Tíminn - 27.07.1994, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 27. júlí1994
9
VERSLUNARMANNAHELGIN
Þjóöhátíö í Vestmannaeyjum:
Um þrjú þúsund með flugi á Þjóðhátíb
Svo virðist sem fjöldi Þjóöhá-
tíðargesta, sem nýta sér
þjónustu flugfélaganna, hafi
aldrei verið meiri en nú stefnir í
um verslunarmannahelgina, og
gera má ráb fyrir að þau flytji nú
um þrjú þúsund manns til Vest-
mannaeyja. Talsmenn tveggja
stærstu flugfélaganna, Flugleiba
og íslandsflugs, eru ánægbir og
sögðu ab allt væri að fyllast.
Hvort þetta er vísbending um að
metaðsókn á Þjóbhátíð sé í upp-
siglingu er erfitt aö segja, en ljóst
er þó að gríðarlegur áhugi er fyr-
ir hátíðinni.
Páll Halldórsson, forstöðumað-
ur innanlandsflugs Flugleiða,
segir mikla ásókn vera í Vest-
mannaeyjaflugið í tengslum vib
Þjóðhátíð í Eyjum og nefndi sem
dæmi að ráðgerðar væru 29 ferð-
ir til Eyja á mánudag og verða
ferðirnar fleiri en nokkru sinni
ábur. Páll giskaði á að Flugleiðir
myndu flytja á bilinu 1800-2000
manns á Þjóbhátíð í Eyjum og
sagði hann ab reynt yrði að
fjölga ferðum eins og kostur er,
en allt væri þó að fyllast. Hvað
aðra stabi á landinu varðar, segir
Páll að fjöldi farþega á alla helstu
áfangastaöi á landinu væri ívið
meiri, en enginn skæri sig út úr.
Sveinn Ingvarsson, afgreibslu-
stjóri hjá íslandsflugi á Reykja-
víkurflugvelli, var sömuleiðis
ánægður með þróun mála síð-
ustu daga. Hann segir ab þab
stefni í að félagið flytji um 700
farþega til Eyja og gera má ráð
fyrir að í dag sé þegar orðið upp-
selt hjá félaginu til Vestmanna-
eyja, en íslandsflug flýgur á bil-
inu 35-38 ferðir á fimmtudag og
föstudag. Þegar uppselt verður í
ferðirnar, verður þeim sem leita
til íslandsflugs bent á að Ieita til
Flugtaks, en þeir verða með ferð-
ir út í Eyjar frá Hellu. Sveinn seg-
ir að félagib gæti annað mun
meiri eftirspurn, ef ekki væri sá
flöskuháls aö fljúga þyrfti með
þá farþega, sem fara á fimmtu-
dag og föstudag, alla heim á
mánudeginum og miða þyrfti
sætaframboð við það.
Af öbrum stöðum nefndi
Sveinn að talsverö eftirspurn
væri eftir að fljúga á Gjögur og
þar væri um ferðamenn að ræða
sem ætluðu á Hornstrandir.
Einnig væri ásókn í ferðir á Nes-
kaupstað og Egilsstaði.
Sú nýbreytni var nú tekin upp
hjá íslandsflugi, að ekki er leng-
ur hægt að bóka sæti í flug til
Vestmannaeyja í tengslum við
Þjóbhátíð, heldur verbur ab
greiða farib strax. Sveinn segir
þessa nýbreytni hafa tekist vel
og tryggja þab að einungis þeir,
sem ætla í raun að nota sætið, fái
að gera þab.
Stœrsta flugeldasýning landsins í Herjólfsdal:
Þjóðhátíb
Vestmanna-
eyja haldin
í 120. sinn
Þjóbhátíð Vestmannaeyja
verður haldin í 120.
skiptib um verslunar-
mannahelgina. Hún var fyrst
haldin 1874, en þá afhenti
Danakonungur íslendingum
stjórnarskrá á Þingvöllum.
Eyjamenn komust ekki á þjóð-
hátíðina á Þingvöllum, heldur
skunduðu inn í Herjólfsdal og
héldu sína eigin þjóbhátíð.
„Undirbúningur gengur mjög
vel, mannskapurinn er sam-
hentur í þessu og öll mann-
virki meira og minna komin
upp," segir Bjarni Guðjón
Samúelsson, framkvæmda-
stjóri þjóbhátíðarinnar í Eyj-
um, en það er Knattspyrnufé-
lagið Þór sem heldur hátíðina
ab þessu sinni.
Eyjamenn segjast geta státað
af mjög góöri verslunar-
mannahelgardagskrá þetta ár-
ið. Af skemmtikröftum og
hljómsveitum, sem koma fram
á þjóðhátíð í Eyjum, má nefna
Raddbandið, SSSól, Vini vors
og blóma, Örn Árnason,
Magnús Ólafsson, Borgardæt-
ur, Upplyftingu, Örvar Krist-
jánsson og fleiri. Barnadag-
skráin er sérstaklega vegleg, El-
va Ósk og Stefán ásamt Bjössa
bollu sjá um sérstakt barna-
gaman, en Upplyfting sér um
barnaball. Sérstök hæfileika-
keppni þjóðhátíðarinnar verð-
ur á laugardag. Hún fer fram í
fjórum riblum og samanstend-
ur af söngkeppni, danskeppni,
látbragðsleik og upplestri.
Fyrir þá, sem hafa gaman af
rakettum og púðurkerlingum,
verður stór flugeldasýning á
miðnætti á laugardag. „Sú
stærsta sem verib hefur á land-
inu," segir I dagskrá frá Þórsur-
um í Vestmannaeyjum.
í söngkeppni syngur hver
þátttakandi (dúett eða hópur)
eitt lag að eigin vali. í dans-
keppninni fá pör að sýna
hæfrri sína í dansi við tónlist
semjjað kemur sjálft meb. Lát-
bragðsleikurinn byggist upp á
sjálfstæðu atriði hvers kepp-
anda og í upplestrinum les
hver þátttakandi upp frum-
samið efni. Dómnefnd velur
fjóra er keppa til úrslita í hverri
grein. Verðlaun verða ekki gef-
in upp fyrirfram nema í söng-
keppninni, þar fær sigurvegar-
inn að hljóbrita lag sem ætlað
er að komi út á safnplötu.
Það má því að vanda búast
við vel heppnaðri verslunar-
mannahelgi í Eyjum, en Bjarni
Frá þjóbhátíb.
segir ab menn búist ekki vib að
fjöldi gesta verbi meiri heldur
en verið hefur.
„Það er voöalega erfitt að
segja hversu margir koma á
þjóbhátíðina," segir hann.
„Vib búumst við að það verði
svipað og verið hefur. Líklega
verða á sjötta þúsund manns í
dalnum. Það er ekki nema
hluti af þeim fjölda sem borgar
sig inn. Hjá okkur er það þann-
ig að þeir, sem eru undir ferm-
ingu, fá frítt inn og eldri borg-
arar fá einnig ókeypis inn."
Boðið er upp á pakkaferðir á
þjóðhátíð í Eyjum. Hjá Flug-
leibum er boöiö upp á flug
fram og til baka ásamt að-
göngumiða á tæplega ellefu
þúsund krónur. Rútuferð frá
Umferðarmiðstöðinni til Þor-
lákshafnar og sigling með Her-
jólfi til Eyja kostar 9400 krón-
ur, en fari menn á eigin bíl
kostar sigling og aðgöngumiði
8600 krónur. Flugþjónusta
Vals Andersen í Vestmanna-
eyjum býbur einnig upp á hag-
stæðar pakkaferðir frá Bakka-
flugvelli í Landeyjum, en það-
an er örstutt flug yfir til Eyja.
Kaupfélag Héraðsbúa
býður ferðafólk velkomið
til Austurlands.
Á Egilsstöðum er eitt glæsilegasta tjaldstæði
landsins, þar sem boðið er uppá upplýsinga-
þjónustu við ferðamenn, gestastofu, sveínpoka-
pláss, aðgang að þvottavélum, sturtum, reið-
hjólaleigu, veiðileyfasölu og hjólhýsastæði.
Stutt í alla þjónustu.
Kaupfélag Héraðsbúa
Egilsstöðum • Sími 97-11200