Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 27. júlí1994
7
Vægð við þá sem
„myrða yndi sitt"
O.J. Simpson og Nicole Brown Simpson, sem margir telja víst aö hann hafi myrt.
eiginkvenna eru gjarnan af
hefðbundna taginu. Geti lög-
maður ákærða lagt fram gögn
af því tagi, sem drepið var á hér
að ofan, fallast kviðdómendur
oft á að eiginkonan/ástkonan
sem myrt var hafi með ögrun-
um og auðmýkingum spanað
eiginmanninn/ástmanninn til
ódæðisins.
í Kaliforníu og mörgum öðr-
um fylkjum Bandaríkjanna er
erfitt að koma að í réttarhöld-
um vitnisburðum um ofbeldi
af hálfu manns, ákærðs fyrir
morð, á heimili hans fyrir
morðið, sökum þess að dóm-
stólar líta svo á að slíkar frá-
sagnir séu of æsandi fyrir kvið-
dómendur og þar að auki óvið-
komandi fyrirliggjandi stað-
reyndum í morðmálinu sjálfu.
Erfiðleikum er bundið fyrir
saksóknara að komast yfir
þessa hindrun, sérstaklega ef
um er að ræða aðrar konur en
þá sem síðast varð fyrir ofbeldi
ákærða.
1983 kom fyrir rétt í Los
Angeles John nokkur Sweeney,
forstjóri veitingahúss sem hét
Ma Maison. Hann var ákærður
fyrir að hafa kyrkt ástkonu
sína, leikkonu sem Dominique
Dunne hét. Verjandi hans, Mi-
chael L. Adelson, fékk komib í
veg fyrir að vitnisburðir um of-
beldi Sweeneys gegn öðrum
konum, sem hann hafði verið í
vinfengi vib, væru teknir til
greina. Hér hefði verið um að
ræða dæmigerðan ástríðuglæp,
hélt verjandinn fram. Á æsku-
heimili Sweeneys hefbi verið
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
John Sweeney (t.h.) og verjandi hans, Michael L. Adelson: slapp út eftir tœplega fjögur ár.
Andi gamalla
enskra laga sagöur
gera aö verkum aö
bandarískir dóm-
stólar séu eftirgef-
anlegir viö karl-
menn sem myröa
eiginkonur sínar og
ástkonur
Svo er að heyra að margir
Bandaríkjamenn séu þeg-
ar sannfærðir um sekt O.J.
Simpsons, ruðningskappa
m.m., sem ákærður hefur ver-
ib fyrir ab hafa myrt fyrrver-
andi eiginkonu sína og vin
hennar. Líkurnar gegn Simp-
son virðast sterkar. Þar á með-
al eru neyöarkall til lögregl-
unnar frá konunni, kvartanir
hennar til lögreglunnar þar
áður og blóðdropi á vettvangi
glæpsins sem yfirgnæfandi lík-
ur eru á ab sé úr Simpson.
Þar með er engan veginn víst
ab hann verbi fundinn sekur
um morð. Ekki er víst að öll
þau gögn, sem mæla gegn
Simpson, verði lögð fyrir kvið-
dóminn. Þar að auki eru í lög-
um og hefðum þröskuldar sem
oft hafa oröið til mikillar
hjálpar bandarískum karl-
mönnum sem myrt hafa eig-
inkonur sínar og ástkonur.
Manndráp í stab morös
Jafnvel þótt ákærði í slíku
dómsmáli játi sig sekan, hefur
hann möguleika á að verða
dæmdur fyrir manndráp í stað
morðs. Það þýöir mikla stytt-
ingu fangelsisvistar. Þetta tekst
gjarnan ef sannað þykir að um
hafi verib að ræba ástríðuglæp,
framinn í hita augnabliks en
ekki af köldum ásetningi. í slík-
um tilfellum kemur ákærða að
góðu haldi ef hann getur sýnt
fram á að hann hafi af hálfu
konu sinnar sætt ögrunum og
auðmýkingu (framhjáhaldi,
háðsglósum viðvíkjandi kyn-
lífi, kulda og frávísun). Með
þetta í höndunum getur leik-
inn verjandi oft snúið kvið-
dómendum á band ákærða.
Viðhorf þeirra um hjónaband-
ib og hlutverk eiginmanna og
mikiö um ofbeldi og þegar
Dunne hafnaði honum hefði
eitthvað „slitnað" í honum.
Kviðdómurinn komst að þeirri
niðurstöðu að Sweeney hefði
að vísu framið manndráp af
ásettu ráði, en sá ásetningur
hefði skapast á stundinni og
staðnum; um áður fyrirhugaö
morð hefði ekki verið að ræða.
Sweeney slapp með tæplega
fjögurra ára fangelsisvist.
Sóun á eign
Bandarísk lög að baki varnar af
því tagi, sem ab ofan greinir,
eru nútíma afbrigði af gömlum
lögum enskum. Hugmyndin á
bak við þau, segir í grein um
þetta mál í The New York Tim-
es eftir James Hoffman, er ab
eiginmaður sem drepi eigin-
konu sína sói eign sinni, en
eiginkona sem drepi eigin-
mann sinn, húsbóndann á
heimilinu (the king of the ma-
nor), hafi gerst sek um drottin-
svik. Fram á fyrstu ár áttunda
áratugar voru í gildi í Texas og
Nýja Mexíkó lög á þá leið, að
stæði maður konu sína ab
framhjáhaldi og dræpi hana
þessvegna, gæti hann með
gildum rökum haldið því fram
að glæpurinn hefði verib rétt-
lætanlegt manndráp og fengið
á þeim grundvelli sýknun.
Lög hinna ýmsu fylkja skil-
greina mismunandi hvab sé
ástríðuglæpur. Sum taka þá
skýringu því aðeins gilda að
manndrápið hafi verið framið
þegar eftir ögrandi atvik. En
1976 kom fyrir hæstarétt Kali-
forníu mál manns, sem beðið
hafði í 20 klukkustundir eftir
konu í íbúb hennar til að drepa
hana. En hæstirétturinn úti-
lokaði samt ekki að skilgrein-
ingin um ástríðuglæp ætti hér
vib. Biðin langa í íbúðinni
hefði verið til þess fallin að
magna reiði ákærða.
Verjendum verður hvað mest
ágengt í slíkum málum ef þeir
geta gert glæpinn ab harmleik í
augum kviðdómsins, sannfært
kviðdómendur um ab það sem
rekið hefbi ákærða til glæpsins
hafi verið (of) mikil ást hans á
þeirri myrtu. Jack H. Litman,
lögmaður og verjandi í New
York, segir: „Maður reynir að fá
til kviðdómendur sem sjálfir
hafa komist í mikla ólgu til-
finningalega, hafa verið mjög
ástfangnir, misst þann/þá elsk-
aða/elskubu á einn eða annan
hátt og þjábst vib þab svo mjög
að þeim hafi fundist sem lífi
þeirra væri lokið."
Af ótta fremur en reiöi
Þegar bandarískar eiginkonur
drepa eiginmenn sína (sem er
miklu sjaldgæfara) taka dóm-
stólarnir á málunum mjög á
annan hátt, ab sögn fyrrnefnds
Hoffmans. Þá er þab verjand-
inn sem reynir eftir bestu getu
að koma að vitnisburðum um
fyrra ofbeldi í hjónabandinu
(af hálfu eiginmannsins), en
sækjandinn reynir að bægja
slíkum vitnisburðum frá —
gagnstætt því sem er þegar eig-
inmaður hefur myrt eigin-
konu.
Bandarískum sækjendum og
verjendum ber saman um að
konur drepi eiginmenn sína og
elskhuga frekar af ótta sökum
en reiði, enda þótt einnig séu
þess dæmi að konur hafi fram-
ið slík manndráp af fullkom-
inni bræbi. Grace L. Suarez,
varnarlögmaður í San Fransi-
skó, segir: „Konur geta umbor-
ið eiginmenn, sem berja þær
eða eru stöðugt ab stíga í væng-
inn við annað kvenfólk, en
ekki þá sem gera hvortveggja.
Þá reyna þær að fá skilnað meb
Smith & Wesson (skamm-
byssutegund)." Sumir banda-
rískir lögfræðingar segjast sjá
þess merki ab kviðdómar séu
tregari til að taka gildar fullyrð-
ingar kvenna um ab þær hafi
framið ástríðuglæp en karla
sem reyna að koma fyrir sig
þeirri vörn. Ýmsir þykjast sjá í
þeirri tregðu kviðdómenda
vott þess að andi gömlu ensku
laganna, sem fyrr var á drepið,
lifi enn í þeim. ■