Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 17

Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 17
Föstudagur 10. mars 1995 17 Snjóplógur Vegagerbarínnar í Borgarnesi, en þessi tœki rába illa vib snjó- inn þegar hann er orbinn samanbarinn eins og um þessar mundir. Snjóþyngsli og ófœrb á Vesturlandi: „Minnir á veturinn '57" „Þab hefur nú veriö heldur þungt fyrir fæti," sagöi Bjarni Sigurbsson hjá Vegagerbinni í Borgarnesi í samtali vib Tímann í gær, þegar hann var spuröur um ástand færö- ar á Vesturlandi undanfariö. „Þetta minnir mann töluvert á veturinn '57, þegar mestur snjórinn var hérna fyrir vest- an, nema hvab þab er mun minni snjór hérna núna. En norbaustanáttin og þessi átt sem hefur verib ríkjandi og skafrenningur stöbugt, þetta er mjög svipab því sem þab var þá." Hann sagöist hræddur um ab þab yrbi erfitt hjá mörgu sveit- arfélaginu í vetur vegna snjó- moksturs. „Þaö eru slæmir skaflar sem komu þarna fyrst í óveörakaflanum. Síban hefur bara skafiö og aldrei blotnaö neitt í þessu, allar lautir orönar fullar. Þetta er búiö ab vera erf- itt, þó þaö sé kannski ekki eins afleitt og á Vestfjaröakjálkan- um og í Húnavatnssýslunum." Bjarni sagbi ab þab væri víöa oröiö erfitt í uppsveitum Borg- arfjarbar, Lundarreykjadalur og Flókadalur væru orönir erf- iöir, Reykholtsdalur aö sunn- anverðu og Hálsasveit væru þungfær. Hvítársíða væri búin ab vera afar erfið. Þverárhlíö væri ekki búin ab vera mjög slæm, nema Kleifar væru nátt- úrlega ófærar og búnar að vera lengi. Noröurárdalur væri erf- iöur aö sunnanverðu og Norö- dælingar notuðu ána til aö ferðast á. „Þetta eru yfirleitt stórir skaflar og traðir sem skef- ur stöðugt í," sagöi Bjarni. Norburleibin sagöi hann aö væri búin aö vera í nokkub sæmilegu lagi, þó væru nokkrir stórir skaflar á sunnanveröri Holtavörðuheiöinni. Bratta- brekka hefur verið lokuð í hálf- an mánuö. Færð hefur verið erfiö á sunnanveröu Snæfellsnesi, sér- staklega frá Haffjaröará og vest- ur um. í Breiðuvík var allt lok- aö í gær. „Kerlingarskarð var ekki opnað núna, þó þaö sé mokstursdagur á því. Það er bara afskrifaö í bili. Þaö er verib að reyna viö Fróðárheiöina, en þaö er töluvert mikill snjór á henni," sagöi Bjarni. Hann sagöi aö Heydalur væri opinn og búiö aö vera opiö á noröan- verðu nesinu. Opiö væri inn í Búðardal. Þaö væri þungt fyrir fæti og töluvert af sköflum í suðurdölunum, erfitt í Hauka- dal. Laxárdalsheiði væri ekki afleit, miöaö viö margt annað. Svínadalur væri ekki mokaður, hann væri oröinn alveg kjaft- fullur. Menn færu frekar fyrir Strandir og veriö væri aö reyna að opna Gilsfjörð. Bjarni viðurkenndi aöspurö- ur að tækjakosturinn hái Vega- gerðinni viö moksturinn. Mik- iö væri treyst á bíla meö snjó- plóg, en snjórinn væri oröinn svo samanbarinn aö þeir réðu illa viö hann. Einnig vantaði jarðýtur eöa samsvarandi tæki til að ýta snjónum út eftir aö vegirnir heföu veriö ruddir, því það væri ekki hægt að gera meö bílunum. TÞ, Borgamesi Ófœrbin á Vesturlandi hefur hamiab för fólksbíla. Ferbalangarnir á þess- um bíl sátu fastir í snjóskafli vib Kljáfoss í Hvítá. Þá var ekkert annab ab gera en bretta upp ermarnar og ýta. Myndir. tþ, Borgamesi Meb því styrkjum vib íslenskt atvinnulíf Hrönn hf. iS Gunnvör hf. Kaupfélag ísfirðinga Fiskiðjan Freyja FROSTl Netagerð Vestfjarða Oddi hf., Patreksfirði ORKUBÚ VESTFJARÐA P| © Mjólkursamlag Isfírðinga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.