Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 27. júlí 1994 WStoÚVM 3 Togarar Skagfirbings hf.: • • Umferöarnefnd borgarinnar hefur forgangsraöaö verkefnum upp á nýtt: Viljum virkja grasrótina Reykjavíkurlistafélag stofnaö í nœsta mánuöi. Kristján E. Guömundsson: Dyraveröirnir í Morgunblabshúsinu: Stalín, Churchill, Roosevelt og Hitler. vmamym Stalín dyravörður í Morgunblabshúsi Það hefði þótt tíðindum sæta hér fyrir nokkrum árum, ef frést heföi af Jósef sáluga Sta- lín.í Morgunblaðshúsinu. En nú eru breyttir tímar, járn- tjaldið fallið og Mogginn fluttur úr miðbænum upp í Kringlu. í gamla Morgunblaðshúsinu hefur staðið yfir í sumar sýning sem heitir „Leiðin til lýðveldis". Sýningin er sett upp af Þjóð- minjasafni og Þjóðskjalasafni. Á sýningunni eru ljósmyndir og munir frá upphafi lýðveldistím- ans. Meðal annarra góðra gripa eru margar vaxstyttur af þekkt- ustu mönnum samtímans fyrir 50 árum. Fyrstu menn, sem sýn- ingargestir berja augum, eru helstu áhrifavaldar í þróun heimsstyrjaldarinnar síðari, þeir Stalín, Churchill, Roosevelt og Hitler. Að sögn Lilju Árnadóttur hjá Þjóðminjasafni íslands hefur aðsókn að „Leiðinni til lýðveld- is" verið góð. Sýningin verður opin út nóvember, en ætlunin er að gefa skólum kost á að sjá hana áður en hún verður tekin niður. Vaxmyndirnar fara til geymslu á Þjóðminjasafninu, en þær eru fengnar að láni það- an. Stofnfundur Reykjavíkur- listafélags verður haldinn í næsta mánuði. Innan félags- ins verða starfandi málefna- hópar og hverfafélög, sem verða bakhjarlar fulltrúa Reykjavíkurlistans í borgar- stjórn og nefndum borgar- innar. Hópur áhugafólks, sem vann fyrir Reykjavíkurlistann í kosningabaráttunni í vor, vinnur nú að undirbúningi að stofnun félagsins. Kristján E. Guðmundsson, sem er einn úr undirbúningshópnum, segir að félagið verði eins konar bakfélag Reykjavíkurlistans í samvinnu við borgarfulltrúa hans. „Verið er að koma á skipuriti og semja lög fyrir fé- lagið. Þaö verður síðan stofn- að með pompi og prakt í ágúst og til þess boðað með auglýs- ingu. Með félaginu er ætlunin að reyna að virkja grasrótina eins og mögulegt er til lýðræð- islegrar þátttöku í starfi borg- arinnar. Ekki síst þann feiki- lega fjölda af óflokksbundnu fólki, sem átti stóran þátt í kosningasigrinum." Málefnahópar um ýmis borg- armálefni verða starfandi í fé- laginu. „Þetta verða opnir starfshópar, sem verba eins konar bakhjarlar fulltrúa Reykjavíkurlistans í nefndum borgarinnar. Við vonum að sem flestir taki þátt í störfum þessara hópa, til að ólík sjón- armið komi þar fram sem verða síðan afgreidd með lýö- ræðislegum hætti. Það er búið að leggja drög ab þessum hóp- um og þegar hafa mörg hundruð manns skráð sig í þá. Einnig hefur verið lagbur grunnur að stofnun tíu hverfafélaga í borginni. Með stofnun félagsins erum við ab fella þetta saman undir einn hatt." ■ Oflubu vel í Smugunni Frá Guttormi Óskarssyni, fréttaritara Tímans á Saubárkróki Togarar Útgerðarfélagsins Skagfirðings hf. á Saubárkróki, Drangey og Hegranesib, komu til heimahafnar af veibum í Smugunni sl. laugardag meb 200 tonn af saltfiski. Verðmæti aflans mun vera um 40-50 miljónir króna. Mik- il veiðihrota var í Smugunni og fengu skipin þennan afla á sex dögum, en alls fóru þrjár vikur í túrinn. Togararnir héldu aftur til veiða í Smug- unni í gær, þriðjudag. ■ settir í forgangshóp umferb, enda er hjólreiðamað- ur í þrisvar sinnum meiri hættu í umferðinni en sá sem er akandi." Margrét segir að verið sé að framlengja hjólreibastíginn, sem liggi meðfram Ægissíðu, og hann eigi ab ná að Kringlu- mýrarbraut þegar vegavinnu ljúki í haust. „Þar þurfum við að setja annað hvort undir- göng eða brú. Ekki hefur verið ákveðib hvor leiðin verður valin, en það er ljóst að annað hvort verður gert. Þaðan á‘ stígurinn að halda áfram í gegnum Fossvoginn og alla leið upp í Breiðholt. Hann tengist síðan öðrum stígum í Fossvoginum og í Elliðaár- dalnum." ■ Umferð hjólandi og gang- andi vegfarenda veröur for- gangsmál í skipulagi um- ferðarmála í Reykjavík á þessu ári og næstu árum, segir Margrét Sæmundsdótt- ir, formaður umferðarnefnd- ar Reykjavíkurborgar. Hún segir nauðsynlegt aö leggja sérstakt gatnakerfi fyrir hjól- reiðafólk, sem haldi því ab- skildu frá bílaumferð. Margrét segir að fyrsta verk- efni nýrrar umferbarnefndar sé að forgangsraða verkefnum upp á nýtt. Hún segir að að- gerðir til að auðvelda óvörð- um vegfarendum (gangandi og hjólandi) ab komast leiðar sinnar hafi ekki haldist í hend- ur við þá fjölgun bíla, sem orð- ið hafi í Reykjavík á undan- förnum árum. „Það þarf að koma hjólreiðafólki fyrir í um- ferðarskipulagi. í raun þarf ab búa til sérstakt gatnakerfi fyrir hjólreiðar og við munum beita okkur fyrir því að það verði gert. Það verður annars vegar gert með því að skapa aðstæður fyrir gangandi og hjólandi fólk, þegar nýjar ak- brautir eru lagðar, og hins veg- ar með því að leggja stíga, sem gera fólki kleift að komast milli hverfa án þess að fara eft- ir aðal umferðaræðunum. Það er æskilegast ab geta þannig aðskilið akandi og hjólandi H j ólandi og gangandi 155-180 m.kr. hús yfir sendiráðskontór í Berlín Eins og fram hefur komið í fréttum, er fyrirhugab ab flytja íslenska sendirábib í Þýskalandi til Berlínar. Vegna flutningsins er áform- ab að byggja yfir sendiráöið í mibborg Berlínar, í ná- munda vib Brandenborgar- hliðiö og margar helstu stjórnsýslubyggingar borg- arinnar, á reit þar sem ætl- unin er ab byggja yfir sendi- ráb allra Norðuríandanna. Áætlabur heildarkostnaður íslenska ríkisins vegna þess- ara byggingaframkvæmda er á bilinu 155- 180 milljón- ir, og þar meb talinn er kostnabur vegna lóbarinnar, ab sögn Benedikts Jónssonar í utanríkisrábuneytinu, sem annast húsnæbismál sendi- rába íslands. Ætlunin er ab reisa hús sem verður að grunnfleti um 350 fermetrar, en þetta hús á ein- ungis að hýsa skrifstofu sendi- rábsins. Benedikt kvaðst ekki geta svarað þeirri spurningu hvernig bygging þessi yrði fjármögnub, en benti á að sala á þeim fasteignum, sem ís- lenska ríkið á í Bonn, muni skila einhverjum fjármunum, sem væntanlega fari til ab greiða fjárfestingu í Berlín að hluta. Starfsmenn sendiráðs íslands í Þýskalandi eru nú fimm ab tölu, en vib flutninginn til Berlínar bætist að líkindum við viðskiptafulltrúinn sem þar er þegar við störf. Að sögn Benedikts Jónssonar er ráðgert að sendiráðsskrif- stofan flytjist í nýja húsib í Berlín á árinu 1998.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.