Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 14. nóvember 1992 Isuzu pallbílar og jeppar: Vagnar sem standa Bjarni Ólafsson, deildarstjóri bif- reiöadeildar Jötuns, við Isuzu Sports Cab. Þessi pallblll er einn rúmbesti pallblllinn á markaön- um I slnum flokki og fæst bæði meö bensín- og dísilvélum. konar hjólhýsi. Þar með eru þeir komnir með mjög vandaðan pall- bfl með fullkomnu íveruhúsi á iyr- ir svipað verð og þokkalega búinn japanskan pallbfl. Um mitt þetta ár hóf Jötunn aftur innflutning á Opel bflum eftir nokkurra ára hlé. Jötunn býður einkum Opel Corsa í svokallaðri VSK útgáfu, þ.e.a.s. án aftursætis og með lokaðar hliðar, Opel Astra sem er alveg nýr bfll frá grunni og er arftaki Opel Kadett. Astra hefur hlotið fádæma vinsældir í Evrópu enda er hér á ferðinni einn rúm- besti bfllinn í sínum stærðarflokki ásamt því að við hönnun Astra var lögð sérstök áhersla á öryggis- og umhverfisþáttinn. Þannig eru um 90% allra hluta bflsins endurvinn- anlegir. Þá er loftræstikerfið hannað með það í huga að utanað- komandi loft hreinsist áður en það fer inn í farþegarými bflsins. Með þessu má sjá að Opel Astra er mörgum skrefum á undan keppi- nautunum, en þrátt fyrir það hef- ur Opel sjaldan eða aldrei verið á hagstæðara verði hér, að sögn Bjarna Ólafssonar. vel fyrir Jötunn hf. selur bfla frá General Motors og hefur fyrirtækið lagt að- aláherslu á Isuzu pallbfla og jeppa en báðir hafa reynst prýðilega. Það er þó einkum pallbfllinn sem hefur höfðað til kaupenda enda slfldr bflar nánast verið í tísku um nokkurt skeið. sinu Isuzu pallbflar eru allir með 4x4 drifi, bensín- eða dísilvélum. Þeir fást bæði með stuttu húsi — Sports Cab — þar sem í er eitt sæti fyrir farþega við hlið öku- manns og tvo í litlum klappstólum þar sem setið er þvers í bflnum. Þá fæst bfllinn einnig með stóru fernra dyra húsi með heilu aftur- sæti þar sem er ríkulegt rými. Sá bfll hefur notið talsverðra vin- sælda sem vinnubfll hjá verktaka- fyrirtækjum og stofnunum, þar á meðal Reykjavíkurborg. Vegna þess að Isuzu pallbflarnir eru mun breiðari en keppinautarnir, er inn- anrými þeirra það albesta sem ger- ist með bfla í þessum flokki. Inn- réttingin er mjög vönduð og þægi- leg, frágangur allur til fyrirmynd- ar og gefur bestu fólksbflum ekkert eftir. Markaðshlutdeild pallbflanna er nálægt því að vera um 15%. „Uppistaðan í okkar sölu er Isuzu pallbflarnir og einnig Isuzu Troo- per, sem stöðugt hefur vaxið í áliti fyrir öryggi í akstri og alveg sér- staklega lága bilanatíðni, hefur gengið dável að selja á þessu ári. Við höfum verið með sérstaka af- mælisútgáfu af Troopernum þetta árið í tilefni þess að tíu ár eru lið- Chevrolet Corsica, bandarlskur gæðabíll meö öllum hugsanlegum öryggis- og þægindabúnaöi á mjög hag- stæöu veröi. in síðan við byrjuðum að selja Isuzu hér á landi,“ segir Bjarni Ól- afsson, deildarstjóri bifreiðadeild- ar Jötuns hf. Fyrir tæpum tveimur árum var lögð á það áhersla að hefja aftur innflutning á bandarískum bflum frá GM. Samningar um mjög hag- stæð verð tókust við GM, t.d. á Chevrolet Corsica, Blazer og pall- bflum og hafa þessir bflar gengið vel frá því að innflutningur hófst aftur enda hefur hagstætt gengi hjálpað til. Chevrolet Corsica hef- ur hlotið mjög góðar viðtökur, enda afbragðsvagn sem búinn er öllum helsta lúxusbúnaði, svo og þeim öryggisþáttum sem yfírleitt er rándýr aukabúnaður í bflum, svo sem ABS hemlalæsivöm á öll- um hjólum og loftpúða í stýri. Þá eru rúður, speglar og læsingar raf- stýrðar, bfllinn er sjálfskiptur, með skriðstilli og vökvastýri. Allt þetta er staðalbúnaður í Corsica. Þó kostar bfllinn ekki nema 1.580 þús. kr. Amerísku Chevrolet og GM pall- bflarnir eru með einu og hálfu húsi og 6,21 dísilvél og skráðir íyr- ir fimm manns. Þeir eru á mjög samkeppnishæfu verði og kosta nú um 2,7 milljónir. Þessir bflar hafa verið mjög vinsælir af t.d. bændum og sportmönnum sem setja á þá Camper hús, eða eins EES samningurinn veitir aðildarríkjunum forskot á mörkuðum hvers annars. Pétur Óli Pétursson, forstjóri Bílaumboðsins: Á að ganga á svig við anda EES samnings varðandi bíla? „Andi EES samningsins og markmið er í raun það að þetta fríverslunar- bandalag lækkar tolla á okkar iðnaðarvöru, svo sem físki og öðru sem hér er framleitt gegn gagnkvæmri lækkun hér á iðnaðarvörum frá Evrópu. Þannig eiga t.d. varahlutir í bíla og bifreiðar frá Evrópu að bera lægri að- flutningshjöld hingað en sams konar vamingur frá löndum utan Evrópu. Varla er það í anda samningsins, né markmið hans að undanskilja bfla.“ Þetta eru orð Péturs Óla Péturs- sonar, framkvæmdastjóra Bflaum- boðsins. Bflaumboðið flytur inn BMW bfla frá Þýskalandi og Renault frá Frakklandi. Hann segir að í samningnum felist að bílar, ekki síð- ur en aðrar iðnaðarvörur frá lönd- um evrópska efnahagssvæðisins eigi að hafa forskot inn á íslenskan markað umfram iðnvarning frá löndum EES á nákvæmlega sama hátt og við fáum forskot inn á Evr- ópumarkað með okkar iðnaðarvör- ur. Eigi að vinna upp tollalækkanir og þar með tekjutap ríkissjóðs með því að hækka gjöld á bfla frá EES-Iönd- um, sé með því gengið alvarlega á svig við anda EES samningsins. ,Að breyta ytri tolli yfir í vörugjald til að tryggja fjáröflun ríkissjóðs er hreinlega ósvífni og siðleysi," segir Pétur en bendir á að nær væri að hækka vörugjöld á alla bfla um 2% og fella niður ytri tolla af Evrópubfl- um og láta annað standa óbreytt. Þannig hefði ríkissjóður svipaðar tekjur af bflainnflutningi og verið hefur og Evrópskir framleiðendur nytu þannig einhvers forskots fyrir sínar vörur hér á sama hátt og við munum njóta forskots fyrir okkar vörur í þeirra löndum umfram lönd sem utan EES samningsins standa. Pétur Óli Pétursson, forstjóri Bílaumboösins, sem selur þýsku eðalvagnana BMW og Renault frá Frakklandi. Bíllinn í forgrunni er Renault 19 árgerö 1993.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.