Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 6
6 Mi&vikudagur 27. júlí 1994 / A valdi astarinnar Bréf frá Dóru Stefánsdóttur á Crœnhöföaeyjum Formleg hjónabönd hér á eyjunum em alls ekki eins almenn og ætla mætti hjá þjóö sem yfirgnæfandi játar kaþólska trú. Mjög algengt er að fólk taki saman og búi sam- an árum og jafnvel áratugum saman, án þess aö lögbinda sambandiö. Líklega er þaö kostnaðurinn sem vex fólki í augum. Ekki er hægt að gifta sig án þess aö kaupa sér ný föt og bjóða til veislu. Fyrir fátæk- an almenning er sjaldnast hægt að leggja til hliöar pen- inga fyrir slíkum útgjöldum og jafnvel þegar það er hægt tek- ur það langan tíma, eins og sagan af honum Djunga sýnir. Kirkjan virðist alls ekki hafa náð eyrum fólks hvað varðar gildi þess að sofa hjá bara ein- um í einu. Þvert á móti. Ég þori að veðja að ekki eru marg- ir karlmenn á mínum aldri eða yngri, sem ekki eiga sér að minnsta kosti eina ef ekki fleiri ástkonur fyrir utan sína meira og minna löglegu eiginkonu. Eiginkonan getur æpt og gólað eins og hún vill, en karlinn lætur sér sjaldnast segjast. Konan hefur um fátt að velja nema að bíta í sig skömmina og láta eins og ekkert sé, jafn- vel þó komið sé barn og jafn- vel börn utan hjónabands. Ástkonan slæst oft eins og ljónynja fyrir því að eignast karlinn og tekst stundum, ef hún er yngri, fallegri, á fallegri börn, er skemmtilegri eða býr til betri mat. Hér er það hin sterka sem ber sigurinn úr být- um. Engin furða að karlmenn álíti sjálfa sig miklar hetjur, sem fátt þurfi að leggja á sig til að bjarga hjónaböndum eða ástarsamböndum. Þetta er ekki vegna þess að menn trúi ekki á ástina. Þvert á móti. Hér hellist hún yfir fólk af bábum kynjum af slík- um þunga aö allt verður und- an að láta. Rómantískar ástar- sögur seljast eins og heitar kleinur og draumurinn um hinn eina rétta eða hina einu réttu er eilífur. Blaðamaður, sem er að skrifa við mig viðtal, tjáði mér að miðaö við hvern- ig menn hafa það hér, væri ekki til neitt sem héti ást í Evr- ópu. „Menn em svo óttalega órómantískir," sagði hann. „Það á að dekra við konur, gefa þeim gjafir og láta vel að þeim. Hverja konu dreymir um karl- mann sem sýnir henni ást sína í verki." Ég reyndi að segja honum að kannski vildu kon- ur láta sýna sér ást í öðru en gjöfum og hrósi. Kannski vildu þær láta koma fram vib sig sem jafningja. Ég er þó ekki viss um að hann hafi skilið Ast? já! Örugga ást. mig. Einn karlkyns vinnufélagi minn hrósaði sér af þyí um daginn ab kunna alls ekki að elda mat eða vinna önnur hús- verk. Mér varð að orði ab eins gott væri fýrir hann að konan hans dæi ekki á undan hon- um, þá gæti farib svo ab hann dæi úr hungri sjálfur. Hann skildi alls ekki hvaö ég var ab fara. „Ef konan mín deyr á undan mér, gifti ég mig bara aftur," sagði hann. „Nóg er af kvenfólkinu." Og þar liggur einmitt hund- urinn grafinn. Samkvæmt töl- um stjórnvalda eru nú 89 karl- menn á hverjar hundrab kon- ur. Munurinn er mestur meðal unga fólksins. Ungir karlmenn reyna eins og þeir geta að komast til útlanda og vinna þar. Ungar konur komast líka stundum burt, en yfirleitt snúa þær aftur, setjast hér að og ala sín börn hér. Fæstir ungu karl- mannanna koma hins vegar aftur og ein kona, sem „missti" manninn sinn til íslands, sagbi ab yfirleitt tæki ekki nema svona fimm ár fyrir mennina aö gleyma fjölskyld- um sínum hér. Þeir hætta smám saman að senda heim peninga og fyrr en varir em þeir búnir að eignast konur og börn í nýja landinu. Fyrir eins blóðheita menn og þá, sem hér vaxa úr grasi, er bálheit ástin í dag orðin köld á morg- Djunga sýndi mér myndirnar úr brúö- kaupinu sínu. Hann haföi fengiö sér jakka- föt og konan hvítan kjól og síöan var haldin veisla fyrir allt þorpiö. „Hvaö varstu lengi aö safna fyrir þessu?" spuröi ég. „Eitt ár?" „Nei," svar- aöi hann feimnislega, „tvö ár." un, þegar næsta ástkona birtist á sjónarsviðinu. Sem betur fer eru margar undantekningar á þessu, margir karlmenn sem fara og snúa aftur, margir sem senda peninga heim svo ámm og áratugum skiptir. Ef ekki væri vegna manna eins og þessara, væri hér bæði sultur og seyra. Með vaxandi múra á landa- mærum Evrópu og Ameríku verður líka erfiöara með ári hverju að komast burtu og lík- lega mun tölfræðilegur munur á kynjunum hverfa smátt og smátt. Spurningin er bara hvort þab er nóg til að breyta hinu félagslega ójafnvægi. Hin sterka kirkja gerir ekki mikið í þá áttina. Eins og víða annars staðar er hún valdapýr- amídi með karlmenn í öllum efstu lögunum og konur að- eins sem þjónustur og nunn- ur. Afar langt er í nokkurt jafn- ræði innan hennar. Kannski verður það eyðnin sem á eftir að breyta mynstr- inu í samskiptum kynjanna. Feimnisleg auglýsing máluð á skólavegg er kannski tákn um nýja tíma. Kona og karlmaður horfast í augu. Hún réttir hon- um smokk í pakka og segir: „Ást já, en þá örugga ást." Á popphátíðinni í Baia das Gatas (Kattaflóa) í fyrra rokseldu kvennasamtökin Morabi einn- ig boli með mynd af brosandi smokki og áletruninni „Án verjunnar, nei takk". Reyndar er hér ekki notað orðið „verja", heldur stytting á portúgölsku kenningunni „peysa Venusar" og talað um „litlu peysuna". Beinskeyttari er ekki hægt að vera í þéssu kaþólska þjóðfélagi þar sem ekki má ræða neitt á milli þindar og hnésbóta. Flestir vita þó hvað er átt við. Kirkjan fær vind í seglin að prédika „aðeins einn rekkju- naut" og gildi hjónabandsins eru dregin fram og máluð í sterkum litum. Ennþá yppta flestir öxlum og láta sem ekk- ert sé og eyðnin nær sér sífellt meira á strik. Eins og alkunn- ugt er, tekur langan tíma að fá fólk til að skipta um skoðun, og til að breyta hegðun þess á jafn mikilvægu sviði og sviði ástar og kynlífs þarf langan tíma og miklar fórnir. Höfundur starfar vib þróunarabstob i Crænhöfbaeyjum. Ljósib sem hvarf og annar ljósagangur Hér er átt við Dagsljós, sem skein í imbakassan- um á liðnum vetri. Þetta var þó nokkub fjölbreytt, en full franskt í lokin. „Ritstjórinn" kom vel fyrir og frúrnar bros- mildar og vel máli farnar, lausar við þab hvimleiða fliss sem glymur í öllum útvarpsstöbv- um, þó minnst í RÚV, sem bet- ur fer. — Vel ráðiö að draga „Naglann" út og hefðu Radíus- bræður sannarlega mátt fylgja með, eða var einhverjum skemmt? En saknað er „Ekki frétta", því síöan hann Haukur hætti er fátt um húmor í Út- varpi Reykjavík. Tími ljóssins var illa valinn, sjálft „kvöldmatarleytið", sem eftir fréttum ab dæma er hin eina sanna tímavibmibun hjá LESENDUR RÚV eftir mibaftan. Fólki er þá varla ætlab að neyta aðalmáltíð- ar í ró og næði eftir amstur dag- anna. Má því ætla að margur sitji með mat sinn og gleypi hann í sig glápandi á skjáinn og mundi hvorki talið hollt né Mannúbarleysi Hvar erum við íslendingar staddir hvað mannúð og mildi snertir? í fréttatíma ríkissjónvarps 14. júlí 1994, var sýnishorn af vinnu í mótorbát, þar sem sjáv- arafli var dreginn um borð. A.m.k. einn maður veitti fiskin- um móttöku á þilfari. Þarna sást m.a. allstór steinbít- ur. Maðurinn tók á móti hon- um meö snörum handtökum, ristí hann eftir endilöngum kviðnum, reif úr honum innyfl- LESENDUR in og fleygði honum svo sprikl- andi í fiskihrúguna. Engin til- raun var gerb til að aflífa þenn- an fisk á hreinlegan hátt. Meira var ekki sýnt á skjánum. Öllu venjulegu fólki blöskrar ab sjá svona aðferðir við aflífun þessara blessuðu dýra, sem við erum að veiða okkur til fram- færis. Nóg er nú að gert, að neyðast til ab veiba dýr í mikl- um mæli, þótt við reynum þá ab drepa þau á eins hreinlegan hátt og unnt er. Minna má þab ekki vera. Ef við töpum mannúðinni úr huga okkar, þá er illa fariö. Mannúðarleysi er þjóðinni allri til vansa og skaða. Það á ekki að líðast. Sjálfsagt væri að setja Iög um mannúðlega aflífun allra dýra, jafnt á sjó sem landi, og sjá um að þeim reglum væri hlítt. Karl Karlsson menningarlegt. Óviöeigandi er að rjúfa útsendingu með auglýs- ingum og óþörfu fréttaskoti (margtuggnum frá morgni til miðnættis). Örlítið meira um fréttir. Vel er að Ríkisútvarpið er svo efnum búið að það hefur á sínum snær- um fréttaritara á „hinum Norð- urlöndunum" til þess ab segja okkur skandinavískar ekki frétt- ir. Gott er í gúrkutíb að geta kallaö til landsfeður í fréttatíma og spurt þá um hitt og þetta, þó oft verbi fátt um svör en talað út og suöur. Já, ráðherra, takk fyrir. Rábherrann vísar bara öllu á bug! Nú er lokiö veislunni miklu, þ.e. fótboltaveislu HM, og stóð í mánuð. Ekki var ég þátttakandi í þeirri „veislu", og því ekki opnað fyrir annað en takmark- aðar hraðfréttir kl. 20 og fréttir á Stöð 2. Uppfyllingarefni sjón- varps freistaði ekki til „áhorfs". Ber vissulega að þakka sjónvarpi fyrir mánaðarfrí í vorblíðunni. Frá þeim sjónarhól er þetta „hið besta mál", eins og fjölmiðlung- ar komast að orbi. Hitt er annað mál, hvort fjöl- mennu sparkfréttaliði RÚV á að haldast uppi að vera þrýstihóp- ur sem ræður að stórum hluta yfir því efni sem flutt er í sjón- varpi. Fer þá að verba spurning um hátt afnotagjald fyrir slíkar trakteringar. Það er ekki bara frekja að „taka yfir" „Sjónvarp allra landsmanna", og virða engin tímamörk, það er ósvífni. Því verður að krefjast sérstaks sjónvarps handa tuðrulibinu. Þakka ber þá hugulsemi að gera okkur glápendur hluttakandi í bjórkráamenningunni í höfuð- borg okkar. Þar var semsé hver silkihúfan upp af annarri, söngpíur fagrar, glæsilegir lærð- ir barþjónar, rokk og röfl yfir gullnum veigum. Þó var kannski hápunkturinn ræðu- maðurinn á kassanum hverju sinni, en því verr flestir gleymd- ir nema Flosi, sem fór á kostum ab venju, og skáld frægt, sem þornaði svo í kverkum ab hann mátti vart mæla; skaði, því hann er alltaf svo skemmtileg- ur. — Væntanlega veröur þessu skemmti- og menningarverki haldið áfram. Haraldur Guðnason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.