Tíminn - 20.03.1993, Side 15

Tíminn - 20.03.1993, Side 15
Laugardagur 20. mars 1993 Tíminn 15 Dagsbrún mótmælir lækkun greiðslna til úthlutunarnefnda atvinnuleysisbóta. Halldór Björnsson varaformaður: Mesta niðurlægingar- tímabil í sögu verka- lýðshreyfingarinnar HaUdór Björnsson, varaformaður Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar, segir að verkalýðshreyfinguna skorti bæði manndóm og þrek til að takast á við þau öfl sem sæki hart að félagslegum þáttum hreyf- ingarinnar svosem lífeyrissjóðunum. Nú síðast kom svo ákvörðun stjórnar atvinnuleysisbryggingasjóðs að lækka umsýsluþóknun til úthlutunanefnda atvinnuleysisbóta verkalýðsfélaga. Á fúndi trúnaðarmannaráðs Dags- brúnar voru samþykkt harðorð mót- mæli við þessari ákvörðun stjómar atvinnuleysistryggingasjóðs. Mót- mælt var og órökstuddum fullyrð- ingum fúlltrúa VSÍ í stjóm sjóðsins um hagnað verkalýðsfélaganna af vinnu við umsjón með greiðslu at- vinnuleysisbóta og ósæmilegum málflutningi VSÍ um misnotkun verkalýðsfélaga á félagslegum tekj- um hreyfingarinnar. Halldór segir að frá því að hann hóf afskipti af verkalýðsmálum fyrir hartnær fjórum áratugum hafi hann aldrei upplifað annað eins niðurlæg- ingartímabil og um þessar mundir. Ástæðan fyrir því hvemig komið er segir hann of mikil áhrif svonefndra „tækniaðila" innan hreyfingarinnar. í staðinn vill hann efla áhrif grasrót- arinnar í hreyfingunni. í harðorðum mótmælum trúnað- armannaráðsins kemur fram að af samþykkt stjórnar atvinnuleysis- tryggingasjóðs sé ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að stjóm- armenn ASf og aðrir fulltrúar launa- manna í sjóðsstjóminni telji að heimildir VSÍ og annarra séu áreið- anlegri um þessi mál en sjálf verka- lýðshreyfingin. En fyrirliggjandi gögn félaganna sýna að umsýslu- þóknunin ber ekki uppi þann kostn- að sem hlýst af starfi úthlutunar- nefnda atvinnuleysisbóta verkalýðs- félaganna. -grh r Lúörasveit Verkalýðsins er nú skipuð 50 hljóðfæraleikurum. Stjómandi er Malcolm Holloway. Lúðrasveit verkalýðsins 40 ára: Afmælistónleikar kl. 13.30 á laugardag í Háskólabíói Lúðrasveit verkalýðsins varð 40 ára þann 8. mars síðastliðinn. í tilefni af afmælinu efnir sveitin til tón- leika í Háskólabíói laugardaginn 20. mars kl. 13.30. Eftir tónleikana býður sveitin gest- um sínum í afmæliskaffi í bíóinu og að skoða sýningu á gömlum munum og myndum frá starfinu sl. 40 ár. Þá hefur sveitin gefið út sérstakt af- mælisblað. Þar er aðdragandinn að stofnuninni rakinn og sagan þessi fjörutíu ár, en hún hefur löngum verið tengd starfi og baráttu verka- lýðshreyfingarinnar. Efnisskráin á tónleikunum er að vanda fjölbreytt en meðal annars verður frumflutt útsetning Ellerts Karlssonar á Vikivaka eftir Jón Múla Ámason, en Jón lék með sveitinni í áratugi. Stjórnandi sveitarinnar er Malcolm Hoíloway. Hljóðfæraleikarar með sveitinni eru nú um 50 talsins. jTil sölu notaðar dráttarvélar Case 1394 1984 77 ha. 4x4 Verö kr. 800 þús. Ford 3600 1977 47 ha. 2x4 Verð kr. 300 þús. Same Antares 1990 100 ha. 4x4 Verð kr. 2.100 þús. MF 675 1983 4x4 m/Trima Verð kr. 800 þús. Deutz 4006 1971 40 ha. 2x4 Verð kr. 200 þús. IMT 569 DV 1985 65 ha. 4x4 Verð kr. 300 þús. Ath. Öll verð tilgreind án vsk. Notaðar heyvinnuvélar: Krone 125 rúllubindivél 1990 Verð kr. 500 þús. Tellefsdal pökkunarvél 1990 Claas Autum 24 rúmm. heyvagn 1983 Deutz-Fahr 2,30 rúllubindivél 1989 Deutz-Fahr heytæta 1985 Verð kr. 450 þús. Verð kr. 90 þús. Verð kr. 450 þús. Verð kr. 96 þús. C7 D C7 D O. JÁRNHÁLSI2 - SlMI 683266 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, Reykjavík Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar: 1. Staða yfirfélagsráðgjafa á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra i Reykjavík. Æskilegt er aö umsækjendur hafi reynslu af störfum í þágu fatl- aðra og geti hafiö störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 26. mars nk. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 621388. 2. Staða deildarþroskaþjálfa á sambýli þroskaheftra með atferi- istruflanir. Starfið er krefjandi og er unnið samkvæmt starfs- og verklýs- ingu. Viðkomandi hefur umsjón með tenglastarfi. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 689554. 3. Staða deildarþroskaþjálfa til aö aðstoða og leiðbeina fötluðu fólki sem býr (íbúðum. Vinnutími er aðallega á kvöldin og um helgar. Staðan veitist frá 1. mai nk. eöa eftir nánara samkomulagi. Umsóknir berist til Svæöisskrifstofu málefna fatlaðra, Nóatúni 17,105 Reykjavík. Skólaostur Skólaostur í sérmerktum kílóapakkningum á einstöku tilboðsverði í næstu verslun. VERÐ NU: VERÐ ÁÐUR: ÞÚ SPARAR: 658 kr. kílóið. 116 kr. kílóið. á hvert kíló. OSTA OG SMIÖRSALAN SE

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.