Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 11
KOD r K X -Í.K/t Mi&vikudagur 27. julí 1994 Ti VERSLUNARMANNAHELGIN Ymsar útihátíöir: Síldarævintýri á Siglufirði Stjórnin mun leika ab nýju, abeins í þetta eina skipti í 1929 á Akureyri á föstudag. Ástœban ersú ab hinarnýju hljómsveitir þeirra Siggu Beinteins og Grétars Örvars, Nl+ og Alvaran, leika þar um helgina. Fjölskylduhátíðin Vík í Mýrdal Hin árlega fjölskylduhá- tíð, „Síldarævintýri á Siglufirði", verður haldin um verslunarmanna- helgina. Hátíðin, sem er sú fjórða í röðinni, verður með svipuðu sniði og áður. Dagskráin er fjölbreytt og hún hefst á morgun, en lýkur að kveldi sunnudagsins 31. júlí. Fyrir börn og unglinga em skipulögð íþróttamót, ieik- svæði, tívolí og barna- og ung- lingaskemmtanir. Fyrir þá, sem eldri eru, stendur margt til boða, bæði til skemmtunar og einnig fyrir þá sem vilja upplifa að einhverju leyti stemningu síldaráranna. Sölt- uð er síld á Drafnarpiani, sölt- unarfólk stjórnar fjöldasöng, auk gönguferða, sjóstangveiði, dorgveiðikeppni og margt fleira. Það er hljómsveitin Miðalda- menn sem ber hitann og þungann af dansleikjahaldi, en þeir leika á Torginu. Af öðr- um hljómsveitum má nefna KK band, Gauta, Þúsund and- lit og Harmonikusveit Siglu- fjarðar. Ekki verður selt inn á mótið. Ferðir verða frá BSÍ á vegum Norðurleiðar og fleiri aðila, en fargjaldið er krónur 6.000 fram og til baka frá Reykjavík. Þá eru einnig ferðir frá Varma- hlíð. Neistaflug '94 Fjölskylduhátíðin „Neistaflug '94" er haldin á vegum Ferða- málafélags Neskaupstaðar ásamt ýmsum hagsmunaaðil- um í bænum. Hátíðahöldin fara fram í miðbæ Neskaup- staðar og næsta nágrenni og er vandað til allrar dagskrár. Komið hefur verið upp 200 fermetra tjaldi, ljósaskreyting- um og sviði, sem allt setur svip sinn á bæinn. Á hátíðinni munu koma fram þeir Bubbi Morthens, Geirmundur Val- týsson, Páll Óskar Hjálmtýs- son og Milljónamæringarnir, auk Ullarbandsins, Dixie drengja, Ózon og Siva. Boðið verður upp á útitónleika, brúðuleikhús, leiktæki, fjöl- listamann, hjólreiðakeppnina Tour De Norðfjörð, útibíó, úti- og innidansleiki, sjóskíðasýn- ingu, svo eitthvað sé nefnt. Enginn aðgangseyrir er að há- tíðinni og þá er boðið upp á frí tjaldstæöi. Sætaferðir verða frá Egilsstöðum og verða farnar allt upp í þrjár ferðir á dag á vegum Austfjarðaleiðar. „Sækjum Akureyri heim" Mikil hátíð verður haldin á Akureyri um helgina. Byggist hún aðallega upp á dansleikj- um og berst leikurinn víða. Dansleikir og uppákomur verða á: Við Pollinn, í Sjallan- um, Dropanum, Café Karól- ínu, 1929, á Ráðhústorginu og í Dynheimum. Það eru þunga- vigtartónlistarmenn sem sjá um að skemmta gestum á dansleikjum, en það eru hljómsveitirnar Ný Dönsk, Geirmundur, Pláhnetan, Nl+, Álvaran, Scope, Bubbleflies, Eyjólfur Kristjánsson, Undir rós og fleiri. Þá verða kvöld- vökur í Kjarnaskógi í umsjá skáta öll kvöldin, þar sem farið verður í ratleiki, þrautabrautir og margt fleira. Þrjár ferðir á dag verða farnar frá BSÍ og þurfa farþegar að reiða fram 6.500 kr. í fargjald báðar leiðir. Einnig eru ferðir frá Ólafsfirði og Dalvík, Húsa- vík, Mývatnssveit, Egilsstöð- um og víðar. Snæfellsás '94 Útihátíðin Snæfellsás '94, sem fram fer á Brekkubæ að Helln- um á Snæfellsnesi, ber nú yfir- skriftina „Heilun manns og jarðar". Það er samtök nýald- arfólks sem halda hátíðina, eins og undanfarin ár. Dag- skráin er með dálítið öðm sniði en gengur og gerist á hefðbundnum útihátíðum, en meðal dagskráratriða eru nála^ stungulækningar, jóga, reiki, hugleiðsla, bænahringir, heil- un, helgiþjónusta, tarot, krist- allar, gönguferðir um Hellna með leiðsögumanni, auk fjölda annarra atriða. Þá em fluttir fyrirlest’rar og meðal fyr- irlesara em Guðrún Ólafsdótt- ir, Geir Viðar Vilhjálmsson, Ævar Jóhannesson, Erling Kristjánsson, Selma Júlíusdótt- ir, Sigrún Sigurðardóttir og margir fleiri. Aðgangseyrir að mótinu er 3.500 kr og áætlun- arferðir eru á mótið frá BSÍ. Sæludagar í Vatnaskógi Samband íslenskra kristni- boðsfélaga, Kristileg skólasam- tök, Kristilegt féiag stúdenta, KFÚM og KFUK standa fyrir sæludögum í Vatnaskógi. Þar verður boðið upp á kvöldvök- ur, sjóskíði, varðeld, guðsþjón- ustu, krakkaklúbb, kappróður á vindsængum, bænastundir, þrautakeppni, koddaslag á vatninu, grillveislu, fræðslu- smndir og margt fleira. Að- gangseyrir að mótinu er 2.500 kr. Sætaferðir eru frá BSÍ og Öðruvísi kaffihús Eyrarvegi 15 Selfossi sími 98-23535 Kaffihús með sál fargjaldið er 1.400 kr. báðar leiðir. Hestamannamót á Kaldármelum Hestamannamót verður hald- ið á Kaldármelum, sem eru 30 km fyrir vestan Borgarnes, um verslunarmannahelgina á veg- um hestamannafélaga á svæð- inu. Um er að ræða hefðbund- ið hestamannamót, en að auki verður boðið upp á skemmti- atriði. Fjölskylduhátíð veröur haldin á laugardagskvöld með heimatilbúnum skemmtiatrið- um og trúbador mun skemmta. Fjörureið verður síö- degis á föstudag og sunnudag undir leiðsögn og þá verður hestaleiga á staðnum. Að- gangseyrir að mótinu er 2000 kr., en frítt er inn fyrir 13 ára og yngri. Ferðir eru frá BSÍ og kostar 2.600 kr. báðar leiðir. Fjölskylduhátíðin í Vík er hald- in á vegum Björgunarsveitar- innar Víkverja og Ungmennafé- lagsins Drangs og hefur hún verið haldin nokkur undanfarin ár. Hún hefst formlega á föstudag með harmonikkuballi í tjaldi. Um er að ræða fjölbreytta dag- skrá, sem ætti að höföa til allrar fjölskyldunnar. Dagskráin sam- anstendur af íþróttakeppnum, leikjum, götukörfuknattleik, fjár- sjóðsleit, söngvarakeppni, vatns- fótbolti, lýðveldishlaupi, morg- unleikfimi og sameiginlegu grilli, svo eitthvað se nefnt. Hljómsveit- in Órar leikur fyrir dansi í Leik- skálum, þegar skyggja tekur. Auk þessa veröur boðið upp á hestaferöir, bátsferðir, hjólabáta, gönguferðir með leiðsögn, útsýn- isflug, snjósleðaferðir á Mýrdals- jökul og silungsveiði. Það kostar ekkert inn á hátíðina, en greiða þarf fyrir tjaldstæði og inn á sum dagskráratriðin. Sætaferðir verða á hátíðina frá Umferðarmiðstöð- inni í Reykjavík alia frá fimmtu- degi til kl. 8.30 og 17.00. Vindheimamelar 1994 V erslunarmannahelgin 30. og 31. júlí Gæðingaíþróttir Unglingakeppni Kvennaflokkur Opin íþróttakeppni Kynbótasýning Skeið 250 m skeið, 1. v. 50.000 kr. 150 m skeið, 1. v. 30.000 kr. Það er orðin hefð fyrir V indheimamelum um verslunarmannahelgina Skagfírsku hestamannafélögin Ostabúð. Ostapinnar, ostabakar ostakörfur. Veisluþjónusta. Útbúum gjafapakka, gjafavara og ýmislegt til veisluhalda Mjólknrbnð MBF Austurvegi 65, Selfýssi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.