Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.05.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 20. maí 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Hvað með bóka- skattinn, Björn? Björn Bjarnason, nýr menntamálaráðherra, talaði fyrir hönd flokks síns í umræðunum um stefnu- ræðu forsætisráðherra á Alþingi í fyrrakvöld. Aug- ljóst er að Björn hyggst halda uppi öflugri baráttu fyrir þau mál sem undir hann heyra. í framhaldi af kosningabaráttunni þar sem allir flokkar settu menntamálin í öndvegi, skoraði Björn á stjórn- málaflokkana að fylgja þeim áherslum eftir þegar kæmi aö því að ráðstafa þeim takmörkuðu fjár- munum sem ríkissjóður hefði úr að spila. Undir þetta skal tekið. Menntamálaráðherrann minntist líka á það, að engum öðrum í heiminum en okkur sjálfum, rúm- lega 250 þúsund manna þjóö á eyju í Atlantshafi, bæri skylda til að standa vörð um íslenska tungu og því væri ábyrgð okkar mikil í þeim efnum. Und- ir þetta skal líka tekið heils hugar. Þessi fyrirheit nýja menntamálaráðherrans eru sannarlega gleði- efni því í niðurskurði og sparnaði undangenginna ára má segja að bæði menntamálin og ýmislegt sem snertir málrækt og málvernd hafi orðið horn- reka og verið látið mæta afgangi. Vonandi verður þar breyting á og raunar hefur Björn Bjarnason komið fram með óvæntan glaðning nú þegar, er hann tilkynnti að lengja ætti skóladag grunnskóla- nema meira en áður hafði verið talað um. Hins vegar ber stóran skugga á þá von sem felst í ummælum ráðherrans á Alþingi í fyrradag. Sá skuggi er bókaskatturinn sem svo hefur verið kall- aður, virðisaukaskatturinn á bækur og annað prentað mál sem vitað er að hefur dregið mikinn kraft úr útgáfustarfsemi í landinu. Fyrir kosningar var Framsóknarflokkurinn búinn lýsa því yfir að hann væri tilbúinn að endurskoða þennan skatt en vegna andstöðu fjármálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins virðist það mál ekki hafa komist á dag- skrá þessarar ríkisstjórnar. Beri íslensku þjóðinni skylda til að varðveita íslenska tungu, eins og menntamálaráðhera segir, þá verður slík varðveisla að byggja á því að málið sé lifandi. Og til að halda tungunni raunverulega lifandi er fátt brýnna en að ritmálið sé öflugt og fjölbreytt þannig að sem flest skoðanaskipti í þjóðfélaginu komi fram og séu rit- uð á íslensku. Fjölmiðlun, hin daglega umræða, verður að vera á íslensku eigi íslenskan að halda velli og þjóðin að rísa undir þeirri ábyrgð sem menntamálaráðherra vill að hún axli. Þess vegna er það röng stefna að takmarka svigrúm og mögu- leika og fjölbreytni prentmiðla, bóka eða annara fjölmiðla. Meðal stærri þjóða hafa menn verið að gera sér grein fyrir menningarlegu gildi þess að fjölmiðlaumræðan fari fram á þjóðtungu viðkom- andi ríkja og tekið tillit til þess varðandi virðis- aukaskattsmál. Hér á landi, þar sem þjóðtungan skiptir margfalt meira máli, eru menn enn ófúsir til að sjá þetta samhengi. Björn Bjarnason hlýtur því, ef hann vill láta taka orö sín alvarlega, að beita sér fyrir því í sínum flokki að þetta mál verði endurskoðað með það í huga að afnema bókaskattinn. Oddur Ólafsson: Láglaunaþing í láglaunalandi „Þaö er ekki fínt aö tala um kaup- iö sitt," sagöi séra Jóhann. Það var áöur en kjaramál og launakröfur með tilheyrandi samanburaöar- vísindum urðu höfuöfréttaefni upplýsingadreifingar ríkisins. Aörir fjölmiölar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja í þessum efn- um meö tilheyrandi áherslum á kyngreiningu. Bunan um kaupib sitt og af- komumöguleika stendur upp úr hverjum manni og undantekn- ingarlítið fylgir með hve starfiö er lágt metið til launa og hvað aðrir hafi það miklu betra og geri þaö gott. Nýkjörinn forseti Alþingis flutti að mörgu leyti tímabæra ræöu þegar hann tók viö sínu virðulega embætti. Hún fjallaði um þá stefnumörkun á starfsháttum þingsins sem hann telur nauösyn- legar og hyggst beita sér fyrir. Ekki lét forseti samt hjá líða aö hefja þegar í staö upp kveinstafi um kaup þingmanna, sem ekki er taliö boðlegt, svo nánasarlega er þaö skammtað. Hefur sá kafli ræö- unnar væntanlega runniö ljúflega inn um hlustir þingheims sem mun styöja forseta sinn meö ráö- um og dáð til aö bæta kjörin. Samanburöur Alþingismenn eru ekki ofaldir af kaupi sínu og sporslurnar eru síst ríflegar því margvíslegur kostnaöur fylgir þingsetu sem aörar starfsstéttir þurfa ekki aö bera. Aö hinu skyldu þingmenn gæta, aö ísland er láglaunasvæði og er kaup þeirra í samræmi viö þaö. Því kemur þaö hinum breiöa fjölda, sem svo ákaft er biðlað til aö kjósa þegar sá gállinn er á pól- itíkusum, spánskt fyrir sjónir þeg- ar fólk meb tvöföld og þreföld laun þeirra sem puða á vinnu- markaði, eru að kvarta yfir hræmulegum kjörum sínum. Aðalstarf þingmanna er aö möndla meö peninga, skaffa þá og útdeila. Öll þingmál snúast aö öllu eða mestu leyti um fjármál og því miður oftar en ekki um skort á fjármagni. Það liggur í hlutarins eöli að al- þingismenn verða aö hafa eitt- hvert fjármálavit til að vera færir um að sinna störfum sínum sómasamlega. Margir þeirra vita til aö mynda aö samband er á milli verömætasköpunar og kjara- mála. Fyrirtæki geta ekki greitt hærri laun en nemur þeim verö- mætum sem verða til í rekstri þeirra. Bullandi tap á ríkisjóði ár eftir ár á kannski einhvern þátt í því aö þingmenn veröa aö láta sér nægja aðeins tvöföld laun miðaö við meðalkaup kjósenda sinna. Hvers vegna skítalaun? Nú væri ráð fyrir þingmenn sem vilja bæta kjör sín aö gaum- gæfa hvers vegna lýöveldið sem þeir þjóna og stjórna er láglauna- svæði. Þjóöarframleiöslan er mik- il og útflutingurinn meiri og arð- samari en meöal flestra ríku þjóð- anna. En af hverju geta þingmenn ekki borgaö sjálfum sér mann- sæmandi laun? Og hvers vegna er almenningur að kikna undir skuldabyröi sem enginn veit hvernig á aö losa hann undan? Atvinnuvegir sem töldust til und- irstöbustólpa samfélagsins þegar þaö var ófínt aö tala um kaupið sitt eru aö veslast upp fyrir augun- um á ráðþrota bjargvættum. Skattbyröi fólksins sem landiö byggir eykst jafnt og þétt og þjóð- artekjur aukast og stórfyrirtækin blómstra sem aldrei fyrr. Samt er kvartaö sáran yfir því að alþingis- menn geti ekki borgaö sjálfum sér nógu hátt kaup. Þarna er eitthvaö mikib aö og ef stjórnendur okkar gætu komið auga á hvar meinsemdirnar liggja og nálgast efnahagsmálin af skyn- samlegu viti væru þeir vel að því komnir aö hækka kaupiö sitt verulega. Þeir gætu líka stuðlaö að því ab að draga lífskjör almenn- ings upp úr niðurlægandi lág- launafeni. Svo má minna á aö sú skoöun á rétt á sér aö þingmenn og aðrir sem véla um kjör og lífsstíl hafi * I tímans rás ekki slæmt af því að búa viö að- stæður sem eru þó heldur skárri en gengur og gerist meðal þorra fólks. Út í hött Tal um að þess séu dæmi aö ein- hverjir lækki í launum viö aö setj- ast inn á þing er út í hött og ekki sæmandi þeim sem kjörnir eru á löggjafarsamkunduna. Rakalausar fuliyröingar um launamismun kynja á þingi eins og nýlega hafa verið afhjúpaðar eru heldur ekki sæmandi og væri raunar eölilegt að láta einhvern tíma líöa af þing- haldi áöur en farið er aö heimta kauphækkun fyrir þingmenn. Ólafur G. Einarsson, þingfor- seti, geröi einnig starfsskilyrði þingmanna að umræöuefni og kváöu þeir búa þröngt viö slæman húsakost. Sú stefna aö kaupa upp sundur- leitar fasteignir í mánunda viö þinghúsið er gerö meö vitund og vilja sjálfs þingsins og geta alþing- ismenn sjálfum sér um kennt og engum öðrum ef þeim fellur ekki búskapurinn. Eitt er samt þaö hús sem þeir hafa aldrei viljað kaupa, en það er Oddfellowhöllin. Enda hentaði hún þinginu aö mörgu leyti betur en húsakraðakið sem nú er notast við af vanefnum og lítilli smekk- vísi. Þingmannafjöldi og Alþingishús Fyrir tveim kjörtímabilum stób til aö reisa nýtt þinghús og var sett upp samkeppni og brambolt en ekert varð úr framkvæmdum, sem betur fer. Hér skal ítrekub gömul tillaga um þingheim og nánasta um- hverfi hans. Þingmenn skulu aldr- ei vera fleiri en að þeir rúmist meö góðu móti í Alþingishúsinu viö Austurvöll. Ef þaö er of lítið fyrir starfsemina eins og hún er, er ráð- iö aö fækka þingmönnum. Ein- falt. Við Alþingishúsið eru fáránleg bílastæöaflæmi, sem eiga ekki sinn líka meðal þingræðisþjóða. Viö Kirkjustræti eru fáránlega vanhirt og drusluleg hús sem Al- þingi á. Á lóöum þeirra átti verö- launakassinn að rísa. En sé þingið á hrakhólum með starfsemi sína eru hæg heimatökin aö byggja þarna fyrir skrifstofur fyrir þing- menn og starfslið og nefndastarf- semi og yfirleitt allt þaö sem nú fer fram í nálægum húsum meö margvíslegum adressum. En umfram allt veröa þing- menn að varast að ana út í van- hugsaöar framkvæmdir af nýj- ungagirni einni saman og ímynd- uöum þörfum. Þjóðin hefur ekkert aö gera viö fleiri þingmenn en þá sem rúmast meö góöu móti í núverandi þing- sölum. Brotib blab í sögu þingsins Ólafur G. Einarsson kom víöar viö í ræðu sinni og eru sumar áherslur hans allrar athygli verðar og eru líklegar til aö setja svipa á þingstörfin þegar fram í sækir. Fáir sýnast gera sér grein fyrir hve róttæk umbylting varð á Al- þingi íslendinga í upphafi síðasta kjörtímabils þegar þingiö var gert að einn málstofu og nefndaskipan öll endurskoðuð. Sannleikurinn er sá aö þingstörfin tóku ekki eins miklum breytingum og efni stóðu til. Ekkert er óeölilegt viö það þar sem breytingar eru háðar mis- munandi fastreyrbu hugarfari og íhaldssemi gætir í þingstörfum. Greinilegt er aö nýi forsetinn hyggst nú freista þess aö breyta hugarfari vanans og heimtar jafn- vel nokkra sjálfsgagnrýni af þing- mönnum og voru þar orö í tíma töluð. Vonandi tekst nýkjörnum al- þingismönnum að hækka kaupiö sitt aö því marki aö þeir veröi ánægðir með kjör sín. En kaup- haekkun eiga þeir ekki skiliö nema ab þeim skiljist aö þeir eru kosnir á þing til að vernda lífskjör allra umbjóðenda sinna. Þingmenn og ráðherrar og emb- ættismenn í láglaunalandi eiga aö hafa lágt kaup. Beri þeir gæfu til aö rífa kjör almennings upp úr volæðinu svo aö fólk geti búiö við efnalegt sjálfstæði er ekkert sjálf- sagöara en aö kaup kjörinna full- trúa þjóöarinna verið hækkað. Stöðvið bruðliö og reyniö aö hafa þaö gott. Annars skuluö þiö snúa ykkur aö öðru braski en stjórnmálum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.