Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 1
__________________________________________________STOFNAÐUR 1917_____________________________________________________ 79. árgangur Laugardagur 20. maí 1995 92. tölublað 1995 Vikurbílstjórar á Suöurlandi: íhuga að loka veginum við Skeiðavegamót Vikurbílstjórar á Suðurlandi, um 40 talsins, íhuga ab grípa til kröftugra abgeröa nú á næstu dögum til ab mótmæla slæmum vegum í vikurnám- urnar sem eru efst í Landsveit og í Þjórsárdal. Verib er ab undirbúa abgerbir. Ab sögn Ingva Sigurbssonar vikurbílstjóra stefna bílstjór- arnir ab því ab loka Suburlands- vegi við Skeiðavegamótin í að minnsta kosti 3 klukkutíma til að mótmæla hinum slæmu vegum. Er verið að fylkja liði nú og fá sem flesta bílstjóra til þátttöku. Með þessu á að þrýsta á þingmenn og aðra sem veita fé í vegamál að breyta forgangs- röðuninni á Suðurlandi. Eins og sagt var hér frá í Tím- anum fyrir nokkrum dögum þrýsta vikurbílstjórarnir mjög á um uppbyggingu veganna sem fyrst, en sú slík uppbygging er ekki á dagskrá fyrr en eftir tvö ár. Segja bílstjórarnir jafnframt að bílar þeirra hafi skemmst mikið eftir akstur á þeim veg- um, sem þeir kalla raunar veg- leysur. - SBS, Selfossi Sparnabarnefnd Reykjavíkurborgar auglýsti á sínum tíma eftir tillögum frá borgarbúum um hvernig helst mœtti spara í rekstri borgarinnar. Um 30 tillögur bárust og þóttu hugmyndir starfsfólks Félagsmálastofnunar bestar. Afþessu tilefni ákvab borgin ab veita starfsmönnunum 300.000 kr. framlag í viburkenningarskyni og er myndin tekin ígœr af stoltum hugmyndasmibum Félagsmála- Forstöbumabur Barnaverndarstofu: Bragi rábinn Bragi Gubbrandsson hefur verib rábinn til aö veita Barnaverndarstofu forstöbu. Bragi er félagsfræðingur að mennt, var kennari við MH 1978-1982, félagsmálastjóri í Kópavogi 1982-1991 og aðstoð- armaður félagsmálaráðherra 1991-1995. Þá hefur Bragi unnið mikið að málefnum barna og unglina og sat m.a. í undirbúnings- nefnd að stofnun Barnaheilla og var formaður Unglinga- heimilis ríkisins 1993- 1995. Alls sóttu sjö manns um stöð- una. ■ stofnunar. Boðaöar aðgerðir vegna aflamarksbáta og skipa munu ekki raska grundvelli kvótakerfisins. Vísbendingar um batnandi ástand þorskstofnsins. Sjávarútvegsráðherra: Þorskkvótinn 200 þús. tonn innan þriggja ára Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- rábherra segist binda vonir vib ab innan næstu þriggja ára væri hægt ab auka þorskveibarnar í 200 þúsund tonn á ársgrund- velli. Á hinn bóginn gætu menn ekki vænst þess ab þorskvótinn verbi aukinn á næsta fiskveiði- ári. Hann segir þetta vera árang- ur af þeirri ábyrgu fiskveiði- og nýtingarstjórnun sem fylgt hef- ur verib í sjávarútvegi. Finnur Ingólfsson vibskiptarábherra lagbi fram tillögur á ríkisstjórnarfundi í gœr: Dregið úr verðtryggingu Finnur Ingólfsson viöskipta- rábherra lagbi fram tillögur á fundi ríkisstjórnarinnar í gær um leibir til að draga úr notk- un verbtryggingar, sem Seðla- bankinn setti saman ab beibni rábuneytisins. Ríkisstjórnin samþykkti þessar tillögur og hefur falib Seblabankanum ab hrinda þeim í framkvæmd og hafa um þab gott samstarf vib abrar bankastofnanir. Tillögurnar fela í sér ab á þessu ári leggi ríkisstjórnin auknar áherslur á að bjóða óverðtryggð ríkisbréf og lengi smám saman binditíma þeirra. Þann 1. janúar 1996 verði lág- marks lánstími verðtryggðra skuldabréfa þrjú ár í stað tveggja ára. Tveimur árum síðar verður lágmarksbinditími verðtryggðra innistæðna hækkaður úr einu ári í þrjú. Á sama tíma verður lágmarkslánstími vertryggðra skuldabréfa lengdur úr þremur árum í fimm ár og 1. janúar árið 2000, er gert ráð fyrir að verð- trygging innistæðna veröi óheimil og lágmarkslánstími verðtryggðra skuldabréfa hækk- aður úr fimm árum í sjö ár. Finnur segir að þessar breyt- ingar taki þennan tíma, vegna vilja hans og ríkisstjórnarinnar að þessi róttæka kerfisbreyting hafi sem allra minnst áhrif og hafi sem allra minnst áhrif á fjármagnsmarkaðnum, þannig að ekki sé hætta á hækkun vaxta. „Um leið er þetta skýr vísbending ríkisstjórnarinnar um aö þab er verið að festa stöö- ugleikann sem náðst hefur með því ab fara þessa leib og sýnir að menn hafa trú á stöðugleika," segir Finnur. Ráðherra segir að það séu að kóma fram vísbendingar um að ástand þorskstofnsins sé að batna. Hann segir að þótt niðurstöður togararalls Hafró sé abeins hluti af gagnaöflun stofnunarinnar, þá hefði það gefið ákvebna vísbend- ingu í þá veru að botninum sé náð hvað varðar þorskstofninn og framundan sé betri tíð. Ráðherra segir ab sú ákvörbun ríkisstjórnar að reyna að skapa svigrúm innan kerfisins til að bæta stöðu afla- marksbáta- og skipa, muni ekki raska grundvelli kvótakerfsins á neinn hátt. Hann segir tillögur þar um ekki enn fullgerðar, en býst við að þær muni sjá dagsins ljós fljótlega í næstu viku. Hann segir að boðuð endur- skoðun á banndagakerfi króka- báta sé m.a. tilkominn vegna mikillar óánægju með núverandi fyrirkomulag auk þess sem þær veiðar séu ekki innan aflamarks- kerfisins. Þrátt fyrir boðabar breytingar á bannadagakerfinu veröur engu ab síður haldið fast við þau markmið sem sett hafa verið um veiðar krókabáta í heild- arþorskveiðinni. Þorsteinn Pálsson segir fram- komna gagnrýni útvegsmannafé- laga vítt og breitt um landib á verkefnaskrá ráðuneytisins byggða á misskilningi. Hann ráð- leggur útvegsmönnum aö bíða með að fella dóma þar til þeir sjá tillögur ráöuneytisins. En tals- menn útvesgmanna hafa fullyrt að boðaðar aðgeröir við afla- marksbáta- og skip og endurskoð- un á bannadagakerfinu muni mismuna útgerðarflokkum innan kvótakerfisins og þab muni draga úr hagræðingu innan greinarinn- ar og stuðningi annarra útgerða við kvótakerfið. Sjávarútvegsráðherra segir að það sé skylda sín að hafa heildar- hagsmuni atvinnugreinarinnar að leiðarljósi hverju sinni og gef- ur lítiö fyrir fullyrðingar for- manns LÍÚ sem hefur gefið verk- efnaskrá ráðuneytisins fallein- kunn. Hinsvegar sé því ekki að leyna að gagnrýni útvegsmanna er til marks um þá hagsmunatog- streitu sem er innan sjávarútvegs- ins, þegar' aflaheimildir eru af skornum skammti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.