Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. maí 1995 11 Deilan um Fiskiöjusamlag Húsavíkur: Stjórnmálaskoöanir eða hagsmunir heimamanna í upphafi þessa árs spáöi völva nokkur átökum á milli þess sem hún nefndi kolkrabbann og smokkfiskinn og átti þar augljóslega vib hina tvo stóru útflutningsaðila á sviöi sjávar- afurða. Trúlega hefur völvan þó fremur rýnt í fréttir af þró- un mála í landinu en glerkúl- una, er hún taldi sig sjá þessi átök fyrir, því þarna hefur hún reynst nokkuö sannspá. Átök þessara aöila hófust skömmu eftir áramótin meb slag íslenskra sjávarafurða og Sölumiöstöövar hraöfrysti- húsanna um viðskipti vib Út- geröarfélag Akureyringa og lauk þeim meö þeim hætti aö um óbreytt viðskipti félagsins viö Sölumiöstöbina var ab ræba eftir aö máliö haföi verib rætt mjög ítarlega í bæjar- stjóm Akureyrar og framsókn- armenn, sem hafa forystu í bæjarstjórninni, gefiö eftir til aö ná samstööu um málib. En átökum stóru útflutnings- fyrirtækjanna um viðskiptaað- ila var ekki lokið og aöeins liöu nokkrar vikur þar til þau tókust á aö nýju og í það skiptið um viðskipti viö Fiskiðjusamlag Húsavíkur. Þau átök hafa nú leitt til þeirrar niðurstöðu að ís- lenskar sjávarafurðir munu á- fram selja afuröir fiskiöjusam- lagsins. Af þessu hafa vaknaö spurningar um hvort um aukna samkeppni sé aö ræöa á sviöi út- flutningsmála sjávarútvegsins eöa hvort fremur sé um pólitísk átök útflutningsaöilanna aö ræöa, þar sem annar þeirra tengist ákveönum hring fyrir- tækja sem stýrt er af ýmsum á- hrifamönnum í Sjálfstæöis- flokknum, en hinn er aö nokkru vaxinn af rót samvinnuhreyf- ingarinnar. Bob og yfirboö í hlutafjáraukningu Forsaga Húsavíkurmálsins er sú, aö ákveöiö var aö auka hlutafé í Fiskiöjusamlagi Húsa- víkur um 100 milljónir króna í tengslum við endurskipulagn- ingu á rekstri þess, er verið hef- ur nokkuð þungur um skeið. ís- lenskar sjávarafurðir og fyrir- tæki tengd þeim buðust þegar í stað til þess að kaupa 75% hlutafjáraukningarinnar á nafn- veröi eða genginu 1.00. Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna yfir- bauð þá keppinautinn og bauöst til aö kaupa alla hluta- fjáraukninguna á genginu 1.25. í kjölfar þess hófust viöræöur meirihluta bæjarstjórnar Húsa- víkur viö íslenskar sjávarafurðir, sem lyktaöi meö þeim hætti að Tryggingamiöstööin, Olíufélag- ið, Útvegsmannafélag sam- vinnumanna og Húsavíkurbær buðust til aö kaupa alla hluta- fjáraukninguna þannig aö nafn- verö veröi greitt fyrir þann hluta er forkaupsréttarákvæöi gilda um, en afgangurinn greiddur á svipuðu gengi og Sölumiðstöðin bauö. Þessu máli tengist einnig hagræöing og sameining þriggja útvegsfyrir- tækja á Húsavík: Fiskiöjusam- lagsins, íshafs og Höföa, en þessi fyrirtæki hafa að mestu leyti átt viðskipti við íslenskar sjávarafuröir, og í tengslum viö tilboö þeirra í hlutafé í fiskiöju- samlaginu var lagt til að þessi sameining yrði aö veruleika. Eimskip og Sjóvá-Almennar að baki Sölumiðstöbinni Húsavíkurbær er meirihluta- eigandi í fiskiðjusamlaginu og samþykkti bæjarstjórn á stormasömum fundi síðastlið- inn þriðjudag aö taka tilboði fyrirtækjanna þriggja og bæjar- sjóös í hlutafjárútboð þess og vinna að sameiningu við íshaf og Höföa á þeim grundvelli er þegar hafi veriö lagöur. Fram- sóknar- og alþýöubandalags- menn og óháöir mynda meiri- hluta í bæjarstjórn Húsavíkur gegn minnihluta sjálfstæðis- og alþýöuflokksmanna. Meirihluti bæjarstjórnarinnar stóö aö sam- þykktinni um sölu hlutabréf- anna, áframhaldandi viöskipti viö íslenskar sjávarafurðir og sameiningu útvegsfyrirtækj- anna þriggja, en bæjarfulltrúar minnihlutaflokkanna og þá einkum Sjálfstæöisflokksins gagnrýndu meirihlutann harð- lega og sökuöu hann um aö hafa aldrei viljað ræða tilboö Sölumiöstöðvarinnar og ekki gefið fulltrúum minnihlutans kost á aö fylgjast með viöræö- um viö íslenskar sjávarafuröir. Á bæjarstjórnarfundinum kom fram aö hefði verið gengið til samninga viö Sölumiðstöðina, heföu Eimskip, Sjóvá-Almennar og Þormóður rammi á Siglufiröi aö líkindum orðiö kaupendur aö hlutafé í Fiskiöjusamlagi Húsavíkur, auk þess sem Sölu- miðstööin hefði takið aö sér út- flutning sjávarafurða hinna húsvísku fyrirtækja og flutning- ur á framleiöslu þeirra færst frá Samskipum til Eimskips. Minnir á ÚA-málin Afstaða bæjarfulltrúa á Húsa- vík til hinna stóru útflutnings- aðila sjávarafurða fór í öllum meginatriöum eftir pólitískum línum þar sem framsóknar- og alþýðubandalagsmenn stóðu með íslenskum sjávarafuröum, en sjálfstæðis- og alþýðuflokks- menn vildu fremur kanna kosti tilboös Sölumiðstöðvarinnar. Þessi niöurstaöa minnir óneit- anlega nokkuð á þau átök sem urðu á Akureyri fyrr á árinu um viðskipti Útgeröarfélags Akur- eyringa. í því máli tóku sjálf- stæöis- og alþýöuflokksmenn strax afstöðu með áframhald- andi viöskiptum viö Sölumiö- stöð hraöfrystihúsanna, en framsóknarmenn vildu reyna aö ná samkomulagi viö íslensk- FRETTASKYRING ÞÓRÐUR INGIMARSSON ar sjávarafurðir að því tilskildu að þeir flyttu höfuðstöðvar sín- ar með um 80 manna starfsliði norður. Þegar bæjarfulltrúar Al- þýðubandalagsins lögðust á sveif meö Sölumiðstööinni tóku framsóknarmenn þann köst aö mynda einingu um málið og ganga að framkomnu tilboði Sölumiðstöðvarinnar um flutn- ing hluta á starfsemi þess fyrir- tækis norður, fremur en rjúfa meirihlutasamstarf með Al- þýðuflokknum. Stjórnmálaskobanir eba hagsmunir heimamanna Á bæjarstjómarfundinum Húsavík á þriöjudag upplýsti Kristján Ásgeirsson, oddviti al- þýöubandalagsmanna og ó- háöra í bæjarstjórn, að minni- hlutinn (sjálfstæðis- og alþýöu- flokksmenn) hafi boöiö Alþýðu- bandalaginu til nýs meirihlutasamstarfs í bæjar- stjórninni og freistað þeirra meö tilboði um aö alþýðu- bandalagsmenn mættu tilnefna nýjan bæjarstjóra í staö Einars Njálssonar, bæjarstjóra fram- sóknarmanna. í ljósi þeirrar pólitísku samstöðu, er myndaö- ist á Akureyri fyrr í vetur um samninga og viðskipti við Sölu- miðstöö hraðfrystihúsanna, þarf ekki að koma á óvart þótt sú leið væri reynd á Húsavík að ná samstöðu Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags um sömu leið. Fram hefur komið að fylgjendur áframhald- á andi viðsklpta fiskiðjusamlags- ins við íslenskar sjávarafurðir óttuðust að stigið yrði skref til baka með því að færa viðskiptin til Sölumiðstöðvarinnar, vegna þess þróunarstarfs sem unnið hefur veriö í samvinnu við ÍS. Með tilkomu viðskipta við Sölu- miðstöðina yrði að aðlaga fram- leiðsluna þeim pakkningum sem hún leggi meiri áherslu á, og þar sem um minni full- vinnslu væri að ræða, gæti það þýtt minni atvinnu og samdrátt framleiðslutekna. Ef litið er yfir framgang málsins í bæjarstjórn Húsavíkur og á hvern hátt af- staða bæjarfulltrúa til útflutn- ingsfyrirtækjanna skiptist eftir stjórnmálaflokkum, er ekki annað sýnt en hin pólitíska af- staða hafi vegið þungt í þessum málum, þótt hagsmunir heima- manna hafi einnig komið við sögu. IDESiT ◄^ihdesit Kæliskápur GR 2600 • HæS: 152 cm • Breidd: 55 cm • Dýpt: 60 cm • Kælir 187 Itr. • Frystir: 67 Itr. • Orkunotkun: 1.25 kwst/24 tímum VerS kr.49.664,- 'sesö* ^►i'ndesit ► Kæliskápur GR 3300 • HæS:l 70 cm • Breidd: 60 cm • Dýpt: 60 cm • Kælir:225 Itr. • Frystir 75 Itr. • Orkunotkun: 1.50 kwst/24 tíma VerS kr. 58.350,- Q O Ai^ihdesit Kæliskápur GR 1400 • HæS: 85 cm • Breidd: 51 cm • Dýpt: 56 cm • kælir: 140 I. • Orkunotkun: 0,9 kwt/24 tímum. Verð kr. 29.350, Ai^ihdesit Kæliskápur GR 1860 • HæS: 117 cm • Breidd: 50 cm • Dýpt: 60 cm • Kælir: 140 Itr. • Frystir 45 Itr. • Orkunotkun: 1.15 kwst/24 tíma Verb kr. 41.939,- i^ihdesrt ► Kæliskápur GR 2260 • HæS: 140 cm • Breidd: 50 cm • Dýpt: 60 cm • Kælir: 180 Itr. • Frystir 45 Itr. • Orkunotkun: 1.30 kwst/24 tíma Verð kr. 47.280,- Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hailgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal Vestfiröir: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.StraumurjsafirÖi. Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvik. Kf. Þingeyinga, Húsavík. _ Urö, Raufarhöfn. : ^ Austurland: Sveinn GuömundssQn, Egilsstööum. BRÆÐURNIR O Kf. Vopnfirðinga, Vopnafiröi. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vik, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfirði. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. FIT, Hafnarfiröi =)]ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 553 8820 INDEStT INDESIT (NDESIT iNDEStT iNDESIT INDESIT iNDESIT ÍNDESÍT ÍNDESiT tNDESiT 1NDE5IT iNDESIT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.