Tíminn - 19.12.1992, Side 15

Tíminn - 19.12.1992, Side 15
Laugardagur 19. desember 1992 Tíminn 15 agnir framandi líkamanum og hann fer að ráðast gegn þeim og það veldur einnig ofnæmisvið- brögðum," bætirÆvar við. Ævar vitnar þarna í grein í dönsku blaði sem hann las fyrir nokkrum árum. „Þar var þetta út- skýrt, því það er búið að sýna fram á að fitusprengd mjólk er miklu meira ofnæmisvaldandi en ófitu- sprengd," bætir Ævar við. Hann segir að það að fitu- sprengja mjólk sé ekki gert með hag neytenda í huga, heldur Mjólkursamsölunnar. „Mjólkin sest til, ef hún er ekki fitusprengd, og því væri erfitt fyrir Mjólkur- samsöluna að láta mjólk á fernur öðruvísi en mjög mismunandi feita,“ segir Ævar. Hann segist hafa ráðlagt fólki, sem leiti til sín, að gefa börnum frekar blöndu af rjóma og undan- rennu heldur en nýmjólk, þar sem þeytirjóminn er ekki fitusprengd- Slæmt að gefa börn- um ofnæmisvaldandi efni Ævar segir að erfitt sé að meta hversu margir hafi ofnæmi fyrir fitusprengdri mjólk. „Ef eyrna- bólgutilfellin eru tekin sem dæmi um óþol fyrir mjólk, þá er það mjög algengt. Þetta er mun al- gengara meðal barna en fullorð- inna, þar sem börnin eru ekki bú- in að þróa upp ónæmiskerfi lík- amans á réttan hátt. Það er mjög slæmt að byrja á því að gefa börn- um ofnæmisvaldandi efni, þar sem það getur verið að þau myndi of- næmi gegn mjólk sem varir ævi- Iangt,“ segir Ævar. Hann segir að márgir séu annarr- ar skoðunar en hann, en þeir hin- ir sömu verði þá að útskýra af hverju óþol fyrir mjólk hefur auk- ist mikið. Ævar er ekki í vafa um þetta og bendir á að ofnæmissjúk- dómar hafi aukist mikið síðustu áratugi og telur að það geti vel verið að eitthvað af því gæti tengst neyslu á fitusprengdri mjólk. Ævar bendir á Dani, þegar talið berst að sölu á ófitusprengdri mjólk. Hann segir að þar hafi mjólkurframleiðendur talið sig tilneydda að verða við kröfum um sölu á þannig mjólk. Þó nokkuð er um að mæður barna með ofnæmi leiti til Ævars. Þá ráðleggur hann þeim að hætta að gefa venjulega mjólk, en ala börn sín þess í stað á blöndu af rjóma og undanrennu eða soja- mjólk. „Ég held að meirihluti þeirra kvenna, sem hafa leitað til mín, hafi náð nokkuð góðum ár- angri. Ég hef að vísu gefið þeim jurtalyf einnig, til að hjálpa til. Ég hef hins vegar engar skrár og get því ekkert fullyrt um árangurinn," segirÆvar. -HÞ BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNlbÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcaur Matarkostnaðurinn lækkaði um 1,5%, en bílakostnaðurinn hækkaði um 4,4% milli nóvemberog desember: Útgjöld vegna einkabílsins oröin hærri en matarkaupin Framfærsluvísitalan hækkaði um 0,5% milli nóvember og desem- ber. Öll sú hækkun og meira til varð vegna 6,3% verðhækkunar á bensíni og 7% hækkunar á verði nýrra bfla, sem hækkaði vísitöluna um 0,72%. Þar á móti komu hins vegar umtalsverðar verðlækkanir ýmsum matvælum — m.a. 46% lækkun á eggjum, 61% á tómöt- um, 8% á nautakjöti, um 3% á dilkakjöti og minni lækkun á fleiri tegundum — sem lækkuðu vísi- töluna um 0,26%. Þau tímamót urðu vegna þessara breytinga, að rekstur einkabílsins er nú í fyrsta sinn orðinn þyngri útgjaldabaggi hjá vísitölufjölskyld- unni heldur en öll matarinnkaupin fyrir fjölskylduna. Miðað við verð- lag í byrjun desember var mat- vöruliðurinn 16,7% af heildarút- gjöldum vísitölugrundvallarins. Liðurinn „eigin flutningatæki" var hins vegar orðinn 17% heildarút- gjalda fjölskyldunnar og þar við bættust 1,1% vegna fargjalda í al- menningsfarartækjum og reksturs reiðhjóla og mótorhjóla. Ferða- kostnaður vísitölufjölskyldunnar er þannig kominn upp í 18,1% heildarútgjalda hennar að meðal- tali. Sláandi er, að fra því nýr vísitölu- grundvöllur var tekinn upp í maí 1988 hefur verð á matvörum að- eins hækkað um rúmlega 43% að meðaltali. Bílakostnaðurinn hefur hins vegar hækkað nærri því tvö- falt meira, eða um 82% á sama tímabili. Frá desember í fyrra hef- ur framfærsluvísitalan hækkað um 1,5%. - HEI íslenski hlutabréfasjóðurinn hf.: GÓÐ LEIÐ TIL AÐ LÆKKA SKATTANA ÞÍNA í ágúst síöastliönum fengu mörg hundruö hluthafar í íslenska hlutabréfasjóönum hf. ánægjulega sendingu frá skattinum, eöa um 37.000 króna endurgreiðslu á tekjuskatti. í ár eiga einstaklingar sem fjárfesta í hlutabréfum* einnig kost á um 37.000 króna skattaafslætti. Kaupa má hlutabréf fyrir hvaöa fjárhæö sem er en hámarksafsláttur miðast viö 94.000* króna kaup. Þannig getur skattaafsláttur hjóna numið tæpum 75.000 krónum. Fjárfestingar í hlutabréfum geta veriö áhættusamar. Hlutabréf eru í eöli sínu langtímafjárfesting og skattaafsláttur miöast viö tveggja ára eignarhaldstíma. Arösemi af hlutabréfaeign veröur því fyrst og fremst metin eftir a.m.k. tveggja ára eignartíma. íslenski hlutabréfasjóöurinn dreifir áhættu meö kaupum á hlutabréfum margra félaga í ólíkum atvinnugreinum og stuðlar aö auknu öryggi hluthafa meö kaupum á skuldabréfum. íslenski hlutabréfasjóðurinn dreifir áhættu í hlutabréfaviöskiptum Heildar- áhætta EIGNASAMSETNING Islenska hlutabréfasjóðsins 11. desember 1992 . . 4% Bankainnstæöur Landsbréf eru viðskiptavaki hlutabréfa íslenska hlutabréfasjóösins og tryggja aö ávallt sé markaöur fyrir hendi meö hlutabréf félagsins. Leitaðu upplýsinga hjá ráögjöfum okkar og umboðsmönnum í Landsbanka íslands um allt land. LANDSBRÉF HF. 'Hlutabréf viöurkennd Landsbankinn stendur meö okkur af ríkisskattstjóra Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 og frádráttarbær til skatts Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöili að Verðbréfaþingi (slands. skv. núgildandi skattalögum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.