Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 5
aSLil'Tgia igFTil *iBy iPP 5 Mi&vikudagur 27. júlí 1994 Jón Helgason: „Sumarbóla" forsætisráðherra Eftir valdatöku ríkisstjórn- ar Davíðs Oddssonar hef- ur þjóðin fengið að kynn- ast ýmsum nýjum og óvana- legum stjórnarháttum. Það hefur komið fram við meðferð ríkisstjórnarinnar á landbún- aðarmálum, þar sem hvað eftir annað hefur verið sett á svið hanaat milli ráðherranna. Lengst gekk það á sl. vetri, þegar forsætis-, utanríkis- og landbúnaðarráðherra deildu um það í marga mánuði hver hefði lofað hverju og hver heföi svikið hvað, en hags- munir atvinnuvegarins virtust þeim í léttu rúmi liggja. Niburstaðan varð sú ab utan- ríkisrábherra réði ferðinni, eins og reyndar lá fyrir þegar í upphafi. Landbúnaðarráð- herra mun hins vegar hafa talið að með sjónarspilinu gæti hann slegið ryki í augu bænda og talið þeim trú um að hann væri öflugur málsvari íslensks landbúnaðar. Á síðustu vikum hefur for- sætisráðherra sett upp eina leiksýningu enq, sem hann kallar „Sumarbólu". Utanríkis- ráðherra ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar hefur verið á þön- um milli forustumanna Evr- ópusambandsins og flutt þar boðskap sinn. Þegar hann kemur aftur úr þeirri för stefn- ir forsætisráðherrann honum á sinn fund, en þykir öruggara að kalla einnig alla utanríkis- málanefnd Alþingis til að vera sér til halds og trausts á þeim fundi. Að honum loknum heldur forsætisráðherra blaða- mannafund, þar sem hann gefur ótrúlegar og lítt skiljan- legar yfirlýsingar. „Ruglaður í ríminu?" Tilgangur blaðamannafundar- ins virðist hafa verið sá, að andmæla og þvo hendur sínar af yfirlýsingum eigin utan- ríkisrábherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, um ab vib eigum nú þegar að sækja um aðild að Evrópusambandinu, því hagsmunum okkar væri þar best borgið. Það kemur fram í eftirfarandi orðaskipt- um í sjónvarpsviðtali: Davtð Oddsson: Og ég var mjög ánægður með það hér áðan ab utanríkismálanefnd íslands, íslenska Alþingisins, hefur ekkert látið þessar um- ræður rugla sig í ríminu, menn eru algjörlega klárir á þeirri stefnumörkun sem ísland hef- ur ákvebið. Fréttamaður: í ljósi þess, sem þú ert ab segja núna, hvað get- ur þá vakað fyrir utanríkis- ráöherra í málinu eins og hann hefur sett það fram síðustu daga? Davíð Oddsson: Ég átta mig ekki alveg á því, ég hef sagt honum það, ég skil þetta ekki nákvæmlega. Fréttamaður: Ertu ab segja ab utanríkisráðherrann sé ruglað- ur í ríminu? Davíð Oddsson: Nei, það er ég ekki að segja, en þab er enginn vafi á því aö umræða af þessu tagi er til þess fallin að flækja málin. Áttalaus forsætlsrábherra Enginn, sem heyrbi þessi orð, Davíð Oddsson forsœtisrábherra á blabamannafundi. var í vafa um ab það vom um- mæli utanríkisráðherra sem forsætisráðherra sagbi að væri að rugla menn í ríminu, enda segist hann ekki átta sig á þeim og hafi sagt Jóni Baldvini að hann sé hættur að skilja utanríkisráðherra sinn. Hins vegar aftekur Davíð að Jón Baldvin sé mglaður í ríminu, þó að orð Jóns séu ofvaxin skilningi hans. Talar tungum tveim Á Stöð 2 áttu sér stað eftirfar- andi orðaskipti: Fréttamaður: En er það ekki hættulegt fyrir samningavið- ræbur, sem framundan eru við ESB, ef þab er hver höndin upp á móti annarri í ríkis- stjórninni, Jón Baldvin fer til Brussel og segir eitt, þú ferð til Brussel og segir annað? Davíð Oddsson: Jón Baldvin sagbi ekki í Bmssel... Fréttamaður: Hann gekk mjög nálægt því, hann sagði að hagsmunum okkar kynni að vera best borgið innan ESB. Davíð Oddsson: Þab sagði hann í ræðu- Fréttamaður: í ræðu? Davtð Oddsson: Já, en í viðræðum sínum við þessa aðila þá hélt hann fram stefnu íslands og ríkisstjórnarinnar, það hef ég lesið og þab hefur hann gert alveg samviskusam- lega. Fréttamaður: En þetta var ræða fyrir Evrópusambands- menn! Davtð Oddsson: Ég held að út af fyrir sig sé það okkur ekki til framdrátfar í þessari samn- ingagerð. En ég geng ekki svo langt að segja að þab spilli fyr- ir okkur. Fréttamaður: Nei, en er ekki komið hálfgert tómahljóð í ríkisstjórnarsamstarfið? Þú tal- ar um upphlaup utanríkis- ráðherra, ekki heppileg um- mæli og menn em svona farn- ir að láta ýmislegt flakka, sem ekki heyröist á fyrstu ámm þessa samstarfs. Davtð Oddsson: Ég læt nú aldrei neitt flakka svona að fyrra bragbi. En það er óhjá- kvæmilegt ab útskýra það, þegar svona kemur upp, ab málið er á villigötum. Það er ótrúlegt hvað for- sætisráðherra getur hér komið fyrir í fáum orðum dapurlegri lýsingu á stjórnarháttum og viðhorfum í ríkisstjórn hans, sem margir hafa fram að þessu ekki talið að kæmu til greina hjá íslenskri ríkisstjórn. Hér ber hann í bætifláka fyrir vettvanguíT „Á síðustu vikum hefur forsœtisráðherra sett upp eina leiksýningu enn, sem hann kallar „Sumarbólu". Utanríkisráðherra ríkis- stjómar Davíðs Oddsson- ar hefur verið á þönum milli fomstumanna Evr- ópusambandsins og flutt þar boðskap sinn. Þegar hann kemur aftur úr þeirri fór stefnir forscetisráð- herrann honum á sinn fund, en þykir ömggara að kalla einnig alla utanríkis- málanefnd Alþingis til að vera sér til halds og trausts á þeim fundi. Að honum loknum heldur for- sœtisráðherra blaða- mannafund, þar sem hann gefur ótrúlegar og lítt skiljanlegar yfir- lýsingar." utanríkisráðherra, þó að hann lýsti andstæðum skoðunum við yfirlýsta stefnu ríkisstjórn- arinnar í opinberri ræðu, af því ab hann hélt sig við þá stefnu á viðræðu-fundi meb sömu aðil- um, þar sem umræður voru bókaðar. Davíð Oddsson er áreibanlega fyrsti forsætis- ráðherrann, sem heldur því fram að gott sé að ráðherrar hafi tungur tvær og tali sitt meb hvorri. „Okkur ekki tll framdráttar" Og til þess að afsaka enn frekar vinnubrögð utanríkisráðherra ríkisstjórnar sinnar segist hann ekki ganga svo langt að segja ab þau spilli fyrir okkur, en þau séu ekki til framdráttar. Veit Davíð Oddsson ekki að það er hlutverk og skylda ráðherra að vinna að fram- gangi hagsmunamála þjóðar- innar? Þegar þeir em hættir að gera það, eins og Davíð Odds- son segir að Jón Baldvin hafi gert í síðustu utanför sinni, hafa þeir brugðist skyldu sinni, þótt ekki sé fullyrt að þeir spilli fyrir málstað þjóbarinnar, sem hann reyndar andmælir þó ekki. Það fer hins vegar ekki á milli mála, ab það er utan- ríkisrábherra, sem hann var að ásaka um að leiba málið á villi- götur, þegar hann segir að óhjákvæmilegt sé ab útskýra málib, þó að hann sjálfur láti aldrei neitt svona flakka að fyrra bragði. Hver er á villigötum? Þannig væri lengi hægt að rekja hin furbulegu vibhorf og fullyrðingar, sem forsætisráð- herra „lét flakka" í öllum orðaflaumi sínum. En ab hon- um loknum hlaut þó að vera efst í huga spurningin: Hvaða ráðherra er á mestum villigöt- um? Forsætisráðherra á að vera húsbóndi á stjórnarheimilinu. Á sama hátt og forsætisráð- herra sagbist hafa þingrofsrétt- inn og bera skylda til að beita honum ef þörf væri á, þá hefur hann einnig rétt og sömu skyldu til að leysa ráðherra sína frá störfum, gangi þeir gegn stefnu ríkisstjórnarinnar og taki ekkert tillit til orða forsætisráöherra. Óyndisúrræbi Davíðs Odds- sonar að boba til blaðamanna- fundar til að andmæla utan- ríkisráðherra staðfesti þá dap- urlegu staðreynd ab hann hef- ur glatað húsbóndavaldinu. Þab var heldur enginn afsök- unar- eba afsláttartónn í máli utanríkisráðherra eftir ásakanir Davíðs Oddssonar um ab hann væri að leiða þjóðina á villigöt- ur og segist hann hafa vinnu- frið í ríkisstjórninni, þar sem hann kippi sér ekki upp við æs- ing í mönnum. Davíð Odds- son getur ekki vænst þess ab öðlast húsbóndavaldið, þó að hann feti nú í fótspor Jóns Baldvins í Brussel og reyni að segja að ræðuhöld Jóns þar hafi verib marklaus. Slík vinnubrögb verða að- eins til að auka niðurlægingu forsætisráðherra, því þar vita menn að hann ber ábyrgð á utanríkisráðherra sínum. Við þá ábyrgð losnar Davíb Odds- son ekki, hversu marga blaða- mannafundi sem hann heldur um ástandiö á stjórnarheimil- inu, þar sem hann kvartar yfir því ab Jón Baldvin sé óþægur strákur, en ætli þó ekki ab láta hann rugla sig í ríminu og fara ab segja annab í dag en í gær, enda hafi utanríkisnefndar- menn sagt honum að hann þyrfti þess ekki. Og engar líkur eru til að þessi „bóla" hætti ab angra hann þó sumri fari að halla, heldur þvert á móti haldi hún áfram að grafa um sig og stækka. Höfundur er alþingismabur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.