Tíminn - 19.12.1992, Blaðsíða 1
Áhrif hærri skattprósentu og lægri persónufrádráttar á tekjur lág— og miðlungslaunafólks:
Laugardagur
19. desember 1992
220. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Með „jólasköttunum'1 fýkur
jólabónusim allt að þrefaklur
Áformaðir ,jólaskattar“ ríkisstjómarinnar lækka skattleysismörkin um
nærri þrjú þúsund krM niður í rúmlega 57 þús.kr. Fyrir fólk með 65 til 100
þús.kr. tekjur þýðir þetta viðbótarskattheimtu upp á 15—21 þúsund kr. á
ári, eða sem svarar tvöföldum til þreföldum þeim jólabónus sem ASÍ—fólk
fær útborgaðan.
Fyrir verkamann með 65.000 kr.
mánaðarlaun koma ,jólaskattarnir“
til með að þýða um 68% hækkun á
staðgreiðslu, eða úr 1.890 kr. upp í
3.170 kr. Eftir áformaða hækkun
skattprósendunnar og lækkun per-
sónufrádráttarins þá lækka útborg-
uð laun þessa manns því úr 63.110
kr. niður í 61.830 kr., sem þýðir
rúmlega 2% kaupmáttarrýmun. Til
að halda útborguðum launum sín-
um óskertum (63.110 kr.) þyrftu
hins vegar mánaðarlaun 65.000
króna mannsins að hækka í 67.170
krónur, eða um rúmlega 3,3%. Sér-
staklega vekur athygli í þessu sam-
bandi, að því lægri sem launin em,
þess meiri launahækkun þarf til að
vinna upp kaupmáttarrýmun ,jóla-
skattanna".
í ályktun sem stjórn BSRB sam-
þykkti í gær segir m.a.: „Stjórn
BSRB varar alvarlega við fjárlagatil-
lögum sem ríkisstjórnin hefur nú
sett fram á Alþingi. Gert er ráð fyrir
að stórauka álögur á almennt launa-
fólk“.
Það sé góðra gjalda vert ef horfið
verði frá fyrirhugaðri skerðingu á
bamabótum eins og nú sé rætt um.
En stjórn BSRB varar við því að
skattleysismörk verði lækkuð þar á
móti, eins og nú sé í athugun. í
þessu sambandi vekur BSRB athygli
á því að lækkun skattleysismarka
komi þyngra niður á þeim sem hafa
lág laun en hinum tekjuhærri.
BSRB hefur reiknað út áhrif þess
að hæka skattprósentuna (úr
39,85% í 41,2%) og lækka skattleys-
ismörkin um 400 kr. miðað við mis-
munandi mánaðartekjur.
Eins og fyrr segir, hækkar sjálfur
staðgreiðsluskaturinn — sem á sinn
hátt mætti líta á sem verðhækkun
— um marga tugi prósenta hjá þeim
sem hafa lægstu launin (á bilinu 65
til 70 þúsund). Skattur aif 80.000 kr.
launum hækkar um 19% og af
100.000 kr. launum um 11%.
Hjá fólki með mánaðarlaun á bil-
inu 65—100 þúsund krónur hækkar
staðgreiðslan, í krónum talið, frá
um 15 þúsund til 21 þúsund krónur
á ári — upphæð sem hjá mörgum
færi ella langt í að duga fyrir upphit-
unarkostnaði lítillar íbúðar (nú eða
þá fyrir flugmiða í helgarferð til
Bretlands) svo dæmi sé nefnt. Enn
má benda á að þessi 15—21 þús.kr.
skattahækkun láglaunafólks sam-
svarat tvöföldum til þreföldumþeim
jólabónus (eftir skatt) sem ASl fólk
fær útborgaðan og þótti umtalsverð-
ur árangur í kjarasamningum fyrir
fáum árum. Þarna er því alldeilis
ekki um neinn hégóma að ræða.
Enda verður þyrftu þessar tekjur að
hækka um 3% og þaðan af meira
einungis til þess að fólk héldi jafn
mörgum krónum eftir að ríkið hefur
tekið sinn skerf.
- HEI
Innflutningur á „Snuffi hefur aukist griðarlega a sl. árum:
Úr 45 kílóum
i eitt
Tóbaksvarnamefnd hefur vaxandi
áhyggjur af neyslu, og þá sérstak-
lega meðal unglinga, á svokölluðu
„Snuffi“ sem er neftóbak.
Sem dæmi um vaxandi notkun má
nefna að árið 1987 nam innflutning-
ur á þessu tóbaki alls 45 kílóum en
hefur vaxið í eitt þúsund kíló eða
eitt tonn.
Á sama tíma og þessi gríðarlega
aukning hefur orðið í innflutningi
tonn
og notkun þessarar tegundar á nef-
tóbaki hefur neysla fullorðinna á
hefðbundnu neftóbaki farið minnk-
andi og er aðeins svipur hjá sjón
miðað við það sem áður var.
Hins vegar virðist „Snuffið" ein-
hverra hluta vegna vera í tísku með-
al unglinga á sama tíma og þeir virð-
ast ekki vera jafti ginnkeyptir fyrir
reykingum og áður var.
-grh
Sigfús ætlar
að aðstoða
Jón Sig.
Sigfús Jónsson, fyrrverandi bæj-
arstjóri á Akureyri, mun taka við
stöðu aðstoðarmanns Jóns Sig-
urðssonar, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, frá og með 15. janúar á
næsta ári. Núverandi aðstoðar-
maður ráðherrans, Guðmundur
Einarsson, fyrrverandi alþingis-
maður, er á leið til Genfar þar sem
hann tekur við starfí á aðalskrif-
stofu EFTA.
Sigfús er fæddur á Akureyri árið
1951. Að loknu stúdentsprófi
stundaði hann nám í landafræði
við Háskóla íslands og lauk dokt-
orsprófi í hagrænni landafræði við
háskólann í Newcastle upon Tyne
árið 1981. Sigfús hefur starfað við
byggðadeild Framkvæmdastofn-
unnar ríkisins, við kennslu, verið
sveitarstjóri á Skagaströnd, bæjar-
stjóri á Ákureyri og unnið við ráð-
gjöf.
Þá hefur Sigfús búið á Nýfundna-
landi og stundað rannsóknir á
sjávarútvegi. Að undanfömu hefur
Sigfús veitt forstöðu nefnd um
sameiningu sveitarfélaga. Sigfús
er kvæntur Kristbjörgu Antons-
dóttur og eiga þau 2 dætur.
„I skóginum stóö kofi einn...“er hér sungiö hraustlega meö íslenskan jólasvein í útlenskum
búningi, enn á Barónsborg í Reykjavík voru „litlu jólin“ í gær. Timamynd Ámi Bjarna.
Uppeldisfræðingur segir óvenjumikinn fjölda jólasveina á íslandi aðeins
auka á gleði barnanna en rugla þau ekki:
Á jólasveinninn að
vera í sauðskinnsskóm?
Jólasveinamir eru áberandi þessa dagana en skyldi uppruni og eðli
þeirra ekki vefjast fyrir yngstu kynslóðinni. Annars vegar er hrekkj-
ótti íslenski jólasveinninn sem kemur fram í sauðskinnsskóm og
lopapeysu og þessi gæðalegi ameríski jólasveinn sem ekur um á
hreindýrasleða. Guðný Guðbjömsdóttir dósent í uppeldisfræði hefur
ekki áhyggjur af þessu og telur að þetta auki gleði æskunnar.
Guðný segist eiga unga dóttur
sem nýlega ætlaði að kaupa jóla-
kort en var í vafa um hvort hún
ætti að velja íslenska eða erlenda
jólasveina. „Hún gat alveg vegið og
metið og sagði: Mamma á ég ekki
að kaupa þessa gömlu íslensku.
Þeir eru nú svo skemmtilegir."
Hún álítur að þetta sýni að böm-
um finnist fjölbreytnin skemmti-
leg. Hún segist hafa bætt um betur
við sín böm og sagt þeim frá
dönsku nissunum sem séu eins
konar prakkarar. „Þetta er spum-
ing um að ræða þetta við börnin og
segja frá mismunandi hefðum í
mismunandi löndum þegar þau
hafa þroska til. Þegar þau em lítil
og skilja þetta ekki þá er þetta
hvort sem er eitthvað skrítið og
spennandi. Þau em náttúrulega
smeyk við þetta og þá verða for-
eldrar að finna hvað á að segja mik-
ið,“segir Guðný.
Guðný telur íslenska jólasveininn
vera skemmtilegt menningarein-
kenni. .Alargir foreldrar em í vand-
ræðum með skóinn og það hvort
það eigi að vera að plata bömin. Ég
held nú að flestir finni nú eitthvað
jafnvægi í því hvenær tími er kom-
inn til að segja rétt frá,“segir Guð-
ný. Hún álítur að börnin fyrirgefi
foreldmm sínum og skilji ánægj-
una og skemmtunina sem að baki
býr. „Eg hef tilhneigingu til að sjá
þetta með jákvæðum huga,“segir
Guðný.
Hún telur þó að það sé slæmt upp-
götvi bam skyndilega að það hafi
verið blekkt og því þurfi foreldrar
að ræða þetta við bömin þegar þau
fara að efast. -HÞ