Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 4
4 IMtdi Mi&vikudagur 27. júlí 1994 ilmfifif STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Kjósum í haust! Sú undarlega staða er komin upp í stjórnmálum á íslandi að forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru ósammála um stærsta og flóknasta mál sem þjóðin stendur gagnvart. Utanríkisráðherra hefur lýst skil- merkilega þeirri skoðun sinni að íslendingar eigi nú þegar að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Forsætisráðherra telur þetta ekki einasta óráð, heldur þýðingarlaust vegna þess að engin aðildar- umsókn verði tekin til umræðu fyrr en eftir leiötogafund ríkjanna í Evrópusambandinu eftir tvö ár. Hér er um svo mikinn ágreining að ræða að með öllu er óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin hangir saman. Tilraunir forsætisráðherra til þess að gera lítið úr þessum skoðanamun eru máttlausar. Það getur ekki verið munur á því sem utanríkisráðherra segir á fundum með erlendum stjórnmálamönum og því sem hann segir í sjónvarpi á íslandi. Ráðherra er ráðherra allan sólarhringinn, og hvort sem hann er í Brussel eða Borgarnesi. Tali ráðherra tungum tveim, er hann ekki trúverðugur, hvorki heima né erlendis. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin er að gliðna í sundur. Brottför Jóhönnu Sigurðardóttur var auð- vitað áfall fyrir stjórnina, en hún var þó ekki þess eðlis að það réttlætti stjórnarslit. Skoðanamunur Jóns Baldvins og Davíðs Oddssonar í hinum marg- slungnu Evrópumálum er hins vegar hættulegri. Þar er um að ræða afstöðu til framtíðarstöðu íslendinga og hvernig hagsmunum þjóðarinnar verður best borgið í veröld mikilla breytinga. Framundan eru mikil verkefni fyrir stjórnmála- menn og þjóðina alla. Tryggja verður hagsæld í þessu landi og nýtingu þeirra auðlinda sem haf og land búa yfir. Þjóðin er flestum öðrum þjóðum á norðurhveli jarðar háð verslun. Vöruútflutningur okkar er fyrst og fremst fiskur, en nokkuð af iðnaðarvöru, aðallega ál. Þjónusta við ferðamenn gefur auknar tekjur. Nær helmingur af gjaldeyris- tekjum þjóðarinnar fæst af fiskútflutningi. Framtíð íslenskrar þjóðar er komin undir þeim ákvörðunum sem teknar verða á allra næstu árum um samskipti við aðrar þjóðir, samninga um markaði og fjár- festingar. Tengslin við Evrópusambandið er flókið mál sem ekki verður leyst með yfirlýsingum, heldur með athugun á kostum og göllum og mati á því hvað landi og þjóð kemur best. Ósamstæð ríkis- stjórn, sem jagast um þau mál eins og unglingar á málfundi, kemst ekki að neinni niðurstöðu. Það er ekki einvörðungu spurning um hvað við getum fengið, heldur miklu fremur hvað við viljum fá. Hvar liggja hagsmunir okkar? Fjárfestingar á liönum árum hafa oft leitt til sorglegrar niðurstöðu. Þar verður að taka til ræki- legrar athugunar hvernig unnt er að fá erlent fjármagn sem áhættufé í stað lána. Þetta eru hin stóru mál. Og sú ríkisstjóm, sem nú situr, getur ekki leyst þau, þótt einstakir ráðherrar hafi skilning á þessum málum. Haustkosningar væru því besti kosturinn fyrir þjóðina — og fyrir stjórnmálamennina, sem yrðu þá að endurskoða stöðu sína og flokka sinna. Það þarf að endurskoða margt og fyrst og fremst að mynda samhenta ríkisstjórn, sem af alvöm tekst á við viðfangsefnin, en flækir sig ekki í lýðskrumi og vandræðalegum yfirlýsingum. „Sumarbolan" Hið skammvinna íslenska sum- frá þjóöinni, flokki sínum eba ar hefur sm ahrif a mannfólkiö. Þegar sólin skín eftir langan vet- ur og hlýnar í veöri, kemur upp- lyfting í sálina og sumir komast jafnvel í annarlegt ástand. Fræg- ir rithöfundar hafa skrifað bæk- ur um fyrirbrigöið „sumarást", sem yfirleitt kólnar á haustin. Rómantíkin lifnar á sumrin, ef hún getur lifnaö á annað borö. Hins vegar hefur komið nýtt hugtak inn í umræðuna hér sem er tengt sumrinu, og spurn- ingin er hvort hér er um veik- indi eöa annarlegt ástand að ræða. Hér er átt viö þegar stjórn- málamenn fá „sumarbólu". Þessar hugleiðingar um áhrif sumarsins eru tilkomnar af því að forsætisráöherra þjóbarinnar sagði á dögunum í viötali við fjölmiöla ab ýmsar yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórn hans væru bara „sumarbóla", sem bæri ekki að taka alvarlega. Þaö væri sannarlega gott ef svo væri, en þaö kemur alltaf hroll- ur í Garra ef einhvers konar bólusótt er nefnd. Hún getur verib illkynjaður sjúkdómur og það er ekki víst að hún hverfi meö haustinu, þegar fer að kólna í vebri. „Sumarbólan", sem herjar á ríkisstjórnina, lýsir sér í ýmsum myndum. Hún virðist herja þannig á utanríkisráðherrann að hann gleymir því algjörlega erlendis ab hann þiggur umboð ríkisstjórninni og talar í eigin nafni eins og andinn innblæs honum. Garri er svo hræddur við bólusótt að hann hefur GARRI miklar efasemdir um að þetta lagist með haustinu. Allt eins getur verið að þetta ágerist. „Sumarbólan" getur verið smitandi. Það gæti verið ab Frið- rik Sophusson hafi fengið snert af henni, þegar hann fór skyndilega að heimta erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi. Sig- hvatur Björgvinsson tók undir þetta, en hann er líklegur ab dómi Garra til þess að vera með sumarbólu allt áriö. Allt hans hátterni bendir til þess. Þannig herjar ein allsherjar bólusótt á ríkisstjórnina. For- sætisráöherra liggur í fundar- gerðum frá Brussel til þess að gá ab því hvort, eða hvað mikið, utanríkisráðherra hafi ruglað á fundum þar. Síðan fer hann sjálfur þangað til þess að rugla forustumenn Evrópusambands- ins ennþá meira í ríminu. Jó- hanna Sigurðardóttir fékk svo hastarlega „sumarbólu" að hún sagbi sig úr ríkisstjórninni og skellti sér austur á land í rjóma- tertuát og siglingar og skilur ekkert í því hvað fólk hefur það skítt eftir ráðherratíð sína í sjö ár. A suma ráðherrana hefur bólan þau áhrif að það heyrist ekkert í þeim, t.d. umhverfisráð- herra sem hefur ekki látið orð frá sér fara í fjölmiðlum í allt sumar. Ekki veit Garri hvort það er fyr- ir áhrif „sumarbólunnar", að fréttir birtust nú í byrjun vik- unnar í einu vikublaðanna um að utanríkisráðherra hefði ætlað að stökkva upp á borð og brotið á sér hnéskelina. Ekki fylgdi fréttinni hvort þetta var á ríkis- stjórnarfundi, eða hvert tilefnið var. Kannski hefur Jón Baldvin verið að líkja eftir Hermanni Jónassyni, en hann lék þab stundum í góðum hópi aö hoppa jafnfætis upp á borð og tókst þaö, enda íþróttamaður góbur. Nú bíða menn hins vegar spenntir eftir því hvort „sumar- bólan" hjaðar, eða hvort grefur í henni þannig að stinga þurfi á henni með kosningum. Garri Verktakinn á Reyni leysir vandann Þab var austur í Kóreu fyrir margt löngu að fram fór keppni milli Is- lendinga og Svía um hvor þjóðin ætti að fá ab halda handbolta- mót árið 1992. Svíar sigmbu, en í sárabætur fengu íslendingar vil- yrði um að fá að halda bolta- keppnina 1995 að uppfylltum einföldum skilyrðum, svo sem eins og að geta boðib upp á full- nægjandi aðstöðu til að hýsa lokakeppnina. Niburstaðan var túlkuð sem einstakur íslenskur sigur og íþróttaforkólfar og legátar þeirra á fjölmiðlunum komu því til skila ab heimurinn stæði á önd- inni af spenningi yfir því að handboltakeppni skyldi haldin á Islandi. Orðstír þjóðarinnar barst um heiminn, sem bíður óþreyju- fullur eftir keppninni sem á ab færa hundmð milljóna í þjóðar- búið samkvæmt útreikningum þeirra sem ætla að halda keppn- ina, en hafa ekki getu til að leggja henni til nauðsynlegt fjár- magn. Vangaveltur án enda Síöan handboltahreyfingin hreppti hnossib í Kóreu er búið að bollaleggja mikið um hús yfir úrslitaleik keppninnar og glæstar skýjaborgir verið reistar í fleiri sveitarfélögum. Húsbyggingasaga handbolta- hallarinnar er efni í mikiö lista- verk, eins og söguna „Ferbin sem aldrei var farin" sem Sigurbur Nordal setti saman og er með merkari bókmenntaverkum. En kannski enginn nenni ab búa til vandaba skáldsögu úr efni eins og handboltahöllinni sem aldrei var reist. Þann tíma, sem vangavelturnar um handboltahúsið hafa stabið yfir, er búib ab leggja milljarða í íþróttamannvirki hér og hvar, t.d. á Þingeyri, Reykjavík og í Kópavogi. En engin niðurstæða fæst um hvort reisa eigi einnota handboltahöll eða fjölnota íþróttahús yfir úrslitakeppnina í handboltanum, þótt verktaki sé búinn ab taka ab sér miðasöluna á heimsmeistarakeppnina á ís- landi. En það er aukaatriði, því ekki er nauðsynlegt að prenta adressu keppninnar á aðgöngu- miðana, sem brátt verður farið að selja. Börn, sem koma undir um versl- unarmannahelgina, fæðast um það bil sem handboltakeppnin Á víbavangi mikla á ab fara fram á ættlandi þeirra. Samt liggur ekkert fyrir um hvar og hvernig keppnishús, sem tekur átta þúsund áhorfend- ur, á að rísa. Lausnin Ábyrgöarmenn boltaleikja blaðra eins og álfar út úr hól um væntanlega keppni og láta sér aldrei detta annað í hug en ab skýjaborg þeirra líkamnist með yfirnáttúrlegum hætti í fyllingu tímans. Þeir trúa á stjórnmála- menn og opinber framlög og treysta þvl sem endranær ab landsfeður og borgarmæður greibi skemmtanir þeirra og tóm- stundagaman af skattpeningum. Byggingasaga keppnishússins er með þeim hætti að enginn, sem komið hefur þar nærri, hefur sagt orð af viti eða staðið vib nein þau fyrirheit sem bryddað er upp á. Teikningar, fmmsamd- ar og stolnar, em kynntar. Brjál- uðum kostnaðaráætlunum slengt fram og byggingartími áætlaður eftir hentugleikum. Ríki og sveitarfélög kasta illa gmnduðum loforðum um fram- lög til hússins sem aldrei rís á milli sín, og þrýstihópar sýna og sanna ab nóg sé til af peningum hjá þeim opinbem og ab svaka- legur gróði verði af íþróttahöll- inni sem grunnmúmb er í hugar- heimi þeirra, en er annars hvergi til, ekki einu sinni á teikniborði. íþróttahöllin mikla hefur verið ab velkjast um í nokkur ár án þess að nokkur sála hafi tekið ákvörðun um að borga hana og forystusauðir handboltakeppni rausa stöbugt um að þeir trúi ekki ööm en að einhver byggi yf- ir þá heimsmeistarahús sem tek- ur átta þúsund áhorfendur í sæti. Óskhyggjan og ruglið er komib á það stig aö einhver hlýtur ab fara að blása vitleysuna af. En hver þessi „einhver" er liggur ekki í augum uppi, fremur en hverjir bera ábyrgð á lönguvit- leysunni. En sé það enn alvara að byggja höllina glæsilegu, gætu menn reynt ab leita til kirkjusmibsins á Reyni. Hann reyndist vel þegar allt var komið í óefni og ekki byrjað að reisa byggingu um þaö bil sem henni átti ab vera lokib. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.