Tíminn - 20.03.1993, Page 7

Tíminn - 20.03.1993, Page 7
Laugardagur 20. mars 1993 Tíminn 7 Kynni vetni að verða nýr valkostur við bensín og olíur? „Þetta er þróun á byrjunarstigi. Rannsókirnar sem við erum að gera varða vetni sem efni til bruna í brunavélum. Vil ég þá strax geta um skyldar tilraunir með jarðgas, en jarðgasvélar eru talsvert notað- ar í heiminum í dag og meðal ann- ars hafa Norðmenn notað þær í auknum mæli í ferjur sínar. Fram- leiðsla á jarðgasi hefur líka verið veruleg hjá þeim vegna olíuvinnsl- unnar, svo þetta var hagkvæmur kostur þar. En vetni hefur marga kosti um- fram jarðgasið og til dæmis er það bæði léttara og orkuríkara en met- an. Við höfum því fengið vél til verkefnisins frá Bandaríkjunum, eins og í upphafi kom fram. Hún var notuð í Bandaríkjunum til til- rauna við brennslu ammoníaks, vetnis og jarðgass. Má geta þess að tilraunirnar þar ytra voru að hluta á vegum Háskóla íslands, því nem- andi þaðan vann að þessu sem lokaverkefni. Þær tilraunir virtust lofa góðu. En nú á að prófa að láta vélina ganga fyrir vetni og athuga þá kosti og vandamál sem upp munu koma. Takist tilraunirnar vel mun verða prófað að láta vetnið knýja díselvél. Þá er ætlun okkar að nota olíukerfi dflsevélarinnar til þess að kveikja í vetninu, þótt það kosti að vísu verulegar breytingar á því ferli sem á sér stað við keyrslu olíuknúinnar díselvélar." Nú mun vetni sem eldsneytisforði þurfa mikiö rými. „Já, fyrirferð vegna geymslu vetn- is sem eldsneytis yrði mjög mikil, miðað við þær geymsluaðferðir sem nú eru þekktar. Ein helsta að- ferðin er sú að binda vetnið í magnesíum. Þarf þá að hita málm- inn til að ná vetninu úr honum og láta það knýja vélina. Þá er reykur- inn eða „afgasið" notaður til þess að hita hann. Það yrði svo að kæla hann til að metta hann vetni á ný. Sjáum við fyrir okkur að steinninn gæti orðið að orkugjafa í landi um leið og hann væri kældur — t.d. með vatni. Vatnið hitnaði þá svo að það gæti notast sem hitaveita. Ei- mitt þessi hugmynd þeirra Valdi- mars og Braga var kynnt á ráð- stefnu sem við sátum í Finnlandi nýlega og vakti hún mikla athygli. Hún gefur augljóslega kost á að víkka áformin verulega mikið út. En eins og ég sagði krefðist geymsla vetnis í magnesíum- málmsvampi umtalsvert meira rýmis en þess sem vanaleg brennsluolía þarf og alla þessa hluti á eftir að meta. Ætti vetnis- orkan um borð að vera söm eða sambærileg við þá sem er í olíu- birgðum margra skipa þyrfti efa- laust að stækka fleytuna. En þá vaknar spurningin um hve löngu úthaldi er gert ráð fyrir? Sé gert ráð fyrir styttra úthaldi eins og á róðrarbátum gæti vetni vel hentað, þótt það yrði ekki ákjósalegt þegar um er að ræða togara sem eru mánuð á sjó eða meira. Því hefur jarðgas nýst ágætlega í ferjum sem sigla á styttri leiðum, og það hafa Norðmenn hagnýtt sér, eins og ég gat um áður. I jarðgasinu er mikið meira af vetni en er í venjulegri ol- íu og þess vegna skilst úr því minna koldíoxíð svo það er um- hverfisvænna. Þetta á enn frekar við um vetnið, en mörgu er þó ósvarað og þar á meðal því hvernig þetta muni koma út hvað snertir köfnunarefnisdíoxíð, sem meðal annars hefur verið vandamál hvað snertir hvarfakúta fyrir bifreiðar. Þetta er enn á huldu en ástæða er til að ætla að minni köfnunarefn- isdíoxíð muni losna við brennslu á vetni en á olíu og bensíni.“ Hvað um aðrar geymsluaðferðir? „Auk magnesíum-steinanna er Sigurður Ingi Andr- ésson vél- tœkni- frœðingur greinir hér frá fgrirhug- uðum til- raunum til að láta knýja stœrri vél- ar með vetni. geymsla á vetni einnig hugsanleg með þeim hætti að geyma það mjög kælt, kannske við 250 gráður og undir um það bil 5 bara þrýst- ingi. Þá væri vetnið í vökvaformi og tæki miklu minna pláss. BMW verksmiðjurnar hafa verið að gera tilraunir með að keyra bfla á slíku eldsneyti og fá þannig miklu léttari bfl, sem yrði samkeppnisfær við bensínbflinn. Aftur á móti hefur Mercedes Benz verið að prófa bfla sem nota magnesíum-stein. í rauninni munu okkar tilraunir miða að því að hagnýta þessa tækni fyrir stærri vélar og þá með skip í huga. Samvinnan við þessa þýsku vísindastofnun gagnast okkur mik- ið, því við fáum verulegt magn upplýsinga frá Þjóðverjum og hver staða tilrauna þeirra er.“ vemær er niður- staðna að vænta? .Ætlunin er að rannsóknaverk- efnið taki tvö ár. Vélin verður keyrð í Gufunesi í þrjá mánuði sumar og þá verða niðurstöður að sjálfsögðu metnar. Að því búnu reiknum við með, ef vel gengur, að fá til viðbót- ar magnesíumgeymslu frá Þjóð- verjum. Ef prófanir með magnesí- umgeymslu takast einnig vel (hér eru vissulega mörg „ef‘) er ætlunin að taka til við prófanir á díselvél og sjá hvernig það reynist að knýja hana vetni. Þegar að kostnaði kemur þá eru þau tæki og búnaður sem hér þarf dýrir hlutir — hvort sem um magnesíumgeymslu er að ræða eða kúta með vetni undir þrýstingi. Því veldur að allt er þetta enn sérsmíð- að, en kæmi til fjöldaframleiðslu mundi það breytast. Það á við flest- ar tækniframfarir að í upphafi þarf að leggja í mikinn kostnað." Hver er skoðun þín á framtíð vetnis sem eldsneytis? „Ég tel að notkun vetnis eigi mikla framtíð fyrir sér og legg áherslu á að það svið sem við erum að skoða er aðeins brot af því sem verið er að rannsaka og snertir vetni og geymslu þess. Ég vil í sambandi við þessa spurn- ingu víkja nánar að ráðstefnunni í Finnlandi sem ég fyrr minntist á, en hún fjallaði um vetni sem orku- gjafa og geymslumöguleika þess. Þarna komu ýmsir aðilar frá Norð- urlöndunum og gestir voru frá Þýskalandi og Japan. Kom þarna vel fram hve fjölbreytt verkefnin eru og snerta mörg svið. Létt er að kljúfa vetni úr vatni nú á dögum og eins er löngu þekkt að láta vetni ganga í samband við súrefni, fá þannig vatn og framleiða rafmagn um leið. Það er gert með svonefnd- um „fluelsellum". Þetta sýnir hve breitt það svið er sem hér verið að fást við. Þegar stórveldin hófu geimferða- áætlanir sínar kom vetni strax mjög inn í myndina og gífurlegir fjámunir voru settir í athuganir á því, vegna þess að geimferjurnar eru knúnar áfram af vetni og súr- efni. Þar nýttu menn sér skjótt þann kost að breyta þessum loft- tegundum í vatn til þess að fram- leiða það rafmagn sem þurfti til að knýja hin ýmsu tæki og tól um borð. Loks fékkst þannig vatn til almennra nota fyrir geimfarana. Þetta hefur nú þróast yfir í það að menn ræða um hús sem orkulega geta staðið ein og sér og þurfa að- eins sólarorkuna utan frá. Þessi verkefni snúa auðvitað meir að þeim sem byggja suðlægari slóðir. En með sólarorkunni má kljúfa vatn og fá vetni sem hægt er að geyma á þægilegan og einfaldan hátt og umbreyta í rafmagn eða vatn eftir því sem hentar. En til þess að gera þetta mögulegt voru ráðstefnugestir sammála um að vetnið þyrfti að vera „milligeymsl- an.“ Ég hef enn ekki minnst á að vetni hefur komið til greina sem elds- neyti fyrir flugvélar og Rússar hafa í nokkur ár flogið vetnisknúinni flugvél. Bandaríkjamenn hafa gert tilraunir með slíka vél og Evrópu- þjóðir hyggjast athuga þann mögu- leika að láta Airbus-vélarnar fljúga á vetni. Ber að minnast þess að þótt vetnið sé plássfrekt í geymslu, þá er það stórum léttara en steinolían og gastúrbínurnar munu nær ör- ugglega þola brennsluna betur. Það er til marks um þær vænting- ar sem við vetni eru bundnar að Þjóðverjar hafa í hyggju að leiða það í stór gaskerfi, sem þjóna fjölda notenda. Þá eru Saudi-Arabar komir af stað með tækni til að skilja vetni m.a. úr olíu með sólar- rafhlöðum og hefur þeirri hug- mynd skotið upp að leggja vetnis- leiðslu alla leið frá Saudi- Arabíu til Þýskalands!" Þú hefur minnst á að vetnið muni vera visthæft. „Já, og þá kemur að verkefni sem snertir okkur íslendinga nokkuð: í sambandi við umræðu um að láta bfla brenna vetni hefur verið rætt í ljósi mengunar í þýskum stórborg- um að banna bensín- og olíu- brennslu, a.m.k. þann tíma ársins sem megunin er verst. Fengu Kan- adamenn það hlutverk að fram- leiða vetni fyrir Þjóðverjana úr raf- orku. En íhugunarvert fyrir okkur íslendinga er það að nýjustu fram- leiðsluaðferðirnar á vetni eru að framleiða það með gufuþrýstingi. Við eigum svo mikla jarðgufu að fyrir vikið ættum við að geta fram- leitt vetni ódýrara en þeir í Kanada eða að að minnsta kosti verið sam- keppnisfærir. Þá hef ég ekki minnst á þá mögu- leika sem liggja í að nota umfram- orku rafmagnsframleiðslu okkar til að safna upp vetnisbirgðum. Fram- leiðslan þarf ekki að vera stöðug, því vetnið má geyma og safna þannig birgðum. Engar skemmdir verða þótt stöðva þurfi framleiðsl- una. Vetnið mætti síðan flytja út og nota sem eldneyti og breyta í raf- magn og vatn. Þannig eru möguleikarnir margir sem verið er að kanna í heiminum. Það er gott til þess að vita að við fs- lendingar tökum þátt í því sem ver- ið er að gera og vonandi getum við sagt góðar fréttir af árangri til- raunanna í Gufunesi, þegar þar að kemur." AM Reykjavík Fundur á Hótel Borg Hádegisverðarfundur verður haldinn á Hótel Borg, miðvikudaginn 24. mars nk. kl. 12.00. Þar munu verkfræðingarnir Edgar Guðmunds- son og Guðmundur Gunnarsson fjalla um hvort hagkvæmt og skynsamlegt sé að flytja út raf- orku með sæstreng. Þingmálaráðið. ÚTBOÐ Nemendagarðar búvísindadeildar Bændaskólans á Hvann- eyrí óska eftir tilboðum í byggingu þriggja íbúða raðhúss á Hvanneyri. Brúttóflatarmál hússins er 220 m2. Brúttórúmmál hússins er 792 m3 Húsið er á einni hæð og byggt úr steinsteypu. Verkið tekur til allrar vinnu við gröft, lagnir, uppsteypu, smíði og frágang hússins að utan sem innan, ásamt frágangi lóðar. Verkið skal hefjast í apríl nk. og skal skila húsinu fulifrágengnu að utan ásamt einni íbúð, fullbúinni, 15. desember 1993. Verk- inu skal vera að fullu lokið 15. ágúst 1994. Útboðsgögn verða afhent væntanlegum bjóðendum á skrifstofu skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri og hjá Hús og ráðgjöf hf., Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavik, ffá og með mánudeg- inum 22. mars 1993. Skilatrygging útboðs gagna er kr. 20.000,-. Tilboðin verða opnuð á sömu stöðum þriöjudaginn 6. apríl 1993 kl. 11.00 stundvíslega að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. F.h. nemendagaröa búvísindadeildar Bændaskólans á Hvanneyri, HÚS & RÁÐGJÖF h/f Arkitekta- og verkfræðistofa Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, s. 696900 PÁSKATILBOÐ Á HREINLÆTISTÆKJUM 15% AFSLÁTTUR VATNSVIRKINN HF. Ármúla 21, símar 68 64 55 - 68 59 66

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.