Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 15
Laugardagur 14. nóvember 1992 Tíminn 15 Ingvar Helgason hf. — Subaru og Nissan: Subaru - samnefnari fjór- hjóladrifinna fjölskyldubifreiöa Þorleifur Þorkelsson, sölustjóri nýrra bíla hjá Ingvari Helgasyni hf. Fyrirtækið hefur umboð fyrir Nissan og Subaru bíla. Framleiðsla beggja framleiðenda er fjölbreytt, einkum þó Nissan sem framleiðir allt frá smæstu til stærstu bíla. Þorleifur stendur hér við einn afþeim stærri, Nissan Terrano með öllum besta búnaði sem völ er á. Þetta erþó ekki stærsti jepp- inn, hann heitir Patrol og er niösterkur gæðabíll sem sjálfsagt gæti dugað ríflega manns- aldur með góðri umhirðu og atlæti. Ingvar Helgason hf. er eitt risafyr- irtækjanna á íslenskum bílamark- aði. Fyrirtækið flytur inn Nissan og Subaru bíla en undir báðum þess- um merkjum er framleitt mjög fjöl- breytt úrval bíla, einkum þó af fyrr- nefnda merkinu. Fyrirtækið flutti einnig til skamms tíma inn Wart- burg og Trabant bíla frá A- Þýska- landi sáluga en nú hafa vestrænir bilaframleiðendur eignast þær verksmiðjur. Þorleifur Þorkelsson, sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni, var spurður hvort hann hefði merkt einhverjar breytingar á bílasölu upp á síðkastið, td. hvort ódýrari bílar seldust nú hlutfallslega betur en dýrir. „Samdrátturinn birtist helst þann- ig að fólk með meðaltekjur selur bíl nr. tvö á heimilinu og á síðan einn bíl af þokkalega vandaðri gerð. En þrátt fýrir mikið framboð af notuð- um bílum þá hefur sala á þeim verið allþokkaleg að undanförnu, enda er reynslan sú að þegar sala á nýjum bílum dregst saman þá virðist sala á notuðum aukast," segir Þorleifur. Frammi í sýningarsal fyrirtækisins stendur fjöldi bfla af ýmsum gerð- um, smábílar, venjulegir fimm manna fjölskyldubílar, pallbílar, jeppar og gríðarleg torfærutröll. Hverjum þeirra vill sölustjóri eins stærsta bílafyrirtækis landsins aka á sjálfur? „Ég myndi velja Nissan Primera. Slíkur bíll er langhag- kvæmastur í rekstri," segir Þorleif- ur. Að sögn hans hefur alla tíð verið mikil sala í Subaru bílum. Subaru er einn fýrsti venjulegi fólksbíllinn með drifi á öllum hjólum og hefur einkum selst í skutbílsútgáfu, svo mikið aö í hugum fólks er Subaru nánast fjórhjóladrifinn skutbíll. Á þessu ári hefur höfuðáhersla verið lögð á að flytja inn eina gerð Subaru fólksbíla, þ.e. Legacy skutbíl, og síð- an sendibíla. Með nýju mengunar- varnareglugerðinni sem tók gildi í sumar var hætt að flytja inn hinn gamalkunna Subaru 1800 þar sem verð hans breyttist nokkuð. BÍLALEIGA AKUREYRAR . MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNlbÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Harðjaxlinn frá Amcríku Nú er nýr Ford Ranger kominn til landsins, pallbíllinn sem hefur ótrúlega möguleika í útfærslu og þú getur valið um margskonar aukabúnað. Rangerinn er mjög sterkbyggður og ótrúlega sparneytinn þrátt fyrir öfluga vél. Með nýrri hönnun, að utan sem innan, hafa náðst enn betri aksturseiginleikar og hann er þýður sem fólksbíll. Rað er ekki að furða að Ford Ranger skuli vera mest seldi pallbíllinn í Bandaríkjunum I áratug. Rangerinn er fyrir þá sem vilja öðruvísi bíl; glæsilegan og öflugan. Sýnum Ford Ranger í dag frá kl. 13-17. Komdu og reynsluaktu. Verðdæmi: Ford Ranger STX SUPERCAB 31 tommu dekk, sérstaklega öflug 6 cyl, V6 4,0L EFI vél, 160 hestöfl, vökva- og veltistýri, hraðafesting, AM/FM útvarp og segulband, snúningshraðamælir, sport hábaksstólar og sportfelgur 1.748.000 kr. Innífalið i verði er ryðvarnar- og skráningarkostnaður. Hefur þú ekiö Ford.....ný!ega? -heimur gœða! Lágmúla 5, sími 91- 68 15 55

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.