Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 21
Laugardagur 14. nóvember 1992
Tíminn 21
Christl Muller vildi losna viö mann sinn.
eiginmaður Christl. David sagði að
fyrri maður Christl væri mjög af-
brýðisamur og hefði aldrei sætt sig
við skilnaðinn frá konu sinni og
hefði haft í hótunum við hana
öðru hverju frá því þau skildu.
David staðfesti frásögn grann-
konunnar um vináttu hjónanna
tveggja, einkum sagði hann að
Christl og kona hans væru góðar
vinkonur.
Fjöllynd eiginkona
Næst héldu lögreglumennirni
til krárinnar þar sem Christl starf-
aði. Hún var þá nýbúin á vakt og
farin til Múnchen til fundar við
mann sinn.
“Ert þú enn einn af kunningjum
hennar?” spurði kráreigandinn
hæðnislega.
Þegar lögreglumaðurinn spurði
hann hvað hann ætti við, svaraði
hann því til að Christl daðraði við
alla viðskiptavini krárinnar. “En
hún hefur góðan lífvörð sem gætir
þess að enginn hætti sér of nærri,”
bætti hann við.
“Áttu við manninn hennar? En
hann er fjarverandi,” sagði lög-
reglumaðurinn.
“Maðurinn hennar er auli sem
enginn tekur mark á,” sagði kráar-
eigandinn. “Ég á við David
Landauer sem sækir hana á hverju
kvöldi og ætlar að sleppa sér ef
hún er að tala við einhvem héma.”
Christl Múller hafði nú gengið
lögreglunni tvisvar úr greipum.
Það var því gripið til þess ráðs að
fara heim til Landauers og ræða
við konu hans, Viktoríu.
Hún sagði mann sinn hafa
kynnt sig fyrir Múller-hjónunum
fyrir rúmu ári. Hún sagðist þegar
RÁÐNING Á
KROSSGÁTU
hafa veitt því athygli að David
hefði lítinn áhuga á Manfred en því
meiri á Christl. Aðspurð kvaðst
hún sannfærð um að þar væri
meira á ferðinni en einskær vin-
átta. Þetta væri ekki í fyrsta sinn
sem David ætti vingott við aðra
konu og hún væri farin að þekkja
einkennin. Auk þess hefði David
beðið um skilnað fyrir skömmu til
að taka saman við aðra konu sem
hann vildi þó ekki segja hver væri.
Hún taldi að það væri Christl og
því væri ekki ólíklegt að þau hefðu
reynt að drepa Manfred til þess að
vera laus við báða þessa leiðinda-
maka sem í vegi þeirra stóðu.
Viktoría var ljóshærð og hávax-
in, glæsileg kona. Hún var þó
þreytuleg og bar það með sér að
hjónabandið hafði ekki verið dans
á rósum.
Viktoría skýrði lögreglunni frá
því að sig gmnaði að David og
Christl hefðu áður reynt að drepa
sig og Manfred. Hún sagði að þau
hefðu öll fjögur verið að koma
heim af dansleik á bíl þeirra hjóna.
David og Christl hefðu setið fram í
en hún og Manfred aftur í. Um
fjallveg var að fara og í brattri
brekku hefði bíllinn stöðvast og
David sat að eitthvað væri að.
Christl og David fóru út úr bíln-
um og gengu aftur fyrir hann. Þá
byrjaði bíllinn skyndilega að renna
og stefndi beint fram af hamra-
belti. Fyrir ótrúlega heppni lenti
bfllinn á trjástubbi og stöðvaðist,
annars hefði hann steypst fram af
og það hefðu ekki farið fleiri sögur
af þeim Viktoríu og Manfred.
Chrístl þykist leysa
gátuna
Aftur var haldið til Múnchen.
Þegar þangað kom var Christl far-
in heim aftur. En Manfred var þar
fyrir og kvað konu sína vera búna
að leysa gátun. Hún hefði sagt að
enginn kæmi til greina annar en
fyrrverandi eiginmaðurinn og
Manfred var sannfærður um að
hún hefði rétt fyrir sér.
Þegar honum var bent á að ljós-
hærð kona hefði afhent böggulinn
á pósthúsinu, sagði hann að kona
sín hefði sagt að það væri eflaust
ein af ástkonum hans. Hann bætti
því við að hann hefði hringt í vin
sinn David Landauer og beðið
hann um að gæta konu sinnar og
væri því fullkomlega rólegur um
öryggi hennar eins og stæði.
Enn hélt lögreglan til Kempten
og náði tali af fyrrverandi manni
Christl, Adolf Kreiner. Hann var
grannur og fríður maður sem
starfaði sem kennari. Hann hló
þegar hann heyrði ásakanir Christl
á hendur honum. Hann sagðist
aldrei hafa haft í hótunum við
hana en hún hefði ávallt haft til-
hneigingu til að ýkja og jafnvel
búa til heilu sögurnar.
Aðspurður hvort rétt væri að
hann hefði tekið skilnaðinum illa,
sagði hann það varla koma til
greina, því það hefði verið hann
sem skildi við Christl en ekki öf-
ugt.
“Það var ekki nokkur leið að
vera giftur Christl. Það vantaði
ekki að hún þóttist elska mig, en
hún hélt framhjá mér í hvert sinn
sem ég sneri við henni bakinu,”
sagði kennarinn rólega og lög-
reglumennirnir voru sannfærðir
um að hann væri að segja sann-
leikann.
Málið var nú orðið þannig vaxið
að lögreglan var sannfærð um að
enginn kæmi til greina sem morð-
inginn nema Christl og David
Leinauer. Þau voru nú handtekin
og færð til yfirheyrslu.
Játning að lokum
Christl var yfirheyrð fyrst og
neitaði hún öllum sakargiftum.
Hún var sallaróleg og skellihló
þegar lögreglan bar það á hana að
hafa haldið við David Leinauer og
þau hefðu myrt mann hennar í
sameiningu. Hún neitaði þessu
staðfastlega og kvaðst ávallt hafa
verið manni sínum trú. Ennfrem-
ur kom hún aftur með gömlu
tugguna um afbrýðisama eigin-
manninn fyrrverandi og að hann
væri örugglega sá seki.
Lögreglan benti henni nú á að
ljós hárkolla og sólgleraugu hefðu
fúndist heima hjá henni og því
hefði það vel getað verið hún sem
setti pakkann með eitraða áfeng-
inu í póst. Christl hló sem fyrr og
sagði að margar dökkhærðar kon-
ur ættu ljósa hárkollu og hún væri
einfaldlega ein af þeim.
Lögreglan gafst nú upp á Christl
í bili og sneri sér að því að yfir-
heyra David. Hann neitaði líka öll-
um sakargiftum til að byrja með.
En þegar honum var bent á að rit-
höndin á kortinu í pakkanum væri
hans fór að sljákka í honum.
Hann játaði að lokum að hann
og Christl hefðu lagt á ráðin um að
ganga af Manfred dauðum. Hann
kvaðst hafa ekið henni til Neustadt
þar sem hún setti pakkann í póst.
Hann bætti því við að það hefði
orðið þeim hræðilegt áfall þegar
bláókunnur maður varð fyrir barð-
inu á þeim og lést af völdum eit-
ursins.
Þegar hann var spurður um ó-
happið á fjallveginum, þverneitaði
hann að þar hefði verið um morð-
tilraun að ræða, það hefði verið
einskært slys sem þó fór betur en á
horfðist.
“Bjánalega ástfanginn”
Þegar Christl var gert ljóst að
David væri búinn að játa, guggn-
aði hún einnig og játaði aðild sína
að morðtilrauninni. Hún kvaðst
hafa vitað að erfitt yrði að fá skiln-
að frá Manfred sem væri “bjána-
lega ástfanginn", því hefðu þau á-
kveðið að kála honum og síðan
fengi David skilnað frá Viktoríu og
allt yrði í lukkunnar velstandi.
Þegar Manfred frétti af þessum
játningum kom svo sannarlega í
ljós að hann var “bjánalega ást-
fanginn”. Hann harðneitaði að
trúa nokkru misjöfnu upp á sína
heittelskuðu eiginkonu, þetta væri
allt uppspuni úr David Leinauer
sem hefði svikið vina sína í tryggð-
um og tekist að flækja aumingja
Christl einhvern veginn í vefinn.
Hann kvaðst elska konu sína og
myndi ávallt gera. Hann tryði
engu misjöfnu á hana og myndi
bíða hennar tryggur og trúr hvað
sem í skærist.
Og Manfred fékk að bíða lengi.
Christl og David voru ákærð fyr-
ir morðtilraun gagnvart Manfred
Múller og hafa orðið Albert Blum-
mer að bana. Þau fengu bæði lífs-
tíðardóm.
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa í
1. flokki 1989
1. fLokki 1990
2. flokki 1990
2. flokki 1991
Innlausnardagur 15. nóvember 1992.
1. flokkur 1989
Nafnverð:
5.000
50.000
500.000
Innlausnarverð:
7.107
71.075
710.751
1. flokkur 1990 Nafnverð: 5.000 50.000 500.000 Innlausnarverð: 6.275 62.751 627.506
2. flokkur 1990 Nafnverð: Innlausnarverð:
10.000 12.379
100.000 123.795
1.000.000 1.237.949
2. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð:
10.000 11.507
100.000 115.070
1.000.000 1.150.703
Innlausnarstaður:
Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
cM] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ HÚSBRÉFADEILD ■ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVfK • SÍMI 696900
Húsbréf
Annar útdráttur
í 2. flokki húsbréfa 1991.
Innlausnardagur
15. nóvember 1992
í tilkynningu um ofangreindan útdrátt, sem birtist
í september s.l., féllu niður eftirfarandi bréf:
10.000 kr. bréf
91278180
91278304
91278386
Beðist er velvirðingar á þessum mistökum
db HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
L4 HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REVKJAVÍK SÍMI 91-696900
UíGaSaGaH
Seljum marga bíla daglega
Vantar marga sölubíla á stærsta sölusvæði
boraarinnar.
borgarinnar.
Við Miklatorg, símar 15-0-14 og 1-71-71
vl% ittjum atta ftíta
—V