Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 10
10 atft.—t.- mmmu Mibvikudagur 27. júlí 1994 VERSLUNARMANNAHELGIN Karl Björnsson, bcejarstjóri á Selfossi: Ferðalöngum sem staldra við á Selfossi fer fjölgandi Selfoss er einn þeirra bæja sem byggjast hvab mest á þjónustu vib ferbamenn, auk þjónustu vib eitt stærsta land- búnabarhérab á landinu. Alls starfa um 40% - 45% fólks vib verslun og þjónustu og ab sögn Karls Björnssonar bæjar- stjóra, fer þeim ferbamönn- um, sem stoppa á Selfossi og nýta sér þá þjónustu sem til boba stendur í bænum, fjölg- andi. Hann segir framtíb Sel- foss sem ferbamanna- og þjónustubæjar vera bjarta. Karl segir umferb ferbamanna í gegnum bæinn vera gríðar- lega, en þeir staldri mismikib vib og þeir séu margir sem keyri beint í gegn. Hann segir ab á undanförnum árum hafi verib mikib gert til ab fá ferbmenn til ab staldra vib og þab hafi ab vissu leyti tekist. Fitjab hefur verib upp á ýmsu, svosem tjald- markabi og ýmsu fleira. Ágætt frambob er af góbri gistiab- stöbu í bænum, en þar er full- búib hótel, Hótel Selfoss, sem reyndar stendur til ab stækka. Þá eru í bænum svoköllub gest- hús, sem eru lítil sumarhús, stabsett vib tjaldsvæbib. Þá eru gób tjaldsvæbi í bænum og mikib notub. Selfosskaupsstabur hafbi frumkvæbi ab því aö stofna upplýsingamiöstöb Subur- lands, sem er til húsa í Tryggva- skála á sumrin og í framhaldi af því var ráöinn feröamálafulltrúi Suöurlands, meö aösetur á Sel- fossi. Karl segir miöstööina mikiö notaöa, sérstaklega í tengslum viö hópferöir út frá Selfossi. Þaö eru ekki einungis feröa- langar sem nýta sér þjónustu íbúa Selfoss, því í kringum Sel- foss er ein stærsta sumarbú- staöabyggb á landinu. „Þeir koma mikiö hér á Selfoss og nýta sér verslanir, auk annarrar þjónustu, s.s. ibnaöarmanna og verkstæöa. Selfoss er fyrst og fremst þjónustubær vib alla Sunnlendinga og þá feröamenn sem þennan landsfjóröung heimsækja. Þetta á örugglega eftir ab dafna og vaxa, eins og tölurnar sýna, þannig aö við er- um bjartsýnir" segir Karl Björnsson að lokum. ■ 'vM Veöriö: Skurir á föstudag og laugardag Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofu verða skúrir á föstudag og laugardag, en starfmenn stofunnar höfðu ekki skyggnst lengra fram í tíðina í gær. Það veröur hæg breytileg átt og hiti á föstudag með 10 - 16 stiga hita en 11 -17 stig á laug- ardag. Hlýjast verbur í inn- sveitum. ■ Óska - kaffí Veitingar — ávallt f leiðinni í Vöruhúsi KÁ Selfossi Sími 98-23255 áGá gasvörur UMBOÐ FYRIR ÍSAGA SÖLUSKÁLINN ARNBERGI VIÐ SUÐURLANDSVEG SELFOSSI Fjaran okkar fegurð geymir, full aforku, sól og þangi. Unaðssœla um þig streymir, engin jurðaþóttþig langi... ...aó fá þér fjörugöngu og kaffi meö því í notalegu umhverfi hjá okkur á eftir. Sjáumst! Kaffihúsið Við fjöruborðið sími 98-31219, Stokkseyri. Hótel Selfoss: Stækkun fyrirhugub Fyrirhuguð er stækkun á Hótel Selfossi á næstu árum og mun þab verba gert í áföngum. Heibar Ragnarsson hótelstjóri segist vonast til þess ab rábist verbi í fyrsta áfangann á næsta ári, en nú standa yfir samningar viö eigendur hússins, sem er Sel- fosskaupstabur. Nú eru 20 herbergi á hótelinu, auk þess sem 18 herbergi eru í gamla hótelinu, sem er vib hlib þess nýja. Heiðar segir ekki ljóst hversu mikið hótelib verði stækkab í heild, en þegar hefur verið teiknuð viðbygging, sem rúm- ar 15 herbergi. Hann vonast eftir ab farið verbi fljótlega að vinna við stækkun sem nemur sex herbergjum og síðan verði unnið í áföngum. Hann segir að til ab anna eftirspurn á sumrin þyrfti hótelib að hafa yfir 80 herbergjum að ráða. Heiðar er ánægður með nýt- ingu hótelsins það sem af er sumri og er bjartsýnn á fram- haldið. „Þetta er gott svona fram yfir 20. ágúst en þá dreg- ur jafnt og þétt úr absókninni til loka september." ■ Bindindismótiö í Galtalœk '94: Fjölbreytt fjölskyldu- hátíö án áfengis Frá Galtalœkjarmóti. Eins og síbastlibinn aldar- fjórbung er nú haldib bind- indismót í Galtalæk, sem á undanförnum árum hefur verib ein stærsta útihátíbin á landinu um verslunar- mannahelgina. Siguröur Stefánsson, framkvæmda- stjóri mótsins, segir undir- búning hafa gengib vel, en hann hefur stabib yfir um nokkurra mánaba skeib. Fyrsta bindindismótið var haldið í Galtalækjarskógi árib 1960 og hefur það verið haldið þar æ síðan. Svæðið er nú í eigu Sumarheimilis templara. Skrifab var undir kaupsamning í júní árið 1992 og er ágóði af mótshaldinu notaður í upp- byggingu og uppgræðslu á svæbinu. Dagskrá mótsins er fjölbreytt og höföar til allrar fjölskyld- unnar. Það eru landsfrægir skemmtikraftar sem sjá um að mótsgestir á öllum aldri skemmti sér hið besta, og má þar nefna Magnús Scheving, Eddu Björgvinsdóttur, Úllen dúllen doff, Túrhillu, Bibbu, Raddbandið, Jóhann Sigurðs- son, Gísla Rúnar, Randver Þor- láksson, Hörð Torfa og Sigurð og Richard Scoubie, svo eitt- hvab sé nefnt. Aðstaöan á svæðinu er gób og hefur verið unnib mikið upp- byggingarstarf á því. Reist hef- ur verið myndarlegt veitinga- hús, danspallur, kúluhús, snyrtingar og söluskálar. Þetta, auk annarra framkvæmda á svæðinu, hefur gert svæðið sér- lega heppilegt til hátíðahalda fyrir fjölskyldufólk. Það eru um 350 sjálfboðaliðar sem starfa ab mótinu og sjá um að það fari vel fram. Gæsla er ströng og áfengisneysla á mót- inu bönnuð, en leitað er í rút- um og stöku einkabíl í hliðinu. Rútuferðir eru frá BSÍ í Reykja- vík frá fimmtudegi, í það minnsta einu sinni á dag, en á föstudag veröa farnar þrjár ferðir og á laugardag tvær. Að- gangseyrir að mótinu er 4.300 kr., en fargjald með hópferðar- bílum er kr. 2.500 báðar leiðir. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.