Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 19
Mi&vikudagur 27. júlí 1994 VMmi 19 Fögur er fjallasýn. Perla í mi&ju landi Myndir og texti: Cunnar Sverrisson Það eru ekki margir mánuðir yfir vetrartímann sem skíöamenn geta stundað íþrótt sína hér á landi. En það er vænn kostur að geta heim- sótt Kerlingarfjöll á mibju sumri. Ekki spillir fyrir fegurö staðarins til að njóta náttúrunnar. Tjald- stæbi, gistiskálar, matur og heitir laugarpottar standa ferðalangnum til boöa, allt á einum stað. Og ferð í Kerlingarfjöll er brábsnibug fyrir þá sem eru ab stíga sín fyrstu skref í átt til að vera góðir skíöamenn. Það er boðið upp á fyrirmyndar skíðakennslu, bæöi fyrir byrjend- ur og þá sem lengra eru komnir. Engum ætti aö leiðast þegar kvölda tekur, því skíðakennarar og abrir starfsmenn bjóða upp á skemmtilegar kvöldvökur fyrir unga sem aldna undir traustri stjórn Valdimars Örnólfssonar. ■ Skíbakappi í léttri sveiflu. Skíbabretti njóta sífellt meiri vinsælda og eins og sjá má á þessari mynd er margt hægt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.