Tíminn - 27.07.1994, Síða 8

Tíminn - 27.07.1994, Síða 8
8 Mi&vikudagur 27. júlí 1994 Sprengjuhernabur gegn gybingum magnast Reuter - Panama, Lundúnum Sprengja var orsök þess að flug- vél meö 21 innanborðs hrapaði skammt frá hafnarborginni Col- on í Panama í síðustu viku. Allir sem voru um borð létu lífiö, en flestir voru þeir gyðingar. Guill- ermo Endara, forseti Panama, skýrði frá þessu í gær, að lokinni rannsókn flugslysafræðinga frá Bandaríkjunum og Panama. Þrettán manns urðu fyrir lítils- háttar meiðslum þegar öflug sprengja sprakk við ísraelska sendiráðið í Lundúnum í gær, tæpum sólarhring eftir að leið- togar Jórdaníu og Israels undirrit- uðu samkomulag um aö binda enda á ófriðarástandið sem ríkt hefur milli þjóðanna í nærfellt hálfa öld. Engin viðvörun barst áður en sprengjan sprakk, öfga- samtök sem kalla sig „Fylgjendur guðs" og hafa bækistöð í Líbanon hafa lýst sök á flugslysinu, svo og sprengjuárásinni í gyðingahverfi Buenos Aires fyrir viku þar sem nærri 100 manns létu lífið, á hendur sér. Mikill viðbúnaður er víðsvegar vegna árása öfgasinna í framhaldi af samningunum sem þjóðarleiðtogar ísraels og Jórdan- íu undirrituðu í Washington í fyrradag. ísraelska sendiráðið þar sem sprengjan sprakk í gær er í Kens- ington þar sem fjöldi annarra sendiráða er í grenndinni, auk Kensington-hallar. Þar sakaði þó engan en meðal þeirra sem þar eiga heima eru Díana prinsessa og Margrét drottningarsystir. ■ Koleran nú skæöasti óvinurinn Reutcr — Goma, Genf, Róm Eftir aö Bandaríkjaher hafði slegið hjálpargagnaflutningum til Austur- Zaírs á frest lentu bandarískar herflugvélar þar í gær með tækjabúnað sem nauð- synlegur er til hreinsunar á drykkjarvatni, en mengab vatn hefur valdið því ab kólerufarald- ur geisar meðal flóttafólksins frá Rúanda. Sóttin er nú skæðasti óvinurinn sem hinir- bágstöddu eiga við ab etja. Bandaríkja- stjórn hefur farið þess á leit við stjórnina í Rúanda ab sendi- menn hennar fái aðgang að höf- uðborginni, Kigali, af mannúð- arástæðum. Sameinuðu þjóðirnar hafa beint því til flóttafólks sem læt- ur fyrir berast í Zaír ab það snúi aftur til átthaganna í Rúanda til þess að uppskera fari ekki for- görðum, auk þess sem auðveld- ara sé að koma matvælasending- um í réttar hendur þar en í Zaír. Alþjóbaheilbrigðisstofnunin í Genf skýrði frá því í gær að kól- eruvaldurinn sem nú herjar á flóttafólkið í Zaír væri ónæmur fyrir þeim fúkalyfjum sem venjulega bíta á þessa plágu. ■ Reuter Skýfall hefur veriö í Subur-Kína og hafa gífurleg flóö oröiö þar um slóbir af þessum sökum. Þessi mynd var tekin þegar naumlega tókst aö bjarga móöur og barni úr húsi sem var aö fara á kaf í borginni Cuigang. Aö minnsta kosti 100 manns hafa látiö lífiö í flóöunum og í héruöunum Guangdong og Guangxi er verö á matvœlum aö hcekka upp úr öllu valdi þar sem uppskerubrestur blasir vib íkjölfar ótíöarinnar. Erlendar fjárfestingar tífaldast í Svíþjób Svenska dagbladet greinir í gær frá nýrri OECD-skýrslu þar sem fram kemur að hvergi í iönríkjum heims hafi erlend- ar fjárfestingar í atvinnu- rekstri verið meiri en í Svíþjóð á árinu 1993 þar sem fjárfest- ingarnar tífölduðust frá árinu áðuí. Skýrslan tekur til 20 af 25 að- ildarríkjum OECD. íslands er þar að engu getið, og ekki heldur Grikklands, írlands, Portúgals né Sviss. Einungis Bandaríkin komast á bekk með Svíþjóð en þar nífölduð- ust erlendar fjárfestingar í at- vinnurekstri. Til samanburðar má geta þess að erlendar fjár- festingar þrefölduðust í Nor- egi á sama tíma. Ekki leiöum ab líkjast Lazarus Nzarayebani, þingmabur í Zimbabwe, minntist í gær hins látna „ofurleiðtoga" Norbur-Kór- eu í þingræðu. kvað hann Kim II- sung hafa minnt á Jesú Krist. „Speki hans og stefna í efnahags- málum miðaðist að því ab sjá öllu fólki farborba, af hvaða litarhætti sem var ... Hann minnti mig á Jesú Krist, án þess þó ab vera ná- kvæmlega eins og hann," sagði Nzarayebani, sem er yfirlýstur marxisti, við þingheim. ■ Island Sækium þaðheim! Þingvallahreppur Hríseyjarhreppur Samvinnuferbir - Landsýn 69 • 10 • 10 Grímsneshreppur Reykhólahreppur Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 Sími 91-8885221 Fax 888966 Verkamannafélagib Dagsbrún Sparisjóðurinn í Keflavík

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.