Tíminn - 14.11.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Laugardagur 14. nóvember 1992
Stórrússneskir
þjóðernissinnar og
(fyrrverandi) komm-
únistar sameinast
gegn Jeltsín:
Sættir, sem einhverntíma hefðu
verið kallaðar sögulegar, virðast
hafa tekist í Rússlandi með aðil-
um, er frá bolsévíkabyltingunni
1917 hafa verið taldir svörnustu
fjandmenn. Aðilar þessir, um
skeið nefndir rauðliðar og hvít-
liðar, áttust við árin eftir bylting-
una í óhemju grimmu borgara-
stríði (þar sem orrustur voru fá-
ar, en þeim mun fleiri aftökur,
eins og Churchill sagði). Af öll-
um hugsanlegum andstæðingum
í sögu aldarinnar hefðu þessir
einhverntíma verið taldir hvað
ólíklegastir til að taka höndum
saman.
Vitaskuld eru þeir, sem gerðu
svo, ekki rauðliðar þeir, sem til
varnar meintri öreigabyltingu
stormuðu fram undir forustu gyð-
ingsins Trotskíjs og Lettans Vaci-
etis, né heldur óvinir þeirra er
drápu og dóu undir merkjum keis-
arahershöfðingjanna Deníkíns og
Koltsjaks. En óhætt ætti að vera
að kalla þá, sem að áminnstum
sættum standa, andlega afkom-
endur rauðliða og hvítliða bylt-
ingar og borgarastríðs, þó e.t.v.
með einhverjum fyrirvara.
Lenín og Niku-
lás saman
Hér er átt við stofnun nýrra
stjórnmálasamtaka í sambands-
lýðveldinu Rússlandi. Þau kalla
sig Þjóðfrelsisfylkingu, nafni sem
eitthvað er farið að slitna vegna
mikillar brúkunar. Þar í liði
standa sameinaðir gamlir liðs-
menn sovéska kommúnistaflokks-
ins og þjóðernissinnar ýmsir,
venjulega skilgreindir sem hægri-
sinnaðir, jafnvel í meira lagi.
Bræðralag sitt innsigla þessir að-
ilar með því að bera fyrir sér í
göngum hlið við hlið rauðan fána
verkalýðsins og svartan, gullinn
og silfurlitan fána keisarans. Að
sama skapi hefur fylking þessi á
lofti myndir jafnt af Lenín og
Nikulási öðrum, síðasta Rússa-
keisaranum (til þessa).
„Tvær sálir anda í þjáðum (þjóð-
ar)Iíkama okkar,“ segir Aleksandr
Prokhanov, helsti hugmyndafræð-
ingur Þjóðfrelsisfylkingarinnar.
Rauðliðar og hvítliðar hafa, að
hans sögn, sameinast í baráttu „til
að tryggja almenningi félagslegt
réttlæti og þjóðinni mikilleik."
Markmið þessarar nýju samfylk-
ingar, sem samkvæmt niðurstöð-
um skoðanakönnunar hefur um
15% íbúa Rússlands á sínu bandi,
er að koma Jeltsín forseta frá völd-
um. Varla þarf að efast um að odd-
vitar fýlkingarinnar ætli sjálfum
sér völdin að honum gengnum og
miðað við hefðir, sem þeir hafa á
bak við sig, er hætt við að Rúss-
landsstjórn mynduð af þeim yrði
ekki mjög lýðræðisleg og eitthvað
þjösnalegri í utanríkismálum en
þeir Gorbatsjov og Jeltsín hafa
verið.
Bandalag hers
og stóríöju
Dæmi um ástandið í stjórnmálum
BAKSVIÐ
Dagur
Þorleifsson
skrifar
Jeltsín meöal herforingja: hann treystir þeim ekki einu sinni fyrir skammbyssum.
Gorbatsjov: nú á Jeltsín einnig
valdaránstilraun yfir höföi sér.
aðir voru til samyrkjubúskapar
með ógnarstjórn er varð milljón-
um þeirra að bana, eru nú margir
ófúsir til þess að láta af þesskonar
búskap, þótt undarlegt kunni að
virðast. Óttast þeir að breyting-
unni muni fylgja ringulreið og
telja þegar gerðar ráðstafanir til
einkavæðingar í landbúnaði benda
til þess, að sá uggur sé ekki til-
hæfulaus. Sumir, sem e.t.v. eru
ekki á móti einkavæðingu sem
slíkri, telja að við framkvæmd
hennar sé hagsmuna sveitafólks
ekki nægilega gætt. (Svipuð eru
viðhorf margs sveitafólks í Eystra-
saltslöndum til einkavæðingar í
landbúnaði og er það ein af skýr-
ingunum á kosningasigri fyrrver-
andi kommúnistaflokks Litháens
nýverið.)
I tjöldum og
járnbrautar-
vögnum
Mest vægi hefur þó herinn. Þetta
er her Sovétríkjanna, sem síðan
þau voru lögð niður er að formi til
her Samveldis sjálfstæðra ríkja,
ríkjabandalags þess lauslegs er við
tók af þeim. Vegna þessa skipu-
lagsatriðis, fortíðar sinnar og upp-
lausnar- og vandræðaástands í
rússneska sambandslýðveldinu er
her þessi að vissu marki „her án
ríkis“, her burtsofnaðs risaveldis
sem þrátt fyrir fráfall þess heldur
áfram að vera til út af fyrir sig.
Herforingjarnir leyfa sér í sam-
ræmi við þetta drjúgum meira
sjálfstæði gagnvart stjórn Rúss-
lands en áður gagnvart sovésku
stjórninni.
Herforingjarnir eru ekki síður en
Rússlands nú er að Jeltsín bannaði
hin nýju samtök þegar eftir stofn-
un þeirra (og framdi þar með
stjórnarskrárbrot, að sumra
dómi), en þau höfðu bannið að
engu og komust upp með það.
Einhverjir fréttamenn segja að
nú sé eitthvað álíka komið fyrir
Jeltsín og fyrir fyrirrennara hans
Gorbatsjov, þegar farið var að
halla undir fæti fyrir honum:
hann hafi þá verið í óðaönn að
gefa út tilskipanir, sem fáir hafi
hlýtt.
Þessi rauðbrúna samfylking (eins
og þýska fréttatímaritið Der Spi-
egel orðar það) reynir allt hvað
hún getur að fá til liðs við sig for-
stjóra og framkvæmdastjóra ríkis-
fyrirtækja, samyrkjubændur og
herinn. Allir þessir aðilar eru
þungir á voginni og margra spá er,
Fátækt í Moskvu: erfiöara er aö sniöganga herforingjana en flesta aöra
sem illa hafa oröiö úti.
að úrslitin í yfirstandandi glímu
Jeltsíns og Þjóðfrelsisfylkingar-
innar ráðist af því, hvorum þeir
veiti lið.
Stjórnendur ríkisfyrirtækjanna,
sem eiga að einkavæðast sam-
kvæmt stefnu Jeltsíns, óttast
margir að jafnframt einkavæðing-
unni muni þeir missa völd og virð-
ingu. Vegna niðurskurðar vígbún-
aðar eru það ráðamenn stórfyrir-
tækja, sem framleiða fýrir herinn,
er mest óttast um sig. Þau fyrir-
tæki lifðu við makt og mikið veldi
í Sovétríkjunum sálugu. Eisenho-
wer Bandaríkjaforseti varaði sem
frægt er við samspiii hers og stór-
iðnaðar í bandarískum stjórn- og
efnahagsmálum. Þesskonar
bandalag var ekki síður virkt í
Sovétríkjunum og er það enn í
Rússlandi.
Rússneskir bændur, sem þving-
Terekhov: „endurreisn æru... “
margir eða flestir aðrir í Rússlandi
óánægðir með sinn hag, og þeir
hafa meiri möguleika á að Iáta
óánægju sína áþreifanlega í ljós en
nokkrir aðrir. Þeir eru vansælir út
af afvopnuninni, sem dregur kraft
úr hernum, og vegna ófremdar-
ástandsins í efnahagsmálum al-
mennt sjá herforingjar, sem leyst-
ir eru frá störfum, fram á missi af-
komuöryggis. Húsnæðisvandræði
í Rússlandi eru slík að herforingj-
ar, sem kvaddir eru heim frá út-
löndum, verða margir að búa í
járnbrautarvögnum, sem ekki eru
í brúki sem slíkir, eða jafnvel
tjöldum, að sagt er. Um 250.000
manns í herþjónustu (í hernum
eru enn alls um 2,7 milljónir
manna) eru húsnæðislausir. Laun
hermanna hafa verið hækkuð til
að mæta óðaverðbólgu, sem jafn-
harðan étur upp hækkanirnar og
meira til.
Þetta eru fyrir herinn mikil við-
brigði frá því sem var á sovéska
tímanum, þegar kalda stríðið
tryggði að valdhafar flokks og rík-
is létu herinn ganga fyrir flestum
eða öllum öðrum um framlög og
fríðindi.
Ríkir slen í
Rússa her
Þar að auki varð Afganistanstríðið
álíka mikið áfall fyrir sjálfstraust
sovéska hersins og Víetnamstríðið
fyrir það sama hjá þeim banda-
ríska, og við það bætist að sov-
éski/rússneski herinn hefur ekki
átt kost á neinum Flóabardaga til
að hressa upp á kjarkinn. Austan-
tjaldslöndin fyrrverandi eru töpuð
sem áhrifasvæði; það og brott-
kvaðning hersins þaðan grófu enn
frekar undan sjálfstraustinu.
Áfram þvarr það með upplausn
Sovétríkjanna sjálfra og ekki síst
sjálfstæði Eystrasaltslýðveldanna
þriggja, sem fyrir hvern mun vilja
losna við það rússneska herlið
sem þar er.
í her Samveldis sjálfstæðra ríkja
er almenn skoðun að hann sé orð-
inn olnbogabarn rússneskra
stjórnvalda og virðing hans svo
mjög þorrin að svo að segja allir
geti leyft sér að auðsýna honum
ögranir og móðganir. Talsmenn
hersins benda í því sambandi á
Tadsjíkistan, þar sem herinn er í
klemmu í borgarastríði íslamskra
bókstafstrúarmanna og fyrrver-
andi kommúnista, og á Armena og
Azera, sem berjast um Fjalla-Kar-
abak og stunda það að sögn að
handtaka rússneska herforingja
með það fyrir augum að fá vopn í
lausnargjald fyrir þá.
Móðleysið og slenið í hernum er