Tíminn - 19.12.1992, Qupperneq 10
10 Tíminn
Laugardagur 19. desember 1992
ATVINNUASTAND....ATVINNUASTAND....ATVINNUASTAND....ATVIN
Fólki fjölgar með kjör langt undir fátæktarmörkum. Sókn:
Vinna verður bug
á atvinnuleysinu
í ályktun stjórnar Starfsmannafélagsins Sóknar til ríkisstjómar-
innar er þess krafist að hún komi til móts við verkalýðshreyfinguna
og leiti allra leiða til að vinna bug á atvinnuleysinu.
„Með versnandi atvinnuástandi
fjölgar því fólki dag frá degi sem
býr við kjör langt undir fátæktar-
mörkum."
Jafnframt mótmælir stjórn Sókn-
ar harðlega fyrirhugaðri lækkun á
persónuafslætti, hækkun skatta og
auknum álögum á lágtekjufólk.
Nær væri að auka jöfnuð í þjóðfé-
laginu í stað þess að ráðast alltaf á
Bágboríð atvinnuástand virðist gefa stjómmála*
mönnum og atvinnurekendum aukið áræði til sókn-
ar gegn kjörum launafólks. Rafiðnaðarsambandið:
HINGAÐ OG
EKKI LENGRA
Sameiginlegur fúndur rafiðnaðarmanna fordæmir efnahagsráð-
stafanir rðdsstjóraarínnar. Fundurinn telur að þær séu sem
blaut tuska í andiit launafólks, sem af fórafýsi og ráðdeild hefur
kveðið niður verðbólgu og skapað stöðugleika. Á sama tíma hafa
atvinnurekendur í sjávarútvegi og verslun haldið áfram á braut
offjárfestingar.
Fundurmn hvetur tíl þess að kjara-
sanmingum verði nú þegar sagt upp
og heitir á allt launafólk að samein-
ast í baráttunni. Að mati rafiðnaðar-
manna veróur að tryggja atvinnu,
fctyggja lægstu laun og að atvinnu-
leysisbætur nægi fyrir framfærslu,
stöðva verður íjárfestingarfyllerí
ftystitogaraeigenda og beina fjár-
magninu á þjóðhagslega hagkvæm-
ar brautir, stööva verður útflutning
á hálfunninni vöru og hefja sókn til
uppbyggingar f íslenskum iönaði,
auka verður nýtingu orkunnar,
lækka vextí, heröa skattaeftiriit,
stórauka markaðs- og rannsóknar-
starfogbætaverðuratvinnuástandí
byggingariðnaði með stórauknu
viðhaldi opinberra bygginga.
Rafíðnaðarmenn gagnrýna stjóm-
málamenn haiðlega fyrir að láta sér
nægja að ræða um væntanlegt álver
í umneðum um atvinnumál á sama
tíma og sárafá ný störf hafi verið
mynduð og framleiösluiðnaður
drabbast niður. Fulltrúar eriendra
auðhringa og iðnrekenda ráðast að
atvinnulausu fólki með aðdróttun-
um um að þeim sé best að sætta sig
við hlutskiptl sitt Grundvallar-
mannréttindi eru þvethrotin á
taunafólki, launamunur vex og í
landinu eru að skapast tvær aðskiid-
ar þjóðir. Auk þess eru ráðherrar
með ómeridlegar dylgjur um sam-
tök launafólks og bamalegar fúD-
yrðingar um sjúkra- og orfofssjóði
verkalýðsfélaga.
Þá er verið að færa undirstöðu ís-
lensk þjóðh'fs í hendur örfána
manna sem í blindri græðgi augna-
bliksins flytja storf f stórum stíl á
haf út og flytja hráefnið hálfunnið
úr landi.
„Fyrir hefaning kaupverðs eins
frystitogara er hægt að reisa fisk-
vinnsluverksmiðju sem fullvinnur
afiann. Hún veltir tvöfalt á við tog-
arann og skapar 300 grunnstörf í
landi,“ scgir {ályktun sameiginlegs
garðinn þar sem hann er lægstur.
„Hin breiðu bök þjóðfélagsins
finnast ekki meðal fólks með 50-60
þúsund króna mánaðarlaun held-
ur meðal fjármagnseigenda og há-
tekjufólks."
Stjórn Sóknar krefst þess að rík-
isstjórnin hætti við fyrirhugaðar
skattabreytingar sem hún telur að
muni eingöngu leiða til frekari
gjaldþrota alþýðuheimila landsins.
Þess í stað er skorað á stjórnvöld
að beina atlögum sínum að þeim
sem betur mega sín í þjóðfélaginu,
fjármagnseigendum og hátekju-
fólki, „sem hér eftir sem hingað til
eiga að sleppa frá vandanum."
-grh
Aðgerðir ríkisstjórnar þýða 6% kjaraskerðingu umfram það sem hefði
orðið ef farið hefði verið að tillögum ASÍ:
Engin sátt um nær
7,5% kjaraskerðingu
Rfldsstjórain hefur enn tækifæri til að ráðast í aukna skattlagningu
á hærrí tekjur, skattleggja vaxtatekjur og grípið til öfiugra aðgerða
gegn skattsvikum því hún veit að það verður enginn sátt um 7,5%
kjaraskerðingu. „Hún hefur valdið og niðurstaðan ræðst af vilja
hennar,“ ritar Ásmundur Stefánsson fyrrverandi forseti ASÍ í leið-
ara Vinnunnar, tímariti ASÍ.
í stað þess að grípa til aðgerða til þess
að auka atvinnu, lækka vexti, ná
breiðari samstöðu, treysta stöðu lág-
launafólks, láta þá sem betur mega
sín bera þyngstu byrðamar, halda
óskertum félagslegum réttindum og
herða skattaeftirlit, eins og ASÍ lagði
til, valdi ríkisstjórnin leið sem er í
andstöðu við yfirgnæfandi meiri-
hluta þjóðarinnar.
Þar er stöðugleikanum fómað og
um leið þeim sóknaríæmm sem
hann hefði getað skapað til nýrrar
sóknar í uppbyggingu atvinnulífsins.
Þess í stað munu aðgerðimar leiða til
þess að atvinnuleysi fer vaxandi. Að-
gerðir ríkisstjómarinnar í efnahags-
málum hafa einnig í för með sér 6%
kjaraskerðingu umfram það sem
hefði orðið ef gengið hefði verið að
hugmyndum Alþýðusambandsins. í
ljósi þessara aðgerða ríkisstjómar
mun verkalýðshreyfingin krefjast
kaupmáttartryggingar launa í næstu
samningum svo launafólk þurfi ekki
að standa frammi fyrir álíka aðgerð-
um bótalausL
Þetta kemur m.a. fram í leiðara
Vinnunnar og í greinargerð Ásmund-
ar og Gylfa Arinbjömssonar, hag-
fræðings ASÍ, um aðgerðir ríkis-
stjómar annarsvegar og hinsvegar
tillögur ASÍ um aðgerðir til að bregð-
ast við vanda sjávarútvegs og erfiðu
atvinnuástandi.
Þar kemur einnig fram að öfugt við
hugmyndir ASÍ em aðgerðir ríkis-
stjómar nánast eingöngu fjármagn-
aðar með almennri skattheimtu,
skerðingu bamabóta og vaxtabóta og
auknum greiðslum fólks vegna lyfja
og tannlækninga. Auk þess var gengi
krónunnar fellt sem bætir afkomu
sjávarútvegs um 2% en hækkar verð-
lag um 3%. Þessu til viðbótar bendir
ASÍ á að þar sem aðgerðir stjómvalda
miðist að hluta til við að treysta af-
komu ríkissjóðs muni ráðstafanir í
fjárlögum auka á samdráttinn í þjóð-
félaginu. Þá sé óvissa um lækkun
vaxta og viðbúið að nafnvextir muni
hækka í kjölfar vaxandi verðbólgu.
-grh
Halldór Asgrímsson segir að skattastefna ríkisstjórnarinnar stuðli að atvinnuleysi:
Neikvæð sálfræðileg áhrif
Halldór Ásgrímsson (Frfl.) og Kristín Ásgeirsdóttir (Kvl.) segja að
aukin skattheimta rfldsstjóraarínnar og neikvæð ímynd hennar hafi
orðið neikvæða áhríf á atvinnustig í landinu. „Sú sálfræðilega
ímynd sem er nú við völd stuðlar að atvinnuleysi,“ sagði Halldór.
Kristín sagði að rfldsstjórain ýtti undir vonleysi meðal þjóðarinnar
með niðurskurðar- og svaraættistali. Frumkvæði einstaklinganna
sé lamað.
Kristín átti frumkvæði að því að ræða
um atvinnuástand í landinu á Alþingi í
vikunni. Atvinnuleysi mælist nú 3,3%
sem er það mesta sem hér hefúr mælst
ffá upphafi mælinga.
„Þetta er óþolandi ástand sem við
stöndum frammi fyrir. Það verður að
taka á því strax enda blasir við að haldi
svo fram sem horfir þá munum við
standa ffammi fyrir stórfelldum fé-
lagslegum vandamálum í okkar landi.
Við megum ekki við því. Þau eru næg
fyrir.
Það væri nær fyrir ríkisstjómina að
snúa sér að því framkvæma aðgerðir
til þess að draga úr atvinnuleysinu í
stað þess að stunda hér linnulausar
árásir á kjör launafólks í landinu. Það
er hlutverk ríkisvaldsins á samdráttar-
tímum að halda uppi atvinnu í landinu
í stað þess að magna kreppuna og
kynda undir vonleysi með endalausu
svartnættis- og niðurskurðartali sem á
okkur dynur alla daga,“ sagði Kristín.
Hún sagði rétt að athuga hvort ekki
mætti koma á einhvers konar atvinnu-
bótavinnu hér á landi líkt og gert var á
kreppuárunum.
Halldór sagði að ríkisstjómin legði á
skatta til að hægt sé að hafa ákveðin
sálfræðileg áhrif á almenning og vísaði
þar til ummæla forsætisráðherra um
hátekjuskattinn. „En það vill svo til að
hinn sálfræðilegu áhrif, að því er varð-
ar atvinnustig og atvinnuleysi, eru
orðin mikil hér á landi. Það er ímynd
ríkisstjómarinnar sem er farin að hafa
þau áhrif á fólk að allt ffumkvæði hef-
ur verið stöðvað. Skattar eru lagðir á
ferðaþjónustu sem er einn helsti vaxt-
arbroddur í atvinnulífinu. Það hefur
verið ákveðið að leggja á skatta á
prentiðnað og bókaútgáfu sem mun
ganga að henni dauðri. Það eru þessi
áhrif sem em orðin mjög hættuleg í ís-
lensku atvinnulífi," sagði Halldór.
Halldór sagði að ríkisstjómin væri
með aðgerðum sínum að efna til átaka
á vinnumarkaði. Verkalýðshreyfingin
væri nú farin að krefjast þess að ríkis-
stjómin færi frá. Hann sagðist vera
sammálaþeirri kröfu.
í könnun sem Hagstofan hefur gert á
högum atvinnulausra og Jóhanna Sig-
urðardóttir, félagsmálaráðherra, vitn-
aði í á Alþingi, kemur ffam að 77% at-
vinnulausra hafa verið án vinnu í
skemmri tíma en 5 mánuði, en 17% í
hálft ár eða Iengur. 7,5% þeirra sem
em á atvinnuleysisskrá em hættir að
leita vinnu og treysta sér ekki út á
vinnumarkaðinn að nýju. Stærstu
hópamir sem em án atvinnu koma úr
iðnaði, þar með talið fiskiðnaði, og úr
verslunar- þjónustustarfsemi. 33% at-
vinnulausra kvenna höfðu starfa við
verslun og þjónustu og um 30% karla
án vinnu vom ófaglærðir.
Jóhanna sagði að í könnun Hagstof-
unnar kæmi fram að „langtímaat-
vinnuleysi" hafi ekki aukist ffá ágúst
til nóvember. í nóvember vom 297
sem höfðu verið lengur en eitt ár án
vinnu.
Jóhanna nefndi einnig að þeim sem
fengið hafa úr Ríkisábyrgðasjóði
launa hafi fækkað úr 776 á fyrstu 11
mánuðum ársins í 436 á sömu mán-
uðum þessa árs. Hún sagði að einnig
hafi dregið hafi úr hópuppsögnum. í
fyrra var 1.295 einstaklingar sagt upp
með hópuppsögnum en horfúr á að
þeir verði innan við eitt þúsund á
þessu ári.
Jóhanna lagði áherslu á starfs-
menntun sem baráttutæki gegn at-
vinnuleysi. Hún sagði að á þessu ári
hafi Starfsmenntasjóður úthlutað 48
milljónum til 18 aðila og ætla megi
að með því njóti 6.000 manns góðs af
þessari aðgerð með einum eða öðr-
um hætti. Nú er að fara af stað könn-
un á högum atvinnulausra á vegum
Hagstofu og Félagsvísindastofnunar,
en ráðherra sagði könnunina mikil-
væga.
Jóhanna neftidi EES og þær al-
mennu aðgerðir sem ríkisstjórnin
hefur gripið til og miða að því að
bæta rekstrarskilyrði fyrirtækja.
Einnig nefndi hún aukið fé til vega-
mála, viðhalds opinberra bygginga
og 500 milljónir til uppbyggingar at-
vinnu á Suðumesjum. -EÓ