Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 14
14 ». no r '!!>.; • •• “•» * Mibvikudagur 27. júlí 1994 / tímum atvinnuleysis og samdráttar í þjóöar- búskapnum er mikil áhersla lögö á upp- byggingu feröaþjónustu á Is- landi. Við skipulagningu um- hverfis og húsnæöis virðist þó oft hafa gleymst aö gera ráö fyrir því að til væri fólk í hjóla- stólum. Þaö rekst því alls staöar á hindranir: tröppur, þrösk- ulda, hurbir sem eru svo þröng- ar aö hjólastólar komast ekki inn um þær, of langar og bratt- ar skábrautir, salernisaöstöðu sem er svo lítil aö fatlaöir kom- ast ekki úr hjólastól yfir á sal- erniö og svo mætti lengi telja. Auk þeirra, sem eru bundnir hjólastól, er stór hópur fólks meö spelkur, hækjur, sem styðst viö staf eöa á á einhvern hátt erfitt meb gang. Þetta fólk lendir einnig í vandræöum meb tröppur og stiga sem og þar sem það þarf að ganga yfir óslétt svæöi. Þegar rætt er viö fatlaða kem- ur þó fljótlega í ljós aö þaö eru ekki allar þessar hindranir sem gera þeim erfiöast fyrir aö ferö- ast, heldur skortur á upplýsing- um um þá staöi sem aðgengi- legir eru fötluðum. Slíkum upp- lýsingum hefur aldrei veriö safnað og þær er almennt ekki aö finna í ferðabæklingum. Upplýsingamiðstöö ferðamála gekk eitt sinn svo illa að afla upplýsinga fyrir erlenda konu í hjólastól, sem ætlaöi aö ferðast um landiö í tvær vikur, að á endanum dvaldi hún í Skafta- felli allan tímann. Jóhannes Þór Guöbjartsson, formaður Sjálfsbjargar í Reykjavík, segir að útlendingar, sem hafa áhuga á að ferðast um ísland, hætti oft við, af því aö ekki sé hægt að afla nægilegra upplýsinga fyrir þá. En hvaða ferðaþjónusta skyldi vera á boðstólum fyrir fatlaða? Skipulagbar ferðir á vegum félagasamtaka Sjálfsbjörg stendur fyrir viku- ferö meö rútu á sumrin og dagsferöum aö hausti og vori. I fyrrasumar var farið um Vest- firði og áætlað er að fara yfir Kjöl og um Noröur- og Austur- land í sumar. Leiösögumaöur og aöstoöarfólk eru meb í þess- um ferðum og em þær mjög vel sóttar. Einnig má nefna Styrkt- arfélag lamaöra og fatlaðra, sem starfrækir sumarbúöir fyrir fötluö börn, og ferðir sem Þroskahjálp stendur fyrir. Þjónusta fyrir þá sem ferðast á eigin vegum Eins og áöur sagði er erfitt aö nálgast upplýsingar um aö- gengi fyrir hreyfihamlaöa, en spurst var fyrir á nokkrum stöö- um. Hótel í bæklingi frá Samtökum veit- inga- og gistihúsa eru hótel að- gengileg fötluöum merkt sér- staklega. Þetta eru 7 af 9 hótel- um í Reykjavík og Hafnarfiröi, en 8 af 50 hótelum úti á landi. Ekki eru öll hótel í þessum sam- tökum. Þarna er miðað viö að fatlaöir geti komist um hjálpar- laust, en á skrifstofu Samtak- anna fengust þau svör aö fleiri hótel væru aðgengileg fyrir þá sem heföu aðstoðarmann. Ferðaþjónusta bænda Víöir Þorsteinsson, formaöur Samtaka endurhæföra mænu- skaddaðra (SEM), segir að fyrir nokkrum árum hafi fatlaöir varla lagt í ab ferðast nema eiga sérútbúna bíla sem þeir gátu gist í. „Þetta hefur breyst. Feröamöguleikar fatlaöra hafa aukist á undanförnum árum, ekki síst meb tilkomu Feröa- þjónustu bænda. Þar með hefur leiöin milli gististaða styst og við erum mjög þakklát hverjum þeim sem hugsar fyrir okkar þörfum. Hjá Ferðaþjónustu bænda hefur þó ekki verið gerð úttekt á aðgengi fatlaðra. í upp- lýsingabæklingi Feröaþjónust- unnar frá 1993 sést alþjóblegt merki um aðgengi fyrir fólk í hjólastólum hvergi og af 112 stöðum sem bjóöa gistingu taka 2 fram í texta að þeir geti tekiö á móti fötluðum. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðaþjónust- unni geta líklega 7 bæir tekið á móti hreyfihömluöum sem eru einir á ferö. Mun fleiri staöir eru aögengilegir fötluðum ef þeir hafa aöstoö og starfsmenn eru einnig fúsir aö hjálpa til. Hinsvegar eru ekki til upplýs- ingar um hvaða staðir þetta eru. Sumarbústaðir Mjög vinsælt er meöal íslend- inga að leigja sumarhús í eina eöa fleiri vikur. Víöir Þorsteins- son segir að SEM-samtökin hafi líklega verið þau fyrstu til aö byggja sérútbúið sumarhús fyr- ir fatlaða. „í rauninni þarf lítib til, bara ef hugsað er út í þaö frá upphafi. Aökoman að hús- inu þarf aö vera slétt og salerni og sturta þurfa að vera rúmgóð. í raun þurfa þessir bústaðir ekki aö vera neitt dýrari í byggingu. Það er ekkert dýrara að hafa gólfin slétt og sleppa þröskuld- um og nokkrir bústaðir eru því til sem eru óvart aðgengilegir fötluðum. Einnig er lítið mál aö hækka heitan pott upp, eins og viö gerðum, til aö hægt sé aö komast beint ofan í hann." Bú- staður SEM-hópsins er mikið notaður á sumrin og einnig nokkuö um helgar yfir vetur- inn. Yfirleitt eiga félagasamtök a.m.k. einn bústað aðgengileg- an hreyfihömluöum. BSRB lét t.d. breyta einum bústaöa sinna í Munaöarnesi þannig aö fatl- aöir geti notað hann. Salerni Sigurður segir aö salernisað- staöa við þjóöveginn hafi batn- aö stórlega, en sé samt óviðun- andi. „Þaö eru hvergi merking- ar sem segja hversu langt er í næsta salerni, þannig aö fólk sem ætlar hringveginn getur aldrei gengið að þeim vísum. í nýjum veitingastöðum er aö- staða oft fyrir hendi, en sum- staðar er langt á milli salerna og fólk í hjólastól hleypur ekki út og pissar úti í móa, eins og heilbrigðir geta gert. Ef maður í hjólastól ætlar yfir Kjöl, kemst hann ekki á salerni frá Laugar- vatni til Blönduóss, sem er yfir 200 kílómetra vegalengd. Ferðafélögin hafa byggt skála á leiðinni, en ýmist komast hjólastólar ekki upp aö þeim eöa þeir eru of þröngir." Flugfélög Tiltölulega auövelt er fyrir fólk í hjólastólum aö feröast meö flugvélum. Það er boriö inn og út úr vélinni og stólum og far- angri komið fyrir. Þó hefur fólk í sérútbúnum rafmagnshjóla- stólum lent í vandræðum þar sem ekki hefur verið hægt að taka stólana meö og þaö hefur því lítib getaö bjargað sér á áfangastað. Flugstöðvarbygg- ingar eru flestar aögengilegar fólki í hjólastól, en þó ekki all- ar. Bílaleigur Starfsmenn á bílaleigum vissu ekki til þess að til væru bíla- leigubílar á íslandi sem hægt væri aö keyra hjólastóla inn í. Þau svör fengust að engin eftir- spurn væri eftir slíkum bílum. Húsdýragaröurinn Þingborg Áningarstaöur við hringveginn 7 - * p ^ ^ km austan við Selfoss. YvVV%” ® w/r/! Fyrir yngstu ferðalangana: Kálf- X % 1 CÞ ar, kettlingar, hvolpar, kiðlingar, -;r' - . kanínuungar, lömb og margt fleira. C ,,;; I , rrrp Einnig til leigu þægir barnahestar L-iJ. u-U| j 11 [ 111111 lujjj-l-i; og teymt undir ef með þarf. ÍLT ”” Veitingasala í Félagsheimilinu. jMp Opið laugardaga og sunnudaga frá 'Tl M ^ ^ kl. 14 -19, tjl 14. ágúst. Félagsheimilið Þingborg olis Minni-Borg Grímsnesi Ekki bara bensín

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.