Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 17
8 liöa úrslit Mjólkurbikars karla: Grindavík sló út ÍBV KR, Stjarnan, Grindavík og Þór eru komin í undanúrslit Mjólk- urbikarkeppni karla, en dregib verbur í hádeginu í dag hva&a Iið mætast þar. Izudin Daði Dervic og Tryggvi Guömundsson skoruðu mörk KR í 1-2 sigri á Breiðablik í Kópavogi, en Sigurjón Kristjánsson gerði mark heimamanna. Lúðvík Jónasson og Ottó Karl Ottósson komu Stjörnunni í 0-2 gegn Fylki, á heimavelli Fylkis, áður en Ómar Bendtsen minnk- aði muninn fyrir Árbæinga. Bjarni Gaukur Sigurðsson inn- siglaði síðan 1-3 sigur Stjörnunn- ar undir lokin. Grindvíkingar eru komnir áfram eftir mikinn baráttuleik gegn Vestmannaeyingum. Markalaust var eftir framleng- ingu, en Haukur Bragason, mark- vöröur Grindavíkur, varði loks 7. spyrnu ÍBV og því sigraöi 2. deildarliðið 6-5. ■ Körfuknattleikur á Friöarleikunum: Rússar lögðu Bandaríkin Friðarleikarnir standa nú yfir í St. Pétursborg og þar gerðust þau tíðindi að Rússar sigruðu Banda- ríkjamenn 77-75, en í liði Banda- ríkjanna eru engir leikmenn frá NBA-deildinni. Hins vegar verða NBA- leikmenn á ferðinni í næsta mánuði í liði Bandaríkjanna, þegar HM hefst í Kanada, eins og komiö hefur fram í Tímanum. Einnig vekur athygli slæleg frammistaða Króata, sem töpuðu öllum leikjum riðlakeppninnar. Helstu úrslit í riðlakeppninni á HM urðu þessi: A-ribill Puerto Rico-Brasilía..........109-98 Ítalía-Króatía.................79-77 Brasilía-Ítalía ...............64-72 Króatía-Puerto Rico............79-93 Brasilía-Króatía .............101-89 Puerto Rico-Ítalía ............69-73 Lokastaöan Ítalía..............3 3 0234-213 6 Puerto R............3 2 1 271-255 5 Brasilía ...........3 1 2 263-275 4 Króatía.............3 0 3 245-270 3 B-riðill Kína-Bandaríkin.............80-89 Argentína-Kína .............74-49 Rússland-Bandaríkin.........77-75 Argentína-Rússland .........80-89 Rússland-Kína...............95-93 Bandaríkin-Argentína .......83-71 Lokastaðan Rússland.........3 3 0 262-248 6 Bandaríkin ......3 2 1 257-228 5 Argentína........3 1 2 225-221 4 Kína.............3 0 3 222-268 3 í kvöld fara svo fram undanúr- slit þar sem mætast Ítalía og Bandaríkin og Rússland og Pu- erto Rico. ■ í kvöld Knattspyrna 1. deild kvenna ÍA-Höttur................kl. 20 3. deild karla Skallagr.-Dalvík ......kl. 20 Reynir S.-Haukar......kl. 20 BÍ-Höttur................kl. 20 Völsungur-Tindast.....kl. 20 4. deild karla Ægir-Afturelding ......kl. 20 Leiknir R.-Grótta .....kl. 20 Hamar-Ármann.............kl. 20 Njarðvík-Árvakur ......kl. 20 Víkingur Ól.-Framh....kl. 20 Neisti H.-Þrymur......kl. 20 Kormákur-KS..............kl. 20 SM-HSÞ.b.................kl. 20 KVA-KBS..................kl. 20 Fyrsta Norður- landamótið í glímu Glímulandslið íslands tekur þátt í Norðurlandamóti, sem fer fram í Hróarskeldu í Dan- mörku. Mótiö hefst í dag og er haldið samhiiða Víkingaleik- um í bænum. Ólafur H. Ólafs- son, sem leiðir hópinn, sagði við Tímann að þetta væri fyrsta Norðurlandamótið sem færi fram í glímu og ef vel tækist til væri jafnvel verið að tala um keppni á hverju ári hér eftir. íslendingarnir ætla þó ekki einungis að keppa, heldur verða þeir með sýning- ar til kynningar á íþróttinni þar sem ferill glímunnar verð- ur tekinn fyrir. „Upphafið að þessu móti má rekja til Lars Enoksen frá Sví- þjóð. Hann kom hingaö til ís- lands fyrir 5-6 árum til að kynna sér fornbókmenntirnar okkar og af því leiddi að hann kynntist glímunni. í kjölfarið fær hann brennandi áhuga og æfir með okkur. Hann fær síðan menn héðan til að fara út og kenna og tekur síðan dómara- réttindi. I Svíþjóö eru u.þ.b; 30 sem æfa hjá Lars og óhætt að segja að hann sé að gera góða hluti fyrir glímuna," sagði Ölaf- ur H. Ólafsson. Danmörk, Svíþjób og ísland og líklega Noregur verða með lið á mótinu. Að sögn Ólafs, sem jafnvel er aö hugsa um að keppa, þá ættu íslendingar aö vinna nokkub öruggan sigur á þessu fyrsta Norðurlandamóti og líklega ættu Svíarnir eftir að veita þeim mesta keppni. Ólafur sagði það vera mjög jákvætt að þetta mót færi fram og það ætti örugglega eftir aö ýta undir uppgang íþróttarinnar bæði hér heima og á hinum Noröurlönd- Ólafur Haukur Ólafsson leibir íslenska landslibshópinn í glímu á NM- mótinu, sem hófst í Danmörku í dag. unum. Þeir, sem skipa þennan lands- liöshóp íslendinga, utan Ólafs, eru eftirtaldir: Orri Björnsson KR, Óskar Gíslason KR, Helgi Bjarnason KR, Fjölnir Elvarsson KR, Halldór Konráðsson Vík- verja, Stefán Báröarson Víkverja og Lárus Kjartansson HSK. Jó- hannes Sveinbjörnsson HSK og Arngeir Friðriksson HSÞ áttu ekki tök á þvi að komast með, vegna anna í vinnu. ■ Óvíst hvort Andri fer aftur til Lyn Andri Marteinsson gekk til liös við Lyn í Noregi í fyrra og ætlaði sér að leika með þeim í sumar. Hann fékk hinsvegar fá tækifæri með liðinu og var því leigður til FH aftur. Leigu- samningurinn milli félaganna. er til loka október. Andri sótti nýverið um framtíðarstarf hér á landi og þá vaknaði spurn- ingin um hvort hann væri hættur viö að fara út til Lyn aftur. „Ég á eftir eitt ár af samningi mínum við Lyn, en það kemur ekkert í ljós fyrr á nýju ári hvort ég fer út. Ég er alveg eins að leita eftir framtíöarvinnu hérna heima ef eitthvað gott kemur upp á borðib. Dvölin úti var góð meban á henni stóö, en forráða- mönnum Lyn tókst að klúðra málum bæbi fyrir leikmönnum og félaginu, sem á nú í fjárhags- erfiðleikum þrátt fyrir að fá mik- ib fjármagn fyrir tímabilið. Þeir hafa m.a. þurft að selja sína skærustu stjömu til að rétta úr Andri Marteinsson er ekki viss um hvort hann fer aftur íatvinnu- mennsku til Lyn í Noregi. kútnum. Þaö virðist því vera svo ab skútan ætli að sigla í strand. Ég vil ekki segja að ég hafi lítinn áhuga á að fara aftur út, en ég skoba bara málin þegar þar ab kemur. Meðan þau eru í ólestri er kannski ekki mikill áhugi frá mínum bæjardyrum séð," sagði Andri við Tímann. ■ Molar . . . ... Valsmenn leika heimaleik sinn við ÍBV á morgun að Hlíðarenda en ekki á Laugar- dalsvelli. Ástæöan fyrir þessu er að verið er að gera vib mibju Laugardalsvallar og því var ákvebið að leika aö Hlíðar- enda. Óvíst er hvar Valur leik- ur þá heimaleiki sem eftir eru. ... Carl Lewis hafnaði aðeins í 4. sæti í lOOm hlaupi á Frið- arleikunum og má greinilega muna sinn fífil fegri. Hann hætti síðan við að keppa á móti Mike Powell í langstökki og sagði Lewis ástæðuna vera að hann væri ekki í nógu góðu formi. ... Gheorghe Hagi fer til Barcelona þrátt fyrir allt og fær 70 miljónir í árslaun. Þröngt verbur á þingi í stór- libinu, enda eru þar fyrir stór- stjörnurnar Romario, Sto- ichkov og Koeman, en abeins mega þrír útlendingar leika í einu. ... ísland er í 42. sæti af 173 þjóbum á styrkleikalista FIFA og hefur fallib niður um fjög- ur sæti á einum mánubi, enda ekkert leikið. Búlgaria tekur stærsta stökkið, hoppar úr 29. sæti uppí það 14. Brassar eru efstir, ítalir í 2. sæti og Svíar í 3. sæti, en þeir voru í 10. sæti. Benedikt Geirsson, formaöur SKÍ, um komu kanadíska skíöalandsliös- ins í Kerlingarfjöll: ísland framtíöarkost- ur erlendra landsliða — Sncefellsjökull kemur til greina Armannshlaupið hefst á morgun „Viö hjá Skíðasambandinu viljum meina það að ísland sé framtíbarkostur til æfinga fyrir erlend skíðalandsliö yf- ir sumarmánuðina," segir Benedikt Geirsson, formaður SKÍ, en eins og Tíminn greindi frá í gær þá ætlar kanadíska skíðalandsliðið ab dvelja vib æfingar í Kerl- ingarfjöllum frá og meb deg- inum á morgun. Mebal þeirra, sem eru í hópnum, er skíðamabur sem varb í 16. sæti á síöustu ólympíuleik- um og hefur unnib til heims- bikartitils. „Öll helstu skíðasvæði í Evr- ópu eru löngu frátekin, enda eru ekki nema 2-3 jöklar í Ölp- unum sem hægt er að nota yf- ir sumartímann. ísland er því ab verða álitlegur kostur fyrir erlenda skíðamenn og því er mikilvægt ab vel takist til með dvöl Kanadamannanna hér á landi. Fyrir utan Kerlingarfjöll tel ég Snæfellsjökul koma vel til greina sem æfingaaðstöðu fyrir landsliðin," sagði Bene- dikt Geirsson að lokum við Tímann. ■ Hib árlega fjölskylduhlaup Ár- manns fer fram á morgun og hefst hlaupið klukkan 20 við Ár- mannsheimilið. Boðið verður uppá 2, 4 og lOkm hlaup og sem fyrr er ekkert skilyrði að hlaupa, heldur getur fólk bara gengib, ef því sýnist svo. Sú ný- breytni verður í lOkm hlaupinu að það verður aidursflokkaskipt og fá þrír efstu í hverjum flokki verðlaunapening. Skráning í hlaupið er í dag milli kl. 16-22 og á morgun frá kl. 12. Þátt- tökugjald er krónur 500 fyrir fullorðna og 200 fyrir börn. Fjölskylduafsláttur er veittur sé greitt í dag fyrir hlaupiö. Upp- hitun verður í höndum Magn- úsar Scheving. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.