Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 18

Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 18
18 Mi&vikudagur 27. júlf 1994 Auglýsing um kosningarétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis hafa Islending- ar sem flust hafa af landi brott og sest að erlendis kosn- ingarétt hér í átta ár frá því að þeir fluttu lögheimili sitt, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Þeir eru því sjálf- krafa á kjörskrá þann tíma. Að þessum átta árum liðnum falla menn af kjörskrá nema sérstaklega sé sótt um að fá að halda kosningarétti. Því þurfa þeir, sem vilja vera á kjörskrá, en fluttu af landi brott fyrir 1. desember 1986 og hafa verið búsettir erlendis síðan, að senda umsókn til Hagstofu (slands fyrir 1. des- ember 1994, til þess að halda kosningarétti. Kosningarétt- urinn gildir þá til 1. desember 1998, en endurnýja þarf hann með nýrri umsókn fyrir lok þess tíma. Umsókn skal senda Hagstofu (slands en eyðublöð fást í sendiráðum íslands erlendis, sendiræðisskrifstofum, skrif- stofum kjörræðismanna og hjá fastanefndum við alþjóða- stofnanir. Einnig er hægt að fá eyðublöðin á afgreiðslu Hagstofunnar. Umsækjandi verður sjálfur að undirrita umsókn sína. Einungis þeir sem einhvern tíma hafa átt lögheimili á ís- landi geta haft kosningarétt hér. Kosningaréttur fellur niður ef Islendingur gerist ríkisborgari í öðru ríki. Kosningaréttur miðast við 18 ára aldur. Reglur þessa gilda með sama hætti um kjör forseta íslands en ekki um kosningar til sveit- arstjórna. Sé umsókn fullnægjandi skráir Hagstofa íslands umsækj- anda á kjörskrá þar sem hann seinast átti lögheimili sam- kvæmt þjóðskrá. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 26. júlí 1994 ÚTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið Álftanesæð 1. áfangi. Verkið felst í að endurnýja hluta af aðveituæð fyrir Bessa- staðahrepp milli Engidals og Garðaholts. Æðin er 0300 mm stálpípa í 0450 mm plastkápu. Heildar- lengd er um 1.200 m. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 28. júlí 1994, gegn 15.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. ágúst 1994 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 ÚTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Nesjavallavegur, Vegmálun". Verkið felst í að mála miðlínur og marklínur á Nesjavallaveg og heimreið að Nesjavöllum. Lengd vega er samtals um 25 km. Verkið skal vinna á tímabilinu 15. - 25. ágúst 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 10.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 10. ágúst 1994 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Aðsendar gréinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blabinu þufa að hafa borist ritstjórn bla&sins, Stakkholti 4, gengiib inn frá Brautaholti, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistab í hinum ýmsu ritvinnsluforritum'sem texti, e&a vélrita&ar. sími (91) 631600 Á skíöum skemmti ég mér... Börn oð leik eftir velheppnaöa skíöaferö. Tjaldstœöi Kerlingarfjalla í baksýn. Camli skíöarefurinn Valdimar Örnólfsson stjórnar kvöldvöku afröggsemi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.