverga- steini hf. vinna að meðaltali um 65- 70 manns. Hins vegar ríkir dálítil óvissa hvort fyrirtækið fái nauðsynlegt magn af síld til að geta staðið við hagstæða samninga, sem gerðir voru við Jap- ani. Hjá Dvergasteini er síldin heil- fryst, flökuð og söltuð, en talið er að aðeins séu um 50-55 þúsund tonn eftir af heildarsíldveiðikvótanum, sem er eitthvað um 120 þúsund tonn. Fyrir utan hráefnisbarninginn hef- ur þróun gengismála gert fyrirtæk- inu grikk, sem og öðrum sem eru í útflutningi. Aftur á móti er afurða- verð enn tiltölulega hátt á mörkuð- um ytra, þótt ýmsar blikur séu á lofti. -grh Ný lyfjabók: Náttúrumeöul og lyf fyrir alka • Bílasýning á Akureyri á bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar laugardag og sunnudag kl. 14 - 17.00 • Bílasýning að Sævarhöfða 2 laugardag og sunnudag kl. 14 - 17.00 Náttúrumeðul og lyfjafíokkar fyrír alkóhólista eru meðal nýjunga sem finnast í nýrri bók um lyf. Þetta kemur fram í frétt frá Lyfja- bókaútgáfunni sf. sem gefur bókina út. Þar segir að nákvæmlega sé fjall- að um öll lyf, sem seld eru á íslandi, en þau eru um 1.000 talsins. Sagt er að á síðustu 4 árum hafi 200 ný lyf bæst í hóp þeirra, sem fyrir voru, og því m.a. hafi gamla útgáfan úrelst. í bókinni er m.a. útskýrðar nýjar reglugerðir um lyf og greiðslur fyrir þau. Þá er svokallaðra samheitalyfja getið. „Fólk getur þá flett upp lyfinu sínu og athugað hvort það er sam- bærilegt gamla lyfinu," eins og segir í fréttinni. Jafnframt kemur fram að í fyrsta sinn er aukaverkunum lyfja skipt í algengar og sjaldgæfar aukaverkan- ir. Sagt er að þetta sé gert til að forða ruglingi og gera fólki kleift að átta sig betur á aukaverkunum. Einnig er ítarlega fjallað um ferða- lög erlendis með tilliti til sjúkdóma og lyfja. Þá er jafnframt fjallað um bólusetningar barna og ferða- manna. íslenska Lyfjabókin var gefin út fyr- ir 4 árum og seldist í 20.000 eintök- um. Nú er komin ný bók sem hægt er að eignast með því t.d. að skipta á þeirri öömlu ^cs pr há vpittnr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.